Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 45 HÓLMFRÍÐ UR ÞÓRA G UÐJÓNSDÓTTIR + Hólmfríður Þóra Guðjóns- dóttir frá Ármúla í Onundarfirði var fædd á Þorfinstöð- um í Önundarfirði 21. september 1894. Hún lést á Land- spítalanum 10. júni síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helga Einarsdóttir, f. á Selabóli í Ön- undarfirði, og Guð- jón Sigurðsson, f. í Trostansfirði í Arn- arfirði, siðast bóndi i Efrihúsum i Önundarfirði. Systkini hennar eru: Jón, f. 1893, Guðjón, f. 1897, María, f. 1899, Þórunn, f. 1901, Einar; f. 1902, Guðbjartur, f. 1904, Ag- ústa, f. 1905, og Jóna, f. 1907, og lifa þær Agústa og Jóna eft- ir af þeim systkinum. Hinn 25.12. 1914 giftist Hólmfríður Þorgeiri Guðmundi Eyjólfssyni sjómanni og bónda, f. 29.9. 1884 á Geirmundarstöðum í Stranda- sýslu, d. 22.10. 1979 í^Reykja- vík, og bjuggu þau í Ármúla í Önundarfirði. Þau flytja suður til Reykjavíkur 1947 og bjó hún VIÐ ætlum að minnast hennar ömmu.sem hafði náð að lifa í rúm hundrað ár er hún lést. Fyrstu æskuminningar okkar tengjast Ár- múla í Önundarfirði, litla bænum hennar ömmu og hans afa. Við munum eftir ömmu að skola þvott- inn sinn í ánni sem rann rétt við bæinn. Minningarnar halda áfram að leita á hugann og næst munum við þegar amma og afi flytja frá Önundarfirði árið 1947 og setjast hér síðan. Þau eign- ast fjögur börn sem öll ná fullorðins árum: 1) Aðalsteinn, f. 19.1. 1916, var starfsmaður hjá Mosfellsbæ, d. 26.2. 1987, maki Svan- laug Þorsteinsdótt- ir, eiga átta börn. 2) Kristján, f. 21.2. 1918, póstmaður í Mosfellsbæ, maki Sigríður Ólafsdótt- ir, eiga fimm börn og eru fjögur á lífi. 3) Guðmundur, f. 17.5. 1924, strætisvagnasljóri í Reykjavík, maki Guðrún Þor- steinsdóttir, eiga fjögur börn. Guðmundur átti eina dóttur, Sigrúnu, með Guðrúnu Erlends- dóttur. 4) Þórunn, f. 10.2. 1930, húsmóðir í Reykjavík, maki Eggert Bogason, þau hafa slitið sambúð, eiga fjögur börn. Sam- býlismaður Þórunnar er Þórir Þorláksson. Afkomendur Hólm- fríðar eru 139, þar af eru þrír látnir. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. að í Nesi á Seltjamamesi hjá for- eldrum okkar þar sem faðir okkar var bústjóri. Amma vann á búinu í nokkur ár. Amma var alltaf komin fyrst á fætur á morgnana og var notalegt að koma í eldhúsið og fá sér hafragraut og smurt brauð áður en við fómm í skólann. Amma var afskaplega iðin kona og margir muna eftir henni þar sem hún gekk pijónandi milli bæja því hún lét ekki oft verk falla úr hendi. Það var SIGRIÐUR GUÐLAUG BENJAMÍNSDÓTTIR + Sigríður Guðlaug Benja- mínsdóttir fæddist á Pat- reksfirði 26. september 1925. Hún lést í Reykjavík 5. júní síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. júni. NÚ ÞEGAR kær vinkona mín hefur kvatt þennan heim þá streyma minn- ingar fram frá árinu 1949 er ég sá hana fyrst vestur á ísafírði, hún var þá að læra að sauma hjá Kristínu Sæmundsdóttur saumakonu er bjó í sama húsi og ég og maðurinn minn. Oft kom hún upp brattan stigann með tvo stafí sér til stuðnings til að heimsækja okkur hjónin. Hlátur og gleði fylgdi þessari veikbyggðu ungu stúlku og ógleymanlegur er mér fal- legi tæri söngurinn hennar, hún elsk- aði ljóð og söng. Systa var hún kölluð af okkur vinum hennar. Hún hafði fengið mænuveiki tíu ára gömul og þurfti að lifa við fötlun upp frá því. Er við fluttum til Reykjavíkur týndum við hvor annarri, en hittumst aftur eftir 15 ár og tengdumst þá sterkum vináttuböndum. Þá var hún búin að eignast lífsförunaut, Árna Markús- son, og bjuggu þau sér hlýlegt heim- ili við Ránargötu hér í borg. Árni var drengur góður og annaðist Systu vel. Einnig á heimili þeirra voru gleðin og hláturinn og söngur- inn í fyrirrúmi. Eftir um 20 ára sambúð á Ránar- götunni fluttu þau í Sjálfsbjargar- húsið og fóru þá kraftar Systu þverrandi, en þrátt fyrir það hélt hún