Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Talsverðar hræríngar á auglýsingamarkaði
Fjórir stórir auglýs-
endur fíytja sig um set
ÍSLENSK getspá hefur gert samn-
ing við Hvíta húsið um umsjón
með auglýsingum og markaðs-
ráðgjöf fyrir fyrirtækið, en áður
hafa ýmsir aðilar séð um auglýs-
ingar þess. íslensk getspá er þriðji
stærsti auglýsandinn á markaðn-
um í dag samkvæmt könnunum
Miðlunar hf. Hvíta húsið hefur því
krækt sér í tvo af stærri auglýs-
endum á markaðnum á aðeins
einni viku, en sem kunnugt er
samdi íslandsbanki við auglýs-
ingastofuna í síðustu viku.
Samdráttur
í Lottói
Talsverður samdráttur varð hjá
.íslenskri getspá á síðasta söluári
sem lauk nú í júní síðastliðnum.
Um 6% samdráttur varð á heildar-
sölu fyrirtækisins, en þar vegur
þyngst 26% samdráttur á sölu
Víkingalottós. Hins vegar varð 2%
söluaukning í íslenska lottóinu.
Bjami Guðmundsson, markaðs-
stjóri hjá íslenskri getspá, segir
þó að ástæður þessara breytinga
sé ekki að rekja til þessa samdrátt-
ar heldur sé fyrirtækið eingöngu
að leita sér að mun víðtækari aug-
lýsingaþjónustu en það hafi haft
fram til þessa.
Að sögn Halldórs Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Hvíta
hússins, er hér um mjög stóra og
mikilvæga samninga að ræða fyrir
fyrirtækið. „Þetta eru hvort
tveggja mjög stórir og virkir aðilar
á auglýsingamarkaðnum og munu
veita okkur töluverð verkefni.
Þetta eru alhliða samningar, og
ná til auglýsinga, kynninga og
markaðsmála.“ Halldór segist
jafnframt hafa orðið var við að
fyrirtæki leiti nú í auknum mæli
til auglýsingastofa innan SÍA,
Sambands íslenskra auglýsinga-
stofa, um umsjón með markaðs-
málum sínum.
Mikil hreyfing
á markaðnum
Nokkrar tilfærslur hafa verið á
auglýsingamarkaðnum að undan-
förnu. Auk íslandsbanka og ís-
Brtissel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins mun að öllum lík-
indum koma í veg fyrir fyrirhugað
sameiginlegt átak fjarskiptafyrir-
tækja í Svíþjóð, Danmörku og
Noregi um dreifingu sjónvarpsrása
á næsta fundi sínum í Brussel.
Staðfest hefur verið í Brussel
að málið verði á dagskrá og sagt
að samkeppnisdeild framkvæmda-
stjórnarinnar muni leggjast gegn
samkomulaginu. Samkvæmt öðr-
um heimildum er „yfirgnæfandi
meirihluti" í ráðgefandi nefnd ESB
um samþjöppun í atvinnugreinum
sammála því áliti deildarinnar að
samkomulagið mundi skaða sam-
keppni á norrænum markaði.
Fyrirhugað sameignarfýrirtæki
nefnist Nordic Satellite Distributi-
on (NSD) og að því standa Tele
Danmark A/S, Norsk Telekom AS,
sem er undir stjórn norska fjar-
skiptafyrirtækisins Telenor AS, bg
tijávöru-, umbúða- og fjölmiðla-
fyrirtækið Kinnevik í Svíþjóð._
Höfuðstöðvar NSD verða í Ósló
Einingabréf 10
gáfu 14% raunávöxtun
síðustu 3 mánuði.
Bréfin eru eignarskatts-
frjáls og gengistryggð.
KAUPÞING HF
Sími 5151500
lenskrar getspár eru Búnaðar-
bankinn og Happdrætti Háskólans
einnig að skipta um auglýsinga-
stofur.
Hjálmar Kjartansson, ijármála-
og markaðsstjóri hjá Happdrætti
Háskóla íslands, segir happdrætt-
ið vera að skipta um auglýsinga-
stofu nú eftir að hafa verið um
árabil hjá Argusi. „Ég hef alls
ekkert út á Argus að setja og
þeir hafa reynst mjög traustir og
ábyrgir samstarfsaðilar. Með nýju
fólki getur hins vegar verið mjög
gott að skipta og fá ferskan vink-
il.“ Ekki liggur enn fyrir til hvaða
auglýsingastofu happdrættið mun
leita en Hjálmar segir valið standa
í milli þriggja stofa innan SÍA.
