Morgunblaðið - 11.07.1995, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
__________________________________VIÐSKIPTI___________________________________
Bjórsalan hjá ÁTVR hefur aukist mikið en sala á sterkum drykkjum og tóbaki minnkað
30% söluaukning íjúní
Verðbólguhraði 2,3%
SALA bjórs í júnímánuði jókst um
nær 200 þúsund lítra eða hartnær
30% miðað við sama mánuð í fyrra,
samkvæmt sölutölum ÁTVR. Á
sama tíma dróst sala sterkra
drykkja umtalsvert saman og
sömuleiðis dróst sala á tóbaki sam-
an.
Heildarsala bjórs í júní síðast-
liðnum nam um 900 þúsund lítrum
samanborið við 700 þúsund lítra
á sama tíma í fyrra. Það sem af
er þessu ári hafa íslendingar því
innbyrt rúmlega 3,7 milljónir lítra
af bjór eða um 500 þús. lítrum
meira en á sama tíma í fyrra.
Þetta samsvarar því að hver ís-
lendingur sem náð hefur lögaldri
hafi drukkið að meðaltali um
tveimur og hálfum lítra meira af
bjór nú en hann gerði á sama tíma
í fyrra.
Þór Oddgeirsson, aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR, segir að heildaraukn-
ingin fyrstu sex mánuðina í sölu
bjórs hafí verið rúmlega 15% en
söluaukning alls áfengis hafi num-
ið rúmum 12% í lítrum talið en
um 5,4% í alkóhóllítram.
Markaðshlutdeild innlends bjórs
hefur minnkað nokkuð á milli ára.
Fyrstu sex mánuði þessa árs var
hlutdeild innlendra framleiðenda
61% af heildarsölunni samanborið
við um 70% á sama tíma í fyrra.
Söluhæsta bjórtegundin er Egils
Gull með um 22% markaðshlut-
deild.
Benedikt Hreinsson, markaðs-
stjóri Ölgerðarinnar, telur skýring-
una á minni markaðshlutdeild inn-
lends bjórs að finna í ákveðnum
misskilningi sem átt hafí sér stað
þegar verndartollar voru afnumdir
af innfluttum bjór. „Það virðist
hafa farið alveg fram hjá neytend-
um að innlendur bjór lækkaði al-
veg jafn mikið og innfluttur í kjöl-
far þessarar breytingar.“
Sterk vín á undanhaldi
Sala sterkra vína dróst veralega
saman fyrstu sex mánuði ársins í
samanburði við sama tímabil í
fyrra. Þannig dróst sala á aperitíf-
um saman um tæp 19% og sam-
dráttur í brennivínssölu varð um
15%. Sala á vodka, gini, viskíi og
koníaki dróst einnig saman og var
samdrátturinn á bilinu 2% til 7%.
Sala á léttvínum jókst hins vegar
umtalsvert og sem dæmi má nefna
að rauðvínssala jókst um 8% miðað
við sama tímabil í fyrra.
Þessi aukning í sölu bjórs og
léttra vína á kostnað sterkra vína
virðist því benda til þess að neyslu-
mynstur íslendinga á áfengi sé
enn að breytast þrátt fyrir að rúm-
lega sex ár séu nú liðin frá því
að sala bjórs var leyfð að nýju hér
á landi.
Samdráttur varð einnig í sölu á
tóbaki fyrstu sex mánuði ársins.
Sala píputóbaks dróst mest saman
eða um rúm 5% á meðan sala á
vindlingum dróst saman um 3,5%.
Húsbréf
Avöxtunar-
krafaní
6,04%
KAUPÁVÖXTUNARKRAFA hús-
bréfa hækkaði í gær hjá Lands-
bréfum hf. úr 5,99% í 6,04% og
er þetta önnur hækkunin á
skömmum tíma. Síðast hækkaði
fyrirtækið kröfuna úr 5,95% í
5,99% á miðvikudag. Landsbréf
hafa rökstutt hækkun kröfunnar
á þann veg að framboð verð-
tryggðra skuldabréfa sé að auk-
ast. I því sambandi er m.a. bent
á nýlegt útboð Stofnlánadeildar
landbúnaðarins á 600 milljóna
króna skuldabréfum til 15 og 25
ára miðað við 6% raunávöxtun. Á
sama tíma séu lífeyrissjóðir í aukn-
um mæli að þreifa fyrir sér með
erlendar fjárfestingar auk þess að
fjárfesta í innlendum veðskulda-
bréfum.
Önnur verðbréfafyrirtæki
fylgdu þessari hækkun ekki eftir
nema að litlu leyti og buðust til
að kaupa húsbréf miðað við 6%
ávöxtunarkröfu. í því sambandi
var m.a. vísað til þess að ágætt
jafnvægi ríki á markaðnum miðað
við 6% ávöxtunarkröfu.
VÍSITALA neysluverðs miðað við
verðlag í júlíbyijun 1995 reyndist
vera 172,8 stig og hækkaði um
0,3% frá júní 1995, samkvæmt til-
kynningu frá Hagstofu íslands.
Þetta samsvarar um 3,5% verðbólgu
á heilu ári.
Kartöflur hækkuðu um 20,5%
sem olli 0,05% vísitöluhækkun.
Hækkun á öðru grænmeti og ávöxt-
um um 5,1% olli 0,11% vísitölu-
hækkun. Bensín lækkaði um 2,3%
sem olli 0,09% lækkun á vísitölu
neysluverðs.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
1,4% og vísitala neysluverðs án
húsnæðis um 1,3%. Undanfarna
þijá mánuði hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 0,6% sem jafn-
gildir 2,3% verðbólgu á ári. Sam-
bærileg þriggja mánaða breyting á
vísitölu neysluverðs án húsnæðis
svarar til 2,8% verðbólgu á ári.
Fá ríki hafa búið við jafnstöðugt
verðlag og íslendingar síðastliðið
ár. Þannig mældist verðbólgan hér
á landi einungis 1,3% á tímabilinu
maí 1994 til maí 1995 en var 3,3%
að meðaltali í ríkjum Evrópusam-
bandsins. Japan sker sig úr þessum
samanburði með enga verðbólgu en
ísland kemur þar næst á eftir og
síðan Belgía með 1,4% verðbólgu.
Hlutabréfasamantekt
• • •
Landsbréf hf. hafa gefið út samantekt á hlutabréfamarkaðnum. Þar er m.a. að finna:
Greiningar á atvinnugreinum
Helstu tölur úr ársreikningum fyrirtækja árin 1991-1994
Verðþróun fyrirtækjanna á markaði
Samantektin kostar 6.500,- kr. og fæst hjá Landsbréfum hf., Suðurlandsbraut 24.
H
x LANDSBREF HF.
Ihv
fi /,y,
SUÐURLANDSBRAUT
Löggilt veröbréfafyrirtæki.
Aöili aö Veröbrófaþingi íslands.
108 REYKJAVIK, SIMI 588 9200, BRÉFASIMI 588 8598