Morgunblaðið - 11.07.1995, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.07.1995, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995 39 BRÉF TIL BLAÐSINS Hlutdrægni Morgunblaðsins Frá Þorsteini Jónssyni: ÞAÐ SKAL tekið fram að þegar þetta er skrifað hefur undirritaður aðeins séð umfjöllun RÚV og lesið umfjöllun Moggans um eftirfarandi leik (reiði varð til þess að ég gat ekki beðið!) Tilefni þessara skrifa er umfjöllun Morgunblaðsins um leik Fram og IA í 16-Iiða úrslitum Mjólkurbik- arkeppni KSÍ. Eins og allir vita núna fór sá leikur 1:0 fyrir Fram og íslandsmeistararnir slegnir strax I út. Ég er fyrstur til að viðurkenna að gengi Framara hefur verið mjög slakt í sumar og leikurinn við Skagamenn var sannarlega sá besti sem ég hef séð með Fram frá því einhvern tíma í fyrra (eða lengur!) Þeir léku hreint stórkostlega og áttu heilmikið í leiknum. Allir sem ég hef talað við (NB: þetta er skrifað morguninn eftir leikinn) voru sam- mála um að Fram átti skilið sigur. Blöskraði dómgæslan Það var hinsvegar margt sem I mér blöskraði meðan á leiknum stóð og ber þar hæst Ijárans dómgæslan. Virðingin fyrir ÍA fór í taugarnar á mörgum áhangendum Fram og Skaga-áhangandi fyrir aftan mig í stúkunni tautaði nokkrum sinnum, -,,Tja, ég er ekki frá því að þetta hefði átt að vera aukaspyrna...“ En nei, aldrei dæmdi dómarinn vafa- j atriði Frömurum í hag. „Umdeilt" gult spjald Sigga Jóns í fyrri hálf- ) leik var fyrir grófan leik og leikmað- } ur lá meiddur á vellinum eftir hann. Kæru Moggamenn: Hvað í andsk... þarf til að þið sjáið hvað er brot? („Vægast sagt vafasamt" er ykkar frasi hins vegar yfír þetta spjald!) Siggi var eftir þetta ansi pirraður og mörgum sinnum var hann ná- la?gt því að fá sitt annað gula spjald og það í fyrri hálfleik. Skagamenn | voru orðnir pirraðir og ég var á því að leikhléið hefði verið þeim nauð- I synlegt, sökum skapofsa og grófs | leiks. Þeir voru skárri í síðari hálf- leik en þegar brotið var á Sigurði í síðari hálfleik stendur hann harka- lega upp, ýtir frá sér og skallar hausnum til Péturs Marteinssonar í Fram sem fellur auðvitað á jörðina. Elsku Moggafólk: Hann var EKKI að þessu til þess að ýta leik- mönnum frá til að taka aukaspyrnu! | Hvað þarf til að sýna ykkur að svona athæfi er hreinn og klár skapofsi? I Jú, kannski annað lið. Ef Fram hefði | lent í þessu eða KR eða önnur lið, þá hefði eflaust sömu aðstöðu verið lýst sem fullkomlega réttlátri. Einn- ig langar mig til að minnast á sam- kvæmni dómarans. í síðari hálfleik komust Framarar í blússandi sókn og leikmaður nr. 2 hjá ÍA togar í og fellir sóknarmann Fram. Auðvit- að hefði átt að spjalda manninn | fyrir en hann var í einhverri náð hjá dómaranum (eins og aðrir leik- menn ÍA), aðeins aukaspyrna. Svo | þegar samskonar brot átti sér stað hinum megin á vellinum nokkrum mínútum síðar var gula spjaldið það fyrsta á loft. Mogginn minntist slæ- legrar dómgæslu en átti við það öfugt! Jú, akkúrat, Fram í náðinni hjá dómara... góður brandari. Eng- ilinn Ólaf Þórðarson mátti aldrei snerta því þá var aukaspyrna, en það mátti oftast fara aftan í Fram- ara (örugglega bara rosalega skemmtileg taktík hjá ÍA, sem dóm- arinn heillaðist svona af). Allt tuðið í Skagamönnum, sem var ansi mik- ið, varð eins og héilagur sannleikur hjá dómaranum! Kvabb ÍA í dómar- anum var liðinu til skammar. Gul spjöld Sigga Jóns hefðu því komið miklu fyrr hjá sanngjörnum dómara. Glæsileg markvarsla Að lokum skal minnast mar- kvörslu Ólafs Adolfssonar í fyrri hálfleik - glæsilega gert Óli minn - en hann er ekki markmaður og má því ekki hanáleika knöttinn. Dómarinn hins vegar þorir ekki að dæma vítaspymu („allt í lagi að ÍA hafí tvo markmenn") og Mogga- menn: Ummæli ykkar um þetta at- vik voru ykkur lýsandi. ÍA-dýrkun út í ystu æsar: „... auðvitað dæmdi (dómarinn) ekki vítaspyrnu!!!“ Svei ykkur! Og það var líka eftir ykkur að segja: „Enn og aftur voru Skaga- menn slegnir út.. .“ Þetta var í annað skiptið sem þeir voru slegnir út í 16-liða úrslitum og „aftur“ hefði verið alveg nóg. Og að segja það að Ríkharður Daðason hafí ekki hitt boltann en samt skorað!!!! Hér er verið að gera lítið úr frábærri sókn Fram. Maðurinn er örvfættur! Við hveiju búist þið? Álíka skotkrafti í báðum löppum??!! Svei ykkur . .. „enn og aftur“? Margar gagnrýnisraddir Ofantaldir gagnrýnispunktar mínir hljóta að vekja reiði Skaga- manna sem auðvitað viðurkenna aldrei að ég hafi rétt fyrir mér, en í síðari hálfleik sat við hlið mér gamalreyndur þjálfari (sem þjálfað hefur mörg fræg lið) sem var mér alveg sammála. Skaga-áhangand- inn fyrir aftan mig var ekki ángæð- ur með sína menn (og virtist ekkert mótmæla brottrekstri Sigga, sem flestir leikmenn sjálfs liðsins gerðu ekki heldur!!);... var sigur Fram sanngjarn, eða hvað? I blálokin aðeins þetta: Baksíðu- frétt ykkar um gengi ÍA eftir leikinn gegn KR í deildinni og sjálf umfjöll- unin í blaðinu var enn eitt merki um hlutdrægni ykkar og aðdáun á ÍA. „Svona gekk leikurinn fyrir sig...“ gleymdi alveg nokkrum færum KR-inga! og það er yfirhöfuð fáránlegt að koma með svona dálk. Ég hins vegar brosti yfir honum þar sem skoðun mín á KR er í svo mikl- um mínus eftir frægan leik KR og Fram!! Fyrir einhveijum árum var ansi mikill Fram-stimpill á blaðinu en það er eins og þið séuð að reyna að þvo hann af ykkur! verið hlutlaus- ir og gagnrýnir á alla í umfjöllun ykkar. Gefíð lof þar sem lof skal gefið. DV er með heilmikið forskot á ykkur í allri íþróttaumfjöllun sinni, og ég bið ykkur vinsamlegast um að breyta því sem fyrst!!! Ég skora á ykkur að svara þessu bréfi fljótt (minnsta kosti birta það!!) ÞORSTEINN JÓNSSON, Breiðvangi 56, Hafnarfirði. • Askorun til kvenna | Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: DÓMUR í „Hæstarétti íslands" er hvati þessarar áskorunar. Stúlkum eru dæmdar lægri bæt- ur vegna kynferðis á því herrans ári 1995. Tryggingafélagið Sjóvá- Almennar fer fram á að kynferði bótaþega sé haft til hliðsjónar þeg- |j ar bætur viðkomandi eru metnar, m Og nú skora ég á konur sem tryggja hjá Sjóvá-Almennum að segja þeim V tryggingum tafarlaust upp. Konur, látum þetta ekki hljóðalaust yfir okkur ganga, hundsið þetta trygg- ingafélag. Að mínu áliti er „Hæstiréttur íslands" múraður inni í grárri forn- eskju eftir þennan dóm, þrátt fyrir alla þjóðfélagsumræðuna um launamisrétti kvenna er þetta nið- urstaðan. Sjóvá-Almennar bjóða konum upp á þetta og það kallar aðeins á eitt svar frá konum, engin viðskipti við tryggingafélagið Sjóvá-Almennar. HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Garðabæ. Siemens ryksuair á útsöluverði! • 1300W • Stillanlegur sogkraftur • Afar lipur, létt og hljóðlát • Fylgihlutir í innbyggðu hólfi • Margfóldsýklasíaíútblæstri • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari • Siemens framleiðsla tryggir endingu og gæði • Verð aðeins kr. 12.900,- Kraftmikil, 1200 W IM, létt og fipur Stór rykpoki og sýklasía Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjaii Verð aðeins kr. 9*900,- Einstakt tilboð sem aðeins gildir í sumar. shSSs'® Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörðun Rafstofan Hvítárskála • Hellissandur Blómsturvellir • Grundarfjörður Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavik Búðardalur Ásubúö • ísafjörður Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur Rafsjá • Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður Rafalda Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir. Sveinn Guðmundsson ■ Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn i Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 REYKJAVÍKURVEGI 62 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 1680 Opið laugardag til kl. 16.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.