Búnaðarbankinn er nú einnig
að leita sér að nýrri auglýsinga-
stofu, en fyrirtækið var sem kunn-
ugt er hjá Hvíta húsinu þar til það
gerði samning við íslandsbanka.
Hjá bankanum fengust þær upp-
lýsingar að enn væri óákveðið til
hvaða auglýsingastofu yrði leitað,
en það myndi skýrast í haust.
ESBgegn norrænu
gervihnattasjónvarpi
og ætlunin er að dreifa sjónvarps-
rásum til kapla- og loftnetaaðila
og einstakra eigenda lítilla gervi-
hnattadiska.
Tilslakanir í athugun
Per Bendix, stjómarformaður
NSD, segir að móðurfyrirtækin
muni ganga úr skugga um hvaða
fleiri tilslakanir þau geti sætt sig
við til þess að tryggja að sam-
komulagið verði samþykkt.
Framkvæmdastjómin sagði
þegar hún hóf ítarlega rannsókn
á samkomulaginu í marz að NSD
gæti tryggt sér yfirburðastöðu til
frambúðar á norrænum markaði.
Hún benti einnig á að aðilar NSD
ættu þegar meirihluta í kaplakerfi
Norðurlanda.
Fari framkvæmdastjórnin að
ráðum samkeppnisdeildar og komi
í beg fyrir samrunann verður það
í þriðja skipti, sem það hefur gerzt
síðan í september 1990, þegar hún
varð ákvörðunaraðili í málum sem
þessum á yfirráðasvæði ESB.
Umhverfis-
vænn tjöru-
hreinsir
IÐNTÆKNISTOFNUN er að
hefja þróun á umhverfisvænum
íslenskum tjöruhreinsi unnum úr
dýrafitu, í samvinnu við Mjöll hf.
Að sögn dr. Ragnars Jóhanns-
sonar hjá Iðntæknistofnun er
ráðgert að vinna við þetta verk-
efni hefjist nú í byrjun septem-
ber. Mun ætlunin vera að nýta
dýrafitu, sem undir venjulegum
kringumstæðum er fleygt, til
framleiðslu tjöruleysisins. Fitan
er soðin í alkóhóli og við suðuna
myndast efnið ester, sem nota
má til að leysa upp tjöru.
Efninu má úða á bíla og hægt
er að þvo það af með hefðbundn-
um hætti. Að sögn Ragnars hef-
ur svipað hreinsiefni, unnið úr
jurtum, verið notað í prentiðnaði
og gefið góða raun. Með þessum
hætti megi nýta náttúruleg efni
sem annars fari til spillis í stað
hefðbundinna leysiefna, en notk-
un íslendinga á þeim hefur auk-
ist á hveiju ári.
Ragnar segist gera ráð fyrir
því að þetta þróunarverkefni
muni standa yfir í tvö ár.
Viðsk.síða, bls. 14
Heildarvelta i
í verslunargreinum
janúar til apríl 1994 og 1995
(í millj.kr., án vsk., á verðlagi hvers árs) jan.-apríl jan.-apríl Veltu-
Heildsöludreifing áfengis 1994 1995 breyting
og tóbaks, smásala áfengis 2.914,4 2.944,9 J 1,0%
Heildsölu- og smásöludreifing
á bensíni og olíum 6.780,7 6.806,4 |0,4%
Byggingavöruverslun 2.627,5 2.754,0 | 4,8%
Sala á bílum og bílavörum 4.073,3 4.703,6 i 15-5%H
Önnur heildverslun 20.170,4 25.128,7 24,6%
Heildverslun samtals: 36.566,2 42.337,7 115,8% m
Fiskverslun 223,5 261,4 | 17,0% ■
Kjöt- og nýlenduvöruverslun,
mjólkur- og brauðsala 8.836,5 9.212,1 | 4,2%
Sala tóbaks, sælgætis
og gosdrykkja 2.373,7 2.463,6 3,8%
Blómaverslun 384,4 417,7 8,7%
Sala vefnaðar- og fatavöru 1.425,0 1.535,1 17,7%
Skófatnaður 209,5 199,5 1-4,8%
- Bækur og ritföng 875,6 902,7 | 3,1%
-5 | Lyf og hjúkrunarvara 1.177,3 1.307,8 11,1%
| Búsáhöld, heimilis-
| tæki, húsgögn 2.415,2 2.697,9 ( 11,7%
| Úr, skartgripir, Ijós- IIHíí!
