Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 21 ERLENT Veður hamlaði innpökkun BÚLGARSKI listamaðurinn Christo hófst á laugardag form- lega handa við að sveipa þinghús- ið í Berlín silfurlitu efni. Tugir verkamanna og klettaklifrara eru honum til aðstoðar við verk- ið sem Jjúka átti á miðvikudag. Búist er við að það dragist eitt- hvað þar sem fresta varð inn- pökkuninni á sunnudag sökum hvassviðris. Samkvæmt þýskri vinnulöggjöf mega bygginga- verkamenn ekki vinna utandyra fari vindhraðinn yfir 30 hnúta, um 7 vindstig. Veður í júnímán- uði hefur verið með versta móti í Þýskalandi, kalt og hvasst en í gær var veður mun skaplegra. A myndinni sveipa verkamenn hluta þaks Reichstag efninu en í forgrunni er Quadriga-styttan. Reuter Seinni umferð frönsku bæjar- og sveitarsljórnarkosninganna Þjóðfylkingin hyggst nota sigin* gegn innflytjendum París. Reuter. ÞJÓÐFYLKINGIN komst til valda fyrsta sinni í þremur bæjum í Frakklandi um seinni umferð bæjar- og sveitastjórnarkosninganna þar í landi á sunnudag og kvaðst Jean-Marie Le Pen, leiðtogi hennar, ætla að nota nýfengið vald flokksins til að knýja fram stefnu hans í innflytjendamálum. Brottför Jacques Chiracs, forseta Frakklands, úr embætti borgarstjóra Parísar hefur komið sér illa fyrir flokksbræður hans því að íhaldsmenn misstu sex hverfi af tuttugu hverfum borgarinnar í hend- ur sósíalista í kosningunum. Le Pen kvaðst búast við því að á brattann yrði að sækja í baráttu Þjóðfylkingarinnar fyrir því að innfæddir Frakkar hafi forgang um atvinnu, húsnæði, menntun og félagsmálabætur. Hægri öfgamenn náðu undir sig embættum bæjarstjóra í hafnarbæjunum Toulon, Marignane og Orange í suðurhluta Frakklands. Að auki varð hægri maðurinn Jacques Peyrat, fyrrum félagi í fylkingunni og vinur Le Pens, borgarstjóri í Nice, sjöttu stærstu borg Frakklands. Þjóðfylkingin vill láta senda þrjár milljónir inn- flytjenda aftur til síns heima og veita Frökkum forgang. Le Pen sagði að sigur flokksins hefði orðið stærri ef „glæpamenn kerfisins" hefðu ekki rekið hræðsluáróður og sent „hersveitir [arabískra ungmenna] og dæmdra sakamanna" til höfuðs sér. Ósigur í París Úrslit kosninganna höfðu litlar breytingar með sér í Frakklandi. Sósíalistar héldu víðast hvar sínu, sem er merki um það að sigur Chiracs í forseta- kosningunum í síðasta mánuði hafí ekki borið hægri sveiflu vitni. Sósíalistar unnu meira að segja á í París. Þar hafði Chirac verið borgarstjóri í átján ár, þar til hann lét völdin í hendur Jeans Tiberis, sem sagð- ur er litlaus stjórnmálamaður, fyrir mánuði. í síð- ustu kosningunum sigraði Chirac í öllum hverfum Parísar, en nú missti eftirmaður hans sex hverfi í hendur sósíalista. Athygli vakti að Jean-Louis Debres innanríkis- ráðherra beið ósigur í átjánda hverfi. Tap Giscards d’Estaings Valery Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklands- forseti, var meðal þeirra, sem verst fóru út úr kosningunum. Hann hugðist steypa Roger Quilli- ot, hinum þaulsetna borgarstjóra sósíalista í Clermont Ferrand, en beið lægri hlut. Fréttaský- rendur sögðu að þessi ósigur gæti þýtt endalok pólitísks ferils hans. Giscard d’Estaing var þriðji forseti fimmta lýð- veldisins. Hann var fyrst kosinn á þing árið 1956. Hann varð fjármálaráðherra í stjórn Charles de Gaulles árið 1962 og tókst að skila