Morgunblaðið - 11.07.1995, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ1995
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ARFLEIFÐ
G AULLISM AN S
JACQUES Chirac Frakklandsforseti hét breytingum næði hann
kjöri í kosningabaráttunni fyrir frönsku forsetakosningarnar
í maí.
Þótt ekki séu tveir mánuðir liðnir frá því Chirac tók við emb-
ætti er þegar ljóst að veruleg áherslubreyting hefur orðið í æðstu
stjórn Frakklands. Þá breytingu er ekki einungis hægt að skýra
með því að hægrimaður hafi tekið við forsetaembættinu af sósíal-
istanum Fran?ois Mitterrand. Chirac er fyrsti gaullistinn er gegn-
ir forsetaembætti í Frakklandi frá því að George Pompidou lést
í embætti árið 1974. Það er greinilegt að hann hyggst sækja tölu-
vert í arfleifð Charles de Gaulle hershöfðingja hvað varðar hug-
myndafræði og stjórnunarstíl.
Chirac hefur þegar látið töluvert að sér kveða á alþjóðavett-
vangi og virðist sem þar ætli hann að tala röddu hins sjálfstæða
Frakklands — ríkisins sem ekki lætur aðra segja sér fyrir verkum.
Skýrasta dæmið er sú ákvörðun hans að hefja á ný kjarnorku-
tilraunir í Kyrrahafi, sem að mati flestra eru tilgangslausar og
óþarfar. Ákvörðunin virðist fyrst og fremst vera táknræn. Með
henni er verið að sýna fram á sjálfstæði Frakka gagnvart umheim-
inum, hún er ekki til komin af hernaðarlegri nauðsyn.
Hinn nýi forseti Frakklands hét því strax í fyrstu ræðu sinni á
kosninganóttina að hann yrði forseti allra Frakka og að félagsleg
málefni yrðu honum hugleikin. Einnig þar sækir hann í smiðju
de Gaulles, sem alla tíð lagði mikla áherslu á að það væri hlut-
verk gaullista að sætta ólíkar stéttir og hópa landsins.
Ástæðurnar fyrir þessu afturhvarfi til gaullismans eru margar.
í fyrsta lagi má auðvitað ekki gleyma því að sá flokkur sem
Chirac er í forsvari fyrir, RPR, var myndaður til að standa vörð
um hugsjónir gaullista. Það ætti því ekki að koma á óvart þó að
áhrifa frá de Gaulle gæti í stefnu nýkjörins forseta. Þá er það
ekki nýtt í stjórnmálasögunni að þegar þjóðir eiga við erfið innri
vandamál að stríða sé reynt að sameina þjóðina með herskárri
utanríkisstefnu. í hugum margra Frakka er stjórnartíð de Gaulles
tákn um þá tíma er reisn Frakklands var mest á þessari öld.
Mikil spenna er í Frakklandi vegna hins mikla atvinnuleysis og
þjóðaratkvæðagreiðslan um Maastrieht-samkomulagið sýndi á sín-
um tíma að Frakkar eru langt í frá einhuga í Evrópumálum.
Chirac ætlar greinilega að breyta áherslum Frakka í Evrópumál-
um. Á sama tíma og rætt er um sameiginlega varnarstefnu ESB
kýs hann að taka upp tvíhliða samstarf við Breta vegna Bosníu-
deilunnar. Og þó að eitt fyrsta embættisverk hans hafi verið að
eiga fund með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, virtist ekki síð-
ur fara vel á með Chirac og John Major, forsætisráðherra Bret-
lands, er þeir hittust í London skömmu síðar. Telja margir efa-
semdamenn um Evrópusamstarfið í Bretlandi að þeir hafi eignast
verðmætan bandamann í Chirac.
Það er þó alls ekki víst að sú von þeirra rætist. Samstarf Þjóð-
verja og Frakka stendur á styrkum grunni og hefur í raun verið
drifkrafturinn í þróun Evrópusambandsins. Það þarf mikið að
koma til ef það á að rofna. Ekki má heldur gleyma því að eðlismun-
ur er á andstöðu gaullista og breskra íhaldsmanna við Evrópusamr-
unann og hin sögulega reynsla af gaullískri utanríkisstefnu eykur
ekki líkurnar á að Frakkar muni eiga aukna samleið með engilsax-
neskum vinaþjóðum. í Þýskalandi eru jafnvel farnar að heyrast
þær raddir að skemmra sé á milli sjónarmiða ráðamanna í Bonn
og London en London og París, til dæmis í viðskiptamálum og
landbúnaðarmálum.
MANNRÉTTINDIOG
VIÐSKIPTI
SAMSKIPTI íslands og Kína hafa aukizt mjög með opnun kín-
verska hagkerfisins á seinustu árum. Ýmsir möguleikar hafa
opnazt islenzkum fyrirtækjum á þessum gríðarstóra og vaxandi
markaði. Um leið eiga fregnir af mannréttindabrotum, sem eru
alltof algeng í Kína, greiðari leið að almenningi á íslandi jafnt
og annars staðar á Vesturlöndum. Þessar fréttir hafa eðlilega
vakið hörð viðbrögð meðal vestræns almennings. Jafnframt hafa
pólitísk samskipti stjórnvalda ríkjanna færzt í vöxt, eins og gagn-
kvæmar heimsóknir kínverskra og íslenzkra ráðamanna sýna, og
þar með hefur fjölgað tækifærum íslenzkra stjórnmálamanna til
að ræða mannréttindaástandið við kínverska starfsbræður sína.
Nokkuð hefur borið á því á Vesturlöndum að andstæðingar
mannréttindabrotanna í Kína krefjist.þess að beitt verði efnahags-
legum refsiaðgerðum gegn stjórninni í Peking. Jafnframt hafa
kínversk stjórnvöld tekið gagnrýni á framferði sitt í mannréttinda-
málum óstinnt upp og stundum tengt viðskipti og mannréttinda-
mál saman.
Efnahagslegar refsiaðgerðir hafa hins vegar sjaldnast þjónað
tilætluðum tilgangi og kínverskum stjórnvöldum er enginn akkur
í að berja frá sér erlendar fjárfestingar og viðskipti. Island, jafnt
og önnur Vesturlönd, á að leitast við að hafa sem bezt samskipti
við Kína, en áskilja sér um leið rétt til að gagnrýna það, sem
miður fer í mannréttindamálum og verður ekki þolað. Aðskilnaður
mannréttindamála og viðskipta af þessu tagi á sér mörg fordæmi
— flestir töldu þannig akk í viðskiptum við Sovétríkin á sínum
tíma, en um leið gagnrýndu íslenzk stjórnvöld stjórnarfarið þar
eystra harðlega.
Fjögurra daga opinber heimsókn Davíðs Oddsson
Morgunblaðið/Ómar Friðriksson
ÍSLENSKU forsætisráðherrahjónin fengu glæsilegar móttökur hvar sem
þau komu. Hér nælir kona úr móttökunefnd Liideritz-bæjar rós í
hnappagat forsætisráðherra við komuna til bæjarins.
1
MYNDII
Namibíi
höfi
„Flytja út
fisk og
^ flytj a inn
Islendinga“
íslensku forsætisráðherrahjónin, Davíð
*
Oddsson og Astríður Thorarensen, ásamt sjö
manna sendinefnd, fengu glæsilegar móttökur
hvar sem þau komu í opinberri heimsókn til
Namibíu í seinustu viku. Ómar Friðríksson
fylgdist með heimsókn forsætisráðherra og
ferð hans um „íslendinganýlendurnar“ í
Liideritz, Swakopmund og Walvis Bay.
STJÓRNVÖLD Namibíu fóru
ekki dult með að heimsókn
forsætisráðherra hefði
mikla þýðingu fyrir sam-
skipti landanna, sem fara stöðugt
vaxandi á ýmsum sviðum. Um þriðj-
ungur af þróunaraðstoð Islendinga
beinist nú að Namibíu og í kjölfarið
hefur fylgt aukið samstarf fyrir-
tækja í sjávarútvegi og viðskipti á
ýmsum sviðum.
Forsætisráðherrahjónin heim-
sóttu einnig „íslendinganýlendurn-
ar“ í Lúderitz, Swakopmund og
Walvis Bay en á annað hundrað
íslendingar eru nú búsettir í Namib-
íu, flestir á vegum Þróunarsam-
vinnustofnunar Islands eða í störf-
um hjá sjávarútvegsfyrictækinu
Seaflower Whitefísh, sem er að
hluta til í eigu íslendinga. Einnig
starfa nokkrir Islendingar hjá öðr-
um einkafyrirtækjum í sjávarútvegi
í landinu, sem eru tólf talsins, flest
með aðsetur í Walvis Bay. Margir
Islendinganna eru með fjölskyldur
sínar hjá sér og létu þeir vel af
dvöl sinni.
Mikill viðbúnaður og ströng
öryggisgæsla
Stjórnvöld Namibíu höfðu mikinn
viðbúnað vegna heimsóknarinnar
og fylgdu ráðherrar íslensku for-
sætisráðherrahjónunum hvert sem
þau fóru ásamt miklum fjölda
fylgdarmanna úr her Namibíu og
lögreglu. Hifikepunye Pohamba
sjávarútvegsráðherra var allan tím-
ann í fylgd með íslensku sendi-
nefndinni.
Ströng öryggisgæsla var viðhöfð
og fylgdu langar bílalestir íslenska
hópnum. Umferð var stöðvuð hvar
sem bílalestin fór um og mátti víða
sjá vopnaða verði við þjóðvegi. For-
sætisráðherrahjónin og fylgdarlið
þeirra ferðuðust einnig með einka-
þotu forsetans á milli staða og á
flugvöllum tóku móttökunefndir á
móti þeim með mikilli viðhöfn.
Skrautbúnir Namibíumenn dönsuðu
þjóðdansa og hópar barna sungu
við trumbuslátt til heiðurs forsætis-
ráðherrahjónunum. í textunum voru
íslensku gestirnir boðnir velkomnir
DAVÍÐ Oddsson fo
sem búse
SKRAUTBÚNIR Namibíumenn d
í móttökuathöfn á alþjóðaflugv*
opinberrar heimsóknar forsæti
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherr
útvegsráðherra Namibíu snæða
sóknaskipinu Welwitchia. Fimm ;