Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 15 FRÉTTIR Skýrsla Hagsýslu ríkisins um Héraðsskólann í Reykholti Fj ár málastj óm verulega ábótavant FJÁRMÁLASTJÓRN í Héraðsskól- anum í Reykholti á síðustu þremur árum hefur verið verulega ábótavant og lagagrundvöllur skólastarfs ófull- nægjandi. Skólinn hefur enga sér- stöðu og þjónar ekki lengur Borgar- fjarðarhéraði sérstaklega. Þetta er meðal helstu niðurstaðna í skýrslu Hagsýslu ríkisins um hér- aðsskólann. Menntamálaráðuneytið óskaði eftir því við Hagsýslu ríkisins í maí sl. að gerð yrði úttekt á skóla- starfí í Reykholti síðustu þijú ár. Skýrsiuhöfundar telja á hinn bóginn að dvöl í Reykholti háfí aukið félags- þroska margra nemenda og hjálpað ýmsum að komast á réttan kjöl í námi sínu. Skýrsluhöfundar telja einu rökin fyrir skólarekstri í Reykholti vera af félagslegum og uppeldislegum toga. Staða hans sé óskýr í skólakerf- inu og þess vegna liggi beinast við að leggja skólann niður. Hvorki sé þörf á á að starfrækja grunnskóla né framhaldsskóla í Reykholti til að uppfylla fræðsluþarfír í héraði ann- ars vegar og hins vegar til að fræðsluyfirvöld geti uppfyllt skyldur sínar um fjölbreytt framboð náms á framhaldsskólastigi. Bent er á að grunnskólakennslu sé sinnt í öðrum skólum og skólinn hafí enga sérstöðu á framhaldsskóla- stigi. Þá geti skólinn ekki boðið upp á skilgreind námslok og því sé hann tæpast samkeppnisfær um nemendur sem stefna að ákveðnum náms- markmiðum. Þá er bent á þann möguleika í skýrslunni að reka skóla í Reykholti sem hluta af skólastarfí Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Þar yrði hægt að sinna nemendum með námserfiðleika eða ónógan undirbúning. í skýrslunni er t.a.m. á það bent að skólamir hafí þegar hafið nokkurt samstarf einkum um kennslu og samræmt námsmat. Grunnskóli eða framhaldsskóli Skýrsluhöfundar gera tilraun til að skilgreina stöðu héraðsskólans í skólakerfínu. Þeir fullyrða að laga- grundvöllur skólans sé ófullnægj- andi. Stofnunin starfí samkvæmt grunnskólalögum þótt námið sé á framhaldsskólastigi. Einnig hafí skólinn ekki verið viðurkenndur af Alþingi sem framhaldsskóli en þess hafí raunar aldrei verið óskað af héraðsbúum. Þá er bent á það í skýrslunni að heiti skólans sé misvísandi þar sem hann er ekki héraðsskóli í þeim skiln- ingi að hann þjóni Borgarfjarðarhér- aði sérstaklega. Sú fullyrðing er studd þeim rökum að hlutfall Borg- firðinga hafí verið 7% af heildarfjölda nemenda á síðasta ári. í skýrslunni segir að námsframboð skólans sé sniðið að áfangakerfí framhaldsskóla. Hlutfall staðinna áfanga af eðlilegri námsframvindu sé aftur á móti með því lægsta sem þekkist. Skólinn sé þannig í raun að hluta til á grunnskólastigi. Sam- kvæmt hlutfaili um staðnar einingar teljist námsárangur nemenda fremur slakur. Meðferð fjármuna óviðunandi í kafla um rekstur skólans og fjár- málaumsýslu segir að meðferð fjár- muna hafí verið með óviðunandi hætti. Reikningsyfírlit og uppgjör skólans bendi til þess að „fjármála- stjórn hafí verið verulega ábótavant m.a. hvað varðar flutning ijármagns á milli ólíkra rekstrarþátta, bók- haldsreglur verið brotnar og upplýs- ingaskylda vanrækt." í skýrslunni segir að um það hafí verið rætt að veita skólastjóra formlega áminn- ingu vegna óreiðu í fjármálum. Af því hafí ekki orðið en áfangastjóri fenginn þess í stað til að annast þann þátt starfseminnar. Dregur í efa að rétt sé að fela FV stjórnina MEÐAL gesta við vígslu MS-hússins voru forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Bylting' í umönn- un MS-sjúklinga MS-FÉLAGIÐ vígði nýtt hús undir alla starfsemi sína á fimmtudaginn var, 15. júní. Oddný Lárusdóttir formaður byggingarnefndar segir að bylting muni eiga sér stað í umönnun MS-sjúklinga þegar húsið verður tekið í notkun síðar í þessum mánuði. Aðstaðan gjörbreytist til hins betra, en félagið flytur nú úr 200 fm leiguhúsnæði í 520 fm hús við Sléttuveg. Nýja húsið er framtíðar- húsnæði MS-félagsins að sögn Oddnýjar en hægt verður að taka við 35 MS-sjúklingum hvetju sinni í dagvist. Sjúkraþjálfunar- og tóm- stundaaðstaða stækkar til muna en einnig verður skrifstofa MS-félags- ins í húsinu. Að mati Oddnýjar var mjög tímabært að komast í nýtt hús þar sem starfsemi félagsins eykst jafnt og þétt. Undirbúningur byggingarfram- kvæmda hófst árið 1992 en fyrsta skóflustungan var tekin 11. júní Morgunblaðið/Golli Hús MS-félagsins verður tek- ið í notkun síðar í þessum mánuði. árið 1993. Fjölmargir styrktu bygg- ingarframkvæmdirnar að sögn Oddnýjar. Húsið var reist fyrir söfn- unarfé félagsins til margra ára en einnig styrktu Reykjavíkurborg, Framkvæmdasjóður fatlaðra og heilbrigðisráðuneytið byggingar- framkvæmdirnar. ÓLAFUR Þ. Þórðarson fyrrver- andi alþingismaður og áður skóla- stjóri í Reykholti kveðst ekki geta skilið tillögur Hagsýslu ríkisins um framtíð Héraðsskólans í Reykholti á annan veg en að skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti til þriggja ára, Oddur Albertsson, sé talinn óþarfur. Ólafur tók skýrt fram að hann hafi sjálfur ekki lesið skýrsluna og taldi sig því ekki geta rætt innihald hennar nema að því marki sem birst hefur í fjölmiðlum. Hann kvaðst draga mjög í efa að rétt sé að fella skólastarf í Reykholti undir Fjölbrautaskóla Vesturlands sér í lagi með þeim hætti sem gert er ráð fyrir að sami skóla- stjóri stýri báðum skólum. „í skýrslunni var gerð úttekt á stjórnartíð Odds Albertssonar í Reykholti. Niðurstaðan hjá Hag- sýslunni virðist hafa orðið sú að telja toppinn óþarfan,“ sagði Ólaf- ur í samtali við Morgunblaðið. Ráðherra hefur heimildir Um þær tillögur í skýrsluna að leggja skólann niður annars vegar eða fella skólastarf undir FVA sagði Ólafur. „Mér er ljóst að ráð- herrann hefur heimildir til að leggja héraðsskóla niður. Ég er sannfærður um það sjálfur að það er auðvelt að halda uppi öflugu skólastarfi í Reykholti. Ég er þó efins um að framtíðarhagræðing liggi í því að leggja niður skóla- stjóraembættið í Reykholti," sagði Ólafur. Einn skipstjóra á hvert skip „Hvaða stefnumörkun liggur í því að setja starfsemi skólastofn- unar sem er upp í Reykholtsdal undir skólastjóra í Akranesi?" spyr Ólafur „Er skólameistarinn á Akranesi reiðubúinn að taka þá áhættu sem því fylgir að taka að sér ábyrgð á skóla upp í Reyk- holtsdal? Ég hef sjáifur talið að aðeins eigi að hafa einn skipstjóra á hveiju skipi hvort sem þau eru stór eða lítil. Það var reglan fyrir vestan en ekki hitt að hafa eitt flaggskip og láta svo smærri bát- ana vera með stýrimenn," sagði Ólafur. Hann sagði að ef þetta fyrirkomulag verði tekið upp víðar verði fjölmargir skólastjórar sjálf- krafa óþarfir. Óljós framtíð „Mér hefur enn ekki verið sagt upp1 þannig að ég lít ekki svo á að ég sé formlega hættur,“ sagði Ólafur aðspurður um framtíð sína í ljósi ákvörðunar menntamálaráð- herra. Hann kvaðst þó ekki hafa í önnur störf að venda. „Ég á eft- ir að hitta ráðherra en hvort gerð- ur verður starfslokasamningur sem báðir geta sæst á er óráðið.“ Ólafur fullyrti að hann ætlaði ekki að standa í neinu ströggli við ráðu- neytið um ákvörðun þess. ...blabib - kjarni málvins! Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fálkans ængur og koddar Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 ÞARABAKKA - MJÓDD S: 581 4670 S: 567 0100 UMBOÐSAÐILAR UM LAND ALLT: Akranes: Versl. Perla • Borgarnes: Kf. Borgfirðinga • Ófafsvík: Litabúöin • Patreksfjörður: Ástubúð • Bolungarvlk: Versl. Hólmur • Isafjöröur: Þjótur sf.- Orangsnes: Kf. Steingrlmsfj. • Hólmavfk: Kf. Steingrímsfj.* Hvammstangl: Kf. V Húnv Blönduós: Kf. Húnvetninga • Siglufjörður: Apótek Siglufjarðar • Ólafsfjöröur: Versl. Valberg • Akureyri: Versl. Vaggan • Húsavlk: Kf. Þingeyinga • Egilsstaöir: Kf.Héraðsbúa • Esklfjöröur: Eskikjör • Hvolsvöllur: Kf. Rangæinga • Þorlákshöfn: Rás hf. Vestmannaeyjar: Eyjakaup hf. • Garöur: Raflagnavinnust. Sigurðar Ingvarssonar • Keflavlk: Bústoð hf,- Reykjavik: Barnaheimur, Fatabúðin, Versl. Hjólið (Eiöistorgi). Heimilistækjadeild Fálkans • Heimilistækjadeild Fátkans • Heimilistækjadeild Fálkans SUMARTILBOÐ afnngilald #roPNORWAY7 SÆNGUR OG KODDAR Vöggusæng Ungbarnasæng Barnasæng Fullorðinssæng Ungbarnakoddi Barnakoddi (svæfíll) Fullorðinskoddi Þú sefur betur - sumar og vetur. 1.592,-kr. 2.232,- kr. 3.192,- kr. 5.520,-kr. 720,-kr. 1.000,- kr. 2.160,-kr. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 ÞARABAKKA - MJÓDD S: 581-4670 S: 567-0100 ofn^misprófað TJmboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (20.06.1995)
https://timarit.is/issue/127496

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (20.06.1995)

Aðgerðir: