Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 1
84 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
160. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR18. JÚLÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bosníustjórn segir að dragi að lokum starfs friðargæsluliðs SÞ í Bosníu
Ekki samdist
um varnir
griðasvæða
London, París, Róm, Kíev. Reuter.
Reuter
SADAKO Ogata, yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna, reynir að útskýra fyrir bosnískri flóttakonu í Tuzla hvers
vegna stofnunin gat ekki veitt flóttafólki frá Srebrenica aðstoð
er borgin féll í hendur Serbum.
YFIRMENN herafla Bandaríkjanna,
Bretlands og Frakklands náðu ekki
samkomulagi um aðgerðir til varnar
griðasvæðum múslima í Bosníu á
fundi sínum í London um helgina
og hefur það aukið líkur á því að
Frakkar kalli herlið sitt til baka, að
sögn heimildarmanna innan frönsku
stjórnarinnar. Lýstu þeir yfir miklum
vonbrigðum vegna þessa. Serbar
sækja nú hart að Zepa, sem búist
var við að myndi falla þá og þegar.
Andrej Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í gær eftir
fund með utanríkisráðherrum Evr-
ópusambandsins að Rússar væru því
enn andvígir að beita valdi til að
koma á friði í Bosníu. Kvaðst hann
telja að ekki væri fullreynt hvort að
finna mætti pólitíska lausn á mál-
inu. Hætt væri við því að SÞ myndu
dragast inn í „afar hæt,tuleg“ átök
og sagði að allt tal um hernaðarað-
gerðir hefði orðið til að auka ofbeldi.
Muhamed Sacirbey, utanríkisráð-
herra Bosníu, sagði í gær að verki
friðargæslusveita SÞ í landinu „væri
að ljúka“ og að ekki væri lengur
hægt að sætta sig við að SÞ sinnti
friðargæslu. Útilokaði hann ekki að
hann myndi á næstu dögum skrifa
SÞ bréf þar stjórn Bosníu segðist
ekki lengur samþykkja veru friðar-
gæslusveitanna í landinu.
Fundað í Washington
ESB-ríkin eru jafnfjarri því að
komast að samkomulagi um aðgerð-
ir gegn Bosníu-Serbum og áður.
Malkolm Rifkind, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær að hugmynd-
ir um að styrkja stöðu SÞ í Bosníu
yrði að byggja af „traustri hernaðar-
legri dómgreind". Rifkind flýgur i
dag til Washington þar sem hann
mun eiga fund með starfsbróður sín-
um, Warren Christopher.
Franski utanríkisráðherrann,
Herve de Charette, gerði í gær lítið
úr ágreiningi Breta og Frakka um
til hvaða ráða beri að grípa. Fagn-
aði hann ákvörðuninni um fund
fimmveldanna á föstudag. „Allir
gera sér grein fyrir því að við stönd-
um á krossgötum," sagði hann.
Úkraínumenn fjölga í liði sínu
Emma Bonino, sem fer með mál-
efni flóttamanna í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins, sagði í
gær það vera íhugunarefni hvort að
flytja ætti um 100.000 bosníska
flóttamenn frá griðasvæðum Sam-
einuðu þjóðanna í Bosníu, yrði ekk-
ert frekar gert til þess að veita fólk-
inu vernd gegn árásum Serba.
Úkraínumenn unnu í gær að áætl-
un um brottflutning 79 úkraínskra
friðargæsluliða við Zepa en þeir eru
innikróaðir. Hafa Bosníu-Serbar
komið fyrir jarðsprengjum í kringum
eftirlitsstöð þeirra og hóta að skjóta
á þá, verði gerð tilraun til að bjarga
þeim. Volodímír Jeltsjenko, embætt-
ismaður í úkraínska utanríkisráðu-
neytinu, sagði í gær að fyrirhugað
væri að fjölga friðargæsluliðum í
Bosníu úr 1.200 í um 3.000 manns.
