Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 64
MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CKNTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX SKIPVERJUNUM 70 var stillt upp í einfaldri röð á bryggjunni og hafði hver sitt númer. Önnur konan var í lögreghibílnum og var honum ekið hægt meðfram röðinni. Einstæð lögregluaðgerð í Hafnarfjarðarhöfn eftir að tvær konur kærðu nauðgun Heil skipshöfn var tekin í sakbendingu TVÆR konur, 38 og 48 ára gaml- ar, hafa lagt fram kærur á hendur skipveijum togarans Atlantic Prihc- ess, sem skráður er í Belize og ligg- ur við bryggju í Hafnarfirði. Konurnar fóru um borð í togar- ann á fimmtudagskvöld. Eftir að þær komu frá borði aðfaranótt föstudags gáfu þær sig fram við lögreglu og kærðu nauðgun. Þær voru færðar í neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb í nauðgunarmálum á Borgarspítálanum. 70 manns í áhöfninni Konunum mun, hvorri um sig, hafa verið nauðgað af fleiri en ein- um manni, að því er fram kom í yfirheyrslum. Um 70 manns eru í áhöfn togarans, flestir Rússar, Ge- orgíumenn og Færeyingar. Rannsóknarlögregla ríkisins 94 ára hlaupari ELSTI þátttakandinn í kvennahlaupi ÍSÍ, sem fram fór síðastliðinn sunnudag, var Anna Kristjánsdóttir, 94 ára að aldri. Anna var að taka þátt í kvenna- hlaupinu í fyrsta sinn og hljóp 2 km. Met- þátttaka var í hlaupinu, en alls hluþu 15.016 konur. Anna, sem býr á elliheim- ilinu Seljahlíð, segist fyrst núna hafa haft ástæðu til að hlaupa. „Við höfum haft tvo góða íþróttakennara hérna og við förum reglu- lega út að ganga. Ég hef aldrei stundað íþróttir um ævina, en það má segja að ég hafi verið í erfiðisvinnu við að ala upp fjögur börn.“ Anna er heilsugóð og þakkar það skapferði sínu. „Ég er ekkert að kvarta og kveina. Góða skapið er nauðsynlegt fyrir heilsuna." ■ Metþátttaka/6 TOGARARNIR tveir Atlantic Princess og Atlantic Queen liggja hlið við hlið í Hafnar- fjarðarhöfn. efndi til sakbendingar í Hafnar- fjarðarhöfn í gær. Ollum skipvetj- um togarans var stillt upp á bryggj- unni og var annarri konunni ekið framhjá þeim I lögreglubíl. Þetta mun vera einstök lögregluaðgerð. Sakbendingin bar þann árangur að þrír menn voru færðir til skýrslu- töku hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins í gærkvöldi. Fer á úthafskarfaveiðar Atlantic Princess er í eigu Fær- eyinga. Það var nýlega keypt frá Georgíu og kom hingað fyrir um 10 dögum. Nú er verið að undirbúa það fyr- ir úthafskarfaveiðar, kaupa veiðar- færi og kost og yfirfara frystikerfí þess. Ráðgert er að skipið fari til veiða um eða eftir næstu helgi. HLUTI skipshafnarinnar kemur niður landganginn á leið til sakbendingarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra vék að Evrópumálum í ávarpi sínu 17. júní Staða Alþingis yrði mjög veik í ESB Islendingar Evrópuþjóð í besta skilningi þess orðs DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi, sem hann flutti á Austurvelli 17. júní, að ef ísland væri í Evrópusambandinu og sam- runastefnan gengi til þess enda- punkts, sem trúuðustu samruna- mennirnir þrá, mætti með sanngirni segja, að staða Alþingis yrði áþekk því sem hún var á fyrstu dögum hins endurreista þings, fyrir 150 árum síðan. Davíð minnti á það í ræðu sinni að hinn 1. júlí nk. yrðu 150 ár liðin frá endurreisn Alþingis íslendinga. Hið endurreista þing hefði haft tak- mörkuð