Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR + Eiginmaður minn og faðir okkar, VALGEIR ÁGÚSTSSON, Hvammstanga, lést að morgni 17. júní. Náttfríður Jósafatsdóttir. Ágúst Valgeirsson, Ragnhildur Valgeirsdóttir. t Faðir minn, fósturfaðir og tengdafaðir okkar, ÓLAFUR J. JÓNSSON, Kirkjuvegi 48, Keflavfk, lést föstudaginn 16. júní. Guðbjört Ólafsdóttir, Kristján Hansson, Bjarni Valtýsson, Þóranna Erlendsdóttir, Pétur Pétursson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN JÓNSSON, Hjallaseli 31, Reykjavík, andaðist í Hátúni 10B föstudaginn 9. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum hlýhug og samúð. Jón Þ. Björnsson, Björn Björnsson, Garðar Björnsson, Erla Björnsdóttir, Erlendur Björnsson, ída Sigurðardóttir, Móeiður Skúladóttir, Nini Björnsson, Sigurður Ársælsson Aðalheiður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR AXELSDÓTTIR Gógó, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést á heimili sínu 16. júní síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Steinar Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Gunnar Sverrir Guðmundsson, Marfa Helga Guðmundsdóttir, Þórarinn Jónsson, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Reynir Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, BRYNJA PÉTURSDÓTTIR, Laugavegi 61, sem lést 13. júní sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildur minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Guðmundur J. Ólafsson, Pétur Guðmundsson, Sigrún Kolsöe, Ólafía Guðmundsdóttir Bogan, Joseph Bogan, Ingunn Guðmundsdóttir, Páll Guðmundsson, Ólafur Örn Guðmundsson, Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, Brynja Marie Bogan, Kristófer Pálsson. + Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir og afi, ÓLAFUR HAFSTEINN ÓLAFSSON verkstjóri, Faxabraut 40, Keflavík, er lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja laugar- daginn 17. júní, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Svala Grímsdóttir, Guðrún F. Hannesdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Sigurbjörn Eivarsson og barnabörn. BJÖRN RÚNARSSON + Björn Rúnarsson fæddist á Þverfelli í Lundarreykjadal 30. nóvember 1975. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 11. júní síðastliðinn, aðeins nífj- án ára að aldri. Foreldrar hans eru Inga Helga Björnsdóttir, f. 1951, og Rúnar Hálfdánarsson, f. 1951, bændur að Þverfelli. Bróðir Björns er Jakob Guð- mundur Rúnarsson, f. 15. febr- úar 1982. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum og bjó á Þver- felli til dánardægurs. Að ioknu grunnskólaprófi innritaðist hann í Iðnskólann í Reykjavík MINNINGARNAR hrannast upp frá því hann kom í þennan heim og fór að stíga sín fyrstu spor og til þess síðasta. Allar eru þær á einn veg. Kærleikur og ást sem hann sýndi okkur í hvívetna. Það voru hans einkenni að sýna mildi, háttvísi og ljúfmennsku á allan hátt. Eitt var það sem var ófrávíkj- anleg regla í öllu hans fari en það var vandvirkni á allan hátt. Hann var glæsimenni og frábær náms- maður. Vélar voru hans áhugamál og fór hann því í Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi í vélvirkjun með glæsibrag. Vinnubækur hans frá allri hans skólaveru eru sem lsitaverk, svo vel eru þær unnar. Allar eru þær til og jafnvel rissblöð. Öll hans störf við vélar voru unn- in af gætni og nákvæmni þó ekki væri nema að múga hey, þá voru múgamir svo fallegir að manni varð starsýnt á þá. Það var eins og unn- ið væri eftir teikningu. Annað áhugamál Björns var að fara fram á fjall í girðingavinnu. Strax sem ungur drengur tók hann hamarinn sinn og lykkjur í vasann. Þá ljómaði hans fallega bros á and- litinu, bæði þegar hann fór af stað og kom heim aftur. Hann var nýbú- inn að láta þann draum rætast að eignast jeppa og voru miklar ráða- gerðir í því sambandi. í vor ætlaði hann að gera við dráttarvél. Þá var maríuerla búin að gera sér hreiður í henni. Hann gat ekki hugsað sér haustið 1991 og lauk prófi frá málamiðnaðarbraut í maí 1994. Björn ólst upp við öll algeng sveitastörf. Að námi loknu var hann lausráðinn í fáeinar vikur við búvélaviðgerðir hjá Vélabæ hf. í Borgarfirði, en hóf síðan vinnu við Vélaleigu Sigurðar Péturssonar á Hellum í Borgar- firði. Hugur hans hneigðist til frekari mennta í iðngrein sinni en honum entist ekki aldur til þess. Utför Björns Rúnarssonar fór fram frá Lundarkirkju 19. júní. að styggja hana og lét því vélina óhreyfða. Fuglar himinsins munu örugglega launa honum það með söng sínum. Oft var hlegið að vini hans Kópi þegar hann leitaði Björn uppi til að fá klapp. Allsstaðar kom góðmennskan fram. Það er ekki hægt að sætta sig við að missa svo góðan dreng, eftir verður sár sem aldrei grær. Maður spyr: „Hvers vegna, hvers vegna hann?“ Þó eru enn þá dýpri sár hjá bróður hans og foreldrum. En minningin lifir. Viljum við nú kveðja hann á sama hátt og hann kvaddi okkur ætíð þegar hann var búinn að dvelja hjá okkur þó ekki væri nema stutta stund og skömm leið á milli bæj- anna. Hann kyssti okkur á kinnina eða faðmaði okkur að sér og sagði: „Bless, sjáumst.“ Elsku vinur, við finnum návist þína og biðjum guð að blessa þig og styrkja. Við sökn- um þín svo sárt og segjum: Bless elsku vinur, sjáumst. Þeir sem guð elskar deyja ungir. Amma og afi, Þverfelli. Það er einkennilegt til þess að hugsa hvað raunveruleikinn getur verið í mikilli fjarlægð við stundir sem slíkar. Eina hugsunin sem kem- ur fram í hugann er tómleiki. Þegar ungur og hæfileikaríkur maður í blóma lífsins er skyndilega hrifsað- ur í burtu frá okkur, er erfitt að skilja. Hver er tilgangurinn? Því getur enginn svarað. Þannig er lífið sjálft. Björn frændi okkar var ákfalega heilsteyptur maður. Hann fór sér að engu óðslega og íhugaði alla möguleika vel og vandlega áður en hlutirnir voru framkvæmdir eða áður en hann tók ákvörðun. Hann var sannkallaður „fjöl- skyldukarl“, heimakær og án efa var hans besti og kærasti félags- skapur fjölskyldan hans. Björn var ekki margmáll í fjölmenni en í góðu tómi sýndi hann á sér aðra hlið þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og sýndi hann, ásamt Jakobi bróður sínum, leikræna tilburði og eflaust hafa margir sveitungar þeirra „birst“ óvænt heima í stofu á hinum ólíklegustu stundum. Áhugamál Björns voru fyrst og fremst allt sem sneri að vélum og oft skildum við hin hvorki upp né niður í umræðum hans og frænda hans, þar sem tveir góðir komu saman. Ferðir Björns með afa sín- um og nafna upp á fjall í girðinga- vinnu voru þeim báðum mjög kærar og það hefði ekki komið á óvart þó að Björn hefði tekið upp það fordæmi afa síns og eytt einhveijum stórafmælisdegi sínum þar í staðinn fyrir að halda veislu heima. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast elskulegs frænda okkar og kveðja hann. Elsku Helga, Rúnar, Jakob, amma og afi á Þver- felli, Sigrún og Jónatan, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og hjálpa ykkur við að takast á við framtíðina. Afram þjóta árin sem óðfluga ský. Og tíðin verður tvenn og þrenn, og tíðin verður ný. En það kemur ekki mál við mig ég man þig fyrir því. (Jóhann Jóhannsson) Kristján, Sesselja, Birna, Elín, Eygló, Guðmundur og Davíð Einar. Hann Björn frændi okkar er dá- inn. Við erum harmi slegin. Hann hefði orðið tvítugur á þessu ári. Björn var bjartur yfirlitum og það fylgdi honum heiðríkja. Hann var ljúfur í lund, einlægur og brosmild- ur. Við áttum því láni að fagna að umgangast hann á þeim tíma þegar hann var við nám í Iðnskólanum í Reykjavík, þó mun minna en við hefðum viljað. Hann var aufúsu- gestur, kurteis og glaðlyndur. Hon- um var tíðrætt um Þverfell þar sem hann var fæddur og uppalinn. Vinnustaður hans var í Borgarfirði og bjó hann enn í foreldrahúsum. Fjölskyldan skipaði stóran sess í huga hans og ekki síst afi hans er hann minntist oft á. Ferðir þeirra um landareignina bæði sumar og vetur voru honum ógelymanlegar. Við sáum Björn fyrir okkur í hlut- verki stórbónda, ábyrgan og iðju- saman. Við Syrgjum Björn og biðj- um fjölskyldu hans Guðs blessunar og huggunar. Sigrún, Ásta og fjölskyldur. Veturinn 1990-1991 vorum við 14 bekkjarsystkini saman í 10. bekk Kleppjárnsreykjaskóla. Lífið brosti við okkur eins og öðrum unglingum á þessum aldri. Síðan hafa leiðir okkar legið í ýmsar áttir í starfi og leik. Nú hefur dregið ský fyrir sólu, við höfum misst einn úr hópn- um. Laugardaginn 10. júní var Björn Rúnarsson á Þverfelli við vinnu sína er hann kenndi lasleika og að kvöldi sunnudagsins var hann allur. Við bekkjarsystkinin sem og aðrir sitjum eftir hljóð. Bjössi var staðráðinn í því að læra vélsmíði. Náminu lauk hann í fyrravor og hefur unnið við vélar og vélaviðgerðir síðan. Bjössi var duglegur námsmaður, stundaði störf sín vel og var vinur vina sinna. Við bekkjarsystkinin sendum fjölskyldu Bjössa okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að veita þeim styrk í sorginni. Bekkjarsystkin, Kleppjárnsreykjaskóla. + Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRA GÍSLADÓTTIR, Hringbraut 58, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 21. júní kl. 14.00. Ragnar Olsen, Kristín Jónsdóttir, Rakel Olsen, Stella Olsen, Birgir Ólafsson, Jónína Olsen, Ásgeir Þórðarson. + Kærar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð vegna andláts og jarðarfarar sonar okkar, föður og bróður, HJARTAR JÓHANNESSONAR Friðrikshúsi, Hjalteyri. Sigrún Rögnvaldsdóttir, Jóhannes Haraldsson, Brynjar Hjartarson og systkini hins látna. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hjálp við andlát og útför sambýlismanns míns, sonar og bróður, GUÐMUNDAR BJÖRNS HARALDSSONAR, Öldugötu 1b, Flateyri. Gróa Kristín Helgadóttir, Gróa Björnsdóttir, Guðbjörg Haraldsdóttir Hjálmar Sigurðsson, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, Björn Ingi Bjarnason, Gunnhildur Haraldsdóttir, Magnús Emilsson, Gróa G. Haraldsdóttir, Hinrik Rúnar Haraldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.