Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JMPA Morgunblaðið/Kristinn RÚMLEGA 15 þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ sl. sunnudag, en hlaupið var á 82 stöðum um land allt. Metþátttaka í kvennahlaupinu METÞÁTTTAKA var í kvennahlaupi íþrótta- sambands íslands sl. sunnudag, þrátt fyrir að veður hafi víðast hvar verið leiðinlegt. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Guð- mundsdóttur, framkvæmdastjóra hlaupsins, voru skráðir þátttakendur alls 15.016, en rúm- lega 13 þúsund konur tóku þátt í fyrra. Hlaup- ið var á 82 stöðum um land allt. Stærsta hlaup- ið var í Garðabæ, þar sem 6.600 konur sprettu úr spori. Þátttakendur voru á öllum aldri, sjá mátti komabörn í vögnum og elsta konan var 94 ára. íslenskar konur á erlendri grundu létu held- ur ekki á sér standa; hlaupið var á fimm stöð- um á Norðurlöndum, í Wisconsin í Bandaríkjun- um og í Namibíu, þar sem 64 konur tóku þátt. ■ Kvennahlaupin/13 Súðavík Sigríður Hrönn hættir Súðavík. Morgunblaðið. SIGRÍÐUR Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri í Súðavík, hefur ákveð- ið að láta af störfum. í yfirlýsingu sem hún lagði fram á hreppsnefnd- arfundi í gær, segir hún að átök og persónuleg gagnrýni á sig innan hreppsnefndar ættu þátt í ákvörðun sinni. Eftir að snjóflóð féll á Súðavík 16. janúar sl. tók Sigríður Hrönn sér leyfi frá störfum sveitarstjóra. Til stóð að hún tæki aftur við starf- inu í haust, en af því verður ekki. „Því miður hefur samstaðan og samstarfið milli meiri og minni hluta hreþpsnefndarinnar ekkiverið eins og ég hefði helst kosið. íbúar sveitarfélagsins eiga skilið að sátt ríki, þegar vinna þarf heilt byggðar- lag út úr slíkum vanda, sem hér er við að glíma. Vissulega hafa þau átök og persónuleg gagnrýni, sem innan hreppsnefndarinnar hafa átt sér stað, haft djúpstæð áhrif á mig og mína fjölskyldu og eiga stóran þátt í þeirri stöðu sem ég er nú í,“ segir Sigríður Hrönn í yfirlýsingu sinni. • Sigríður Hrönn hefur verið sveit- arstjóri í Súðavík frá árinu 1988. Jón Gauti Jónsson hefur gengt starfi sveitarstjóra Súðavíkur frá því í janúar, en ráðning hans var tímabundin. Brúnir flekkir af þörungagróðri hafa verið út af Snæfellsnesi undanfarið Ein tegundin getur fram- leitt hættulegt eiturefni Isafjörður Fjárhags- áætlun stóðst Ísafirðí. Morgunblaðið. ÁRSREIKNINGAR bæjarsjóðs ísa- fjarðar fyrir árið 1994 voru lagðir fram til fyrri umræðu á fundi bæjar- stjórnar 15. júní. Samkvæmt reikn- ingunum eru niðurstöður rekstrar, fjárfestinga og staða efnahags í góðu samræmi við fjárhagsáætlun. Heildaitekjur voru 731 m. kr. og jukust milli ára um 38 m. kr., rekstrargjöld voru 607 m. kr. og jukust um 25 m. kr. milli ára. Pen- ingalegar eignir á móti þessum skuldum námu um 428 m. kr., þannig að peningaleg staða bæjar- félagsins er neikvæð um 485 m. kr. Afkoma bæjarsjóðs batnar um tæpar 110 m. kr. frá árinu 1993. Veltufé eykst, skuldir lækka um 8 þús. kr. á íbúa og peningaleg staða styrkist um 17 þús. kr. á íbúa. BORIÐ hefur á brúnum flekkjum af þörungagróðri út af Snæfellsnesi seinustu vikur og hefur Hafrann- sóknastofnunin fengið sýni af gróðrinum til rannsóknar. Þórunn Þórðardóttir þörungafræðingur segir niðurstöður gefa til kynna að þama séu aðallega skoruþörungar á ferð og af þeim stafí litur flekkj- anna. Einnig hafi fundist í sýninu skoruþörungurinn Alexandrium tamarense sem geti framleitt hættulegt eitur, PSP, en íjöldi þeirra þó ekki verið mikill. Hins vegar sé ekki hægt að segja til um af einu sýni hvort sá þörungur sé að fjölga sér eða ekki. PSP getur verið banvænt mönn- um því það ræðst á miðtaugakerfi þess sem borðar það, viðkomandi finnst hann svífa fáein andartök en síðan lamast hann. Vitað er um dauðsföll af völdum PSP. Hvetur til varfærni • „Okkur finnst ástæðulaust að hræða fólk en töldum rétt að láta Fiskistofu vita um þetta. Hrogn eða innyfli skelfisks geta orðið eitruð, en þó ekkj vöðvinn sem er aðallega étinn. Við lögðum því áherslu á að hefja ekki hrognatöku, þótt fjöldi þessara þörunga væri undir viðmið- unarmörkum," segir Þórunn og hvetur til varfæmi. „Ég vona að ekkert sé að óttast, en þetta sýnir þó að eftirlits er þörf.“ Skelfískur og hörpudiskur í Breiðafírði nærist á þörungum. Að sögn Jóns Baldvinssonar líffræðings hjá útibúi Hafrannsóknastofnunar í Stykkishólmi hafa rannsóknir sýnt að vöðvi skelfisksins virðist hrinda frá sér eitri, þótt töluvert sé af því í sjónum umhverfís hann. Hrognin dragi hins vegar eitur að sér. „I Evrópusambandslöndunum er ekki gerð krafa um að leggja fram sönnun um gæði ef eingöngu er verið að flytja inn vöðvann úr skel- inni, en öðru máli gegnir um hrognabitann sem er þekkt afurð í t.d. Frakklandi og Belgíu. Hrognin byggja sig upp snemmsumars og dýrið safnar þá upp mikilli næringu og þau efni sem eru í sjónum verða þá einkennandi í þeim líkamsvef sem byggir upp hrognin," segir Jón. Fiskurinn tekur verr Rúnar Ragnarsson trillusjómað- ur tók sýni af þörungunum á Breiðafjarðarfláka fyrir um tíu dög- um og sendi Hafrannsóknastofnun. „Þar sem þetta er verst, teér maður ekki góðan fisk á neðsta krók vegna þess hversu sjórinn er drullugur. Sjómennirnir finna að fiskurinn tek- ur mun verr á færi vegna þessa, sem veldur þeim vitaskuld ama. Ég finn mikinn mun,“ segir Rúnar. Forstjóri Skeljungs um áætlun um að sökkva olíuborpalli Viðskipti ekki minnkað „VIÐ teljum þetta mál afskaplega óheppilegt," segir Kristinn Björns- son, forstjóri Skeljungs hf., um þá áætlun Shell í Bretlandi að sökkva olíuborpalli í Atlantshaf. „Við höf- um komið þessum sjónarmiðum okkar á framfæri þar sem við höf- um getað, bæði í Bretlandi og hjá aðalstöðvunum í Haag.“ Hann segist ekki hafa orðið var við minnkandi viðskipti við Skelj- ung hér á landi í kjölfar ákafra mótmæla í Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. „Mér finnst sannast sagna af- skaplega ósanngjamt ef það myndi verða gert,“ segir Kristinn. „Við erum blásaklausir í þessu máli og í sjálfu sér á engan hátt tengdir Shell-samsteypunni að öðru leyti en því að við störfum undir þeirra vörumerki sem umboðsaðilar. Við teljum að þetta geti haft mikil áhrif á Shell-vörumerkið hvar sem er.“ Alls á Shell International 17% í Skeljungi hér á landi og segir Kristinn að afgangurinn sé í eigu 550 íslenskra aðila. Skeljungoir íslenskt fyrirtæki „Skeljungur hf. er algerlega ís- lenskt fýrirtæki,“ segir hann. Kristinn segir að þessu sé öðruvísi farið víðast hvar annars staðar, þar sem Shell-samsteypan á að öllu leyti Shell-félögin, eins og til dæmis á Norðurlöndunum. Hann segir að samskiptin við Shell International séu á þann hátt að Skeljungur starfi undir þeirra vörumerki, en Skeljungi sé algerlega fijálst að kaupa vörur, olíu og annað, þar sem þeir vilji. Nú kaupi þeir gasolíu, bensín og smurolíu frá Shell, en hins vegar fái þeir svartolíu frá Finnlandi. „Við erum alveg til í að taka því ef við höfum eitthvað til saka unnið, en við teljum að svo sé ekki í þetta skiptið," segir Kristinn. „Við höfum mikinn áhuga á um- hverfinu og náttúrunni og til dæm- is er hluta bensínverðs er varið til skógræktar." Gaskútum stolið fyrir skilagjald NOKKUR brögð eru að því að gaskútum sé stolið frá gasgrill- um og þeim skilað inn á bensín- stöðvar til að fá skilagjald greitt. Á lögregluvarðstofunni í Grafarvogi fengust þær upplýs- ingar að mikið hefði verið um þetta í fyrrasumar en heldur hefði dregið úr því. Fólk væri varara um sig og einnig hefðu olíufélögin gripið til ráðstafana. Heyrst hefur að grilleigendur hafi sumir hverjir fengið sér reiðhjólalása og læst kútana við grillin til að gera þjófum erfið- ara fyrir. Þær upplýsingar fengust hjá Skeljungsbúðinni að skilagjald fyrir venjulegan gasgrillkút væri tæpar þrjú þúsund krónur. Ekki væri hægt að neita fólki um skilagjaldið þegar það kæmi með kútana en reynt væri að koma í veg fyrir að skilagjald af illa fengnum kútum væri greitt út með því að senda þá, sem þættu grunsamlegir, í gas- stöðina í Skeijafirði. Þar þyrfti að gefa ýmsar skriflegar upplýsingar og ferlið gert talsvert flóknara. Börn og unglingar væru til dæmis í flest- um tilfellum send þangað. Það væru bara því miður ekki ein- göngu börn og unglingar sem kæmu með stolna kúta og erfið- ara væri að sjá í gegnum full- orðna fólkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.