Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 33 JMiwgtiiiÞlnMfe STOFNAÐ 1913 / ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HARÐNANDI AFSTAÐA Sautjánda júní ræða Davíðs Oddssoriar var ekki sízt athyglis- verð fyrir þá sök, að forsætisráðherra virðist vera að herð- ast í andstöðu sinni við hugsanlega þátttöku íslands í Evrópusam- bandinu. í ræðu sinni sagði Davíð Oddsson m.a.: „íslendingar liggja sjaldnast á því, að þeim þykja forystumenn þeirra æði oft misvitrir, er þeir ráða málum þjóðarinnar til lykta. Þó mun flestum þannig farið að kjósa að hin lýðræðislega stjórn- un landsins fari fremur fram í íslenzku stjórnarráði og á ís- lenzku þingi en á framandi kontórum manna, sem enginn hefur kosið og enginn getur náð til. íslendingar eru Evrópuþjóð í bezta skilningi þess orðs og vilja nánasta samleið eiga með nágrönnum sínum í Evrópu. Vel hefur tekizt til um að finna samskiptaform í viðskiptalegum og menningarlegum efnum fyrir þessa góðu granna. Svokölluð Evrópumál eru ekki ofarlega á baugi í ís- lenzkri þjóðmálaumræðu. Kannski er það einmitt vegna þess gifturíka millivegs, sem fannst fyrir okkar hönd. Innan Evrópusambandsins og í einstökum Evrópusambands- löndum eru deilur þó meiri og átakalínur skarpar. Kannanir sýna, að íbúar þeirra landa, sem sögðu já við inngöngu í Evrópu- sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslum á siðastliðnu ári, sjá nú margir eftir öllu saman. En það er of seint að iðrast. Þjóðar- atkvæðagreiðslur um Evrópumál eru aldrei endurteknar, ef meiri- hlutinn segir já, aðeins ef hann segir nei. I gamalgrónari löndum Evrópusambandsins eru deilurnar einn- ig harðvítugar. Þeir, sem ákafastir eru Evrópusinnar, vilja ganga götu Evrópusamstarfsins á enda, aðrir una glaðir við sitt eins og nú er, en þriðji hópurinn vill snúa þróuninni við. Væri ísland í Evrópusambandinu og gengi samrunastefnuna til þess enda- punkts, sem trúuðustu samrunamennirnir þrá, mætti með sann- girni segja, að staða hins íslenzka Alþingis yrði mjög áþekk því, sem hún var á fyrstu dögum hins endurreista þings, fyrir 150 árum síðan.“ Varla er ofmælt að segja, að með þessari ræðu hafi Davíð Oddsson tekið afgerandi forystu fyrir þeim hópi íslendinga, sem eru andvígir aðild íslands að Evrópusambandinu. Þetta er þeim mun athyglisverðara, þar sem umtalsverður stuðningur er innan Sjálfstæðisflokksins við inngöngu í ESB. Þann stuðning má finna innan þingflokksins, þótt ekki fari mikið fyrir honum þar en hann er þeim mun meiri meðal atvinnurekenda og ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins. Slíkan skoðanamun má finna innan margra stjórnmálaflokka í Evrópu, sem byggja á svipaðri stefnu og lífsskoðunum og Sjálf- stæðismenn. Þar er ekki sízt átt við brezka íhaldsflokkinn. Harð- ar deilur hafa staðið innan flokksins um langt skeið á milli ein- dreginna Evrópusinna og þeirra, sem hafa meiri efasemdir um ágæti aðildar að Evrópusambandinu fyrir Breta. í hópi hinna síðarnefndu má m.a. finna svipaða afstöðu til stöðu brezka þings- ins^og fram kemur í ræðu Davíðs Oddssonar til stöðu Alþingis, ef ísland væri aðili að ESB. En fyrir 150 árum, sem forsætisráð- herra notar sem viðmiðun, hafði erlendur konungur endaniegt vald um það, sem hér gerðist. Formaður Sjálfstæðisflokksins mun verða var við sterkan stuðning fólks úr öllum flokkum við þá eindregnu afstöðu, sem hann hefur tekið í þessu lykilmáli. Morgunblaðið hefur fyrir sitt leyti árum saman lýst þeirri skoðun, að aðild að ESB komi ekki til greina fyrir ísland að óbreyttri sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins. Davíð Oddsson virðist byggja andstöðu sína á enn breiðari sjónarmiðum. Hins vegar er ekki ólíklegt að ræða hans á þjóðhátíðardaginn verði til þess að kalla fram hörð viðbrögð Evrópusambandssinna og að því leyti verði hún til þess að skerpa þessar umræður hér innanlands. ALVARLEGASTA VANDAMÁLIÐ Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag, að sú staðreynd, að of miklum fiski sé hent, sé alvarlegasta vandamálið, sem þjóðin standi frammi fyrir í sjávarútvegsmálum um þessar mundir. Sjávarútvegsráð- herra hefur áður fjallað um þennan vanda en tæpast með jafn afdráttarlausum hætti og nú. Af samtalinu við sjávarútvegsráðherra má ráða, að töluvert hefur verið unnið í því að koma í veg fyrir þennan ósóma. En betur má ef duga skal. Greinaflokkur Morgunblaðsins um um- gengnina um auðlindina hefur vakið upp sterk viðbrögð hjá fólki. Nú er lag, sem Þorsteinn Pálsson á að notfæra sér til þess að taka fast á þessum vanda og gera þær ráðstafanir, sem duga til að koma í veg fyrir þá óhæfu, sem bersýnilega hefur viðgengizt árum saman, að miklum verðmætum sé hent í sjóinn. En jafn- framt hafa vaknað áleitnar spurningar um það, hvort vísinda- menn Hafrannsóknastofnunar hafi haft á nægilega áreiðanlegum upplýsingum að byggja við ráðgjöf til stjórnvalda um aflahá- mark á einstökum fisktegundum. Landgræðsluflug dregst saman ár frá ári Ný lög um þingfararkaup og þingfararkostnað Dreifing áburðar og grasfræja fimmtungur af því sem mest var Þrátt fyrir fögur fyrirheit og einhug um að nauð- synlegt sé klæða landið gróðri er enn langt í að takmarkið náist. María Hrönn Gunnarsdóttir ræddi við landgræðslu- menn um hvernig ijár- veitingar til landgræðslu- mála fara lækkandi ár frá ári. SEX hundruð tonnum af áburði og grasfræjum verður dreift úr landgræðsluflugvélinni Páli Sveinssyni TF NPK á þessi ári eða fímmtungi af því sem mest var árið 1977, þegar 3.300 tonnum var dreift. Engu að síður eru nóg verkefni fyrir landgræðsluvélina. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri segir að landgræðsluflugið hafí dregist saman ár frá ári og að ástæð- ur þess séu einkum þrjár. Fjárveiting- ar frá ríki hafí farið minnkandi á und- anförnum árum en Landgræðslan fær á þessu ári samtals 196 milljónir til starfsemi sinnar. Sveinn bendir á í því sambandi að Höfðabakkabrúin í Reykjavík og aðrar vegaframkvæmdir í tengslum við hana kosti rúmar 500 milljónir króna. Þá segir Sveinn að starfsemi stofnunarinnar hafí tekið nokkrum breytingum frá því sem var því- aukin áhersla sé pú lögð á stöðvun sandfoks og uppblásturs. Ekki sé hægt að sinna því úr flugvél heldur verði það að gerast með sáningu mel- fræja sem þurfí að herfa eða fella niður. Þegar melgresið fer að spretta þurfi hins vegar að dreifa áburði yfír til að styrkja það og annan gróður sem vex upp í skjóli þess. Loks hafa bænd- ur í auknum mæli tekið að sér ýmis landgræðsluverkefni sem áður voru unnip með flugvélum. „Óhjákvæmilega verða alltaf