Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 21

Morgunblaðið - 20.06.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 21 ERLENT Veður hamlaði innpökkun BÚLGARSKI listamaðurinn Christo hófst á laugardag form- lega handa við að sveipa þinghús- ið í Berlín silfurlitu efni. Tugir verkamanna og klettaklifrara eru honum til aðstoðar við verk- ið sem Jjúka átti á miðvikudag. Búist er við að það dragist eitt- hvað þar sem fresta varð inn- pökkuninni á sunnudag sökum hvassviðris. Samkvæmt þýskri vinnulöggjöf mega bygginga- verkamenn ekki vinna utandyra fari vindhraðinn yfir 30 hnúta, um 7 vindstig. Veður í júnímán- uði hefur verið með versta móti í Þýskalandi, kalt og hvasst en í gær var veður mun skaplegra. A myndinni sveipa verkamenn hluta þaks Reichstag efninu en í forgrunni er Quadriga-styttan. Reuter Seinni umferð frönsku bæjar- og sveitarsljórnarkosninganna Þjóðfylkingin hyggst nota sigin* gegn innflytjendum París. Reuter. ÞJÓÐFYLKINGIN komst til valda fyrsta sinni í þremur bæjum í Frakklandi um seinni umferð bæjar- og sveitastjórnarkosninganna þar í landi á sunnudag og kvaðst Jean-Marie Le Pen, leiðtogi hennar, ætla að nota nýfengið vald flokksins til að knýja fram stefnu hans í innflytjendamálum. Brottför Jacques Chiracs, forseta Frakklands, úr embætti borgarstjóra Parísar hefur komið sér illa fyrir flokksbræður hans því að íhaldsmenn misstu sex hverfi af tuttugu hverfum borgarinnar í hend- ur sósíalista í kosningunum. Le Pen kvaðst búast við því að á brattann yrði að sækja í baráttu Þjóðfylkingarinnar fyrir því að innfæddir Frakkar hafi forgang um atvinnu, húsnæði, menntun og félagsmálabætur. Hægri öfgamenn náðu undir sig embættum bæjarstjóra í hafnarbæjunum Toulon, Marignane og Orange í suðurhluta Frakklands. Að auki varð hægri maðurinn Jacques Peyrat, fyrrum félagi í fylkingunni og vinur Le Pens, borgarstjóri í Nice, sjöttu stærstu borg Frakklands. Þjóðfylkingin vill láta senda þrjár milljónir inn- flytjenda aftur til síns heima og veita Frökkum forgang. Le Pen sagði að sigur flokksins hefði orðið stærri ef „glæpamenn kerfisins" hefðu ekki rekið hræðsluáróður og sent „hersveitir [arabískra ungmenna] og dæmdra sakamanna" til höfuðs sér. Ósigur í París Úrslit kosninganna höfðu litlar breytingar með sér í Frakklandi. Sósíalistar héldu víðast hvar sínu, sem er merki um það að sigur Chiracs í forseta- kosningunum í síðasta mánuði hafí ekki borið hægri sveiflu vitni. Sósíalistar unnu meira að segja á í París. Þar hafði Chirac verið borgarstjóri í átján ár, þar til hann lét völdin í hendur Jeans Tiberis, sem sagð- ur er litlaus stjórnmálamaður, fyrir mánuði. í síð- ustu kosningunum sigraði Chirac í öllum hverfum Parísar, en nú missti eftirmaður hans sex hverfi í hendur sósíalista. Athygli vakti að Jean-Louis Debres innanríkis- ráðherra beið ósigur í átjánda hverfi. Tap Giscards d’Estaings Valery Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklands- forseti, var meðal þeirra, sem verst fóru út úr kosningunum. Hann hugðist steypa Roger Quilli- ot, hinum þaulsetna borgarstjóra sósíalista í Clermont Ferrand, en beið lægri hlut. Fréttaský- rendur sögðu að þessi ósigur gæti þýtt endalok pólitísks ferils hans. Giscard d’Estaing var þriðji forseti fimmta lýð- veldisins. Hann var fyrst