Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 17.JÚNÍ Hátíðarhöldin á höfuðborgarsvæðinu "í • * * * 17.jumi Fellabæ Morgunblaðið/Kristinn AÐ VENJU lögðu nýstúdentar blómsveig frá íslensku þjóðinni að styttu Jóns Sigurðssonar Fjölbreyttari dagskrá og meiri dreifing GÓÐ þátttaka var í hátíðarhöldun- um hinn 17. júní á höfuðborgar- svæðinu en veður fór batnandi eftir því sem leið á daginn . „Við undirbúning þjóðhátíðar- haldanna var stefnt að fjölbreytt- ari dagskrá og meiri dreifingu mannfjöldans en áður og teljum við að það markmið hafi náðst,“ segir Steinunn Óskarsdóttir, for- maður þjóðhátíðamefndar Reykja- víkur. Meðal nýjunga að þessu sinni nefnir hún teikniseríu 12 ára bama úr Vesturbænum en stefnt verður að samskonar uppákomu 17. júní ár hvert með þátttöku barna úr ákveðnum bæjarhlutum borgarinnar. Einnig voru menn sammála um að götuleikhús á veg- um Hins hússins hafi verið með myndarlegri hætti og íburðar- meira en nokkurn tíma áður 17. júní. „Hátíðahöld af þessu tagi hljóta alltaf að vera í ákveðnu formi en reynt var að gera enn betur nú en áðúr og vorum við mjög ánægð með framkvæmd há- tíðahaldanna," segir Steinunn. 20 þúsund í miðbænum Meðal annarra nýjunga á þjóðhátíðadaginn má nefna að Kvennakór Reykjavíkur söng á Austurvelli eftir að blómsveigur hafði verið lagður að styttu Jóns Sigurðssonar. Einnig var borgar- Iistamaður útnefndur við sérstaka athöfn sem fór fram á Kjarvalstöð- um en Guðmunda Andrésdóttir hlaut heiðurinn að þessu sinni. Lögreglan í Reykjavík telur að vel yfir 20.000 manns hafi verið samankomnir í miðbæ Reykjavík- ur þegar flest var. Allt fór vel fram og virtist fólk skemmta sér hið besta, ekki hvað síst minnsta fólk- ið. Fjör færðist í leikinn þegar líða tók á kvöldið. Þrátt fyrir mikla ölvun fóru kvöldskemmtanir víðast vel fram í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu í nágrannabæjarfélögum Reykjavíkur fóru hátíðahöld hið besta fram og í Kópavogi voru óvenju margir mættir til leiks mið- að við undanfarin ár. ■ Ræða Davíðs Oddssonar/28 Morgunbladió. Jökuldal ÞRATT fyrir risjótt veðurfar 17. júní voru hátíðarhöld í tilefni dags- ins haldin með hefðbundnum hætti í Fellabæ. Vegna veðursins voru hátíðar- höldin færð inn í Fellaskóla og skrúðgangan var ekki eins fjöl- menn og venjulega. Fyrirhuguð dagskrá var þó haldin nema sleppa þurfti varðeldinum eftir grillveisl- una um kvöldið. Dagskráin var hefðbundin, að sögn Andreu Heiðberg sem var í forsvari fyrir hátíðarhöldin og er formaður æskulýðsnefndar Fella- hrepps sem ásamt Ungmennafé- laginu Huginn, Foreldrafélagi Fellaskóla og Vinnuskólanum sá um hátíðina en annars er mjög almenn þátttaka í undirbúningi og framkvæmd. Meðal annars sjá hreppsbúar um að baka fyrir kaff- isamsæti sem haldið er í tilefni dagsins. Hátíðardagskráin hófst með því að sóknarpresturinn, sr. Bjarni Guðjónsson, flutti texta dagsins og bæn. Ávarp Fjallkonunnar var flutt af Ragnhildi Aðalsteinsdóttur og las hún þjóðhátíðarljóð eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur er tók Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson RAGNHILDUR Aðalsteins- dóttir flutti ávarp Fjallkon- unnar. sér skáldanafnið Erla en Guðfinna var afasystir Ragnhildar/Því næst voru afhent verðlaun fyrir reið- hjólaökuleikni er fram fór fyrr um daginn. Var keppt í öllum aldurs- flokkum karla og kvenna ásamt keppni þeirra yngstu en þau kepptu að sjálfsögðu á þríhjólum. Einnig var keppt á sérútbúnum hjólum fyrir fatlaða. Var gaman að fylgjast með verðlaunaafhend- ingunni, sérstaklega hjá yngstu börnunum og sjá ánægjuna skína úr andlitum þeirra er sum hver tóku á móti sínum fyrsta verð- launapeningi. (XTW Skjótvirkur stíflueyóir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár j • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 567 7878 - fax 567 7022 (°m Tilbúinn stíflu eyöir Morgunblaðið/Sig. Jóns. GENGIÐ í skrúðgöngu á Selfossi í rigningunni. FjölbreytJ dagskrá 17. júní á Selfossi Selfossi.Morgunblaðið. RÆKTAÐU garðinn þinn, voru inntaksorð í hátíðaræðu Ingunnar Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa sem hún flutti í Selfosskirkju 17. júní. Mikilvægt að rækta bókhneigð með börnum Ingúnn lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að rækta bókhneigð með bömum og byija snemma að lesa fyrir þau og vekja áhuga þeirra. Ræðan var flutt við hátíðar- stund í kirkjunni en að henni iok- inni var farin skrúðganga um göt- ur bæjarins að íþróttahúsinu þar sem hátíðardagskrá fór fram með söng, gamanmálum og ávarpi fjallkonunnar sem Júlía Þorvalds- dóttir flutti. Margt til skemmtunar þrátt fyrir veður Þrátt fyrir óhagstætt veður gerðu Selfossbúar sér margt til hátíðarbrigða með leikjum, tón- leikum, dansi og menningardag- skrá um kvöldið. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson BARNAKÓR Grindavíkurkirkju söng á þjóðhátíðarskemmtun í Grindavík undir sfjóm Vilborgar Siguijónsdóttur. Velheppnuð hátíðarhöld Grindavík. Morgunblaðið. HÁTIÐARHÖLD þjóðhátíðar- dagsins tókust með eindæmum vel í Grindavík og voru fjölsótt. Reynd- ar voru áhöld um hvemig tækist til því mikið rigndi að morgni dags en veðurguðirnir voru í hátíðarskapi og þótt ekki sæi til sólar var þurrt og hlýnaði eftir því sem á daginn leið. Hátíðarhöidin hófust í sundlaug- inni í Grindavík þar sem þörn og unglingar reyndu með sér í ýmsum þrautum. Eftir messu var safnast saman við knattspyrnuvöllinn þar sem fallhlífastökkvarar komu og sýndu listir sínar. Skrúðganga fór síðan niður að grunnskólanum þar sem boðið var upp á skemmtiatriði. Fjallkonan flutti ávarp og barnakór Grindavík- urkirkju söng við undirleik lúðra- sveitar Tónlistarskólans undir stjórn Siguróla Geirssonar og Vii- borgar Sigutjónsdóttur. Söngva- keppni var haldin og tóku yngri börnin þátt í henni. Þá var boðið upp á ferðir í hestakerru og vakti það mikla athygli. Velheppnuð kvöldskemmtun Þegar kvöldaði var skemmtiatrið- um haldið áfram við grunnskólann og skemmtu Spaugstofumenn, þeir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sig- uijónsson og Örn Árnason. Þeir hlutu gott lof fyrir atriði sitt en þeir virkjuðu börnin í einu atriða sinna, leikþætti, og vakti það mikla kátínu viðstaddra. Radíusbræður komu á eftir og stóðu þeim lítt að baki. Úrslit söngvakeppni var kynnt en þar sigraði Þuríður Rún Emils- dóttir. Að lokum dunaði dans fram- yfír miðnætti við undirleik Reggie on Ice og lauk velheppnuðum hátíð- arhöldum þar með. Að sögn lög- reglu var þjóðhátíðahelgin einhver sú róiegasta sem þeir muna eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (20.06.1995)
https://timarit.is/issue/127496

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (20.06.1995)

Aðgerðir: