Morgunblaðið - 11.07.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 11.07.1995, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Snorri Snorrason Orri ÍS í nýjum búningi ORRIÍS 20 er nú tilbúinn til veiða en Norðurtanginn hf. á ísafirði keypti skipið frá Frakklandi fyrir um mánunði siðan. Síðan þá hefur verið unnið að endurbótum að skipinu og það gert klárt fyrir ísfisksveiðar en það var frystiskip. Utgerðin hafði áður selt tvö minni skip. Orra og Hálfdán í Búð til úreldingar á móti hinu nýja skipi. Orri ÍS hélt síðan i sína fyrstu alvöru veiðiferð á miðvikudag. Samtök fiskvinnslustöðva óska viðræðna við stjórnvöld Áhrif gengisbreytinga og afkoma verða rædd SAMTÖK fiskvinnslustöðva hafa óskað eftir viðræðum við stjórnvöld um vanda botnfiskvinnslunnar, en hún er rekin nú með um 9% halla. Hefur staðan versnað að undan- fömu vegna hækkandi hráefnis- verðs, lækkandi afurðaverðs, geng- isbreytinga og kostnaðarhækkana innanlands. Arnar Sigurmundsson, formaður samtakanna, segir að staðan nú sé sú verstá síðan árið 1988 og nauðsynlegt sé að taka á vandanum, bæði því sem snúi að fískvinnslustöðvunum sjálfum og einnig gangvart stjómvöldum. Hann segir að í viðræðunum við stjórnvöld verði rætt almennt um rekstrarskilyrði greinarinnar. Með- al annars verði að ræða áhrif geng- isbreytinga erlendis á íslensku krónuna og afkomu vinnslunnar. „Samkvæmt okkar útreikningum hefur gengi íslensku krónunnar hækkað frá áramótum,“ segir hann. „Það er alvarlegur hlutur þegar það hækkar við þessar aðstæður. Ef gengi krónunnar hækkar um 1% miðað við eitt ár hefur það í för með sér 800 milljónum króna minna útflutningsverðmæti í sjávarútvegi í heild.“ Hann segir að á móti komi hækkun japansks jens og þýsks marks en þær hækkanir hafi ekki náð að vega upp gengislækkun dollars og punds. Ekki með gengisfellingu í huga „Við munum ekki fara í viðræður við stjórnvöld með gengisfellingu í huga,“ segir Arnar. „Menn verða að ræða þessi gengismál en jafn- framt gerum við okkur grein fyrir því að gengisbreytingar eru ekki lengur stjórnvaldsaðgerð." Hafa beri í huga að mörg fyrirtæki séu skuldsett og skuldi mikið í bæði innlendum og erlendum myntum. Hann segir að gengisbreyting- Einingabréf 10 gáfu 14% raunávöxtun síðustu 3 mánuði. Bréfin eru eignarskatts- frjáls og gengistryggð. KAUPÞING HF Sími 515 1500 arnar hafi komið verst niður á botn- fiskvinnslunni, en útflutningsverð- mæti hennar er um 38 milljarðar. Hún er um 45% af heildarútflutn- ingsverðmæti sjávarafurða, sem er um 80 milljarðar. Utan botnfisk- vinnslunnar er rækjuvinnsla, afli frystitogara, mjöl og lýsi. Mikil hagræðing Hann segir að þegar hafi orðið mikil hagræðing í greininni í heild, einnig hafi fyrirtækin sjálf hag- rætt: Hins vegar hafi hráefnisverðið innanlands hækkað og sé orðið hærri hluti af afurðaverðinu. „Hrá- efnisverð getur ekki haldið áfram að hækka á meðan afurðaverð fer lækkandi," segir hann. Arnar segir að yfirleitt hafi hráefnisverð aðlag- að sig að breyttu afurðaverði en það hafi ekki gerst nú. Þetta hafi aukið vandann og ofan á það bæt- ist kostnaðarhækkanir innanlands samfara nýjum kjarasamningum og einning umbúðir vegna hærra papp- írsverðs erlendis. HJÓLATJAKKAR HVERGI BETRA VERÐ! CML hjólatjakkarnir eru úrvalsvara á fínu verði. Þeir eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð frá kr. 35.990 Hringás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. FRÉTTIR: EVRÓPA Finnar ánægðir með ESB-aðild, Svíar síður Brussel. Reuter. PERTTI Salolainen, fyrrverandi ut- anríkisviðskiptaráðherra Finnlands og aðalsamningamaður Finna í ESB-aðildarviðræðunum í fyrra, segir stuðning almennings við aðild að Evrópusambandinu hafa aukizt í Finnlandi frá því á síðasta ári. Salolainen er nú staddur ásamt full- trúum Svíþjóðar og Austurríkis á ráðstefnu í Brussel um málefni nýju aðildarlandanna þriggja. í Svíþjóð og Austurríki hefur óánægjuröddum með aðildina hins vegar fjölgað frá því löndin gengu í ESB þann 1. janúar sl. Salolainen reyndi að útskýra þennan mikla mun á þróun almenn- ingsálitsins í löndunum þremur með því að benda á hin 1270 kílómetra löngu landamæri, sem Finnland ætti við Rússland. Þau væru ástæðan fyrir því að Finnar legðu meira upp úr öryggisþætti ESB-aðildarinnar. Jákvæð áhrif á mat fínnsks almenn- ings á aðildinni hefði líka sú stað- reynd, að þau loforð, sem fínnsk stjómvöld gáfu fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna 16. október sl. hafi nú gengið eftir. „Við sögðum að aðild myndi leiða til 9,5% lækkunar matar- verðs og nýjasta talan var 8,4 af hundraði," sagði Salolainen. í nýlegri skoðanakönnun kom fram að um 62 af hundraði Svía myndu nú greiða atkvæði gegn að- ild, og aðeins 29 af hundraði með, sem er róttæk skoðanabreyting síð- an í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Sví- þjóð í nóvember sl. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafði Svíum verið heitið að aðild myndi bæta efnahags- og atvinnu- ástandið í landinu. Christian Leffl- er, fulltrúi Svía á ráðstefnunni í Brussel, sagði niðurstöður skoðana- könnunarinnar lýsa óþolinmæði og vonbrigðum landsmanna sinna yfir því að ekki skyldi ganga eins hratt og vel að bæta efnahagsástandið og vonazt hafði verið til. Spurningin um áhrif innan ESB Varðandi spurninguna um áhrif innan ESB, sem var eitt af lykilmál- um kosningaslagsins fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna, sagði Salolainen að Finnland ætti ekki að reyna að hafa áhrif á öll mál á vettvangi ESB: „Lítið land eins og Finnland getur haft áhrif og hefur þau, ef það einbeitir sér að málefnum sem snerta meginþjóðarhagsmuni," sagði hann. „Við viljum vera þjóð sem tekið er mark á og þegar við segjum eitthvað meinum við það.“ Leffler hinn sænski sagði í þessu samhengi meginástæðuna fyrir inn- göngunni í ESB hafa verið að „fá sæti og raust við borðið, þar sem ákvarðanirnar e_ru teknar. Um það snýst aðildin." A ráðstefnunni kom fram, að stjórnvöld nýju aðildarland- anna eru öll ánægð með sína reynslu af aðildinni. Leffler sagði fyrir hönd sænskra stjórnvalda að hún hefði jafnvel farið fram úr björtustu von- um. Ráðherrar hraða und- Brussel. Reuter. FJ ÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandsins ákváðu í gær að hraða und- irbúningi fýrir gildistöku efnahags- og myntbanda- lags Evrópu (EMU) árið 1999. Hins vegar komu fram á fundi þeirra í Bruss- el áhyggjur af vaxandi óró- leika á gjaldeyrismörkuðum og nokkrir ráðherrar hvöttu til þess að Spánn, sem fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB, léti athuga sérstaklega hvern- ig samskiptum ríkjanna í EMU og þeirra, sem kysu að standa fyrir utan, yrði háttað. Ráðherrarnir samþykktu tilmæli til aðildarríkja ESB um hvernig lækka bæri halla á ríkissjóði. Að- eins Þýzkaland, -Lúxemborg og Ir- land teljast nú hafa ríkissjóðshalla, sem er innan þeirra marka sem Maastricht-samningurinn kveður á um. Fleiri ríki verða að uppfylla skilyrði Maastricht, eigi að takast að koma EMU á fót undir aldamótin. Að sögn embættis- manna í Brussel voru fjár- málaráðherrar Portúgals, Spánar og Grikklands, þar sem hallarekstur hefur verið viðvarandi, óánægð- ir með orðalag tilmæla þeirra, sem ESB sendir ríkjunum. Tilmælin eru trúnaðarmál, en þar mun meðal annars vera gefið í skyn að taki ríkin ekki á honum stóra sínum, verði fjárveitingar til þeirra úr þró- unarsjóðum ESB takmarkaðar. Kenneth Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, tilkynnti á fund- inum að hann stefndi að því að Bretland uppfyllti skilyrði Maastric- ht-sáttmálans um ríkissjóðshalla og skuldastöðu. Brezk stjórnvöld hafa þó ekki tekið ákvörðun um þátttöku í EMU. irbúningi EMU Kenneth Clarke. Marokkó og ESB deila enn um fisk Bnissel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins tilkynnti á föstudag að mistekizt hefði komast að sam- komulagi um nýja dagsetningu fyr- ir sjötta umgang viðræðnanna við Marokkó um nýjan fiskveiðisamn- ing. „Það reyndist ómögulegt að setja niður dagsetningu," sagði Marco Zatterin, talsmaður Emmu Bonino. „Við þörfnumst meiri tíma til að fínna lausn á deilunni." Hann nefndi engin sérstök atriði, sem staðið hefðu í vegi fyrir samkomulagi nú. Emma Bonino, sem sér um stjórn fiskveiðimála í framkvæmdastjórn- inni, sagðist að loknum fundi á fimmtudaginn með Abdellatif Filali, sjávarútvegsráðherra Marokkó, vera bjartsýnni á að samkomulag næðist. Filali sagði fundinn hafa verið jákvæðan, og hann myndi „hugsan- lega“ snúa aftur til Brussel í næstu viku til frekari viðræðna. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum ESB við Marokkó vegna krafna Marokkó um stórfelldan nið- urskurð á veiðikvóta fyrir skip ESB- landa og um aukna löndun fisks í höfnum Marokkó. Samningur ESB við Marokkó er mikilvægasti fisk- veiðisamningur ESB við ríki sem stendur utan þess. 28.000 manns á S-Spáni, Kanaríeyjum og í Portúgal eru háðar honum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.