Morgunblaðið - 18.07.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 11
Konur sigruðu
fræga öldunga
SKAK
Polka-mótid í Prag
VERDUN,FRAKKLANDI
1.-14. júlí 1995
FIMM öflugustu skákkonur heims
kepptu gegn fimm öflugum skák-
mönnum sem allir eru komnir
yfir fimmtugt. Þótt „öldungarnir"
væru mun stigahærri en konumar
dugði það ekki til, því sænska
stúlkan Pia Cramling átti sitt
besta mót til þessa. Júdit Polgar
stóð einnig fyrir sínu og öldung-
arnir áttu ekkert svar, einungis
Viktor Kortsnoj náði að rjúfa 50%
markið. Pia Cramling vann Port-
isch í báðum skákunum og þá
Kortsnoj og Smyslov 1 ‘A— ‘A. Hún
gerði tvö jafntefli við Spasskí og
tapaði aðeins fyrir Hort. Glæsileg-
ur árangur gegn svo sterkum
skákmönnum, þótt auðvitað sé
nokkuð farið að halla undan fæti
hjá þeim.
Vassilí Smyslov stendur ávallt
fyrir sínu, þótt orðinn sé 74 ára
gamall. Hann byrjaði illa, fékk
aðeins einn og hálfan vinning úr
fyrstu fimm skákunum. En sá
gamli var ekki af baki dottinn,
heldur tók hann stúlkurnar á út-
haldinu og hlaut þrjá og hálfan
vinning úr síðustu fimm. Smyslov
hefur hækkað á stigum fyrri hluta
ársins og eftir Polka-mótið við
dömurnar verður hann vafalaust
í góðri æfingu á Friðriksmótinu í
september.
Það var hollenski auðjöfurinn
og skákáhugamaðurinn Joop van
Oosterom sem stóð fyrir mótinu
í Prag. Honum hefur ekki áður
tekist að fá jafnöfluga keppendur
í þetta skemmtilega mót.
Kvennaliðið 26 'A v.
Pia Cramling, 2510, 32ja ára, 6!A
v.
Júdit Polgar, 2.635, 18 ára, 6 ‘A v.
Xie Jun, 2.540, 24 ára, 5 v.
Zsuzsa Polgar, 2.565, 26 ára, 4 ‘A
v.
Nana Joseliani, 2.475, 34 ára, 4 v.
Öldungar 23 'A v.
Viktor Kortsnoj, 2.635 64 ára,
5‘A v.
Vasilí Smyslov, 2.565 74 ára, 5 v.
Boris Spasskí, 2.555 58 ára, 5 v.
Vlastimil Hort, 2.560 51 árs, 4’A
v.
Lajos Portisch, 2.615 58 ára, 3‘A
v.
EM 14 ára og yngri
Evrópumeistaramóti barna og
unglinga er lokið í Verdun í
Frakklandi. Árangur íslensku
keppendanna var nokkuð í sam-
ræmi við væntingar, nema hvað
vonast hafði verið til betri árang-
urs Braga Þorfinnssonar. Aðstæð-
ur á mótinu voru mjög slæmar
að sögn Braga Kristjánssonar far-
arstjóra. Víst er að af þessu hljót-
ast eftirmál, einhver skáksam-
bönd, þ.á m. það íslenska ætla
að kæra mótshaldarana til FIDE.
Meira en helmingur keppenda
var frá Austur-Evrópulöndum.
Þeir sigruðu í öllum flokkum og
aðeins fjórum V-Evrópubúum
tókst að hreppa eitt af þremur
efstu sætunum í sínum flokki.
Flokkur 13—14 ára:
1. Fedorsjúk, Úkraínu 7’A v.
2. Sjinkevitsj, Rússlandi 7 v.
3. Fressinet, Frakklandi 6 ‘A v.
Bragi Þorfinnsson varð í 20—27.
sæti með 4'A v.
Flokkur 11—12 ára:
1. Ponomarev, Úkraínu 7’A v.
2. Perunovic, Júgóslavíu 7 v.
3. Azadmanezh, Hollandi 6‘A v.
Hjalti Rúnar Omarsson varð í
34—42. sæti með 3'A v.
10 ára og yngri:
1. Naidictch, Lettlandi 7'A v.
2. Rjazantsev, Rússlandi 7‘A v.
3. Smeets, Hollandi 7 v.
Guðjón Heiðar Valgarðsson varð
í 18—23. sæti með 4 'A v.
Stúlkur, 13—14 ára:
1. Mosin, Moldavíu 7 v.
2. Kiss, Ungveijalandi 6 ‘A v.
3. Tarachowitz, Póllandi 6'A v.
Harpa Ingólfsdóttir varð í 35—36.
sæti með l‘A v.
Stúlkur 11—12 ára:
1. Matnadze, Georgíu 8'A v.
2. Tchmilyte, Litháen 7‘A
3. Gara, Ungveijalandi 6'A
Ingibjörg Edda Birgisdóttir varð
í 38—39. sæti með 3 v.
Stúlkur 10 ára og yngri:
1. Kosintseva, Rússlandi 8 v.
2. Pahtz, Þýskalandi 7 v.
3. Andreasian, Armeníu 6‘A v.
ísland átti ekki keppanda í þess-
um flokki.
Helgarskákmót 21.-23. júlí
Dagana 21.-23. júlí heldur Tafl-
félag Reykjavíkur enn eitt af sín-
um vinsælu helgarskákmótum.
Mótið fer fram í félagsheimilinu
Faxafeni 12 og hefst föstudaginn
21. júlí kl. 19.30. Því lýkur á
sunnudagskvöldið.
Umhugsunartími
1.-2. umferð: 30 mínútur
3.-7. umferð: 90 mínútur á 30 leiki
og síðan 30 mínútur til að Ijúka
skákinni
Verðlaun fara eftir þátttakenda-
fjölda. Grunnverðlaun eru: 1. sæti
kr. 20.000, 2. sæti 12.000 og 3.
sæti kr. 8.000. Fyrir hvetja 20
þátttakendur umfram 35 bætast
kr. 15.000 við verðlaunasjóðinn
(kr. 5.000 á hvert sæti).
Margeir Pétursson
Hagkaupsútsalan
heldur áfram . . .
. . . aðalútsalan í bænum!
40-70% afsláttur
NVTT GREIÐSLUKORTA TÍMABIL
HAGKAUP
fyrir fjölskylduna
og budduna