glaðlyndi sínu. Fyrir sex árum missti hún Árna. Þá sýndi hún mik- inn styrk og lét ekki bugast, en líf- ið reyndist henni erfiðara en áður. Hún stóð samt ekki ein því Systa var vinmörg og munu tryggð og einlægni hennar og glaðlyndi hafa átt stóran þátt í hversu vinahópur- inn var stór. Þórunn systir hennar stóð með henni í erfiðleikum enda vorú þær systurnar mjög samrýnd- ar, og ég veit að Hjördís systurdótt- ir hennar og mágkona Árndís og Kristín fóstursystir hennar sýndu henni allar mikla umhyggju. Systa var viðkvæm sál sem þurfti lítið til að gleðjast yfir og lítið til að hryggjast. Hún var draumlynd í hugsum og rómantísk og eflaust hefur það hjálpað henni til að tak- ast á við ískaldan raunveruleikann. Hún átti gott með að taka þátt í kjörum annarra og tók hún nærri sér ef vinir hennar voru í vanda. Nú síðustu vikurnar eftir að hún greindist með illkynjaðan sjúkdóm, vildi hún sem minnst gera úr því til að hlífa þeim sem stóðu henni næst. Hún tók með aðdáunarverðri stillingu og æðruleysi því sem að höndum bar. í huga mér er djúpur söknuður er ég sé á bak traustri vinkonu. Við hjónin vottum aðstandendum hennar samúð okkar. Við kveðjum með þakklæti hina látnu vinkonu okkar með þessu versi úr sálmi eftir Sigurð Kr. Pétursson: Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér hræðstu ei, hel er fortjald hinum megin birtan er Höndin sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber Drottinn elskar - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. María Rósinkarsdóttir. Drottinn gefur, Drottinn tekur, var það sem kom upp í huga mér þegar ég gekk út til að draga fán- ann í hálfa stöng í fjórða sinn frá síðustu áramótum. Fyrst vegna hör- munganna í Súðavík, æskustöðvum mínum, hinn 16. janúar, næst þegar systursonur minn kvaddi þetta líf, aftur stuttu seinna þegar bróður- dóttir mín lést og nú hefur Systa, vinkona min, einnig kvatt þetta líf. En þrátt fyrir að við vitum með vissu MINNINGAR aldrei nein lognmolla yfír henni ömmu, helst hljóp hún alltaf við fót og þegar maður var lítil sál þá fannst manni oft of hratt farið. Hún var mikil hannyrðakona og yljuðu margar peysurnar og sokkamir okk- ur bamabörnunum. Þegar aldur færðist yfir hana þá fór hún að stunda félagsstarf aldraðra í Lang- holtskirkju þar sem hún spilaði brids og í Gerðubergi þar sem hún stund- aði hannyrðir, m.a. að mála á silkisl- æður og borðdúka. í gegnum tíðina hefur hún haft gaman af útsaumi og liggja eftir hana mörg stórkost- leg útsaumuð listaverk, heklaðir dúkar o.fl. Þegar hún var 94 ára gömul þá dreif hún sig í sumarfrí til Portúgals með Þórunni dóttur sinni, Ágústu og Jónu systmm sín- um og fleira fylgdarliði. Þetta var hin besta ferð. Hún sá mest eftir því að hafa ekki farið fyrr. Árið 1956 flytur hún til Þómnnar dóttur sinnar og bjó þar til dauða- dags. Amma var Þórunni og hennar fjölskylda mikil hjálparhella og laun- uðu þau henni fyrir hjálpina með því að vera henni góð og trygg alla tíð. Amma átti notalegt ævikvöld í faðmi Þómnnar og hennar fjöl- skyldu. Þórunn, hafðu kæra þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir ömmu til að hún gæti átt náðuga daga í ellinni. Amma hafði fulla hugsun til hinstu stundar. Hún vissi nöfnin á öllum sínum afkomendum sem orðn- ir em 139, þar af eru þrír látnir, faðir okkar sem lést 71 árs árið 1987 og tvö andvana fædd börn. Hún vissi nokkurn veginn hvað hver og einn var að gera hveiju sinni og var best að fara til ömmu og spyija frétta. Það er ekki leitt að verða 100 ára ef hugurinn er jafn skýr og hjá ömmu. Farðu í friði, elsku amma og hafðu þökk/yrir allt. Guð blessi minningu þína. Guðrún og Hólmfríður Þorgerður Aðalsteinsdætur. að öll fömm við þessa leið að lokum, erum við aldrei viðbúin þegar ástvin- ir okkar eru kallaðir burt. Þá spyij- um við hvers vegna en fáum engin svör. Þannig leið mér þegar Systa æskuvinkona mín var burt kölluð. Af hverju hún sem mér fannst vera svo ung, þrátt fyrir að hún nálgað- ist sjötugasta afmælisdaginn sinn. Þó að hún væri talsvert eldri en ég fannst mér alltaf að við værum jafn gamlar því að hún var alltaf svo kát og glöð. ég hef aldrei kynnst manneskju sem þurfti svo lítið að gleðja. Hún var svo þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert og fannst hún aldrei geta launað fólki það sem það gerði fyrir hana. Við ólumst upp vestur í Súðavík og þar byijaði okkar vinskapur. Það var svo gott að koma til Siggu á Jaðri eins og hún var kölluð þar vestra. Á Jaðri hafði henni barn- ungri verið komið fyrir í fóstur eft- ir að hún missti móður sína. Á tví- tugsaldri flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna fyrir sér sem vinnu- stúlka þrátt fyrir að hafa verið löm- uð frá tíu ára aldri. Hún réð sig fyrst til heiðurshjónanna Unnar og Gunnars Melsted sem reyndust Systu alla tíð vel og sömuleiðis börn þeirra sem hún kallaði alltaf bömin sín. Á þessi fjölskylda þakkir skilið fyrir hvað þau reyndust henni alla tíð vel. Það sama má segja um Amd- ísi mágkonu hennar. Oft nefndi Systa Öddu sína við mig og hversu góð hún væri sér. Hún var henni sannarlega stoð og stytta. María Rósinkarsdóttir var líka meðal þeirra mörgu sem reyndust henni vinir í raun og of langt er að telja upp hér. Árið 1956 kynntist Systa mann- inum sínum Árna Markússyni. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði og reyndist Árni Systu frábær eig- inmaður. Það var svo 14. apríl 1989 sem sorgin kvaddi dyra þegar Árni lést og Systa mín náði aldrei að komast til fulls yfir það. En nú trú- um við því að þau séu saman á ný. Nú kveð ég þig, kæra vinkona, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Svava Jóna Markúsdóttir frá Sjónarhóli. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, JÓHÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Miðvangi 10, Hafnarfirði. Sigrfður Sigurðardóttir, Kjartan Guðjónsson. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓRUNNAR ÞORGEIRSDÓTTUR, Stöðlakoti, Fijótshlfö. Halla Sigurðardóttir, Ólafur Ó. Jónsson, Anna Sigurðardóttir, Einvarður G. Jósefsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALGARÐS MAGNÚSSONAR, Hrafnistu, áður Karfavogi 19. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu og deildar 13 D, Land- spítalanum Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SÆMUNDAR SÆMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir og kveðjur til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri. Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir, Guðni Kristinsson, Margrét Sæmundsdóttir, Jón Marvin Guðmundsson, Sæmundur Sæmundsson, Elísabet Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, BJÖRNS Þ. JÓHANNESSONAR fyrrverandi lektors, Heiðarási 24, Reykjavík. Valgerður Vilhjálmsdóttir. t Alúöarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, séra JÓNS ÓLAFSSONAR fyrrv. prófast að Holti, Önundafirði. Ragnhildur Jónsdóttir, Skúli Sigurðsson, Sigriður Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Friðrik Páll Jónsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Einhildur Jónsdóttir, Heiðar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t . : Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTÍNAR S. SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Hólabraut 5, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrun- arheimilisins Sólvangs, Hafnarfirði Sigrún Þorsteinsdóttir, Sigurður Halidórsson, Viggó Þorsteinsson, Margrét Bjarnadóttir, Hjördís Þorsteinsdóttir, Gisli Sigurgeirsson, Sigurbjörn Þorsteinsson, Sigríður S. Þormóðsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Margrét Hafsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.