Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU SMÁBÁTASJÓMENN á fundi með bæjarstjórn á Litlu bryggjunni í Stykkishólmi. Fundað á bryggjunni bátum okkar sem aðalstarf. Viljum við að tekið verði upp eitt kerfi, en ekki tvö, til að stjóma sókn þessara báta og eigum þar við róðradaga- kerfi. Minnum við þingmenn Vest- urlands sérstaklega á loforð þeirra fyrir kosningar í vor varðandi smá- báta.“ Að loknum þessum fundi héldu trillukarlarnir . suður til Reykjavíkur til að standa við bakið á sínum forystumönnum og sýna með því samstöðu. TRILLUSJÓMENN í Stykkishólmi hafa áhyggjur af framtíð sinni eins og fleiri kollegar þeirra víða um land. Bátum innan þessa flokks hefur flölgað á síðustu árum og afköst aukist. Þetta hefur komið mjög niður á þeim sem yfir voru í greininni og treyst hafa á að hafa lifibrauð af þessu starfi. Trillusjó- menn í Stykkishólmi efndu til fund- ar niður á Litlu bryggju sem er nú óvenjulegur fundarstaður. Þeir boð- uðu bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar á þann fund og kynntu þeim sínar áhyggjur. Eftirfarandi ályktun var samþykkt „Fundur í smábátafélaginu Ægi í Stykkishólmi með bæjarstórn Stykkishólms skorar á þingmenn að samþykkja ekki fískveiðistjórn- unarkerfi yfir okkur, sem gerir okk- ur ókleift að stunda sjómennsku á Á flótta iindan þorskí Sandg-erði. Morgunblaðið. ÞO FISKVEIÐIÁRIÐ sé frá 1. september til 31. ágúst, vilja menn enn tala um vetrarvertíð sem fyrr og miðast hún þá við 1. janúar til 15. maí. Kvótakerfið setur reyndar hömlur á veiðarnar, þannig má segja að flotinn sé ekki á fullum afköstum, netabátar taka netin upp um helgar og fyrir brælur og eiga jafnframt færri net í sjó en áður tíðkaðist. í Sandgerði komu á land á vertíð- inni rúmlega 32.400 tonn, þar af var loðna rúmlega 15.900 tonn og þorskur rúmlega 5.800 tonn. Hæstu bátar voru netabátarnir Stafnes KE 130 með 990 tonn og Bergur Vig- fús GK með 950 tonn. Mikil umferð var um höfnina á vertíðinni en 220 Kvótaleysi setti mark sitt á vertíð- ina í Sandgerði skip og bátar lönduðu 4.100 sinn- um. Tíðarfarið var með besta móti þessa vertíð og hefur ekki verið betra hér til sjávarins í nokkur ár. Þorskgengd var mikil, en menn voru á stöðugum flótta, kvótalaus- ir, undan þorski, nema þeir sem veiddu fyrir kvótakónga á Norður- landi. Nýi gijótvarnargarðurinn sem hlaðinn var upp í fyrra, norðan við norðurbryggjuna, sannaði ágæti sitt í vetur, bryggjan var orðin afar illa farin og menn og bátar iðulega í hættu, í vestan- og norðvestan .átt, þegar brimið gekk látlaust yfir bryggjuna. Það er nú liðin tíð og geta menn nú verið öruggari með báta sína í höfninni. Dýpkun inn- siglingarinnar árið 1991 hefur stuðlað að því að skip og stærri bátar hafa aukið komur sínar til Sandgerðis og vertíðarbátar staldr- að lengur við, enda stór munur á að þurfa ekki að sæta sjávarföllum. Olafi Jónssyni GK 404 var nýver- ið breytt í frystitogara og kom hann úr fyrsta túr til hafnar í Sandgerði í sjómannaverkfall. Aflinn var 235 tonn af hausskornum úthafskarfa, eftir mánaðar útiveru og er afla- verðmæti um 24 milljónir. ' r Mengun ógnar skelfisk- veiðum í Miðjarðarhafi „Sköllótt“ ígulker og sjúkdómar í sveppum FISKSTOFNAR í Miðjarðarhafi standa flestir illa og sumir uppumir en nú steðjar ný ógn að þeim. Er það vaxandi mengun, einkum með ströndunum, og hafa menn sérstakar áhyggjur af kræklingnum. Þá er hrunið í sardínu- og rauðröndunga- stofninum einnig talið stafa af um- hverfisástæðum. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, en þar segir, að alvarleg mengun sé víða meðfram ströndunum, til dæmis í Lionsflóa í Frakklandi, við Izmir í Tyrklandi, Saronikos i Grikklandi og Kastela í Króatíu. Alls kyns úrgangur „Sum fyrirbæri eins og marg- lyttufaraldur, “sköllótt" ígulker og sjúkdómar í sveppum virðast vera orðin stjórnlaus," segir í skýrslunni og bent er á, að það sé á valdi mann- anna sjálfra að bæta hér úr. Eru ástæðurnar meðal annars raktar til úrgangs frá skipum, óhreinsaðs skolps, úrgangs frá landbúnaði og beinnar losunar sorps í sjó. Vakin er athygli á því, að sé skolp hreinsað og þynnt áður en það fer í sjó geti það beinlínis haft góð áhrif á lífríkið þar. Vegna þessa ástands hafa menn miklar áhyggjur af skelfiskinum en talið er, að hann sé víða undirlagður lifrarbólgusýklum, hepatitis A, vegna lítt eða óhreinsaðs skolps. Skelfísk- framleiðslan í Miðjarðarhafslöndum er um 150.000 tonn á ári en til sam- anburðar má nefna, að allur síldar-, sardínu- og ansjósuaflinn er um 600.000 tonn. Tilraunir til að draga úr skelfisk- veiðinni vegna mengunarhættu hafa samt mætt litlum skilningi hjá sjó- mönnum og skelfiskveiðimenn við Feneyjar efndu til óeirða af því til- efni í maí sl. Adríahafið allt er þó orðið þrælmengað en á Svartahafíð er yfirleitt litið sem dautt haf. Margar tegundir aldauða Sérfræðingar benda á, að þegar mikil næringarefni berist út í sjó, leiði það til súrefnisskorts og hafi þegar valdið aldauða 15 kræklinga- tegunda og þriggja krabbategunda í Miðjarðarhafí. Þá valdi næringarefn- in í skolpinu einnig miklum þörunga- blóma. Ofan á þetta bætist, að um 350 nýjar tegundir hafa bæst við lífríkið í Miðjarðarhafi, einkum í gegnum Súezskurð og með skipum. Af þeim má nefna grænt slý, sem er nú á miklu svæði frá Frakklandi til Ítalíu, ránmarglyttu, tegundir, sem lifa á botngróðri, og skelfískur, sem hefur ekkert notagildi fyrir menn. Er hann smám saman að leggja undir sig sjáv- arbotninn í Adríahafí. FRÉTTIR /EVRÓPA A Tilboð Schengen til Noregs og Islands Tengsl verði svipuð og í EES I TILBOÐI ríkja Schengen-sam- komulagsins til Noregs og íslands, um aðlögun norræna samningsins um vegabréfafrelsi að Schengen- samkomulaginu um afnám landa- mæraeftirlits innan Evrópusam- bandsins, er gert ráð fyrir að tengsl- um ríkjanna tveggja við Schengen- hópinn verði háttað með svipuðum hætti og við ESB samkvæmt EES- samningnum. í tillögum þeim, sem Robert Urba- in, Evrópumálaráðherra Belgíu og formaður Schengen-ráðsins, lagði fyrir norrænu dómsmálaráðherrana á fundi í Brussel síðastliðinn föstu- dag, er gert ráð fyrir að ESB-ríkin Danmörk, Svíþjóð og Finnland öðlist fulla aðild að Schengen-samkomu- laginu. Þar er jafnframt vísað til þess að EFTA-ríkin Noregur og ís- land eigi aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem feli í sér hið svokallaða fjórfrelsi, þar á meðal frelsi í fólksflutningum. Sameiginlegt ráðherraráð og embættismannanefnd Schengen-ríkin leggja til að ísland og Noregur öðlist nokkurs konar aukaaðild að samkomulaginu, sem sé svipuð tengingu þeirra