Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 19 ERLENT Rottan sem kenndi Banda- ríkjamönnum að hugsa Frumskógur laga og reglugerða er á góðri leið með að útrýma skynsamlegri hugsun í Bandaríkj- unum, segir í bókinni Endalok almennrar skynsemi ÞEGAR skógareldar geisuðu í Suð- ur-Kalifomíu í fyrra uppgötvuðu íbúar lítillar húsaþyrpingar að eldur- inn stefndi rakleitt til þeirra. Björg- unarsveitir voru kallaðar til og kom- ust menn að þeirri niðurstöðu að eina vonin um að bjarga húsunum fælist í að grafa skurð nægilega breiðan til þess að eldurinn næði ekki að fara yfír hann. En kengúrur- ottumar bjuggu þar sem grafa átti skurðinn, og þótt rottur þessar þyki heldur til ama njóta þær engu að síður vemdar samkvæmt lögum um dýrategundir í útrýmingarhættu. Það mátti því ekki hrófla við heima- högum kengúrurottunnar, og eftir að heilum degi hafði verið eytt í árangurslaus fundahöld brunnu öll húsin og kengúrurottumar til ösku. Þótt skrifræðismennimir í Brassel þyki heldur duglegir við að semja flóknar reglugerðir komast þeir ekki í hálfkvisti við þann fáránleika sem núorðið gerir Bandaríkjamönnum lífíð leitt, segir bandaríski lögfræð- ingurinn Philip K. Howard. I bók- inni Endalok almennrar skynsemi (á ensku The Death of Common Sense), sem kom út í byijun þessa árs, segir Howard að lög og reglu- gerðir séu að murka tórana úr þjóð- félagi sem einu sinni var svo frjálst og laust við skrifræði. „Réttindi“ Kengúrurottur eru 10-16 senti- metra langar að halanum frá- töldum. Kjörlendi þeirra er á þurrum svæðum og í eyðimörk- um Norður-Ameríku. vera farið að skipta meira máli hvernig hlutirnir eru gerðir heldur en hvað er gert. Ferlið er þá orðið að markmiði í sjálfu sér. Litið er á eiginleg markmið yfirvalda eins og háleitar hugsjónir, sem er fórnað til þess að fylgja megi leiðbeining- unum sem væru þær trúarsetning. Bókstafstrú, en ekki hagnýtt gildi, er grundvöllur ferlis. Fullkom- in sanngirni er markmiðið; forðast skal spillingu og hagsmunagæslu. En hugtök á borð við sanngirni og jafnrétti virðast ekki lúta neinum rökum. Það er illgerlegt að skil- greina til fulls hvað teljast beri minnihlutahópur sem getur krafíst þess að hagsmunir hans skuli verndaðir með „réttindum." Þess vegna verður að bregðast við öllum kvörtunum með „athugunar-11 eða „rannsóknarferli.“ Ein afleiðingin er sú, að ekki má treysta á dómgreind skriffmna. Kostnaðurinn sem af þessu van- trausti hlýst getur orðið gífurlegur, því pappírsflóðið sem það kemur af stað í nafni „umsjónar" og „ábyrgðarmats" verður stundum meiri en kostnaðurinn við það sem á endanum er gert. Bandaríska vamarmálaráðuneytið tilkynnti í fyrra að það hefði kostað meira til afgreiðslu ferðastyrkja en kostað var til ferðalaga. Skynsemin og lýðræðið Hvað er þá til ráða? Það þarf að veita almennri skynsemi brautar- gengi á ný, segir Howard; treysta á hæfíleika venjulegs fólks til að gera það sem rétt er, og viðurkenna að sanngirni verður ekki leidd í lög. Lýðræði, segir Howard, snýst ekki um réttindi, heldur málamiðl- un. Réttindi eru kjami frelsisins, og eru algild, vegna þess að hlut- verk þeirra er að vernda frelsi okk- ar. Með því að vísa til kjarna frelsis- ins í því augnamiði að endurbæta lýðræðið höfum við grafíð undan lýðræðinu og skert frelsi okkar. (Byggt á Daily Mail og U.S. News & World Report) Howard segir að ástæðan sé aug- Ijós, nefnilega ótrúleg áhrif sérhags- munahópa til þess að tryggja það sem þeir álíta „réttindi" sín. Þannig mega gólfteppi á banda- rískum skrifstofum ekki vera þykk- ari en sex millimetrar, til þess að fólk í hjólastólum lendi örugglega ekki í vandræðum. Það gæti á sama hátt orðið að „réttindum" offitu- sjúklinga að ferðast á Saga Class vegna þéss að þeir komast ekki fyr- ir í þröngu sætunum á almenna far- rýminu. Þá eiga foreldrar þroska- heftra bama „rétt“ á að senda böm- in í almennar kennslustundir, og þótt þroskaheftu börnin vilji gera sitt besta hljóta þau að trafla kennsl- una. Ekki má gleyma þeim „réttind- um“ kvenna í hefðbundnum karla- störfum að öllum tólum og tækjum sé breytt svo þau henti þörfum kvenna. Venjulegur stigi sem notaður er við húsbyggingar heyrir undir 140 mismunandi reglugerðir, þar á með- al eina dfem kveður á um hvemig trefjarnar í timbrinu skuli liggja. Smávörakaupmaður var nýlega kall- aður fýrir vegna þess að hann hafði ekki tekið tillit til „réttinda“ fólks með háan blóðþrýsing þegar hann lét undir höfuð leggjast að setja vamaðarorð á saltbauka. Á undanförnum þrjátíu árum hafa réttindabaráttuhópar fengið öllum kröfum sínum framfýlgt, segir How- ard, með þeim afleiðingum að skrif- ræðið í Bandaríkjunum er orðið það versta á Vesturlöndum. Ríkisstofn- anir í Evrópu, sem einu sinni vora aðhlátursefni vegna ofboðslegs pappírsflóðs virðast núna vera til mikillar fyrirmyndar. Howard bendir á, að það sama gildi um peninga- prentun og réttindaveitingar, verði of mikið af því veldur það gengis- lækkun. Heil kynslóð Bandaríkjanna, segir hann, hefur alist upp við þá hugsun að þjóðfélagsmein megi lækna með því að banna þau með lögum. En afleiðingar lagasetninganna séu yf- irleitt verri en meinin sem þeim var ætlað að bæta. Ferlið eilífa Howard hefur ennfremur bent á, að hjá hinu opinbera virðist það BIODROGA Nýttu þér frábært tilboð frá BIODROGA núna: | _________________________________ s HREINSIMJÓLK.. .300 ml.....1.365 kr. HREINSIVATN....300 ml......I-3&5 kr. Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Ingólfsapótek, Kringlunni: Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Vöruhús KEA, Akureyri; Hilma, Húsavik; Cleopatra, Egilsstöðum; Vestmannaeyjaapótek. Lífrænar jurtasnyrtivörur Handhafar Evrópu i m Jto- uíHía, ‘4® 14 gæðaverðlaunanita 1994 og 1995 Power Madntosh Framttðin erkomin! Hu» lUi. scm 1 um scm . 6100166 174.739 Stgr. cín VSK Sjóundl Mmlnn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (20.06.1995)
https://timarit.is/issue/127496

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (20.06.1995)

Aðgerðir: