Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JOHANNES BJARNASON + Jóhannes Bjarnason fædd- ist í Knarrarnesi á Mýruhi 18. júlí 1920. Hann lést í Reykja- vík 8. júní sl. For- eldrar hans voru Bjarni Asgeirsson, alþingismaður og ráðherra, f. 1. ágúst 1891, d. _ 15. júní 1956, og Asta Jóns- dóttir, f. 20. sept- ember 1895, d. 26. apríl 1977. Systkini Jóhánnesar voru: Ásgeir, f. 17. febr- úar 1919, d. 5. júní 1982, Guðný, f. 23. desember 1923, Ragnheið- ur, f. 23. ágúst 1925, d. 8. des- ember 1936, og Jón Vigfús, f. 23. mars 1927, d. 5. maí 1990. Uppeldissystur Jóhannesar voru; Ragnheiður Ásgeirs, f. 8. mars 1917, og Hrafnhildur Harðardóttir, f. 10. október 1942. Jóhannes kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Margréti Sigrúnu Ragnarsdóttur 18. jan- úar 1947. Margrét er fædd í Reykjavík 7. nóvember 1924. Börn þeirra eru: 1) Ásta Ragn- heiður, f. 16. október 1949, gift Einari Erni Stefánssyni. Börn þeirra eru Ragna Björt og Ingvi Snær. 2) Guðrún f. 22. desem- ber 1950, gift Ævari Guð- mundssyni. Börn þeirra eru Eva Margrét, Jóhannes Ragnar og Ingólfur Vignir. 3) Ragnar, f. 9. október 1956. 4) Bjarni f. 9. desember 1960, kvæntur Auði Þór- arinsdóttur. Börn þeirra eru Þórar- inn Árni og Bryn- dís. Jóhannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939 og f.hl. prófi í al- mennri verkfræði frá University of Manitoba 1941. Hann lauk prófi í iðnaðar- og véla- verkfræði frá McGiIl University í Montreal 1943 og landbúnaðarvélaverk- fræði frá Iowa State College 1944. Hann stundaði fram- haldsnám í framkvæmdastjórn og iðnrekstri við New York University 1950-51. Jóhannes var framkvæmda- stjóri Orku hf. 1944-47, hann stofnaði Steypustöðina hf. 1947 og var framkvæmdasljóri hennar janframt því að reka eigin verkfræðistofu árin 1947-50. Hann undirbjó bygg- ingu áburðarverksmiðju frá 1951 og starfaði við Áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi allan sinn starfsaldur. Hann sat í nefnd er undirbjó stofnun sem- entsverksmiðju og var ráðgef- andi verkfræðingur Sements- verksmiðju ríkisins 1958-1973. Utför Jóhannesar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. JÓHANNES Bjamason tengdafaðir minn var um margt sérstæður og eftirminnilegur maður. Hann var brautryðjandi í orðsins fyllstu merk- ingu, raddi brautina á mörgum svið- ' um verktækni og nýrra atvinnu- hátta þegar hann kom heim frá verkfræðinámi í Bandaríkjunum og ■ Kanada. Hann var fyrsti iðnaðar- verkfræðingur á landinu og það kom í hans hlut að undirbúa stofn- un tveggja stórra ríkisverksmiðja, Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi, og á báðum stöðum starfaði hann lengi vel. Alltaf starfaði hann í kyrrþey og aldrei hreykti hann sér af verkum sínum. Jóhannes var grandvar og heið- y arlegur og þoldi ekki fláttskap eða undirferli. Hann trúði á réttlætið og stóð fast við sína meiningu ef hann var sannfærður um að hún væri rétt. Hann vildi aldrei draga úr kröfum eða gæðum, aðeins það besta var nógu gott. Málamiðlanir og meðalmennska voru honum ekki að skapi, frekar vildi hann standa og falla með réttlætinu en selja sálu sína. Slíkir menn gerast nú æ fátíðari. Það er gott að minnast Jóhannesar, þegar sannir mann- kostir era til umræðu. Jóhannes var góður heimilisfaðir af gamla skólanum, en þó með ýmsum nútíma tilbrigðum, sem ekki var alsiða í Laugarásnum á þeim tima. Hann sá t.d. um alla að- drætti til heimilisins, matarinnkaup og annað stórt og smátt sem búið þurfti við. En ekki var hann mikið að flækjast fyrir í eldhúsi eða skipta sér af því sem þar fór fram. Það er þó í minnum haft, að einu sinni neyddist hann til að sjá um matseld og sauð þá kjötsúpu að hætti móð- ur sinnar. Súpan entist í viku, enda myndarlega að verki staðið og vel í pott lagt. Jóhannes var mjög barngóður og ICGSTCINAA J J Guðmundur Jónsson F. 14.11.1807 D. 21. 3. 1865 \ Grciníl s/f HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 honum var annt um bamabörn sín. Súkkulaði mátti bóka þegar afi birt- ist. Þegar dóttir mín fór í sveit skrif- aði Jóhannes henni reglulega og sendi með bréfsefni, umslög og frí- merki, svo hún gæti svarað honum. Þetta er dæmigert fyrir þá ást og umhyggju sem hann sýndi fjöl- skyldu sinni í stóru jafnt sem smáu. Hann opnaði tækniheiminn fyrir syni mínum þegar hann leiddi hann kornungan um Áburðarverksmiðj- una og útskýrði fyrir honum leynd- ardóma hennar. Slíkar heimsóknir lifa í minningu margra afabarna og bama Jóhannesar. Að loknu dijúgu dagsverki er gott að fá að kveðja þegar kraftar era þrotnir. Söknuður er í ranni og rennur saman við minningu um góðan og heilsteyptan mann. Það er bjart og heiðríkt yfir minning- unni um Jóhannes Bjarnason. Einar Orn Stefánsson. Jóhannes frændi minn og uppeld- isbróðir er nú allur. Löng og ströng var síðasta glíman, en allir verðum við að lokum að lútá lögmáli al- mættisins. Jóhannes var heilsugóður í lífinu, en varð fyrir áfalli fyrir einum sex árum og átti eftir það ekki aftur- kvæmt af sjúkrabeði. Hann er ljórði sem fellur frá þeirra barna Bjarna Ásgeirssonar og Ástu föðursystur minnar. Ragnheiður lést barn að aldri af slysföram, þá Ásgeir garð- yrkjubóndi á Reykjum er var elst- ur, síðan Jón Vigfús garðyrkjubóndi að Reykjum og nú Jóhannes. Eftir lifír Guðný, húsmóðir í Reykjavík. Mér era samskipti bernskuár- anna efst í huga. Margar og góðar eru minningarnar frá æskuheimil- inu að Reykjum þar sem húsbændur vora þau Bjami Ásgeirsson og Ásta Jónsdóttir „hinumegin", eins og kallað var hjá okkur, eða í vestari bænum, og foreldrar mínir Guð- mundur Jónsson og Ingibjörg Pét- ursdóttir í austurbænum. Búið var í sama húsi sem byggt var í tveim- ur áföngum. Fyrri áfangi 1910 og sá ^seinni 1922. Á hvoru heimili vora 5 börn sem fæddust á bilinu frá 1918 til 1927. Auk þess. vora vandabundin börn, eitt eða tvö á hvora heimili. Þá vora einnig á heimilinu afi og amma Jóhannesar, foreldrar Bjarna. Ragnheiður gáfuð kona og siðvönd og Ásgeir smiður góður, síkátur og hlýr og góður við böm. Það vora þau reyndar bæði; hvort á sinn hátt. Ásta og Bjarni komu að Reykjum 1921 með syni sína tvo í bernsku, Ásgeir og Jóhannes. Um miðjan þriðja áratuginn hófst lífið hjá okk- ur krökkunum er þau elstu voru að komast á legg. Við voram þá fjögur sem hófum þátttöku í dag- legum störfum. Við rákum kýrnar og sóttum þær kvölds og morgna, en nautgripir voru þá oftast um 40. Einnig var okkar verk að sækja brúkunarhestana fyrir kl. 8 á morgnana, og gat það stundum verið erfitt, enda fjallið ógirt. í umstangi okkar frændanna í fjallinu um kýr, fé og hesta voru ófrávíkjandi skyldur sem snúning- skrakkar höfðu, meðal annars að gefa nákvæma skýrslu um það búfé sem við urðum varir við í högunum á Reykjum. Þarna var Jóhannes okkar snjallastur. Hann var fámáll í gönguferðum okkar og fór jafnan í humátt á eftir okkur hinum. Er heim kom virtist hann vita gjörla um fjölda og lit þeira sauðkinda og hrossa sem á vegi okkar höfðu orð- ið. Hann gat leiðrétt og betram- bætt skýrlsu okkar hinna og hlaut verðskuldaða viðurkenningu fyrir athyglina. Nærri má geta að fyrir 7-10 ára krakka voru oft erfið þau skyldu- störf sem tíðkuðust í sveitum lands- ins þá, og gat brugðið til beggja vona með samstarfið og stundum samlyndið. Við Jóhannes vorum yngri en Pétur bróðir minn og Ás- geir bróðir Jóhannesar, og var verk- stjórnin því þeirra hlutverk. Þeir þurftu oft að hvetja okkur til dáða og við Jóhannes lentum stundum í metingi með tilheyrandi deilum og pústrum. En þegar ég lít nú um öxl standa helst hinar sólskinsbjörtu minningar uppúr, meðan eijur eru gleymdar og grafnar. Við Reykjabræður, eins og við frændurnir vorum gjarnan kallaðir, fengum alhliða verkþjálfun í fjöl- breyttum vinnubrögðum á stóru og fjölmennu heimili. Það voru t.d. ávinnsla túna, sauðburður og hirð- ing ullar, garðrækt og vinna í gróð- urhúsum. Þá var 1.500-1.800 hest- burða heyöflun, og það var mikil vinna og sérhæfð. Þá var treyst á marga og trausta vagnhesta, en einnig og ekki síður á vana og dug- lega kaupamenn og -konur. Það fólk kom hingað úr ýmsum lands- hlutum og sagði okkur til. Þetta var góður skóli og hvað okkur snert- ir bjuggum við að þessu allt okkar líf að fá nasasjón af ýmsum menn- ingarstraumum. Þetta kunni Jó- hannes vel að meta og hafði stund- um orð á því að síst af öllu hefði hann viljað missa af þessum þætti í lífshlaupi sínu. Sönglist var í hávegum höfð að Reykjum. Allir tóku þátt og mikið var sungið, kveðið og ort. Vísur hagyrðinga gengu manna á milli. Þar hafði Bjami Ásgeirsson forystu og leiðbeinandi var hann góður. Jóhannes var fremur rólegt barn og hugsaði sín mál vel. Hann var þó mjög skapmikill og hafði skoðan- ir á hlutunum. Þá kom fyrir að hann átti í nokkrum útistöðum við leikfélaga sina, eins og gengur. Hann gaf ekki eftir í neinum málum og það fylgdi honum á lífsleiðinni. Það sem hann áleit rétt varði hann í lengstu lög. Við frændur og jafn- aldrar deildum oft, en aldrei svo að það ylli vinslitum. Á góðum stundum var Jóhannes manna skemmtilegastur. í vinahópi sagði hann góðar sögur og kunni ýmsa leiki og þrautir er féllu leikfé- lögum vel í geð. Þeir mágamir Guðmundur faðir minn og Bjarni áttu sér draum og heilagt markmið sem var að byggja upp stórbúskap. Þær vonir rættust svo sannarlega. Búreksturinn skipt- ist um 1930 í kúabú, „Reykjabúið" og garðabú, „Garðyrkjuna á Reykj- um“. Næsta kynslóð tók við um 1944-1950; tveir frá hvora heimili, og öllum farnaðist vel á þeim trausta granni sem eldri kynslóðin hafði byggt upp. Jóhannes hugði ekki að búskap heldur hóf verkfræðinám við há- skóla í Winnipeg. I æviágripi hans birtist glæstur og vel ígrundaður námsferill. Að námi loknu tók at- vinnulífíð við; hann stofnaði fyrir- tæki og studdi við ýmiss konar fram- kvæmdir. Hann var ekki smátækur og kom víða við. Að ævistarfí var Jóhannes ráðgefandi verkfræðingur, fyrst og fremst við Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi, en einnig við sementsverksmiðjuna á Akranesi. Jóhannes var sá fyrsti af bömun- um frá Reykjum sem lauk háskóla- námi, en fleiri komu á eftir. Mér er minnisstætt er hann kom heim eftir langt og strangt nám í fjar- lægri heimsálfu. Þá var mikil hátíð og flaggað á Reykjum og allir sam- einuðust í gleðinni þá yndislegu daga. Það sem meira var, hann kom með bíl í farteskinu, sem ég held hann hafí gefið föður sínum. Það var „Studebaker“. Jóhannes var kvæntur Margréti Ragnarsdóttur, hinni mætustu konu, sem lifir mann sinn. Þau eign- uðust fjögur böm, en þau eru Ásta Ragnheiður alþingismaður, Guðrún félagsfræðingur, Ragnar efnaverk- fræðingur og Bjarni viðskiptafræð- ingur. Barnabörnin eru sjö og er þetta mikið myndarfólk og foreldr- um sínum til sóma. Við fráfall Jóhannesar Bjarna- sonar vil ég og við fjölskyldan og samferðafólk færa nánustu ástvin- um hans samúðarkveðjur. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson. Fregnin af andláti frænda míns, Jóhannesar Bjarnasonar verkfræð- ings, gat hvorki komið á óvart mér né öðrum/er til þekktu. Áram sam- an hafði hann þjáðst af erfiðum sjúkdómi, sem engin kunnátta læknislistarinnar þekkir ráð við, og fundið lífið fjara smám saman út, unz yfir lyki. Þegar svo hörmulega er komið, að enginn mannlegur máttur fær neinu um þokað og lífið orðið vonlaus kvöl, er dauðinn slík- ur léttir og raunar líkn, að hann hlýtur að vera öðram þræði fagnað- arefni, þótt sorgin sé þar einnig með í för. Jóhannes heitinn fæddist vestur i Knarramesi í Mýrasýslu árið 1920, en fluttist kornungur ásamt eldri bróður sínum, Ásgeiri, að Reykjum í Mosfellssveit, er foreldrar hans, Ásta Jónsdóttir, móðursystir mín, og eiginmaður hennar, Bjarni Ás- geirsson, tóku við búskap á Reykj- um í félagi við ung skipstjórahjón úr Reykjavík, Ingibjörgu Péturs- dóttur og Guðmund Jónsson á tog- aranum Skallagrími (síðar á Reykjaborg), bróður Ástu. Átti þessi ráðstöfum hins unga hug- sjónafólks eftir að verða hið mesta gæfuspor og árangur mikill og góð- ur. Og þótt margt hafi breytzt á Reykjum í áranna rás vegna breyttra atvinnuhátta, sér þessara framkvæmda enn stað, bæði í mannvirkjum og ræktun, ekki sízt hinni miklu nýjung, sem þá var, gróðurhúsa- og ylrækt. En á Reykjum var ekki einungis unnið að verklegum framkvæmd- um. Á báðum heimilum var bæjar- bragur til mikillar fyrirmyndar og regla á öllu. Bókasafn var á hvorum bæ, ekki stór, ep vönduð, aðallega íslenzk rit, þjóðlegur fróðleikur, sagnfræði og bókmenntir, en einnig allmikið á erlendum málum, einkum hinum Norðurlandamálunum. Var gott eftir langan vinnudag í garð- yrkjunni við verkstjórn harðdug- legra og kappsamra v.erkstjóra, m.a. danskra og þýzkra, að láta þreytuna líða úr líkamanum við lest- ur góðra bóka. í þessu heilsusamlega umhverfi ólst Jóhannes upp við leik og störf í stórum hópi frændfólks á þessum áhyggjulausu dögum bernsku og æsku, er heimur okkar barnanna var annars vegar litli, kyrrláti vest- urbærinn í Reykjavík og hins vegar yndisleg sveitin. En árin liðu, og skólanám tók við, en að skólum ólöstuðum hygg ég, að ræktunarvinnan á Reykjum hafi orðið okkur ekki síður heilla- dijúg en ýmis önnur fræðsla síðar. Auðvitað gat stundum sletzt upp á vinfengið með okkur strákunum og háðsglósur farið á milli, en allt jafn- aðist þetta brátt, eins og sjálfsagt er. Þannig svífa fram úr djúpum hugans minningarnar um frænda minn „eins og sýning skuggamynda á tjaldi", fleiri en raktar verði að þessu sinni. Jóhannes hafði þegar í bamaskóla reynzt svo góður námsmaður, að ástæða þótti til, að hann „gengi menntaveginn", sem þá var kallað, en slíkt var engan veginn eins sjálfsagður hlutur í þá daga og nú á tímum. Lauk hann stúdentsprófi tæpra 19 ára vorið 1939 frá Menntaskólanum í Reykja- vík, sem þá var sex ára skóli. Um sumarið vann hann sem jafnan áður á búi foreldra sinna, en hélt um haustið í fyrsta sinn að heiman til háskólanáms í Bandaríkjunum. Mun erfitt fyrir ungt fólk nú að skilja, hvílík tímamót mörgum þótti slíkt fyrir meira en hálfri öld. Er mér enn minnisstætt dimmt og hryssingslegt haustkvöldið á gamla hafnarbakkanum í Reykjavíkur- höfn, er fjölskylda hans og nokkrir vinir kvöddu hann, áður en hann hyrfí út í óvissuna á einum Eim- skipafélagsfossanna. Síðari heims- styrjöld var þá nýhafin og siglingar á Atlantshafi þegar orðnar ótryggar af stríðsvöldum. Var því ærin ástæða til kvíða. En allt fór vel, og næstu ár lagði Jóhannes stund á fjölbreytt verkfræðinám við banda- ríska háskóla með ágætum ár- angri. Fór og svo að námi loknu, að honum buðust ýmis girnileg til- boð um eftirsóknarverð störf þar vestra. En „römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Sú taug var Jóhannesi að minnsta kosti nógu sterk, enda hann upp alinn í traustri trú á land sitt og þjóð. Hygg ég mega fullyrða, að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.