Sakaði hann yfirmenn í liði SÞ um
að hafa skilið úkraínsku friðar-
gæsluliðana eina eftir við Zepa og
sett þá í hættu.
Jeltsín
áfram á
sjúkrahúsi
Moskvu. Reuter.
LÆKNAR Borís Jeltsíns, forseta
Rússlands, sögðu í gær, að hann
yrði að vera áfram á sjúkrahúsi vegna
hjartakveisu til að unnt væri að ljúka
viðeigandi meðferð. Sögðu þeir ekk-
ert um hvemig heilsu hans væri hátt-
að eða hvenær líklegt væri að hann
fengi að fara heim. Sumir fréttaskýr-
endur telja, að Jeltsín hafi í hyggju
að láta af embætti áður en kjörtíma-
bili hans lýkur í júní á næsta ári.
Talsmaður Jeltsíns sagði, að hann
sinnti sínum störfum að mestu leyti
eins og áður, en í síðustu viku sagði
Viktor Íijúshín, nánasti ráðgjafi for-
setans, að hann væri örþreyttur eft-
ir fjögur ár á forsetastóli og hefði
verið undir miklu álagi að undan-
förnu. Aðeins hefur verið birt ein
ljósmynd af Jeltsín á sjúkrahúsinu
en rússnesk sjónvarpsstöð segir
hana minna mjög á myndir sem
teknar voru af forsetanum á heilsu-
hæli í apríl sl. Sjónvarpsupptökur
hafa ekki verið leyfðar.
Jeltsín ákvað í síðustu viku, að
þingkosningar verði í Rússlandi 17.
desember nk. og sumir telja, að hann
ætli að láta af embætti áður en kjör-
tímabilinu iýkur í júní eftir ár.
■ Afsögn Jeltsíns?/18
Bonino
fordæmir
rányrkju
Reuter
INNANRÍKISRÁÐHERRA Rússlands, Anatolíj Kúlíkov, yfirgefur
fundarstað í Grosníj á sunnudag í fylgd lífvarða sinna.
Bíða formlegrar
óskar Grænlendinga
Madríd. Reuter.
EMMA Bonino, sem fer með sjávar-
útvegsmál í framkvæmdastjóm
Evrópusambandsins (ESB), segir
ólöglegar veiðar aðildarríkja grafa
undan tilraun til að réttlæta fisk-
veiðar ESB í viðræðum við önnur
ríki.
Kemur þetta fram í lesendabréfi
frá Bonino, sem birtist í spænska
blaðinu E1 Pais í gær.
Hún segir tilraunir ríkisstjórna
til að vernda og deila fiskistofnum
tilgangslausar ef sum fyrirtæki
héldu áfram stjórnlausum veiðum
er væm brot á öllum reglum. Bæt-
ir hún því við að tímabært sé að
stjórnvöld axli ábyrgð sína og grípi
til aðgerða gegn ólöglegum veiðum.
DÖNSK stjórnvöld hyggjast ekki
taka endanlega afstöðu til óskar
Grænlendinga um nýjan varnar-
samning við Bandaríkin fyrr en
grænlenska landstjórnin hefur lagt
fram formlega beiðni um það. Seg-
ir utanríkisráðherrann, Niels Hel-
veg Pedersen, að ekki sé ástæða
til að gera nýjan samning við
Bandaríkjamenn hvað varðar
geymslu kjamorkuvopna á Græn-
landi.
í Berlingske Tidende segir að æ
fleiri hafi snúið sér til samtaka
starfsmanna í Thule-stöðinni sem
orðið hafa fyrir geislun, í von um
bætur. Dönsk yfirvöld hafa boðist
til að greiða þeim bætur sem unnu
í flugstöðinni er B-52 sprengjuflug-
vél brotlenti í Thule 1968, um 7
milljónir hveijum, en talið er að það
séu um 800 manns. Lögmaður sam-
takanna hefur hins vegar lagt til
að greiðslur til starfsmannanna fari
eftir því hversu mikið tjón þeir hafi
beðið á heilsu sinni.
■ Var þögn?/25
Hlé á viðræð-
um Rússa og
Tsjetsjena
RÚSSNESKIR samningamenn
áttii I gær fund með Viktor
Tsjernómýrdin, forsætisráð-
herra, um gang friðarviðræðna
þeirra og samningamanna
Tsjetsjeníu. Ekkert benti til að
Rússum þætti til greina koma að
ræða breytta stöðu Tsjetsjeníu
fyrr en að loknum kosningum,
sem verða haldnar þar í lok nóv-
ember. Var gert þriggja daga
hlé á viðræðunum á sunnudag
og héldu samningamenn til við-
ræðna við leiðtoga sína.
Timamótafundur
Rússa og NATO
Brussel. Reuter.
RÚSSAR efndu í gær til tímamóta-
fundar með sendiherrum aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
um „sérstök tengsl" þeirra við banda-
lagið og lýstu yfir harðri andstöðu
við hugmyndir um stækkun þess til
austurs. í gær var einnig undirritað-
ur mikilvægur viðskiptasamningur
milli Rússlands og Evrópusambands-
ins, ESB, en hann hafði dregist
vegna Tsjetsjníjustríðsins.
Vítalíj Tsjúrkín, sendiherra Rúss-
lands í Brussel, sagði eftir fund með
sendiherrum NATO-ríkjanna í Bruss-
-el að vel hefði miðað í viðræðunum
og frekari fundir væru ráðgerðir í
september.
Þetta er fyrsti fundurinn af nokkr-
um sem búist er við að leiði til nýs
og viðamikils samnings milli Rússa
og NATO fyrir lok ársins.
„Þessar viðræður eru viðurkenn-
ing á þeirri staðreynd að Rússar
gegna veigamiklu hlutverki í evr-
ópskum öryggismálum og að árang-
ursrík tengsl NATO og Rússa sam-
hliða stækkun bandalagsins eru
nauðsynlegir þættir í framtíðarskip-
an öryggismála í Evrópu," sagði
embættismaður NATO eftir fundinn
í gær.
Vilja breyta CFE
Tveir háttsettir rússneskir hers-
höfðingjar kynntu einnig skoðanir
Rússa á samningnum um hefðbundin
vopn í Evrópu (CFE) á fundinum.
„Þeir lýstu þeirri skoðun Rússa að
breyta þyrfti samningnum vegna
vanda Rússa í Kákasushéruðunum,"
sagði embættismaðurinn, en ræddi
málið ekki frekar. Rússar hafa áður
sagt að þeir geti ekki virt samning-
inn lengur vegna óstöðugleika í
Kákasushéruðunum og annarra ör-
yggisvandamála eftir hrun Sovétríkj-
anna.
Viðskiptasamningurinn milli Rúss-
lands og ESB er í framhaldi af sam-
starfssamningnum, sem undirritaður
var í júní í fyrra, en hernaður Rússa
í Tsjetsjníju kom í veg fyrir, að frá
honum væri gengið. Er samningur-
inn mjög mikilvægur Rússum.
Spænska stjórnin miss-
ir meirihluta á þingi
Madríd. Reuter.
FLOKKUR þjóðernissinnaðra Kata-
lóna á spænska þinginu, (CiU) lýsti
því yfir í gær að hann styddi ekki
lengur ríkisstjórn Felipe Gonzalez.
Þar með tapar hún eins sætis þing-
meirihluta sínum.
Flokkurinn hóf stuðning sinn við
stjórn sósíalista árið 1993 en hefur
orðið æ ósáttari við samstarfið vegna
Qölda hneykslismála sem komið hafa
upp á undanförnum mánuðum.
Þrátt fyrir að stjórnin hafi ekki
lengur meirihluta á þingi er talið
mögulegt að hún haldi velli fram
yfir áramót, þar sem ekki er búist
við að þingmenn CiU greiði atkvæði
með tillögu Alþýðufylkingarinnar
um vítur á stjórnina fyrir misferli.