ein- hver verkefni sem ekki verður betur sinnt en úr flugvél," segir Sveinn og bætir við að enginn geti keppt við Douglas-flugvélina síungu þegar stór samfelld Iandsvæði séu grædd upp, þá sé hagkvæmast að nota hana. Hann bendir einnig á að fastur kostn- aður Landgræðslunnar við rekstur flugvélarinnar sé sá sami nú og þeg- ar dreifingin var meiri. þó fljótt að þetta fjármagn dugði hvergi nærri til að greiða skuldina við landið auk þess sem þetta var á verðbólgutímum. Þrátt fyrir viðleitni fjárveitingavaldsins gekk illa að halda í við verðbóiguna." Þessari landgræðsluáætlun lauk 1979. Næsta stóra landgræðsluátakið var á árunum 1982-’86 og það þriðja frá 1987 til ’91. í lok síðasta tímabils- ins var þingsályktunartillaga sam- þykkt á Alþingi um að landsmenn skyldu sameinast um að stöðva hraðf- ara gróður- og jarðvegseyðingu fyrir aldamót og að ítarleg landgræðsluá- ætlun yrði gerð þar að lútandi. „Það hefur ekki tekist að efna þetta því ekki hefur fengist það íjármagn sem til þarf til að draumurinn rætist,“ segir Sveinn og bætir við að rík áhersla sé nú lögð á að gera ítarlegar langtímaáætlanir fyrir öll einstök stór landgræðsluverkefni. Fyrirheit í búvörusamningi í núgildandi búvörusamningi er sérstök bókun þar sem gefin eru fyrir- heit um að veija tveimur milljörðum króna til landgræðslu- og skógrækt- arstarfa bænda á samningstímanum. Fjárveitingin átti að koma til viðbótar við þær fjárveitingar sem Land- græðslan og Skógrækt ríkisins fá en „þessi fyrirheit hafa því miður ekki ræst,“ segir Sveinn. „Hins vegar var þessum stofnunum gert að taka hluta af rekstrarfé sínu og veita til land- græðslu- og skógræktarstarfa bænda.“ Þá þegar höfðu stofnanirnar sett sér það markmið að bændur tækju við landgræðslu og skógrækt þar sem því yrði viðkomið og nú vinna bændur víða um land mikið að þessum störf- um. „En íjármagnið hefur ekki skilað sér, heldur hafa bændur tekið kostn- aðinn að hluta til á sig sjálfir en hinn hlutann bera Landgræðslan og Skóg- ræktin. Nú er verið að undirbúa endurskoð- un á búvörusamningnum og við höf- um þá trú að þar muni menn skoða rækilega á hvern hátt landgræðslu- og skógræktarstörf geti komið í stað hefðbundinna bústarfa á vissum svæðum þar sem gróður er viðkvæm- ur og landeyðing á sér stað. Forráða- menn landbúnaðarins hafa marglýst því yfir að þar verði að eiga sér stað enn frekari samdráttur og þá hljóta þessi störf að teljast mjög álitlegur kostur þannig að fólk geti áfram búið í sveitum landsins. Við höfum áréttað það við bændasamtökin og aðra að við viljum gjarnan taka þátt í þessari umræðu og undirbúningi og teljum það afar mikils virði,“ segir landgræðslustjóri. Morgunblaðið/Þorkell STARFSMENN landgræðsluflugsins og virðulegur „Þristurinn" í baksýn. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri (l.t.h.). Honum á hægri hönd eru flugmennirnir Sverrir Þórólfsson og Pétur Steinþórs- son. Stefán H. Sigfússon, umsjónarmaður landgræðsluflugsins, er fyrir miðri mynd og flugvirkinn Davíð Hemstock er í aftari röð með húfu. Aðrir eru hleðslumennirnir, Birkir, Bjarni og Karl og auka- vinnumennirnir Guðmundur og Halldór Geir en þeir starfa við flugið einn dag á hveiju sumri. í samstarfi við Samtök sveitarfélaga 1 á Suðurnesjum. Þjóðargjöfin 1974 PÉTUR