Morgunblaðið - 11.07.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Hafa skal það sem
sannara reynist!
„HAFA skal það
sem sannara reynist!“
er fyrirsögn á grein
sem Jóhann G. Berg-
þórsson bæjarfulltrúi
ritar í Mbl. 8. júlí sl.
Þar víkur hann að
afskiptum mínum af
afgreiðslu fjárhagsá-
ætlunar 1993 fyrir
Hafnarljarðarbæ. Ég
kemst ekki hjá því að
leiðrétta Jóhann, svo
lesendur Mbl. geti
raunverulega haft það
sem sannara reynist.
Þegar kom að und-
irbúningi fjárhagsá-
ætlunar Hafnarfjarðar
1993 var þeirri hugmynd hreyft
að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins stæðu að afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar með meirihluta Al-
þýðuflokksins. Haustið 1992 sam-
þykktu bæjarfulltrúarnir Jóhann
Hafnfirskir sjálfstæðis-
menn sjá í gegnum
blekkingu Jóhanns G.
Bergþórssonar, segir
Þorgils Ottar
Mathiesen, sem hér
svarar Morgunblaðs-
grein Jóhanns.
G. Bergþórsson, Ellert Borgar
Þorvaldsson og Hjördís Guðbjörns-
dóttir án minnar vitneskju að Jó-
hann skyldi ræða þessa hugmynd
við Guðmund Árna Stefánsson
þáverandi bæjarstjóra, sem taldi
hana koma til greina.
Þegar þetta mál var rætt við
mig var ég strax andvígur þessari
hugmynd. Á fundum bæjar-
stjórnarflokks Sjálfstæðismanna
ásamt stjórn fulltrúaráðsins var
yfirgnæfandi meirihluti sammála
skoðun minni að slíkt kæmi ekki
til greina. Sjálfstæðismenn voru
ekki reiðubúnir til þess að taka
ábyrgð á fjármálum bæjarins und-
ir stjórn meirihluta Alþýðuflokks-
ins. Slík va’r reynslan af gerð og
framkvæmd fjárhagsáætlana
þeirra eins og ég hafði margsinnis
bent á. Málið féll þar með niður.
Þegar kom að afgreiðslu íjár-
hagsáætlunarinnar í febrúar 1993
hafði Jóhann verið fjarverandi úr
bænum og undirbúningur breyt-
ingatillagna Sjálfstæðismanna á
herðum okkar hinna bæjarfulltrú-
anna, þeirra Ellerts Borgar Þor-
valdssonar, Hjördísar Guðbjörns-
dóttur og mínum. Við lukum tillög-
unum þann 16/2 1993 og átti að
leggja þær fram á bæjarráðsfundi
þann 18/2 1993. Ég var með hand-
knattleiksmönnum erlendis dag-
ana 17/2 til 21/2 ’93. Þegar ég
kom heim sunnudaginn 21/2 fékk
ég boð um fund þá um kvöldið. Á
fundinum kom í Ijós
að þau Jóhann, Ellert
Borgar og Hjördís
voru enn við sama
heygarðshornið. Jó-
hann og Ellert Borgar
höfðu enn án minnar
vitneskju rætt við
Guðmund Áma Stef-
ánsson þáverandi
bæjarstjóra að Sjálf-
stæðisflokkurinn
stæði að ijárhagsá-
ætlun Alþýðuflokks-
ins. Guðmundur Árni
Stefánsson tjáði þeim
að Alþýðuflokksmenn
væru reiðubúnir að
taka tillit til breyt-
ingatillagna Sjálfstæðismanna
gegn því að bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins greiddu atkvæði
með fjárhagsáætluninni fyrir
1993. Þannig átti að stilla mér upp
við vegg á þessum fundi en af-
staða mín var óbreytt.
Á fundinum varð niðurstaðan
sú að bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins ættu ekki að samþykkja
fjárhagsáætlun Alþýðuflokks. Jó-
hann treysti sér ekki til að til-
kynna Guðmundi Árna Stefáns-
syni þáverandi bæjarstjóra'þessar
niðurstöður og kom það í minn
hlut.
Á bæjarstjórnarfundi þann 23/2
1993 var fjárhagsáætlunin til af-
greiðslu og samþykkt með 6 at-
kvæðum bæjarfulltrúa Alþýðu-
flokks, en bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðubandalags
sátu hjá.
Þau Jóhann og Hjördís lögðu
þar fram bókun fyrir atkvæða-
greiðsluna þar sem þau lýstu yfir
stuðningi við fjárhagsáætlun AI-
þýðuflokks 1993 í meginatriðum.
Ellert Borgar lét það hinsvegar
ógert. Það vita svo allir hvernig
ijárhagsáætlunin reyndist. Mark-
laust plagg sem ekkert var farið
eftir.
Guðmundur Árni Stefánsson
þáverandi bæjarstjóri taldi hins-
vegar ástæðu til þess á bæjar-
stjórnarfundinum að vekja athygli
á hjásetu þerra Jóhanns, Ellerts
Borgars og Hjördísar eftir viðræð-
ur hans við þá Jóhann og Ellert.
Ég ætla ekki í þessum skrifum
að gera önnur atriði greinar Jó-
hanns G. Bergþórssonar að um-
ræðuefni. Það sem ég sagði í ræðu
minni á nefndum fundi fulltrúar-
áðs Sjálfstæðisfélaganna í Hafnar-
firði var allt sannleikanum sam-
kvæmt enda kaus Jóhann að svara
mér ekki á þeim vettvangi. Ég er
hinsvegar reiðubúinn að standa
við orð mín hvar og hvenær sem
frekara tilefni gefst til.
Hafnfirskir Sjálfstæðismenn
gera sér grein fyrir þeim blekk-
ingum sem beitt er og hefur verið
beitt við myndun hins nýja meiri-
hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
og munu bregðast við af festu og
einurð á málefnalegum grund-
velli.
Höfundur er varabæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Þorgils Ottar
Mathiesen
Tralallala la lalla la
það er sannarlega ástæða til að taka lagið
3 ÁRA Á8YRGÐ
tra la la lalta Tulip
OG FAGNA FRÁBÆRUM VERÐUM ÁTULIP TÖLVUM
486/66 MHz
4 MB minni
270 MB diskur
AÐEtNS
KRÓNUR:
IMeiriháttar
Jrgmiðlunar-
tölvur
FRÁ
KRÓNUR:
TULIP TÖLVURNAR ERU BUNAR PCI OG „PLUG AND PLAY" BUNAÐI
NYHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 569 7700
OG ERU ÞVÍ TILBÚNAR FYRIR WINDOWS 95 tzGfíl A,Uaf skref‘ á u"dan