kosinn á þing árið 1956. Hann varð fjármálaráðherra í stjórn Charles de Gaulles árið 1962 og tókst að skila fyrstu halla- lausu fjárlögum Frakklands í þrjátíu ár. Samdrátt- ur í efnahagslífinu var hins vegar rakinn til að- haldsstefnu hans og var honum vikið úr embætti. Giscard d’Estaing var kjörinn forseti árið 1974 þegar hann bar sigurorð af Francois Mitterrand í síðari umferð kosninganna. Honum hefur verið hrósað fyrir að þátt Frakka í að efla evrópskt samstarf. Árið 1981 voru Giscard d’Estaing og Mitterrand aftur andstæðingar í forsetakosningum, en nú varð sá síðarnefndi hlutskarpari. Chaban-Delmas Annar franskur stjórnmálamaður hefur senni- lega einnig sagt sitt síðasta orð í frönskum stjórn- málum. Jacques Chaban-Delmas, sem var meðal forsetaframbjóðenda árið 1974, ákvað að gefa ekki kost á sér að nýju til borgarstjóra í Borde- aux, þar sem hann hafði setið í embætti frá árinu 1947. Chaban-Delmas gekk í frönsku andspyrnuhreyf- inguna árið 1940 og tók sér þá dulnefnið Cha- ban, sem hann síðar bætti við nafn sitt. Hann var helsti milligöngumaður andspyrnuhreyf- ingarinnar og útlagastjómar de Gaulles á stríðsár- unum og honum hefur verið þakkað hve lítið manntjón varð þegar bandamenn tóku París. Chaban-Delmas var fyrst kjörinn á þing sem róttækur sósíalisti, en þegar flokkur gaullista var stofnaður árið 1947 gekk hann til liðs við hann. Hann var ráðherra i nokkrum ríkisstjórnum fjórða lýðveldisins og átti þátt í myndun fimmt^ lýðveldisins og komu de Gaulles til valda á ný árið 1958. Hann gegndi embætti forsætisráðherra frá 1969 til 1972 þegar Georges Pompidou var forseti. 36 fórust í Ang'óla ÞRJÁTÍU og sex manns fórust í flugslysi í Suðvestur Angóla á laugardag. Fimm komust lífs af. Meðal þeirra sem fórust eru meðlimir knattspyrnuliðs frá Angóla. Orsakir slyssins eru ókunnar. Claesvill róa Rússa WILLY Claes, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að þótt til athugunar væri að stækka bandalagið hefðu Rússar enga ástæðu til þess að óttast um sinn hag. Sagði Claes að NATO væri ekki lengur hemaðar- bandalag eingöngu, heldur væri það að breytast í pólitísk samtök með það að markmiði að tryggja öryggi í Evrópu. Það væri enginn vilji fyrir nýjum skiptingum eða því að ergja þjóðir á borð við Rússa. Báru fram sýkla JAPANSKI dómsdagssöfnuð- urinn sem sakaður hefur verið um taugagasárás í neðanjarð- arlestum Tókýó er nú grunað- ur um að hafa borið fram sýklablandaða „síðustu kvöld- máltíð“ handa þeim meðlimum sem töldust villutrúaðir. Að sögn japanskra fjölmiðla hafa nokkrir framámenn í söfnuðin- um sagt lögreglu að þeir hefðu borið fram mat sem í höfðu verið settir plágu- og sperðil- sýklar, til þess að komast að því hver áhrifin yrðu. Hótel fá skattalækkun SVISSNESKUM hótelrekend- um var í gær boðið að greiða lægri skatta, svo að þeir eigi hægara um vik með að bregð- ast við skyndilegum sam- drætti. Svissneska stjómin til- kynnti að virðisaukaskattur af næturgistingu yrði 3% í stað 6,5% næstu tíu árin. Virðis- aukaskattur var lagður á í byijun þessa árs, og hefur, ásamt sterkri stöðu svissneska frankans, komið illa við ferða- mannaiðnaðinn í landinu. NÝJUM er Prince Polo! Ásbjörn Ólafsson hf. Skútuvogi 11A Sími: 588 7900 Slappaðu af - þetta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.