við ESB í gegnum EES-samninginn. Þannig verði sett upp sameiginlegt ráðherr- aráð Schengen-hópsins og ríkjanna tveggja, sambærilegt við EES-ráðið, og embættismannanefnd, sambæri- leg við sameiginlegu EES-nefndina. Gert er ráð fyrir að nefndir þessar kæmu saman að frumkvæði Scheng- en-ríkjanna. Þar yrði skipzt á álitum og upplýsingum og tryggð sameigin- leg túlkun þeirra reglna, sem myndu gilda á sameinuðu vegabréfssvæði Schengen-landana, Noregs og Is- lands. Ekki áhrif á innri ákvarðanatöku Ljkt og í EES er gert ráð fyrir að ísland og Noregur fái ekki að taka þátt í formlegu innra ákvörð- unartökuferli Schengen, heldur yrðu ríkin tvö að taka upp reglur, sem áður hefðu verið ákveðnar af Schengen-löndunum, eftir umijöllun í hinum sameiginlegu stofnunum. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra hefur sagt að samkvæmt þess- um tillögum hafi ísland ekki nægileg áhrif á ákvarðanatöku á hinu sam- eiginlega vegabréfasvæði. „Ef við tökum að okkur þær skuldbindingar, sem við erum reiðubúin að gera, þ.e. gæzlu ytri landamæra Scheng- en-svæðisins, verðum við á móti að fá sem mesta möguleika í allri um- fjöllun og undirbúningi ákvarðana- töku,“ sagði ráðherrann í Morgun- blaðinu sl. laugardag. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru viðbrögð Norður- landanna við tillögum Urbains á fundinum í Brussel þau, að þær væru grundvöllur umræðna, en Nor- egur og Island vildu komast sem næst fullri aðild að Schengen. Viðræður Sehengen og Norður- landanna hefjast í september. í sum- ar verður starfandi hópur embættis- manna, sem mun undirbúa viðræð- urnar, meðal annars meta hvaða reglur Schengen eigi að gilda á öllu svæðinu og hvaða skuldbindingar Noregur og ísland taki þar af leið- andi á sig, t.d. varðandi gæzlu ytri landamæra, meðferð flóttamanna og fleira. top Shell! NO Dumping vSœS&m Evrópuþingið banda- maður gegn Shell KONA úr röðum umhverfis- verndarsamtakanna Greenpe- ace mótmælir áformum olíufé- lagsins Shell, um að sökkva olíu- borpallinum Brent Spar í Atl- antshaf, við benzínstöð Shell í miðborg Hamborgar í Þýzka- landi. Konan heldur á spjaldi, þar sem vitnað er til ályktana Evrópuþingsins gegn því að tækjum á borð við olíuborpalla sé sökkt í hafið. Ritt Bjerre- gaard, sem fer með umhverf- ismál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, hefur einnig andmælt áformum olíufélagsins og segir að hætta verði förgun af þessu tagi. Fundir Bonino í Rabat árangurslitlir Rabat. Reuter. EMMA Bonino, yfirmaður sjávarút- vegsmála í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, átti viðræður við marokkósk stjórnvöld í Rabat um seinustu helgi til að reyna að ná samkomulagi um nýjan fiskveiði- samning ESB og Marokkó. Fund- irnir voru árangurslitlir, að sögn embættismanna. Bonino átti meðal annars fundi með Abdellatif Filali, forsætisráð- herra, og Mustapha Sahel, sjávarút- vegsráðherra. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamenn um viðræðurnar, en sagði að ekki hefði verið ákveðið að hefla að nýju formlegar samn- ingaviðræður sendinefnda ESB og Marokkó. „Bonino kom ekki með neinar nýjartillögur. Marokkó hvik- ar hvergi frá kröfum sínum,“ sagði marokkóskur embættismaður í samtali við Reuter-fréttastofuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.