Morgunblaðið - 11.07.1995, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR UIMGLINGA
BORÐTENNIS
Stórmót Gogga galvaska ífrjálsíþróttum
Spennandi keppni
í mörgum greinum
ALLS voru níu mótsmet bætt
á Stórmóti Gogga galvaska í
frjálsum íþróttum sem fram fór
á íþróttavellinum að Varmá í
Mosfellsbæ.
Eg held að árangurinn lofi góðu
í mörgum greinum. Þessir
krakkar eru frjálsíþróttamenn
framtíðarinnar og það eru alltaf
tjokkrir sem koma sterkir upp_ á
nveiju ári, sagði Lilja Petra Ás-
geirsdóttir, mótstjóri.
Fijálsíþróttadeild UMFA gekkst
fyrir þessu móti í fimmta skipti og
það hefur notið mikilla vinsælda
alveg frá byrjun. Keppendur voru
um 250 á aldrinum sex til fjórtán
ára og hafa oft verið fleiri, nokkur
ungmennafélög ákváðu að velja á
milli hvort þau sendu keppendur
sína á Unglingalandsmótið sem
fram fer um næstu helgi.
Bryddað var upp á nokkrum nýj-
ungum, þar á meðal keppt í sex
nýjum greinum, 80 metra grinda-
hlaupi hjá telpum og piltum og
skutlukasti hjá strákum og stelpum.
Þá var keppt í flokkum átta ára
og yngri, svokölluðum „polla- og
pæjuflokki," en keppendur í þessum
flokki reyndu fyrir sér í boltakasti
og í boðhlaupi.
Veitt voru stig fyrir þátttöku og
sigraði FH í stigakeppninni þrátt
fyrir að Afturelding ynni til flestra
verðlauna eða 51 talsins, en veitt
voru verðlaun fyrir þijú efstu sætin
í hverri grein.
Keppinautar
„Ég hef ekki verið að kasta langt
að undanförnu en þetta er góð
bæting hjá mér,“ sagði Ásgeir Þór
Erlendsson úr Aftureldingu sem
sigraði í spjótkasti pilta. Ásgeir
kastaði spjótinu rúma 36 metra og
það nægði til sigurs. „Ég æfi marg-
ar greinar, ég hef lagt mesta
áherslu á grindahlaupið, það er mín
aðalgrein þó ég hafi einnig keppt í
öðrum greinum," sagði Ásgeir Þór.
Ámi Óli_ Ólafsson, úr Ungmenna-
félginu Óðni frá Vestmannaeyjum
varð annar en hann keppti uppfyrir
sig þar sem ekki var keppt í spjót-
kasti í strákaflokki. „Ég hef ein-
beitt mér að kastgreinunum og
mundi segja að ég væri bestur í
UIMGLINGALANDSLIÐIÐ í borðtennis sem keppti í Belgíu. Frá
vinstri: Peter Nilsen þjálfari, Eva Jóstelnsdóttir, Ingólfur Ing-
ólfsson og Lilja Rós Jóhannesdóttir. Fyrir framan er Guð-
mundur E. Stephensen.
Silfur hjá íslenskum
unglingum í Belgíu
Unglingalandsliðið í borðtennis
keppti fyrir nokkru á alþjóð-
legu móti sem fram fór í Hasselt
í Belgíu. Tveir íslenskir spilarar
náðu þar silfurverðlaunum. Guð-
mundur Stephensen og Lilja Rós
Jóhannesdóttir. Margir af bestu
unglingum Evrópu tóku þátt í
mótinu en alls voru keppendur um
500 talsins frá fimmtán löndum.
Guðmundur sigraði í níu leikjum
en mátti þola tap gegn Hollend-
ingi í úrslitaleik 21:17, 16:21 og
17:21. Lilja Rós sigraði í sex leikj-
um en tapaði fyrir belgískum mót-
heija 15:21 í báðum lotum úrslita-
leiksins. Eva Jósteinsdóttir, Ing-
ólfur Ingólfsson og Markús Árna-
son höfnuðu öll í níunda sæti í
sínum flokki.
I liðakeppninni 15 til 17 ára
hafnaði stúlknaliðið í þriðja sæti
og drengirnir í fimmta sæti í flokki
17 til 21 árs en þeir eru 12, 14
og 17 ára.
■ Úrslit / B11
Morgunblaðið/Frosti
Ásgeir Þór Erlendsson úr
Aftureldingu og Árni Óii Ól-
afsson úr Ungmennafélag-
inu Óðni frá Vestmanneyjum
börðust um sigurinn í spjót-
kastkeppni pilta og hafði
Ásgeir betur eftir spennandi
keppnl. Á minni myndinni
má sjá Gogga galvaska í
hópi hressra krakka sem
tóku þátt í mótinu.
spjótkasti og boltakasti. Ég á best
rúma 33 metra með 400 gramma
spjóti en er óvanur að kasta 600
gramma spjótinu sem við notuðum
í þessari keppni,“ sagði Árni.
Landsmót
Knattspyrna
ogfrjálsar
vinsælustu
greinamar
UM 1800 keppendur verða
á Unglingalandsmótinu sem
fram fer í Húnavatnssýsl-
unni um næstu helgi en
skráningu í mótið er nýlokið.
^Pæplega átta hundruð kepp-
■ endur voru á fyrsta Ungl-
ingalandsmótinu, sem fram fór
á Dalvík fyrir tveimur árum, svo
íjölgun keppenda er mikil á milli
móta. Mótið hefst á hádegi á
föstudag en þá hefst keppni í
Qórum greinum, knattspymu,
körfuknattleik, fijálsum íþrótt-
um og golfi. Hinar íjórar grein-
arnar eru sund, skák, glíma og
hestaíþróttir.
Mestur áhugi er á knatt-
spyrnu og fijálsum íþróttum ef
dæma má af skráningu kepp-
enda, en 500 unglingar keppa í
hvorri grein. Körfuknattleikur-
inn kemur næstur í röðinni en
Jiar verða keppendur um þtjú
' hundruð talsins.
Framkvæmd mótsins er í
höndum USAH.
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Sigurður Bjamason
SIGURVEGARARNIR ásamt þjálfurum sínum og Sigurðl Jónssyni. Frá vinstri: Sveinn Vilhjálms-
son, Skúli Jóhannsson þjálfari, Ásdís Ólafsdóttir, Sigurður Jónsson, Guðný Kjærbo, Óskar P.
Jensson og Sigurður Guðnason þjálfari. Fremst situr Pála Ólöf Júlíusdóttir en nafn hennar var
dregið út úr nöfnum keppenda í sjöunda flokki.
Mót haldið með nýju
keppnisfyrirkomulagi
Fyrir nokkru var haldið innanfé-
lagsmót í knattspyrnu hjá yngri
flokkum Reynis í Sangerði. Mót
þetta var með nýju
Hrefna Björg fyrirkomulagi, sem
Óskarsdóttir kallast „íjórir gegn
skrifar frá íjórum.“ Er þetta í
Sandgerði fyrsta sinn svo vitað
sé, sem slíkt mót er haldið hér álandi.
Spilað var á fjórum völlum og voru
ijórir leikmenn í hveiju liði. Gefin
voru stig, 20 fyrir unninn leik, tíu
fyrir jafntefli og eitt stig fyrir hvert
skorað mark og var leiktíminn sjö
mínútur. Eftir hvern leik var skipt
þannig að hver leikmaður fékk nýja
samheija og nýja mótheija. Stigin
voru svo talin eftir mótið og stóð
sá uppi sem sigurvegari sem flest
stigin hlaut.
Mótsfoim þetta er af hollenskri
fyrirmynd, innleitt af Bjarna Stefáni
Konráðssyni íþróttafræðingi, en það
er talið eiga dijúgan þátt í vel-
gengni hollenskra knattspyrnuliða.
Megintilgangur þessa keppnisfyrir-
komulags er að auka ánægju af
knattspyrnu og draga úr keppni í
yngstu flokkunum, því sigurvegar-
inn er ekki nauðsynlega besti maður
vallarins. Leikreglur eru þannig, að
það er enginn dómari heldur sjá leik-
menn sjálfir um að dæma, enginn
markvörður, engin rangstaða, allar
aukaspymu óbeinar, innspörk í stað
innkasta, vítaspyrnur frá miðju og
má skora hvar sem er af vellinum.
Vítaspyrna er aðeins dæmd er hend-
ur em notaðar til að koma í veg
fyrir mark.
Mótið gekk greiðlega fyrir sig,
sjöundi flokkurinn tók ekki þátt í
mótinu sjálfu en spilaði opnunarleik-
inn. Hinn kunni knattspyrnumaður
Sigurður Jónsson frá ÍA var vernd-
ari mótsins og Lotto - vörur gáfu
verðlaunin sem vom skór og búning-
ar. í lok móts er stigin höfðu verið
talin, veitti Sigurður verðlaunin og
slegið var upp grillveislu. Vom kepp-
endur og þjálfarar mjög ánægðir
með mótið og þótti vel til hafa tekist.