Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ > I I I I ► > ) ► ) f ) ) i D i Ð •• : ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerði - Rúinlega eitt hund- rað karlmenn á öllum aldri tóku þátt í Karlrembuhlaupinu sem haldið var í fyrsta skipti í Hvera- gerði sl. sunnudag. Það var mikil spenna í loftinu þegar karlmenn Hveragerðisbæj- ar fjölmenntu á karlrembuhlaupið til að hlaupa andsælis konunum sem tóku þátt í kvennahlaupinu. Stemmingin á íþróttavellinum var mikil þegar bæði kynin hituðu upp í sameiningu fyrir hlaupið. Eftir að rásmerkið hafði verið gefið hlupu fylkingarnar hvor í sína áttina. A miðri leið mættust síðan hóparnir og er óhætt að segja að þar hafi margar skondnar athuga- Mikil stemming í karlrembu- hlaupinu semdir flogið milli kynjanna þegar eiginkonur mættu mönnum sínum, mæður sonum og tengdasynir tengdamæðrum. Allir náðu í mark að lokum og var það mál manna að karlarnir hafi tekið hlaupið mun alvarlegar en kvenfólkið og lagt mikið á sig til að vera fyrri til að ljúka hlaup- inu. Gísli Garðarsson, forsprakki karlrembuhlaupsins, var að von- um ánægður með þátttökuna og var ekki í neinum vafa um það að hlaupið yrði endurtekið að ári og þá myndu enn fleiri taka þátt. Um 150 konur hlupu í kvenna- hlaupinu i Hveragerði og er greinilegt að íbúðar Hveragerð- isbæjar láta ekki rigningu og leið- indaveður aftra sér frá því að spretta úr spori þegar tækifæri býðst. Morgunblaðið/Sig. Jóns. LAGT AF stað í hlaupið frá Tryggvaskála á Selfossi. Góð þátttaka í Kvennahlaup- inu á Selfossi Selfossi - KONUR á Selfossi og í nágrenni fjölmenntu til Kvennahlaupsins þrátt fyrir frek- ar óhagstætt veður. Um 270 konur hlupu að þessu sinni sem er heldur minni þátttaka en í fyrra. Hlaupið tókst mjög vel og voru hlauparar á öllum aldri. Boðið var upp á tvær vegalengdir, rúma tvo og 5 kílómetra. Vakning er á Selfossi fyrir almenningsíþróttum en Kvennahlaupið og Brú- arhlaupið í byijun september eru fjölmennustu viðburðirnir á Selfossi á sviði almennings- íþrótta. Stofnaðir hafa verið trimmhópar kvenna sem koma saman og fá þjálfun undir leiðsögn. Safn um vesturfara á Hofsósi Hofsósi - Ákveðið hefur verið að setja upp safn um íslensku vestur- farana í gamla kaupfélaginu á Hofsósi. Endurbygging hússins er þegar hafin og er áformað að safn- ið opni vorið 1996. Tilkomu safnsins má rekja til samstarfsverkefnis ellefu Evrópu- þjóða sem ber yfírskriftina „Ættim- ar raktar" eða „Routes to Roots“. Það eru ferðaþjónustuaðilar og fræðimenn á söfnum og stofnunum, sem vinna að varðveislu minja og skjala tengdum flutningum Evr- ópubúa til Vesturheims, sem standa að verkefninu. Ferðaþjónusta bænda tekur fyrir hönd íslendinga þátt í samstarfinu. Markmið verkefnisins er að.koma á tengslum við fólk frá Norðurríkj- um Bandaríkjanna, sem á ættir sín- ar að rekja til Evrópu. Hingað til hefur ekkert slíkt safn verið til stað- ar á íslandi, en þau er að finna í flestum löndum Evrópu. Hofsós þótti kjörinn staður fyrir safn af þessu tagi, en þar verður fjallað um helstu ástæður fólksflutning- anna, aðbúnað á leiðinni og fleira. Byggðasafn Skagfirðinga sér um uppsetningu safnsins undir hand- leiðslu Sigríðar Sigurðardóttur safnstjóra. Safnið verður sett upp í gamla kaupfélaginu og hefur ver- ið stofnað hlutafélag, Snorri Þor- finnsson hf., sem sér um uppbygg- ingu þess. Eigendurnir eru hópur fólks sem keypti húsið á sínum tíma til þess að bjarga því frá eyðilegg- ingu. SAFN um íslensku vesturfarana verður til húsa í gamla kaupfé- laginu á Hofsósi. Kvenna; hlaup ÍSÍ í Reykholtsdal KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram í fimmta sinn 18. júní um allt land. í Reykholtsdal tóku alls 119 kon- ur þátt í hlaupinu. Aldursmunur þátttakenda voru rúm 70 ár sem mælir riflega þau mörk sem kall- ast löglegt gamalmenni. Það er ekki hægt að tala um kynslóða- skipti í kvennahlaupi í Reyk- holtdal. Sigríður Þorsteinsdóttir, 72 ára, lét sig ekki vanta og þess má geta að faðir henanr hljóp á milli hreppa á tíræðisaldri. Yngsti þátttakandinn var Stein- unn Arna Atladóttir á Grímsstöð- Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson um sem er sautján mánaða-. HVlTA HÚSIÐ / Sf A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (20.06.1995)
https://timarit.is/issue/127496

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (20.06.1995)

Aðgerðir: