Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 25 Kjartan Árnason Nýjar bækur • SMÁPRENT Orlagsins, 5. hefti, er nú komið út. Líkt og í tveimur síð- ustu heftum flytur Smá- prentið lesend- um örleikrit eft- ir Kjartan Árnason úr flokknum Stríð- um, vinnum vorri þjóð, þar sem höfundur bregður upp ólíkum myndum af fólki í vígahug. Að þessu sinni beinir hann sjónum m.a. að börnum og ungmennum sem leiksoppum vígreifra manna, í ör- leikritinu Prinsip. Rósa Halldórsdóttir, 16 ára myndlistarkona í Laugalækjar- skóla, hefur lagt Smáprentinu til myndverk af þessu tilefni. A síðasta ári kom Smáprent Ör- lagsins tvisvar fyrir sjónir lesenda, fyrra sinnið í maí, hið síðara í nóv- ember, og er ráðgert að svo verði einnig í ár. Prinsip er þriðja örleik- rit Kjartans Árnasonar sem birtist í Smáprenti Örlagsins. Smáprentið er í brotinu A6,er8 síður og kostar 100 krónur. Náttúruljóð og hækur UÓÐABÓKIN Undir haust- himni er nýlega komin út. Höf- undur er Þor- valdur Sæ- mundsson fyrr- verandi kennari. Eftir hann hafa áður komið út þrjár frum samdar bækur, þar af ein ljóðabók. Nokkur kvæði eftir Þorvald hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins. Bókin skiptist í tvo kafla. í þeim fyrri, sem er aðalhluti bókarinnar, eru flest ljóðin í hefðbundnu formi og ijalla um ýmis efni, svo sem náttúru landsins, árstíðirnar, mann- lýsingar og fleira, en ljóðin í seinni hlutanum eru stutt og í mjög knöppu formi, sannkallaðar tönkur og hækur. Bókin er 104 bls. offsetfjölrituð íStenslihf. en bundin íbókbands- stofunni Flatey hf. Útgefandi er höfundurinn. Bókin ergefin út í mjöglitlu upplagi og fæst einungis hjá höfundi. UMJMf VEIÐIVERSLUN • SlÐUMÚLA 11 108 REYKJAVlK • SlMI 588 6500 LISTIR Vont ef það venst KVIKMYNPIR Bíóhöll i n HÚSBÓNDINN Á HEIMILINU „MAN OF THE HOUSE“ ★ Leikstjóri: James Orr. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Farrah Fawcett og Jonathan Taylor Thomas. Walt Disney Pictures. 1995. HINGAÐ til lands berst ógrynni af amerísku skemmtiefni sem kunnugt er. Það flæðir yfir heiminn. Margt af því er góðra gjalda vert sem út- flutningsvara og margt af því ætti aldrei að sleppa úr landi. Dæmi um slíkt afþreyingarefni er gamanmynd- in Húsbóndinn á heimilinu. Hún er séramerísk fjölskyldusaga sem löðrar í væmni og plastkenndri tilfínninga- semi. Ekki veit maður hvernig hún virkar í heimalandi sínu en þegar hún er komin í útlöndin er hún eins og hvert annað furðuverk. Chevy Chase hefur löngum verið í uppáhaldi en bjargar myndinni ekki frá skemmdum. Hann reynir að leika sem minnst í hlutverki stjúpföður Jonathan Taylor Thomas, sem tekur honum eins og ebólufaraldri þegar hann flytur inn á heimilið. Farrah Fawcett leikur móðurina svo strax er ljóst að enginn hér keppir um Óskarinn. Strákurinn er í stórkost- legri fýlu megnið af myndinni en í stað þess að kaghýða úr honum óþekktina tengjast stjúpi og strákur- inn miklum vinaböndum eftir að þeir ganga í félagsskap hvítra manna, sem eru í indjánaleik alla daga! Nú hefði það getað verið fyndið en ónei, þetta er séramerískur félags- skapur feðra og sona hannaður svo þeir nái tengslum sín á milli og hvort þeir tengjast. Væmnin drýpur af hverju augnatilliti, hverri setn- ingu, hverju handbragði „indjána- hópsins" svo loksins skilur maður hvað Húsið á sléttunni voru góðir þættir. Til að hafa eitthvert efnisinnihald í myndinni er mafían látin vera á höttunum eftir Chase en mjög er það ómerkileg hliðarsaga. Tilvísanir í sjónvarpsefni eins og Donahue og Geraldo gera myndina enn fjarlæg- ari. Húsbóndinn á heimilinu er vond bíómynd ef geðþekk leikleysan í Chase er frátalin. Við getum vel verið án þessara fjölskyldumynda frá Bandaríkjunum áður en við för- um að venjast þeim sem sjálfsögðum hlut. Eins og heimamenn. Þar liggur hættan. Arnaldur Indriðason Aukabúnaður á mynd, élfelgur og topplúga. Elantra er einn af þessum bílum, sem eru ekki einungis fallegir í útliti, heldur einnig með óvenju skemmtilega aksturseiginleika. Líttu við, aktu einn hring í rólegheitum og felldu þinn eigin dóm. Litið verður á reynsluaksturinn sem 50.000 kr. greiðslu upp í glænýjan, ríkulega búinn Elantra. Tilboðið rennur út með síðasta bílnum sem rennur út. Verð frá 1.389.000 kr. mínus reynsluakstur á götuna ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236 HYUnDHl ...til frmntíðnr # Útvarp með 4 hátölurum (§ Rafdrifnar rúður og speglar # Samlæsing í hurðum # Vökva- og veltistýri # Bein innspýting # Styrktarbitar í hurðum # Litað gler # Samlitir stuðarar # 1800 sm’ vél # 126 hestöfl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.