Morgunblaðið - 11.07.1995, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. JLILÍ1995 37
Ur dagbók lögreglunnar
Tilkynnt um 67 rúðubrot
7. til 10. júlí
EFTIR helgina eru 428 bókanir í
dagbókinni. Af þeim eru 58 bein-
línis vegna ölvunar eða ölvunar-
háttsemi fólks. Sem dæmi um slíkt
má nefna tvítuga stúlku sem gerði
sér að leik að slá einkennishúfu
af lögreglumanni í miðborginni
aðfaranótt sunnudags, fullorðinn
ölvaðan mann er sprændi þar sem
hann stóð á miðju Austurstræti,
ölvaðan mann sem féll á gang-
stétt við Laugaveg og hruflaðist
á enni o.s.frv.
Nítján í fangageymslum
Tilkynnt umferðaróhöpp eru 38
talsins. í sex tilvikum urðu slys á
fólki og í fjórum tilvikum eru öku-
menn grunaðir um ölvunarakstur.
Auk þeirra eru 13 ökumenn aðrir
sem stöðvaðir voru í akstri grun-
aðir um að hafa ekið undir áhrifum
áfengis. Tilkynnt innbrot eru 16,
átta þjófnaðir, tvær líkamsmeið-
ingar, sjö skemmdarverk og 67
rúðubrot. Tuttugu og fjórir öku-
menn voru kærðir fyrir of hraðan
akstur og 15 fyrir önnur umferð-
arlagabrot. Þá voru 22 ökumenn
áminntir fyrir væg brot á umferð-
arlögunum. Nítján einstaklingar
gistu fangageymslurnar.
Aðfaranótt laugardags var til-
kynnt um harðan árekstur á Bar-
ónsstíg við Hverfisgötu og að öku-
maður annars ökutækisins hefði
ekið brott af vettvangi. Skömmu
síðar var tilkynnt um að árekstur
hefði orðið millli bifhjóls og bif-
reiðar á gatnamótum Sóleyjargötu
og Bragagötu og að bifreiðinni
hefði verið ekið hiklaust á brott.
Bifhjólamaðurinn lá slasaður eftir
í götunni. Bifreiðin fannst
skömmu síðar mannlaus á Njarð-
argötu. Um var að ræða bifreið
þá er komið hafði við sögu í báðum
óhöppunum. Um nóttina tilkynnti
ungur ölvaður maður um stuld á
bifreiðinni. Hann var færður til
yfirheyrslu á lögreglustöðinni þar
sem hann játaði að hafa ekið bif-
reið sinni umrætt sinn. Hann
reyndist vera próflaus.
Ölvaðir og/eða
réttindalausir tjónvaldar
Snemma á laugardagsmorgun
varð árekstur í þrengingu á gang-
braut á Austurbergi. Annar öku-
mannanna ók á brott en fannst
skömmu síðar á gangi þar skammt
frá. Hann viðurkenndi aksturinn
og að hafa verið undir áhrifum
áfengis.
Áður hafði verið tilkynnt um
að kona hefði dottið út úr bifreið
á ferð á Kringlumýrarbraut í Foss-
vogi. Hún var flutt á slysadeild.
Aðfaranótt sunnudags valt bif-
reið á Heiðarvegi við Rauðhóla. í
bifreiðinni voru fjórir ungir menn
og meiddist einn þeirra á hendi,
en bifreiðin er mikið skemmd.
Þá var tilkynnt um mjög harðan
árekstur í Leirutanga í Mos-
fellsbæ. Þar ók 16 ára stúlka á
tvær mannlausar bifreiðar. Öku-
maðurinn virtist vera undir áhrif-
um áfengis. Færa þurfti öll öku-
tækin á brott með kranabifreið.
Snemma á sunnudagsmorgun
var bifreið ekið á rafstöð við vega-
framkvæmdirnar á Vesturlands-
vegi við Hestháls. Eftir árekstur-
inn hélt bifreiðin áfram og hafn-
aði inni í vinnuskúr sem þar var.
Ökumaðurinn var færður á slysa-
deild en hann reyndist réttindalaus
og er hann jafnframt grunaður
um ölvunarakstur.
Átta sendibílstjórar
grunaðir um fólksflutninga
Lögreglumenn höfðu afskipti
af átta sendibifreiðastjórum er
grunaðir voru um að flytja fólk
gegn gjaldi aðfaranætur laugar-
dags og sunnudags. Mál þeirra
munu fá venjubundna afgreiðslu.
Minna má á að maður var nýlega
dæmdur í Héraðsdómi Reykjavík-
ur til að greiða 50 þúsund króna
sekt auk saksóknar- og málsvarn-
arlauna fyrir að aka farþegum
gegn gjaldi í sendibifreið.
Aðrir en þeir, sem til þess hafa
sérstakt leyfi og uppfylla skilyrði
reglugerðar um fólksflutninga,
mega ekki flytja fólk gegn gjaldi
á höfuðborgarsvæðinu þar sem
sérstök takmörkun er í gildi. Svo
virðist sem fáir sendibifreiðastjór-
ar stundi ólöglega fólksflutninga.
Langflestir eru með sitt á hreinu
og flytja einungis fólk þegar það
er að fylgja varningi eins og regl-
ur kveða á um.
26. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði
Verkiega hluta
keppninnar lokið
Canberra, Morgunblaðið.
KEPPENDUR Á 26. Ólympíuleikun-
um í eðlisfræði í Canberra í Ástralíu
draga nú andann léttar, því fyrir
þeim er erfiði keppninnar lokið.
í gær leystu þeir seinni hluta verk-
efnanna, tvö löng tilraunaverkefni,
og eru í fríi þar til verðlaun verða
afhent á miðvikudag. Fararstjórarnir
vinna nú hörðum höndum við að fara
yfir lausnirnar og semja um sann-
gjarnar einkunnir við dómnefndar-
menn.
Verklegu verkefnin voru tilraunir
j úr námsefni framhaldsskólanna og
fengu keppendur tæki og aðstöðu
eðlisfræðiskorar háskólans í Can-
berra til að framkvæma þær. Fyrri
tilraunin var framlag háskólans í
Sidney og var um lokahraða
málmsívalninga i glyceríni. Seinni
tilraunin var framlag háskólans í
Brisbane og var um dreifingu og
deyfingu leysisljóss í missterkum
mjólkurupplausnum. Báðar tilraun-
irnar kröfðust mikillar nákvæmni í
{ mælingum ásamt mati á óvissu í
mælistærðum og útreikningi á
skekkju í lokaniðurstöðum.
Bráðabirgðaniðurstöður liggja nú
þegar fyrir og er ljóst að íslenska
keppnisliðið hefur sýnt jafnan og
góðan árangur. Einn keppendanna
Gunnlaugur Briem, MR rýfur 50%
múrinn og á í vændum heiðursskjal
fyrir góða frammistöðu, en nákvæm
stigagjöf verður ekki ljós fyrr en að
loknum viðræðum dómnefndar-
manna við fararstjórana. Þeirra hlut-
verk er að útskýra vafaatriði í lausn-
um keppenda sem allir skila svörum
sínum á móðurmálinu svo atriði sem
verðskulda stig gætu hafa farið
framhjá hinum áströlsku dómurum.
íslendingar
skemmtilegasta liðið?
Af viðræðum við starfslið leikanna
má ráða að íslensku keppendurnir
eru þroskaðri og sjálfstæðari en al-
mennt gerist á Ójympíuleikunum í
eðlisfræði enda eru þeir með þeim
elstu hér í Canberra. Þeir virðast
vera á góðri leið með að fá nafnbót-
ina „skemmtilegasta liðið“ því þeir
hafa verið virkir í félagslífinu og
blandast vel keppendum frá öðrum
löndum. í dag hitta þeir íslenska
konsúlinn í Canberra, Ross L. Gib-
son, og á morgun liggur leiðin í gervi-
hnattaeftirlitsstöð og nýja þinghúsið.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Helgason.
MARKAÐSRÁÐ Stykkishólms. Bryndís Guðbjartsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Svanborg
Siggeirsdóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir og Sigurjón Jónsson.
Markaðsráð í Stykkishólmi
MARKAÐSRÁÐ Stykkishólms var
formlega stofnað 28. júní sl. Fé-
lagar eru fyrirtæki í Stykkis-
hólmi, stéttarfélög, einstaklingar
sem stunda atvinnurekstur í eigin
nafni og svo einstaklingar sem
hafa áhuga á atvinnumálum og
atvinnuþróun í Stykkishólmi.
Stjórn félagsins er þegar farin
að starfa. „Danskir dagar“ voru
haldnir í Stykkishólmi í fyrra og
tókust mjög vel. Því er áformað
að bjóða aftur upp á „Danska
daga“ helgina 19. og 20. ágúst nk.
Þá hefur stjórn Markaðsráðsins
auglýst eftir starfsmanni. Ætlunin
er að ráða mann í hálft starf allt
árið. Þeir sem hafa áhuga á starf-
inu skulu hafa samband við stjórn
félagsins. Þá hefur stjórnin aug-
lýst eftir nafni á nýja félagið og
er öllum bæjarbúum heimilt að
Dregið í hraðbankaleik
DREGIÐ hefur verið í hraðbankaleik Búnaðarbankans og Euroc-
ard sem fram fór á Kringlukasti 22.-24. júní. Rúmlega átta
þúsund þátttökuseðlum var skilað inn. Myndin var tekin við
verðlaunaafhendinguna. Halla Guðrún Jónsdóttir frá Eurocard,
Guðrún Ósk Guðmundsdóttir sem hlaut sólarlandaferð fyrir tvo
í leiguflugi með Samvinnuferðum - Landsýn að andvirði kr.
100.000, Halla Dóra Halldórsdóttir sem hlaut Ævintýraferð fyr-
ir tvo til Vestmannaeyja og Halldóra Traustadóttir frá Búnaðar-
banka íslands. Á myndina vantar Helgu Hansdóttur sem hlaut
vöruúttekt í einhverri af verslunum Kringlunnar fyrir kr. 10.000.
Benny Hinn
í Laugar-
dalshöll
BANDARÍSKI
sjónvarpspredik-
arinn Benny
Hinn heldur
þrjár samkomur
í Laugardalshöll
þriðjudaginn 18.
og miðvikudag-
inn 19. júlí nk.
Samkomurnar
hefjast báða
dagana kl. 20.00
en einnig verður
morgunsam-
koma miðviku-
daginn 19. júlí
kl. 11.00.
Benny Hinn
hélt samkomu í fyrrasumar í
Kaplakrika.
Hafnarfjarðar-
meistaramót í
dorgveiði
ÞRIÐJUDAGINN 11. júlí stendur
Æskulýðs: og tómstundaráð Hafn-
arfjarðar fyrir dorgveiðikeppni við
Flensborgarbryggju. Keppnin er ætl-
uð börnum á aldrinum 6 til 12 ára.
Leiðbeinendur íþrótta- og leikja-
námskeiðanna verða með gæslu auk
þess em björgunarsveitin Fiskaklett-
ur verður með björgunarbát á sveimi.
Keppnin hefst um kl. 13.30 og lýkur
um kl. 15.00.
- kjarni málsins!
leggja inn tillögur. Margar hug-
myndir hafa komið upp varðandi
verkefni fyrir Markaðsráðið og
mun stjórnin ásamt væntanlegum
starfsmanni reyna að koma sem
flestumþeirra í framkvæmd.
Stjórn Markaðsráðs Stykkis-
hólms skipa: Bryndís Guðbjarts-
dóttir, Dagbjört Höskulsdóttir,
Ólafur Sigurðsson, Sigurjón Jóns-
son og Svanborg Siggeirsdóttir.
VINNIN LAUGA (h (r GSTÖLUR 08.07.1995 I RDAGINN I
l)(25) (23)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 at 5 1 2.029.350
2.piús5» 1.203.060
3. 4at5 114 4.280
4. 3af 5 3.126 360
Heildarvinningsupphæð: 4.845.690
m : BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
21. leikvika, 8.-9. júli 1995
Nr. Leikur:_______________Röóin:
1. Gefle-Lira - X -
2. Lulcá - Forward 1 - -
3. Sirius - GIF Sundsvall - - 2
4. Umeá - VSsby I - -
5. Vasalund - Assyriska I - -
6. Visby - Bromntapojkarn - - 2
7. VUstcrás - Bragc I - -
8. Basel - Karlsruhe - - 2
9. Köln - Luzcrn - X -
10. Öster - Rudar Velnje 11. Odensc - HJK Helsingfo 12. Mctz - Partick 13. Keflavik - Zagreb 1 - - 1 - - 1 - - - X -
Heildarvinningsupphæðin:
56 milljón krónur |
13 réttir: | 716.980 kr.
12 réttir: 13.730 kr.
11 réttir: 1.040 | kr.
10 réttir: 290 J kr.