áhrif á þróun íslenskra mála. „íslendingar liggja sjaldnast á því, að þeim þykja forystumenn þeirra æði oft misvitrir, er þeir ráða málum þjóðarinnar til lykta. Þó mun þeim flestum þannig farið að kjósa að hin lýðræðislega stjórnun lands- ins fari fremur fram í íslensku stjómarráði og á íslensku þingi en á framandi kontórum manna, sem enginn hefur kosið og enginn getur náð til,“ sagði Davíð. Erum Evrópuþjóð Forsætisráðherra sagði að ís- lendingar væru Evrópuþjóð í besta skilningi þess orðs. Hann sagði að vel hefði tekist til að finna sam- skiptaform í viðskiptalegum og menningarlegum efnum við ná- granna okkar. Ekki væru hörð átök meðal þjóðarinnar um þessi sam- skiptaform líkt og ættu sér stað í einstökum Evrópusambandslönd- um. Ástæðan væri kannski ekki síst sá gifturíki millivegur sem fannst fyrir okkar hönd. Davíð sagði að skoðanakannanir sýndu að íbúar þeirra landa, sem sögðu já við inngöngu í Evrópusam- Tvíhliða samningnr við Bandaríkin Flugsam- göngur nær frjálsar ÍSLENSK flugfélög geta nú flogið hvert sem er í Bandaríkjunum og einnig millilent þar til að ná í far- þega á leið til þriðja lands. Þetta gildir einnig um bandarísk félög sem vilja fijúga hingað, en nýlega undir- rituðu bandarísk og íslensk stjórn- völd tvíhliða samning þess efnis. Að sögn Jóns Birgis Jónssonar, ráðuneytisstjóra í samgönguráðu- neytinu, er búist við því að samning- ur þessi sé íslendingum mun verð- mætari en Bandaríkjamönnum, markaðurinn hér á landi sé það smár að ekki sé búist við því að bandarísk flugfélög sýni mikinn áhuga á að fljúga hingað til lands. „Þessi samningur getur breytt ansi miklu,“ segir hann og bætir við að nú þurfi viðurkennd flugfélög beggja landa ekki lengur leyfí við- komandi yfirvalda. Sem dæmi nefnir hann að nú geti íslensk flugfélög flogið til landa eins og Mexíkó, með millilendingu í Bandaríkjunum. bandið í þjóðaratkvæðagreiðslum á síðastliðnu ári, sæju nú margir eft- ir öllu saman. Of seint væri fyrir þessar þjóðir að iðrast því að þjóðar- atkvæðagreiðsla um Evrópumál væri aldrei endurtekin nema því aðeins að meirihlutinn segði nei. ■ Ávarp forsætisráðKerra/28 ■ Ilátíðarhöld 17. júní/14 ■ Forystugrein/32 Þungar horfur í ál- versdeilu EKKERT miðaði í samkomu- lagsátt í kjaradeilu starfsmanna og stjórnenda álversins í Straumsvík á 10 tíma samn- ingafundi í gær. Sáttasemjari boðaði annan fund í dag, en Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnað- armaður starfsmanna segist ekki eiga von á að hann leiði til neins nema að afstaða samn- ingsaðila til deilumála breytist. Samninganefndir starfs- manna og vinnuveitenda í ál- versdeilunni komu saman til sáttafundar kl. 10 í gærmorgun og var fundi slitið laust fyrir kl. 20. Fyrir orð sáttasemjara féllust deiluaðilar á að koma til nýs fundar í dag kl. 10. Fundum var frestað sl. föstu- dag fram á mánudag. Fram- leiðsla stöðvast í verksmiðjunni á miðnætti næstkomandi föstu- dagskvöld hafi ekki samist. Ný lög um þingfararkaup 30 millj. kostnaðarauki NÝ LÖG um þingfararkaup og þingf- ararkostnað auka að öllum líkindum kostnað Alþingis um 30 milljónir á ári. Þetta samsvarar 4% af útgjöldum þingsins. Sé þessari upphæð deilt nið- ur á 63 þingmenn landsins koma um 444.000 krónur í hlut hvers og eins eða um 37.000 krónur á mánuði. ■ Nokkur kjarabót /33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.