Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
>
I
I
I
I
►
>
)
►
)
f
)
)
i
D
i
Ð
••
:
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 13
LANDIÐ
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
Hveragerði - Rúinlega eitt hund-
rað karlmenn á öllum aldri tóku
þátt í Karlrembuhlaupinu sem
haldið var í fyrsta skipti í Hvera-
gerði sl. sunnudag.
Það var mikil spenna í loftinu
þegar karlmenn Hveragerðisbæj-
ar fjölmenntu á karlrembuhlaupið
til að hlaupa andsælis konunum
sem tóku þátt í kvennahlaupinu.
Stemmingin á íþróttavellinum var
mikil þegar bæði kynin hituðu upp
í sameiningu fyrir hlaupið. Eftir
að rásmerkið hafði verið gefið
hlupu fylkingarnar hvor í sína
áttina. A miðri leið mættust síðan
hóparnir og er óhætt að segja að
þar hafi margar skondnar athuga-
Mikil
stemming í
karlrembu-
hlaupinu
semdir flogið milli kynjanna þegar
eiginkonur mættu mönnum sínum,
mæður sonum og tengdasynir
tengdamæðrum.
Allir náðu í mark að lokum og
var það mál manna að karlarnir
hafi tekið hlaupið mun alvarlegar
en kvenfólkið og lagt mikið á sig
til að vera fyrri til að ljúka hlaup-
inu.
Gísli Garðarsson, forsprakki
karlrembuhlaupsins, var að von-
um ánægður með þátttökuna og
var ekki í neinum vafa um það
að hlaupið yrði endurtekið að ári
og þá myndu enn fleiri taka þátt.
Um 150 konur hlupu í kvenna-
hlaupinu i Hveragerði og er
greinilegt að íbúðar Hveragerð-
isbæjar láta ekki rigningu og leið-
indaveður aftra sér frá því að
spretta úr spori þegar tækifæri
býðst.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
LAGT AF stað í hlaupið frá Tryggvaskála á Selfossi.
Góð þátttaka í
Kvennahlaup-
inu á Selfossi
Selfossi - KONUR á Selfossi og í nágrenni
fjölmenntu til Kvennahlaupsins þrátt fyrir frek-
ar óhagstætt veður.
Um 270 konur hlupu að þessu sinni sem
er heldur minni þátttaka en í fyrra. Hlaupið
tókst mjög vel og voru hlauparar á öllum aldri.
Boðið var upp á tvær vegalengdir, rúma tvo
og 5 kílómetra. Vakning er á Selfossi fyrir
almenningsíþróttum en Kvennahlaupið og Brú-
arhlaupið í byijun september eru fjölmennustu
viðburðirnir á Selfossi á sviði almennings-
íþrótta. Stofnaðir hafa verið trimmhópar
kvenna sem koma saman og fá þjálfun undir
leiðsögn.
Safn um
vesturfara
á Hofsósi
Hofsósi - Ákveðið hefur verið að
setja upp safn um íslensku vestur-
farana í gamla kaupfélaginu á
Hofsósi. Endurbygging hússins er
þegar hafin og er áformað að safn-
ið opni vorið 1996.
Tilkomu safnsins má rekja til
samstarfsverkefnis ellefu Evrópu-
þjóða sem ber yfírskriftina „Ættim-
ar raktar" eða „Routes to Roots“.
Það eru ferðaþjónustuaðilar og
fræðimenn á söfnum og stofnunum,
sem vinna að varðveislu minja og
skjala tengdum flutningum Evr-
ópubúa til Vesturheims, sem standa
að verkefninu. Ferðaþjónusta
bænda tekur fyrir hönd íslendinga
þátt í samstarfinu.
Markmið verkefnisins er að.koma
á tengslum við fólk frá Norðurríkj-
um Bandaríkjanna, sem á ættir sín-
ar að rekja til Evrópu. Hingað til
hefur ekkert slíkt safn verið til stað-
ar á íslandi, en þau er að finna í
flestum löndum Evrópu. Hofsós
þótti kjörinn staður fyrir safn af
þessu tagi, en þar verður fjallað
um helstu ástæður fólksflutning-
anna, aðbúnað á leiðinni og fleira.
Byggðasafn Skagfirðinga sér um
uppsetningu safnsins undir hand-
leiðslu Sigríðar Sigurðardóttur
safnstjóra. Safnið verður sett upp
í gamla kaupfélaginu og hefur ver-
ið stofnað hlutafélag, Snorri Þor-
finnsson hf., sem sér um uppbygg-
ingu þess. Eigendurnir eru hópur
fólks sem keypti húsið á sínum tíma
til þess að bjarga því frá eyðilegg-
ingu.
SAFN um íslensku vesturfarana verður til húsa í gamla kaupfé-
laginu á Hofsósi.
Kvenna;
hlaup ÍSÍ í
Reykholtsdal
KVENNAHLAUP ÍSÍ fór fram í
fimmta sinn 18. júní um allt land.
í Reykholtsdal tóku alls 119 kon-
ur þátt í hlaupinu. Aldursmunur
þátttakenda voru rúm 70 ár sem
mælir riflega þau mörk sem kall-
ast löglegt gamalmenni. Það er
ekki hægt að tala um kynslóða-
skipti í kvennahlaupi í Reyk-
holtdal. Sigríður Þorsteinsdóttir,
72 ára, lét sig ekki vanta og þess
má geta að faðir henanr hljóp á
milli hreppa á tíræðisaldri.
Yngsti þátttakandinn var Stein-
unn Arna Atladóttir á Grímsstöð-
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson um sem er sautján mánaða-.
HVlTA HÚSIÐ / Sf A