Steinþórsson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni, t.v. og Sverrir Þórólfsson, flugmaður hjá Flugleiðum, fljúga með áburð til dreiflngar á friðað landgræðslusvæði á Hrunamannaafrétti. Dreifing áburðar og grasfræja Hundrað og sextíu tonnum af áburði og grasfræjum verður dreift frá Gunnarsholti í sumar. Eitt stærsta verkefnið verður dreifing 60 tonna á Haukadalsheiði. Þar er unnið að því að stöðva gróðureyðingu með tilstyrk OLÍS en fyrirtækið leggur 10 milljón- ir til landgræðslu í ár. Um mánaða- mót júní og júlí verður síðan farið norður á Auðkúluheiði þar sem 380 tonnum af áburði verður dreift á upp- græðslusvæði samkvæmt samningi Landsvirkjunar við bændur á virkjun- arsvæði Blöndu. Nú þegar er búið að dreifa 60 tonnum af áburði og gras- fræjum á Reykjanesi og er það gert Þegar landsmenn ákváðu að minn- ast ellefu hundruð ára búsetu í landinu var svokölluð Þjóðargjöf samþykkt samhljóða á Alþingi þess efnis að veita einum milljarði króna á þáverandi verðgildi til næstu fímm ára. Þjóðarg- jöfín náði til Landgræðslunnar, Skóg- ræktar ríkisins og Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins. Markmiðið var að greiða skuldina við landið og stöðva hraðfara gróður- og jarðvegseyðingu og komu 200 milljónir króna á hveiju ári, til viðbótar við íjárveitingu sam- kvæmt fjárlögum, í hlut Landgræðsl- unnar. „Þetta var auðvitað mikil bjart- sýni en það var einhugur ríkjandi um þessa framkvæmd,” segir Sveinn. „Gjöfin skipti sköpum í land- græðslustarfinu og m.a. hófst vinna að friðun fjölmargra landsvæða þar sem ástand á jarðvegi og gróðri var mjög slæmt og mikil landeyðing ríkj- andi,“ segir hann. Ýmsum grunn- rannsóknum óx einnig fiskur um hrygg og nefnir Sveinn rannsóknir á sviði ræktunar á fræi harðgerðra landgræðslujurta sem og beitarrann- sóknir sem dæmi um það. „Menn sáu „Tígulegur og ánægður með sig“ Douglasinn síungi man tímana tvenna HÚN er tíguleg, landgræðsluflug- vélin Páll Sveinsson, þar sem hún stendur á flugvellinum á völlunum við Gunnarsholt, með nefið upp í loftið rétt eins og hún sé að rifna úr monti og enn ánægðari er hún með sig þegar hún svífur um loft- in blá. Starfsmenn landgræðslu- flugsins eru líka stoltir af henni og segja að hún verði aldrei seld. Ásta flugstjórans Landgræðsluflugvélin er af gerðinni Douglas DC-3. Hún var smíðuð árið 1943 og kom hingað til lands skömmu síðar. Banda- rískur flugsljóri sem var á íslandi á stríðsárunum nefndi vélina Ástu í höfuðið á íslenskri eiginkonu sinni og var flugvélinni flogið undir því nafni þar til Flugfélag Islands keypti hana eftir stríð. Flugfélagið lét breyta henni í farþegavél og gaf henni nafnið Gljáfaxi TFISH og er hún fyrsta stóra tveggja hreyfla vélin sem íslendingar eignast. í landgræðsluflug Flugfélag íslands gaf Land- græðslu ríkisins flugvélina árið 1972. Þá um sumarið lést land- Morgunblaðið/Þorkell LANDGRÆÐSLUFLUGVÉLIN á flugvellinum á Flúðum í Hruna- mannahreppi en þar þurfti hún að lenda vegna þess hve skyggnið versnaði snögglega við Gunnarsholt. Aldrei áður hefur svo stór flugvél lent á flugvellinum. græðslustjóri, Páll Sveinsson, svo viðeigandi þótti að nefna vélina honum til heiðurs. Einkennisstöf- unum var einnig breytt í TF NPK og standa bókstafirnir fyrir helstu efnin sem eru í áburðinum sem dreift er úr flugvé!inni,köfn- unarefni, fosfór og kalíum. Ári síðar var vélinni flogið í fyrsta landgræðsluflugið. Fjögur tonn af áburði og gras- fræjum eru lestuð í flugvélina í hvert sinn sem hún fer í land- græðsluflug. Farminum er síðan dreift á áfangastað úr 250 feta hæð. Ekki er hægt að lenda vél- inni ef hún er fullfermd þannig að losunarbúnaðurinn er til þess gerður að hægt sé að losa farm- inn á fjórum sekúndum ef nauð- syn ber til. Tveir flugmenn Landhelgis- gæslunnar fljúga hjá Land- græðslunni á sumrin en auk þeirra fljúga vélinni flugmenn og fyrrverandi flugmenn hjá Flug- leiðum, í sjálfboðavinnu. Dag- finnur Stefánsson, fyrrverandi flugstjóri, hefur meðal annarra flogið vélinni í sumar en hann verður sjötugur síðar á árinu. Dagfinnur var flugmaður Geysis þegar hann nauðlenti á Bárðar- bungu fyrir tæpum 45 árum, þann 14. september 1950. Nokkur kjarabót fyrir alþingismenn Kjör þingmanna batna að meðaltali samkvæmt nýjum lögum. í úttekt Ólafs Þ. Stephensen kemur fram að breytingamar koma misjafn- lega við hag þingmanna. Gert er ráð fyrir að þær auki kostnað Alþingis ekki um meira en 30 milljónir króna á ári. NYSAMÞYKKT lög um þingfararkaup og þing- fararkostnað færa al- þingismönnum nokkra kjarabót, þótt grunntaxti þingfarar- kaups sé áfram ákveðinn af Kjara- dómi og breytist ekki með lögunum. Þingmenn, sem tekizt hafa á hendur aukna ábyrgð, til dæmis störf vara- forseta eða nefndarformanna, fá greitt álag á þingfararkaupið. Þá er gert ráð fyrir að þingmenn fái greiddan útlagðan kostnað í auknum mæli. Hins vegar miða lögin að því að raunverulegur kostnaður sé greiddur, en að þingmenn fái ekki sjálfkrafa greiðslu eins og áður var, ef þeir áttu lögheimili úti á landi, burtséð frá því hvort þeir héldu þar heimili eða höfðu starfsaðstöðu. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eiga flestar breytingar, sem í lögunum felast, sér fyrirmynd í nágrannalöndunum, einkum á Norð- urlöndunum og í Bretlandi. Samkvæmt annarri grein hinna nýsamþykktu Iaga skal forseti AI- þingis njóta sömu launa- og starfs- kjara og ráðherrar. Forseti hefur haft um 195.800 krónur í laun eða þingfararkaup með 10% álagi, en fær nú um 293.700 krónur á mánuði. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins verða hins vegar jafn- framt felldar niður sérstakar sér- greiðslur til forseta, sem ákveðnar voru í forsetatíð Guðrúnar Helga- dóttur, Árna Gunnarssonar og Jóns Helgasonar, á meðan Alþingi var enn deildaskipt. Greiðslur þingsins til forseta hækka því ekki mikið. Jafnframt leiðir það af lagasetn- ingunni að forseti fær bíl og bíl- stjóra, líkt og ráðherrar. Frá því í forsetatíð Guðrúnar Helgadóttur hefur forseti haft bifreið og bílstjóra frá þinginu til ráðstöfunar við ýmis embættisstörf, til dæmis ef hann hefur þurft að fara í móttökur, en tveir síðustu forsetar hafa sjálfir ekið til og frá vinnu. Útfærsla nýju lagagreinarinnar þýðir væntanlega að forseti hefur bíl og bílstjóra til eigin ráðstöfunar daglangt, líka til aksturs til og frá vinnu. 