Morgunblaðið - 20.06.1995, Side 64

Morgunblaðið - 20.06.1995, Side 64
MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CKNTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX SKIPVERJUNUM 70 var stillt upp í einfaldri röð á bryggjunni og hafði hver sitt númer. Önnur konan var í lögreghibílnum og var honum ekið hægt meðfram röðinni. Einstæð lögregluaðgerð í Hafnarfjarðarhöfn eftir að tvær konur kærðu nauðgun Heil skipshöfn var tekin í sakbendingu TVÆR konur, 38 og 48 ára gaml- ar, hafa lagt fram kærur á hendur skipveijum togarans Atlantic Prihc- ess, sem skráður er í Belize og ligg- ur við bryggju í Hafnarfirði. Konurnar fóru um borð í togar- ann á fimmtudagskvöld. Eftir að þær komu frá borði aðfaranótt föstudags gáfu þær sig fram við lögreglu og kærðu nauðgun. Þær voru færðar í neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb í nauðgunarmálum á Borgarspítálanum. 70 manns í áhöfninni Konunum mun, hvorri um sig, hafa verið nauðgað af fleiri en ein- um manni, að því er fram kom í yfirheyrslum. Um 70 manns eru í áhöfn togarans, flestir Rússar, Ge- orgíumenn og Færeyingar. Rannsóknarlögregla ríkisins 94 ára hlaupari ELSTI þátttakandinn í kvennahlaupi ÍSÍ, sem fram fór síðastliðinn sunnudag, var Anna Kristjánsdóttir, 94 ára að aldri. Anna var að taka þátt í kvenna- hlaupinu í fyrsta sinn og hljóp 2 km. Met- þátttaka var í hlaupinu, en alls hluþu 15.016 konur. Anna, sem býr á elliheim- ilinu Seljahlíð, segist fyrst núna hafa haft ástæðu til að hlaupa. „Við höfum haft tvo góða íþróttakennara hérna og við förum reglu- lega út að ganga. Ég hef aldrei stundað íþróttir um ævina, en það má segja að ég hafi verið í erfiðisvinnu við að ala upp fjögur börn.“ Anna er heilsugóð og þakkar það skapferði sínu. „Ég er ekkert að kvarta og kveina. Góða skapið er nauðsynlegt fyrir heilsuna." ■ Metþátttaka/6 TOGARARNIR tveir Atlantic Princess og Atlantic Queen liggja hlið við hlið í Hafnar- fjarðarhöfn. efndi til sakbendingar í Hafnar- fjarðarhöfn í gær. Ollum skipvetj- um togarans var stillt upp á bryggj- unni og var annarri konunni ekið framhjá þeim I lögreglubíl. Þetta mun vera einstök lögregluaðgerð. Sakbendingin bar þann árangur að þrír menn voru færðir til skýrslu- töku hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins í gærkvöldi. Fer á úthafskarfaveiðar Atlantic Princess er í eigu Fær- eyinga. Það var nýlega keypt frá Georgíu og kom hingað fyrir um 10 dögum. Nú er verið að undirbúa það fyr- ir úthafskarfaveiðar, kaupa veiðar- færi og kost og yfirfara frystikerfí þess. Ráðgert er að skipið fari til veiða um eða eftir næstu helgi. HLUTI skipshafnarinnar kemur niður landganginn á leið til sakbendingarinnar. Davíð Oddsson forsætisráðherra vék að Evrópumálum í ávarpi sínu 17. júní Staða Alþingis yrði mjög veik í ESB Islendingar Evrópuþjóð í besta skilningi þess orðs DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í ávarpi, sem hann flutti á Austurvelli 17. júní, að ef ísland væri í Evrópusambandinu og sam- runastefnan gengi til þess enda- punkts, sem trúuðustu samruna- mennirnir þrá, mætti með sanngirni segja, að staða Alþingis yrði áþekk því sem hún var á fyrstu dögum hins endurreista þings, fyrir 150 árum síðan. Davíð minnti á það í ræðu sinni að hinn 1. júlí nk. yrðu 150 ár liðin frá endurreisn Alþingis íslendinga. Hið endurreista þing hefði haft