! myndavörur, sjóntæki 320,1 316,2 | -1,2%
| Snyrti- og hreinlætisvörur 159,2 168,7 6,0%
| Önnur sérverslun, s.s. sportvörur,
? leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 976,9 1.055,4 8,0%
1 Blönduð verslun 8.683,0 8.784,1 |1.2%
Smásöluverslun samtals: 28.060,1 29.322,4 | 14,5%
SAMTALS: 1 54.626,3 71.660,1 11°,9%
Tæplega 11% veltu-
aukning í verslun
HEILDARVELTA í verslun nam
alls um 71,7 milljörðum króna
fyrstu fjóra mánuði ársins og jókst
um tæp 11% frá sama tímabili í
fyrra, samkvæmt virðisauka-
skattsskýrslum. Nemur veltu-
aukningin liðlega 7 milljörðum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu frá Þjóðhagsstofnun nam
velta í heildverslun, byggingar-
vöruverslun, bílasölu, áfengis- og
tókbakssölu og olíudreifingu alls
um 42,3 milljörðum og jókst um
tæplega 16% frá árinu áður. Þá
var veltan í smásöluverslun alls
um 29,3 milljarðar og jókst um
4,5% frá árinu áður.
Þessar tölur sýna glögglega þau
auknu umsvif sem hafa orðið í
atvinnulífinu á þessu ári og koma
heim og saman við upplýsingar frá
Hagstofunni um stóraukinn inn-
flutning. Flokkunina á töflunni
verður hins vegar að taka með
þeim fyrirvara að um einhveijar
tilfærslur hafi verið að ræða milli
flokka.
Seagram setur Ron
Meyer yfir MCA
Hollywood. Reuter.
SEAGRAM-fyrirtækið hefur skip-
að Ron Meyer, áhrifamikinn um-
boðsmann kvikmyndaleikara, for-
stjóra og aðalrekstrarstjóra MCA,
sem Segram keypti 80% hlut í
fyrir 5.7 milljarða dollara í síðasta
mánuði.
Áður en Meyer varð fyrir valinu
hafði Edgar Bronfman, forstjóri
Seagrams, snúið sér til tveggja
annarra, sem til greina komu —
Barry Dillers, fyrrverandi
stjórnarformanns Fox, og Micha-
els Ovitz, stjórnarformanns um-
boðsfyrirtækisins Creative Artists
Agency.
Meyer var staðgengill Ovitz
þegar hann var forstjóri Creative
Artists og tekur við af fráfarandi
forstjóra MCA, Sidney Sheinberg,
sem hefur gegnt starfinu síðan
1973.
Almenn hefur verið búizt við
að Lee Wasserman láti af starfi
forstjóra MCA og um tíma var
talið að Bronfman tæki við störf-
um hans.
MCA hefur á sínum snærum
Universal Pictures, MCA og Gef-
fen Records, skemmtigarða og illa
statt sjónvarpsfyrirtæki.
Meyer stofnaði Creative Artists
1974 ásamt fjórum samstarfs-
mönnum, þeirra á meðal Ovitz.
Hann hefur verið fulltrúi kvik-
myndaleikara á borð við Tom Cru-
ise, Michael Douglas, Whoopi
Goldberg, Jessica Lange, Demi
Moore, Sylvester Stone og Barbra
Streisand.
Nýtt plötufyrirtæki
Jafnframt hefur MCA skipað
Doug Morris, fyrrverandi tón-
listarstjóra Time Warner, stjórnar-
formann og aðalframkvæmda-
stjóra nýs hljómplötufyrirtækis,
Rising Tide Entertainments.
Morris mun eiga helming í fyrir-
tækinu, en MCA hinn helminginn.
Hann var áður stjórnarformaður
og aðalframkvæmdastjóri Warner
Music. Seagram á stóran hlut í
Time Warner.