20 þingmenn fá 15% álag á þingfararkaup Þingfararkaup almennra þing- manna breytist ekki með lögunum og upphæð þess verður áfram ákveð- in af Kjaradómi. Sú upphæð er nú 177.993 krónur á mánuði. Varafor- setar Alþingis, sem eru fjórir, fá samkvæmt lögunum 15% álag á þingfararkaupið, eða sem svarar um 26.700 krónum á mánuði. Formenn fastanefnda, annarra en kjörbréfa- nefndar, tólf talsins, fá sama álag, jafnframt formenn þingflokkanna séx. I þeim tilfellum, sem sami þing- maður gegnir t.d. embætti formanns þingflokks og nefndarformennsku, fær hann aðeins eina greiðslu. Samanlagt er hér um 20 þing- menn að ræða, sem hækka í launum um 15% og verður kostnaðarauki þingsins væntanlega á bilinu sex til sjö milljónir af þeim sökum. í lögun- um er heimildarákvæði um að greiða megi varaformönnum þingnefnda sama álag, gegni þeir störfum for- manns um tíma. Breytingar á greiðslu húsnæðiskostnaðar Umtalsverðar breytingar eru gerðar á reglum um endurgreiðslu ýmislegs kostnaðar þingmanna. Þannig eru núverandi reglur um greiðslu húsnæðiskostnaðar með þeim hætti að þeir þingmenn, sem eiga lögheimili á landsbyggðinni — burtséð frá því hvort þeir eiga þar heimili í raun — hafa fengið hús- næðisstyrk, sem var ákvarðaður af Kjaradómi og nemur um 42.000 krónum. Að auki hefur verið greidd- ur dvalarkostnaður utanbæjarþing- manna, um 1.700 krónur á dag yfir þingtímann, sem samsvarar um 30.000 krónum á mánuði að jafn- aði. Samtals hefur þessi greiðsla til utanbæjarþingmanna því numið um 72.000 krónum og verið skattfrjáls, samkvæmt ákvörðun ríkisskatt- stjóra. Reglurnar breytast með nýju lög- unum þannig, að allir þingmenn annarra kjördæma en Reykjavíkur og Reykjaness fá fasta fjárhæð á mánuði til greiðslu húsnæðiskostn- aðar. Forsætisnefnd Alþingis mun ákvarða hana og er ekki ósennilegt, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, að hún verði í kringum 50.000 krónur á mánuði, eða sem svarar leigu- og rekstrarkostnaði meðalíbúðar í Reykjavík. Dagpen- ingarnir falla hins vegar niður. Að auki eiga þingmenn, sem eiga aðalheimili úti á landi og halda sann- anlega tvö heimili, rétt á álagi á húsnæðisgreiðsluna, allt að 40%. Þannig gæti álagið numið allt að 20.000 krónum og greiðsla til utan- bæjarþingmanna með tvöfalt heim- ilishald því orðið upp undir 70.000 krónur. Viðbótargreiðslur vegna aksturskostnaðar í frumvarpinu er ákvæði, sem miðað er við þá staðreýnd að með bættum samgöngum aka margir þingmenn, til dæmis allir þingmenn Reykjaness og sumir þingmenn Vesturlands og Suðurlands, daglega á milli heimilis síns og þingstaðarins í Reykjavík. Um þetta hafa til þessa ekki gilt sérstakar reglur, heldur hefur skrifstofa Alþingis tekið ákvörðun um endurgreiðslu kostnað- ar þeirra af akstri og vegna dvalar í Reykjavík, séu annir í þinginu eða ekki ferðaveður. Þessir þingmenn eiga nú rétt á að fá endurgreiddan kostnað vegna hins daglega aksturs, auk þriðjungs af áðurnefndri fastri húsnæðisgreiðslu. Ferðakostnaður þingmanna hefur til þessa verið greiddur með þrennum hætti. í fyrsta lagi er um að ræða fasta greiðslu fyrir akstur í kjör- dæmi, sem ákveðin er af Kjaradómi og skattfrjáls samkvæmt ákvörðun ríkisskattstjóra. Greiðslan er mis- munandi eftir kjördæmum, lægst í Reykjavík en hærri fyrir þingmenn stærri kjördæma. í öðru lagi hefur þingið greitt landsbyggðarþing- mönnum sem nemur kostnaði við rúmlega tuttugu ferðir á milli heimil- is þingmanns og þingstaðar, þannig að menn geti ekið í kjördæmi sitt u.