tak- mörkuð áhrif á þróun íslenskra mála. „íslendingar liggja sjaldnast á því, að þeim þykja forystumenn þeirra æði oft misvitrir, er þeir ráða málum þjóðarinnar til lykta. Þó mun þeim flestum þannig farið að kjósa að hin lýðræðislega stjórnun lands- ins fari fremur fram í íslensku stjómarráði og á íslensku þingi en á framandi kontórum manna, sem enginn hefur kosið og enginn getur náð til,“ sagði Davíð. Erum Evrópuþjóð Forsætisráðherra sagði að ís- lendingar væru Evrópuþjóð í besta skilningi þess orðs. Hann sagði að vel hefði tekist til að finna sam- skiptaform í viðskiptalegum og menningarlegum efnum við ná- granna okkar. Ekki væru hörð átök meðal þjóðarinnar um þessi sam- skiptaform líkt og ættu sér stað í einstökum Evrópusambandslönd- um. Ástæðan væri kannski ekki síst sá gifturíki millivegur sem fannst fyrir okkar hönd. Davíð sagði að skoðanakannanir sýndu að íbúar þeirra landa, sem sögðu já við inngöngu í Evrópusam- Tvíhliða samningnr við Bandaríkin Flugsam- göngur nær frjálsar ÍSLENSK flugfélög geta nú flogið hvert sem er í Bandaríkjunum og einnig millilent þar til að ná í far- þega á leið til þriðja lands. Þetta gildir einnig um bandarísk félög sem vilja fijúga hingað, en nýlega undir- rituðu bandarísk og íslensk stjórn- völd tvíhliða samning þess efnis. Að sögn Jóns Birgis Jónssonar, ráðuneytisstjóra í samgönguráðu- neytinu, er búist við því að samning- ur þessi sé íslendingum mun verð- mætari en Bandaríkjamönnum, markaðurinn hér á landi sé það smár að ekki sé búist við því að bandarísk flugfélög sýni mikinn áhuga á að fljúga hingað til lands. „Þessi samningur getur breytt ansi miklu,“ segir hann og bætir við að nú þurfi viðurkennd flugfélög beggja landa ekki lengur leyfí við- komandi yfirvalda. Sem dæmi nefnir hann að nú geti íslensk flugfélög flogið til landa eins og Mexíkó, með millilendingu í Bandaríkjunum. bandið í þjóðaratkvæðagreiðslum á síðastliðnu ári, sæju nú margir eft- ir öllu saman. Of seint væri fyrir þessar þjóðir að iðrast því að þjóðar- atkvæðagreiðsla um Evrópumál væri aldrei endurtekin nema því aðeins að meirihlutinn segði nei. ■ Ávarp forsætisráðKerra/28 ■ Ilátíðarhöld 17. júní/14 ■ Forystugrein/32 Þungar horfur í ál- versdeilu EKKERT miðaði í samkomu- lagsátt í kjaradeilu starfsmanna og stjórnenda álversins í Straumsvík á 10 tíma samn- ingafundi í gær. Sáttasemjari boðaði annan fund í dag, en Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnað- armaður starfsmanna segist ekki eiga von á að hann leiði til neins nema að afstaða samn- ingsaðila til deilumála breytist. Samninganefndir starfs- manna og vinnuveitenda í ál- versdeilunni komu saman til sáttafundar kl. 10 í gærmorgun og var fundi slitið laust fyrir kl. 20. Fyrir orð sáttasemjara féllust deiluaðilar á að koma til nýs fundar í dag kl. 10. Fundum var frestað sl. föstu- dag fram á mánudag. Fram- leiðsla stöðvast í verksmiðjunni á miðnætti næstkomandi föstu- dagskvöld hafi ekki samist. Ný lög um þingfararkaup 30 millj. kostnaðarauki NÝ LÖG um þingfararkaup og þingf- ararkostnað auka að öllum líkindum kostnað Alþingis um 30 milljónir á ári. Þetta samsvarar 4% af útgjöldum þingsins. Sé þessari upphæð deilt nið- ur á 63 þingmenn landsins koma um 444.000 krónur í hlut hvers og eins eða um 37.000 krónur á mánuði. ■ Nokkur kjarabót /33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.