Morgunblaðið - 11.07.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 23
LISTIR
Framkvæmdastjóri hjá Gaumont
kvikmyndafyrirtækinu
Þróið ykkar eigin
frásagnarmáta
PHILIPPE MAYGNAL er fram-
kvæmdastjóri alþjóðadeildar kvik-
myndafyrirtækisins Gaumont sem
ásamt fleirum stendur að kvik-
myndahátíð í Háskólabíói þessa
dagana. Maygnal segir að Gaumont
haldi slíkar hátíðir víða í ár vegna
hundrað ára afmælis fyrirtækisins
og kvikmyndarinnar. „Við munum
halda slíka hátíð í þeim löndum sem
við viljum kynna fyrir-
tækið betur, starfsemi
þess og franskan kvik-
myndaiðnað.
Leikstjórar í
fremstu röð
Gaumont framleiðir
á milli sex og tólf
myndir á ári að sögn
Maygnal og er það
stefna fyrirtækisins að
vinna einungis með
leikstjórum í fremstu
röð. „Markmið fyrir-
tækisins er ekki að
uppgötva unga og efni-
lega leikstjóra. Við
fáum leikstjóra til liðs
við okkur þegar þeir
hafa slegið í gegn, ekki fyrr. Þess-
um leikstjórum gefum við algerlega
ftjálsar hendur. Þeir fá að gera þær
myndir sem þá langar til, burtséð
frá því hvað þær kosta. Þannig er
t.d. samstarfi okkar við Luc Besson
háttað sem gert hefur myndir eins
og Subway, The Big Blue, Nikita
o. fl.“
Ný mynd eftir Luc Besson
Maygnal segir að fyrirtækið sé
með fimmtán myndir í framleiðslu
Philippe Maygnal
sem stendur, sem ætlað er að komi
á markað á næstu tveimur árum.
Þar á meðal nýja mynd eftir Luc
Besson sem heitir The Fifth Ele-
ment. „Þetta er gríðarstórt verkefni
en myndin kostar um 75 milljónir
dollara í framleiðslu. Bruce Willis
leikur aðalhlutverkið en hann einn
kostar okkur um fimmtán milljónir
dollara. Myndin segir sögu manns
sem ætlar að ferðast
um tunglið og er eins
konar sambland af
hasarmynd og vísinda-
skáldskap. Svo erum
við að ljúka við gerð
myndar sem Mel Bro-
oks leikstýrir og heitir
Dracula is dead, and
loving it, en Leslie
Nilsen, leikur aðalhlut-
verkið. Við erum einn-
ig að framleiða myndir
eftir Gérard Oury og
Jean-Marie Poiré svo
einhveijir séu nefndir.“
Líf í íslenskri
kvikmyndagerð
Aðspurður segist
Maygnal þekkja eilítið til íslenskrar
kvikmyndagerðar. „Það hefur kom-
ið mér á óvart hvað íslendingar
fara víða með myndir sínar. Þeir
eru á öllum helstu kvikmyndahátíð-
um í heiminum og það er merki um
mikla orku og framtakssemi. Það
virðist því vera mjög mikið Iíf í ís-
lenskri kvikmyndagerð en eins og
aðrir verða þeir að læra að laga sig
að markaðnum; þéir ættu að ein-
beita sér að því að þróa sinn eigin
frásagnarmáta."
Morgunblaðið/Rúnar Þór
HÉR SÉST hluti bókasafns Davíðs Stefánssonar
í húsi hans á Akureyri
Bókasafn Davíðs
Stefánssonar skráð
Mörg sjaldgæf rit í safninu
Á VEGUM Amtsbókasafnsins á
Akureyri er unnið að því að skrá
bækur í bókasafni Davíðs Stefáns-
sonar skálds. Davíð átti mikið safn
bóka sem hingað til hefur ekki ver-
ið nægilega aðgengilegt en stefnt
er að því að áhugamenn geti í fram-
tíðinni nálgast bækur úr safninu
með milligöngu Amtsbókasafnsins.
Að sögn Sigrúnar Ingimarsdótt-
ur, bókasafnsfræðings á Amts-
bókasafninu sem vinnur að skrán-
ingunni, eru um 5.500 titlar í safni
Davíðs en ekki er vitað fyrir víst
hversu mörg bindin eru. „Það kom
mér mjög á óvart hvað þetta er
mikið magn af bókum og hvað
úrvalið er mikið,“ segir Sigrún.
„Það kom líka á óvart hversu bæk-
urnar eru vel með farnar, þær eru
og flestar vel innbundnar.“
. 'Á'. "MI ...
*■' ' F' j ■............* - 'z?;. . -,:
.: • íj:,;; ^ ’ i fiíii» -v.;
I:
Lokaverkefni í lagi
NEMENDUR í listaskóla í Brighton á Englandi myndinni virðir Pierpaolo Inga, einn nemend-
völdu sér óvenjulegan stað fyrir lokaverkefni anna fyrir sér verkið „Englaaugun snotru og
þessa skólaárs; Hanover-hverfið í borginni. A smáu“.
Lárus Sophaníasson, bókavörður
á Amtsbókasafninu, segir að mörg
sjaldgæf rit sé að finna í safni
Davíðs. „Hann átti t.d. flestöll
gömlu tímaritin, Lærdómslistafé-
lagsritin, Pjölni, Sunnanpóstin o.
fl. Þarna eru einnig margar dýr-
mætar bækur, s.s. úrvalseintak af
frumútgáfunni á þjóðsögum Jóns
Árnasonar.“
Lárus segir að Davíð hafi verið
mjög vandlátur á bækur. „Hann
sagði mér einu sinni að hann gæti
kannski eignast tvö til þrjú eintök
af fágætum pésa áður en hann
fengi það sem hann vildi eiga.
Hann hafði ekkert gaman af ljótum
bókum.“
Sigrún og Lárus segja að senni-
lega taki skráningin á safninu um
fjögur til fimm ár.
Síðasta sending
-Sjónvarpssófinn-
Tökum heim gám í dag -talið við sölumenn
því næsta sending kemur ekki fyrr en í
septemherlok.
Sjónvarpssófinn frá Lazy-hoy sem er í raun tveir
Lazy-hoy stólar (24 milljónir seldar um allan heim)
hefur fengið frábærar móttökur á Islandi.
Fæst aðeins hjá okkur í hinni nýju
og glæsilegu Broyhill verslun.
EUROCARD
V/SA
Sófinn á myndinni
kostar kr. 116.750,-
10% staðgreiðsluafsláttur
eða góð greiðslukjör til
margra mánaða.
Húsgagnahöllinni
S: 587 1199 - Bfldshöfði 20 - 112 Reykjavík