þ.b. tvisvar í mánuði og fengið kostnaðinn endurgreiddan. í þriðja lagi hafa verið greiddar aðrar ferðir, sem þingmenn fara í pólitískum er- indurn, annað en í kjördæmi sitt. Allar þessar greiðslur munu halda sér, samkvæmt hinum nýju lögum. Hins vegar verður fasta greiðslan sennilega jöfn fyrir öll kjördæmi. Auk þess bætist við heimildarákvæði um að ákveða megi að kostnaður við ferðir umfram tiltekna vega- lengd, sennilega um 20 km, frá heim- ili eða starfsstöð innan kjördæmis, verði endurgreiddur. Alþingi greiðir eftir sem áður allan kostnað við ferðir alþingismanna á vegum þingsins til útlanda, en sú regla hefur þó ekki verið lögfest áður. Skattfrelsi kostnaðargreiðslna lögfest Ráð er fyrir því gert í lögunum að Alþingi leggi þingmönnum til skrifstofuaðstöðu og endurgreiði þeim símakostnað. Þetta hefur verið reyndin, en ekki fest í lög. Annar kostnaður, til dæmis vegna bóka- og blaðakaupa, námskeiðs- og ráðstefnugjalda eða risnu, hefur yfír- leitt fallið á þingmenn sjálfa. Nú er þessu hins vegar breytt og gert ráð fýrir að Alþingi endurgreiði þing- mönnum þennan kostnað. Forsætis- nefnd er veitt heimild til að greiða alþingismönnum mánaðarlega fasta fjárhæð til að standa straum af kostn- aði af þessu.tagi, í stað þess að greiða kostnað eftir reikningum. Væntan- lega yrði þá tilgreint til greiðslu hvers konar kostnaðar fastagreiðslan væri ætluð, og þá gætu þingmenn ekki vænzt annarrar endurgreiðslu fyrir þá tilteknu kostnaðarliði. í greinargerð með lagafrumvarp- inu segir að fyrirkomulag þessu líkt sé viðhaft í þingum nágrannaland- anna, „enda þykir eðlilegt að þing- menn hafi sjálfdæmi innan ákveðins ramma um hvernig fé er ráðstafað í starfskostnað en eigi það ekki und- ir ákvörðunum embættismanna þingsins eða stjórnarráðsins". Ekki hefur verið ákveðið hversu há þessi upphæð yrði ef sú leið yrði farin. Greiðslur þingfararkostnaðar eru samkvæmt nýju lögunum skatt- fijálsar, með þeirri undantekningu að um greiðslur vegna utanferða þingmanna gilda reglur þær, sem ríkisskattstjóri setur. Þetta er stað- festing á ríkjandi ástandi, miðað við úrskurð ríkisskattstjóra. Allar greiðslur vegna þingfararkostnaðar verða þó framtalsskyldar. Kemur misjafnlega við hag þingmanna Samanlagt hafa breytingarnar samkvæmt hinum nýju lögum í för með sér nokkra kjarabót fyrir þing- menn að meðaltali. Hins vegar kem- ur breytingin eflaust misjafnlega við fjárhag þingmanna. Þeir, sem hafa til dæmis átt lögheimili úti á landi og búið í Reykjavík, án þess að bera kostnað af öðru heimili í kjördæm- inu, missa þannig væntanlega spón úr aski sínum. Aftur á móti er um beina kjarabót að ræða fyrir varafor- seta, nefndaformenn og formenn þingflokka. Þá má ætla að nýjar reglur um endurgreiðslu kostnaðar komi flestum þingmönnum til góða. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var við það miðað, er lagafrumvarpið var samið, að kostn- aðarauki af því næmi ekki meira en 4% af útgjöldum Alþingis, eða um 30 milljónum króna. Sé þeirri upp- hæð deilt niður á hina 63 þingmenn, þýðir það um 444.000 króna kjara- bót á ári að meðaltali, eða um 37.000 krónur á mánuði. Sá fyrirvari skal þó hafður hér á, að forsætisnefnd hefur enn ekki tekið ákvörðun um upphæð ýmissa kostnaðargreiðslna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.