fyrstu halla- lausu fjárlögum Frakklands í þrjátíu ár. Samdrátt- ur í efnahagslífinu var hins vegar rakinn til að- haldsstefnu hans og var honum vikið úr embætti. Giscard d’Estaing var kjörinn forseti árið 1974 þegar hann bar sigurorð af Francois Mitterrand í síðari umferð kosninganna. Honum hefur verið hrósað fyrir að þátt Frakka í að efla evrópskt samstarf. Árið 1981 voru Giscard d’Estaing og Mitterrand aftur andstæðingar í forsetakosningum, en nú varð sá síðarnefndi hlutskarpari. Chaban-Delmas Annar franskur stjórnmálamaður hefur senni- lega einnig sagt sitt síðasta orð í frönskum stjórn- málum. Jacques Chaban-Delmas, sem var meðal forsetaframbjóðenda árið 1974, ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju til borgarstjóra í Borde- aux, þar sem hann hafði setið í embætti frá árinu 1947. Chaban-Delmas gekk í frönsku andspyrnuhreyf- inguna árið 1940 og tók sér þá dulnefnið Cha- ban, sem hann síðar bætti við nafn sitt. Hann var helsti milligöngumaður andspyrnuhreyf- ingarinnar og útlagastjómar de Gaulles á stríðsár- unum og honum hefur verið þakkað hve lítið manntjón varð þegar bandamenn tóku París. Chaban-Delmas var fyrst kjörinn á þing sem róttækur sósíalisti, en þegar flokkur gaullista var stofnaður árið 1947 gekk hann til liðs við hann. Hann var ráðherra i nokkrum ríkisstjórnum fjórða lýðveldisins og átti þátt í myndun fimmt^ lýðveldisins og komu de Gaulles til valda á ný árið 1958. Hann gegndi embætti forsætisráðherra frá 1969 til 1972 þegar Georges Pompidou var forseti. 36 fórust í Ang'óla ÞRJÁTÍU og sex manns fórust í flugslysi í Suðvestur Angóla á laugardag. Fimm komust lífs af. Meðal þeirra sem fórust eru meðlimir knattspyrnuliðs frá Angóla. Orsakir slyssins eru ókunnar. Claesvill róa Rússa WILLY Claes, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að þótt til athugunar væri að stækka bandalagið hefðu Rússar enga ástæðu til þess að óttast um sinn hag. Sagði Claes að NATO væri ekki lengur hemaðar- bandalag eingöngu, heldur væri það að breytast í pólitísk samtök með það að markmiði að tryggja öryggi í Evrópu. Það væri enginn vilji fyrir nýjum skiptingum eða því að ergja þjóðir á borð við Rússa. Báru fram sýkla JAPANSKI dómsdagssöfnuð- urinn sem sakaður hefur verið um taugagasárás í neðanjarð- arlestum Tókýó er nú grunað- ur um að hafa borið fram sýklablandaða „síðustu kvöld- máltíð“ handa þeim meðlimum sem töldust villutrúaðir. Að sögn japanskra fjölmiðla hafa nokkrir framámenn í söfnuðin- um sagt lögreglu að þeir hefðu borið fram mat sem í höfðu verið settir plágu- og sperðil- sýklar, til þess að komast að því hver áhrifin yrðu. Hótel fá skattalækkun SVISSNESKUM hótelrekend- um var í gær boðið að greiða lægri skatta, svo að þeir eigi hægara um vik með að bregð- ast við skyndilegum sam- drætti. Svissneska stjómin til- kynnti að virðisaukaskattur af næturgistingu yrði 3% í stað 6,5% næstu tíu árin. Virðis- aukaskattur var lagður á í byijun þessa árs, og hefur, ásamt sterkri stöðu svissneska frankans, komið illa við ferða- mannaiðnaðinn í landinu. NÝJUM er Prince Polo! Ásbjörn Ólafsson hf. Skútuvogi 11A Sími: 588 7900 Slappaðu af - þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (20.06.1995)
https://timarit.is/issue/127496

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (20.06.1995)

Aðgerðir: