Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins GLEÐIN leynir sér ekki. Þroskaþjálfaskóli íslands Skólastarf í sífelldri mótun ÞROSKAÞJÁLFASKÓLA íslands var slitið í Víði- staðakirkju laugardaginn 3. júní. Brautskráðir voru 24 þroskaþjálfar ásamt 16 þroskaþjálfum sem luku 30 eininga framhaldsnámi. í máli Bryndísar Víglundsdóttur, skólastjóra, kom fram að nauðsynlegt væri að skólastarfið væri í sífelldri mótun og endurskoðun. Sagði hún að í fundargerð skólans frá 1958 væri rætt um að í skólanum væri starfsstúlkum Kópavogshælis sagt til um gæslu fávita. Nú fá nemendur hins vegar kennslu í flestu sem viðkemur uppeldi, þjálf- un, umönnun og kennslu fatlaðra. Ennfremur minnti hún nemendur á að samviska þeirra væri trygging skjólstæðinganna og að hún yrði að vera sívökul og næm. Ragnheiður Eva Birgisdóttir hlaut styrk úr Minningarsjóði Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur en styrkinn afhenti sonur Guðnýjar, dr. Sigurður Thorlacius. Þá færði Ágúst Valfells skólanum málverk að gjöf frá erfingjum Ásgeirs Bjamþórs- sonar, listmálara, sem málaði listaverkið. Morgunblaðið/Kári Jónsson NÝJU íþróttakennaramir. Brautskráning íþróttakennara Stefnt að deilda- skiptingu Laugarvatni. Morgunblaðið. BRAUTSKRÁÐIR voru 34 nýir íþróttakennarar frá íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni þann 3. júní. í máli skólastjóra kom fram að starf íþrótta- kennara miðar nú mest að fræðslu um holla lífs- hætti og gildi hreyfíngar gegn margs konar vá er steðjar að ungu fólki í dag. Hæstu einkunn á íþróttakennaraprófi hlaut Magdalena Berglind Björnsdóttir frá Blönduósi, einkunnina 8,62. Ámi GuðmundSson skólastjóri rakti vetrarstarfið sem markaðist mjög af kennaraverkfallinu. Skólinn gat þó haldið uppi kennslu í nokkrum námsgreinum þar sem námskeiðskennarar vom úr Háskóla ís- lands eða öðrum stéttarfélögum en KI eða HÍK. Sjö fastráðnir kennarar starfa nú við íþrótta- kennaraskóla íslands en nokkur fjöldi kennir á einstökum námskeiðum í hlutastarfi. Nú er á döf- inni enn meira samstarf uppeldismenntunarskóla, s.s. KHÍ, ÍKÍ og Þroskaþjálfaskólans, sem byggist á því að samnýta kennslukrafta og búnað skól- anna. Stefnt er að stofnun sérstaks Uppeldishá- skóla með alla þessa skóla innanborðs. í þeim hugmyndum er gert ráð fyrir að það nám sem boðið verður upp á í íþróttakennaraskólanum verði skipt í þijár deildir; kennaradeild, þjálfunar- og stjórnunardeild og heilsurækt. Sjónskertur útskrifast Árni gat þess að nú er í fyrsta skipti í sögu skólans útskrifaður nemandi með mjög skerta sjón. Hefði þessi nemandi staðist allar námskröfur skól- ans á borð við aðra nemendur sem teljast verður mikill árangur, enda hefði fólk með slíkar hömlur verið vísað frá til þessa. Fomaður stjómar íþróttakennarafélags ís- lands, Margrét Jónsdóttir, sæmdi Áma skólastjóra gullmerki félagsins fyrir framlag til íþróttamála. Morgunbiaðið/Sigurgeir Jónasson ÚTSKRIFTANEMENDUR frá Stýrimannaskólanum. Skólaslit Stýrimanna- skólans í Eyjum Níu útskrifaðir af 2. stigi Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum var slitið fyrir skömmu. 1. og 2. stig vom starfrækt við skólann í vetur og luku 17 nemendur prófum frá skólanum. Friðrik Ásmundsson, skólastjóri, minntist í upp- hafi skólaslitaræðu sinnar látinna sjómanna en rakti síðan skólastarfið í vetur sem verkfall kenn- ara setti mikinn svip á. Friðrik greindi frá að tækjakostur skólans væri sífellt að aukast og verða betri og nú hefði skólinn eignast mjög fullkomin fjarskiptatæki, fyrir GMDSS kerfið, og væru nem- endur 2. stigs að ljúka námskeiði í meðferð tækj- anna. Þá greindi hann frá að Radíómiðun hefði gefið skólanum MacSea hugbúnaðarforritið og ætti það eftir að nýtast vel við kennslu í framtíð- inni. Einig kom fram að Friðrik A. Jónsson hf. hefði gefið skólanum GPS tæki og plotter, þakk- aði Friðrik gefendum fyrir hlýhug í garð skólans. Friðrik sagði að bjart væri framundan með skóla- hald því talsverður áhugi virtist á skólavist næsta vetur og þegar hefðu nokkrar umsóknir borist. Af 1. stigi luku átta nemendur prófi og var Sindri Óskarsson, Vestmannaeyjum, með hæstu meðaleinkunnina 9,30. Af 2. stigi luku níu nem- endur prófi og var Haraldur Hermannsson, Akur- eyri, með meðaleinkunnina 8,39. Skólaslit Framhalds- skólans á Laugum Laugaskóli 70 ára Laxamýri - Stúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal voru útskrifaðir á dögunum við hátðíðlega athöfn. Hjalti Jón Sveinsson, skóla- meistari, talaði til nemenda og óskaði þeim gæfu og gengis á komandi árum og þakkaði þeim sam- starfið á liðnum vetri. Þetta er í þriðja sinn sem skólinn útkrifar stúd- enta en starfsemi Laugaskóla hefur staðið í 70 ár og verður vegleg afmælishátíð á komandi hausti. Við athöfnina flutti Þorsteinn Gunnarsson, rekt- or Háskólans á Akureyri, ávarp þar sem hann fjallaði um menntamál og sagði hann Laugaskóla vera mikilvægan þátt í mannlífi og menningu NÝSTÚDENTAR Framhaldsskólans á Laugum með skólameistara sínum. héraðsins. Þá ræddi hann einnig um mikilvægi verknáms sem og bóknáms en Þorsteinn er einn af fyrrverandi nemendum skólans. Nokkrir nemendur skólans voru verðlaunaðir en það voru Dögg Matthíasdóttir nýstúdent sem hlaut verðlaun fyrir námsárangur í íslensku og Anna Þorsteinsdóttir sem hlaut verðlaun fyrir frábæran námsárangur. Rúna B. Gísladóttir, nýstúdent hlaut verðlaun fyrir prúðmennsku og samviskusemi en tveir tíundubekkingar hlutu einnig verðlaun, þeir Teitur Arason og Snæbjöm Kristjánsson. í vetur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir í gamla skólahúsinu en gluggar hafa verið endumýj- aðir, herbergi gerð upp og bætt úr brunavömum. Þetta mun koma að góðu gagni fyrir sumarhótel- ið sem er mikið sótt og vel rekið. Lauk stúdentsprófi og- einleikaraprófi á selló Ekki hlaupið að þessu „ÞETTA var hörkupúl og ekki hlaupið að þessu,“ segir nýstúdentinn frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Sigurgeir Agnarsson, en hann lauk, auk stúdentsprófsins, einleikaraprófí á selló frá Tónlistarskólanum í Reykjavík nú í vor. „Ég var á tónlistar- braut og fékk námið í tónlistarskólanum metið til eininga í menntaskólanum," segir Sigurgeir, en hann hefur lært á selló undanfarin ellefu ár og alltaf haft Gunnar Kvaran, sellóleikara, að lærimeistara. Sigurgeir segist hafa æft sig eftir því sem tími gafst til, stundum mikið og stundum lítið. Hann tók fyrrihluta ein- leikaraprófsins í lok Morgunbiaðið/Kristinn janúar er hann lék ein- SIGURGEIR Agniars- ieik á selló með Sin- son sellóleikari fóníuhljómsveit íslands og nystudent. f Háskólabíói. Þá spilaði hann sellókonsert í A-moll eftir Schumann. Síðari hluta prófsins tók hann í íslensku óperanni í byij- un apríl og lék hann ýmist einleik eða við undir- leik Krystynu Cortes, píanóleikara. Sigurgeir vinnur hjá Landsvirkjun i sumar, við spennustöðina á Geithálsi, allt þar til hann leggur land undir fót í lok júlí. Ferðinni er heitið á Orkest- er Norden þar sem hann tekur þátt í æfingatón- leikum og öðru tónleikahaldi í Finnlandi, Svíþjóð og í Tívolí í Danmörku. Stjómandi tónleikanna verður Finninn Esa-Pekka Salonen. Hyggur á frekara nám Siguijón hyggur á frekara nám í sellóleik. í haust heldur hann til náms í Bandaríkjunum en hann hefur fengið inni í New England Conservat- ory í Boston. Hann hefur farið vestur um haf tvisvar, í bæði skiptin á fímm vikna sumamámske- ið þar sem lögð var áhersla á kammertónlist. Hann hefur hins vegar aldrei komið til Boston og er farinn að hlakka mikið til. Morgunblaðið/Jóhannea Friðrik Matthlasson NEMENDUR Garðaskóla taka við viðurkenningum sínum. F.v. Matt- hías G. Pétursson, Arnar, Júlíana, Þórunn, Baldur Ólafsson forseti Kiwanisklúbbsins og Gunnlaugur Sigurðsson skóhtstjóri. NEMENDUR Flataskóla með verðlaun sín. F.v. Baldur Ólafsson, Stein- unn Lilja, Steinþór Eyþórsson, Einar Björgvin, Sigrún Gísladótdr skólastjóri, Bryndís Ósk, Margrét, Friðrik og Matthías G. Pétursson. Kiwanisklúbburinn Setberg Viðurkenningar fyrir framfarir í íslensku VIÐ SKÓLASLIT í Garðaskóla og Flataskóla á dögunum veitti Kiw- anisklúbburinn Setberg nokkrum nemendum skólanna viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í ís- lensku. Afhending viðurkenning- anna er árlegur viðburður en þeim nemendum sem þóttu ná góðum tökum á islensku máli og sýna mestar framfarir eru veittar veiðurkenningar. Þrír nemendur úr Garðaskóla, Amar Þór Emilsson, Júlíana Jóns- dóttir og Þórunn Júlíusdóttir, fengu ritið íslenzkir málshættir í viður- kenningimskyni fyrir árangur sinn. Fimm börn úr Flataskóla fengu sömu viðurkenningu fyrir árang- ur sinn. Þau voru Bryndís Ósk Jónsdóttir, Einar Björgvin Sigur- bergsson, Friðrik Kristjánsson, Margrét Ragnarsdóttir og Stein- unn Lilja Emilsdóttir. Gjöf til Vídalínskirkju í tilefni af 20 ára afmæli Kiw- anisklúbbsins Setbergs og vígslu nýrrar sóknarkirkju i Garðabæ, Vídalínskirkju, um daginn ákváðu félagar í Setbergi að færa kirkj- unni að gjöf rykkilín, altarisborða og stólu. Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig Nissan Sunny 2000 GTi ’92, rauður, 5 Daihatsu Feroza EL '94, grænn/grár, 5 g., ek. 11 þ. km. Tilboðsverð 1.390 þús. Sk. ód. Einnig: árg. '90, 5 g., ek. 114 þ. km. Tilboðsv. 850 þús. MMC Colt GLi '92, 5 g., ek. 51 þ. km. V. 840 þús. MMC Lancer GLXi Hlaðbakur '91, silf- urgrár, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 990 þús. Toyota Corolla 3ja dyra '90, rauður^ 4 g., ek. 93 þ. km. V. 550 þús. MMC Colt GLi '93, 5 g., ek. 40 þ. km. V. 950 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX Sedan '90, 5 g., ek. 71 þ. km. V. 660 þús. Peugeot 405 GR '91, 5 g., ek. 70 þ. km. V. 860 þús. Toyota Corolla Touring XL '91, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 1.050 þús. MMC Colt GLXi '91, sjálfsk., m/öllu, ek. 70 þ. km. V. 890 þús. Cherokee Limited '89, sjálfsk., ek. aðeins 64 þ. km., leðurinnr. o.fl. Toppeintak. V. 1.890 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 Station '93, 5 g., ek. 61 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu. V. 1.450 þús. Hyundai Pony LS Sedan '94, 5 g., ek. 25 þ. km. Tilboðsverð 780 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi '94, dökkgrænn, sjálfsk., ek. 9 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.450 þús. Sk. ód. Chevrolet Blazer S-10 Thao '86, sjálfsk., ek. 75 þ. mílur. Góöur jeppi. Tilboðsverð 730 þús. Ford Bronco II '84, rauður, 4 g., ek. 110 þ. km., nýsk. '96. Tilboðsverð 490 þús. Subaru E-10 4x4 Minibus '88, 7 manna, 5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 490 þús. Nissan Patrol diesel Turbo langur '91, 5 g., ek. 106 þ. km. Gott eintak. V. 2.650 þús. Toyota Hi Lux D. Cap diesil m/húsi '92, 5 g., ek. 94 þ. km., 33“ dekk, brettakant- ar. V. 1.850 þús. Sk. ód. Fjörug bítaviðskipti. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Verð aðeins kr. 47.700 stgr. Fyrirferðarlítill og handhægur. Auðveldur í allri notkun. Fjöldi inn- byggðra möguleika. Renault Clio 1,4 RT '91, 5 dyra, svartur, 5 g.t ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. Mercury Topaz 4x4 '88, rauður, sjálfsk., ek. 86 þ. km., dráttarkúla, tveir dekkja- gangar, einn eigandi. Toppeintak. V. 690 þús. stgr. ÞÓR HF Raykjavík - Akureyrl Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Síml 461-1070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.