Morgunblaðið - 11.07.1995, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNIIMGAR
t
Móðir mín,
MARGRÉT STEINGRÍMSDÓTTIR,
Lindarsíðu 2,
Akureyri,
andaðist laugardaginn 8. júlí 1995 á hjúkrunarheimilinu Seli.
Útför fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. júlí kl. 13.30.
Tómas Ingi Olrich.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR,
' Grænutungu 7,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum að morgni 9. júlí.
Ólafur Jónsson,
Bjarni Ólafsson, Anna Ólafsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
SIGRI'ÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hjarðarhaga 54,
Reykjavík,
andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt
sunnudagsins 9. júlf.
Einar Þórðarson, Thelma Grímsdóttir,
Elsa Þórðardóttir,
Ásta Þórðardóttir, Oddur Ragnarsson.
t
Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma,
MAGNEA SÖRENSDÓTTIR
fyrrv. talsi'makona,
Jökulgrunni 2,
áður Keilugranda 8,
lést í Landspítalanum föstudaginn 8. júlí.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Einar Snæbjörnsson,
Gerður Guðmundsdóttir, Helgi Bernódusson,
Snæbjörn Einarsson, Jean Einarsson,
Árni Helgason, Kristinn Helgason.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGVI JÚLÍUSSON,
Ránargötu 27,
Akureyri,
lést sunnudaginn 9. júlí.
Guðrún Jónsdóttir,
Maria E. Ingvadóttir,
Herdís ingvadóttir,
Jón Grétar Ingvason, Hjördís Arnardóttir,
Bjarni Rafn Ingvason, Rósa Þorsteinsdóttir,
Áslaug Nanna Ingvadóttir, Oddur Sigurðsson,
Ingvi Júlfus Ingvason, Unnur Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐMUNDÍA LIUA
ÞORKELSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Reykjahlíð 10,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að
morgni 9. júlí.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Þórðarson
og dætur.
t
KRISTJÁN ÁGÚST HELGASON
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 14. júlí
kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Helgi Ágústsson.
+ Eygló Gamalí-
elsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 23.
september 1910.
Hún lést á Sólvangi
í Hafnarfirði 2. júlí
siðastliðinn. Eygló
var dóttir hjónanna
Sigurbjargar
Björnsdóttur frá
Grjóteyri í Andakíl
og Gamaliels Jóns-
sonar, sjómanns og
verkamanns í Hafn-
arfirði, en hann var
ættaður úr Arnes-
sýslu. Systkini Ey-
glóar eru Ingibjörg og Kristján,
sem bæðu eru látin, og Lárus,
búsettur í Hafnarfirði. Eygló
fluttist með foreldrum sínum
til Hafnarfjarðar 1920, en þar
höfðu þá föðurforeldrar henn-
ar búið frá því fyrir aldamót.
Árið 1932 giftist Eygló Finni
Arnasyni, húsasmíðameistara
og verksljóra á Akranesi og
stóð heimili þeirra þar fram til
1968, er þau fluttu til Hafnar-
fjarðar. Finnur lést 1980. Á
unglingsárunum í Hafnarfirði
stundaði Eygló alla algenga
vinnu, en í 12 sumur var hún í
sveit á Stóra-Lambhaga í Skil-
mannahreppi í Borgarfirði.
Eygló starfaði mikið innan
Kvenfélags Akraness og Sam-
bands borgfirska kvenna á
meðan hún bjó á Akranesi. Hún
var m.a. í nefnd kvenfélagsins,
sem stóð fyrir stofnun fyrsta
dagheimilisins á Akranesi á 6.
áratugnum. Börn Eyglóar og
í DAG verður jarðsungin föður-
amma okkar Eygló Gamalíelsdóttir.
Hún var fædd í Reykjavík og ólst
þar upp til tíu ára aldurs er hún
fluttist til Hafnaríjarðar. Hún gift-
ist afa okkar Finni Árnasyni bygg-
ingarmeistara frá Akranesi árið
1932. Þau stofnuðu heimili á Akra-
nesi og þar bjuggu þau í 35 ár. í
hugum okkar systkinanna tengjast
bernskuminningarnar ferðum upp á
Akranes til lengri eða skemmri
dvalar. Það var mikil eftirvænting
í hugum okkar þegar lagt var af
stað og ekki var spennan minni
handan Flóans. Afi var iðulega
'kominn akandi hálfa leið fyxir Hval-
[ |
Finns __ Árnasonar
eru: 1) Árni Grétar,
hæstaréttarlög-
maður í Hafnar-
firði, kvæntur Sig-
ríði Oliversdóttur,
húsmóður og eru
börn þeirra Lovísa
húsmóðir i Hafnar-
firði, gift Viðari
Péturssyni, fram-
kvæmdastjóra og
eiga þau þrjú börn,
Finnur, markaðs-
sljóri hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands,
búsettur í Hafnar-
firði, giftur Önnu Maríu Ur-
banic, viðskiptafræðingi og
eiga þau tvö börn og Ingibjörg,
laganemi, búsett í Hafnarfiði,
og eru unnusti hennar Jónas
Þór Guðmundsson, lögfræðing-
ur. 2) Anna, skjalavörður í fjár-
málaráðuneytinu, búsett í
Kópavogi, gift Trausta Þor-
steinssyni, vélvirkja og er sonur
þeirra Finnur, málarameistari
í Reykjavík. 3) Trausti, rafvirki
hjá Landsvirkjun, búsettur í
Reykjavík, kvæntur Guðrúnu
Stellu Gunnarsdóttur, ritara og
eru börn þeirra, Erla sálfræð-
ingur, búsett í Reykjavík og er
sambýlismaður hennar Karl
Þorsteins, viðskiptafræðingur
og eiga þau tvær dætur, Eygló,
nemi í sjúkraþjálfun og á hún
einn son og Gunnar, iðnnemi
óg eru þau búsett í Reykjavík.
Útför Eyglóar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
fjörðinn til að taka á móti okkur.
Þar urðu miklir fagnaðarfundir þeg-
ar litlu barnabörnin stungu sér inn
í afabíl og brunuðu niður á Skaga
til ömmu Lóu, sem beið okkar á
Skólabrautinni.
Amma var mjög félagslynd
manneskja og hafði yndi af því að
taka á móti gestum. Það var því
oft mannmargt á heimilinu. Þá var
gjaman spilað á spil eða sungið.
Þótt oft hafi verið erilsamt á heim-
ili ömmu og afa var ávallt nægur
tími fyrir okkur börnin. Tímaskort-
urinn sem einkennir nútímann var
ekki til hjá þeim. Amma Lóa hafði
alla tíð unun af lestri góðra bóka
og var mjög minnug. Hún var
óþqotandi sagnabrunnur og nutum
við þess í ríkum mæli. Hún kunni
ógrynni af ævintýrum og kvæðum
og ekki var síður vinsælt að fá sög-
ur af henni eða afa þegar þau voru
lítil. Af frásögnum þeirra kynnt-
umst við bæjarnöfnum og fólki í
Borgarfirðinum, sveitinni sem þeim
var svo kær.
Amma átti forkunnar æðardún-
sæng og var hún aldrei kölluð.ann-
að en himnasængin. Undir henni
lágum við systkinin og hlustuðum
á ævintýrin í rúminu sem afi smíð-
aði og aðra eins hlýju höfðum við
aldrei fundið.
Árið 1963 réðst afi til starfa hjá
húsameistara ríkisins og hafði þar
með höndum eftirlit með prestsetr-
um. Þeim starfa fylgdu mikil ferða-
lög. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að ferðast með afa og
ömmu um landið og voru það fróð-
legar og skemmtilegar ferðir. Auð-
vitað kunni amma sögur frá þeim
stöðum sem við heimsóttum.
Árið 1968 fluttust amma og afi
til Hafnarfjarðar. Afi Iét af störfum
þegar hann var sjötugur. Stuttu
síðar veiktist hann alvarlega af
heilablæðingu og var rúmliggjandi
í fimm ár, en hann lést 24. maí
1980, 75 ára að aldri. í veikindum
sínum dvaldi afi á Elli- og hjúkrun-
arheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði.
Naut hann þá umhyggju og að-
hlynningar ömmu sem heimsótti
hann daglega ef ekki tvisvar á dag.
Þau voru mjög samrýnd hjón og
var missir ömmu mikill við fráfall
hans.
Skömmu eftir að afi féll frá kom
í ljós að_ amma gekk ekki heil til
skógar. í fyrstu gerðum við okkur
ekki grein fyrir hvað var að og.töld-
um þetta stafa af því að hún hefði
ofgert sér í veikindum afa. Fljótlega
kom í ljós að hún var haldin alzhei-
mer-sjúkdómnum og hrakaði henni
nú ört. Ekki liðu nema örfá ár þar
til Sólvangur varð heimili hennar.
Þar naut hún þeirrar frábæru hjúkr-
unar sem þar er veitt og viljum við
færa starfsfólki Sólvangs okkar
innilegustu þakkir fyrir þá nær-
gætni og hlýju sem það sýndi henni.
Það sem einkenndi h'f afa og
ömmu var greiðvikni. Þau voru allt-
af reiðubúin að rétta fram hjálpar-
hönd og það má með sanni segja
að þau hafi haft það að leiðarljósi
í lífinu að betra væri að gefa en
að þiggja. Þau voru bæði mikið
kirkjunnar fólk og trúin-á Guð stór
þáttur í lífi þeirra.
Það var okkur systkinunum mik-
il gæfa að fá að njóta á uppvaxtar-
árum ástúðar og samfylgdar ömmu
og afa, þar sem greiðviknin og trú-
in á hið góða var ætíð í fyrirrúmi.
Þau hafa gefið okkur margar dýr-
mætar minningar sem við geymum.
Við biðjum Guð að blessa minn-
ingu þeirra.
Lovísa, Finnur
og Ingibjörg.
í dag fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju útför tengdamóður minnar
Eyglóar Gamalíelsdóttur. Það var í
bytjun árs 1963 að ég flyst til
Akraness sem tilvonandi tengda-
sonur Eygjóar og eiginmanns henn-
ar Finns Árnasonar og hefur sam-
leið okkar því varað í rúm 30 ár.
Eg vil þakka fyrir alla hlýjuna og
hið góða viðmót sem ég naut frá
þeim alla tíð. Heimili þeirra var
lengst á Akranesi en síðan fluttu
þau til Hafnarfjarðar og þar bjuggu
þau síðustu æviárin.
Þau ræktuðu vel sína fjölskyldu,
ættingja og vini. Alla tíð var mikill
gestagangur á þeirra heimili og
naut Eygló sín sem húsmóðir og
móðir en það var hennar ævistarf.
Síðustu æviár Finns og síðar Eygló-
ar dvöldu þau á Hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafnarfirði og eru starfs-
fólki þar færðar alúðarþakkir fyrir
einstaklega góða umönnun alla tíð.
Guð blessi tengdamóður mína.
Trausti Þorsteinsson.
EYGLÓ
GAMALÍELSDÓTTIR
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma,
GUÐRÚN HANSDÓTTIR
frá Garðsstöðum,
Ögurhreppi,
sem lést föstudaginn 30. júní, verður jarðsett frá ísafjarðarkirkju
laugardaginn 15. júlí kl. 11.00.
Guðbjörg Ólafsdóttir, Stefán Kristjánsson,
Guðmundur Ólafsson, Inga Sigurjónsdóttir,
Vilborg Ólafsdóttir, Steingrímur Pétursson,
Kristín Ólafsdóttir, Héðinn Arason,
Héðinn Ólafsson, Hjördfs Kristjánsdóttir,
Ólöf Ólafsdóttir,
Ragnheiður Ólafsdóttir,
Ragnar Ólafsson,
Hallvarður Ólafsson,
Guðjón Ólafsson,
Magnús Ólafsson,
Aðalsteinn Ólafsson, Birna Sigurðardóttir
og barnabörn.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 620200
Safnaðarheimili
Háteigskirkju
iífflii
551 im