Morgunblaðið - 11.07.1995, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Halldór
TÓMSTUNDA- og tungumálaskóli er heiti þessa
verks eftir Þorvald Þorsteinsson og er jafnframt
tillaga hans að nýtingu rýmisins sem ljósmynd
hans sýnir, en það er sýningarrýmið sjálft!
HÖFUÐ og hús eru þekkt viðfangsefni Sigurðar
Guðmundssonar sem hann að þessu sinni mótar
í torf. A veggnum hanga plaköt frá Amnesty Int-
emational sem hann hefur notað sem teiknipappír.
ANNARS vegar fólk er heiti þessa verks eftir Birgi Andr-
ésson þar sem hann varpar ljósi á fólk sem hefur farið
ótroðnar slóðir í lífinu og á sinn þátt í að skapa þá sér-
stöðu sem hin svokallaða íslenska menning er sprottin úr.
LISTVEISLA Á
SEYÐISFIRÐI
EINS og kunnugt er á Seyðisfjarðarbær 100 ára afmæli í ár og er búið að vera mikið
um dýrðir á staðnum af því tilefni. Meðal þess sem er um að vera eru myndlistar-
og sögusýningar.
Myndlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Birgir Andr-
ésson, Dieter Roth, Sigurður K. Ámason, Hólmfríður Rán, Stefán frá Möðrudal,
Pétur Krisljánsson og Krist-
ján Guðmundsson hafa sett
upp sýningar á verkum sínum
auk þess sem útilistaverk
Kristjáns, Útlínur, var vígt við
setningu afmælishátíðarinn-
ar. Einnig er samsýning á
verkum heimamanna og sýn-
ing frá Listasafni Islands á
úrvali verka fjögurra ólíkra
listamanna, þeirra Nínu
Tryggvadóttur, Jóhannesar
Sveinssonar Kjarvals, Gunn-
laugs Scheving og Dungan-
ons.
Sögu-, minja- og ljósmynda-
sýningar af ýmsu tagi eru
einnig í boði en alls em 18
sýningar á nokkrum stöðum
í bænum og er yfirskrift
þeirra Listveisla á Seyðisfirði.
ÖLL hús á Seyðisfirði bæði að vetri og sumri til eru sýnd á litskyggnum í
húsi Engros auk mynda af sjoppum og bensinstöðvum við hringveginn.
Þetta er verk Dieters Roths en hann er einnig kominn vel á veg með
að mynda öll hús í Reykjavík í annað skipti!