Morgunblaðið - 18.07.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 5
FRÉTTIR
Sleppibúnaður
Morgunblaðið/Ástvaldur Jóhannesson
Búnaðurinn fullreyndur
FORMAÐUR Sjómannasambands
íslands telur ekki að gefa eigi frek-
ari frest á að búa skip sleppibún-
aði fyrir björgunarbáta.
„Mér finnst þessi búnaður vera
orðinn fullreyndur og það eigi ekki
að vera um neinn frekari frest að
ræða á þessu máli,“ sagði Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambands.
í Morgunblaðinu sl. sunnudag
var greint frá því að LÍÚ hefði
sent samgönguráðuneytinu bréf,
þar sem m.a. er farið fram á að
frestur á gildistöku ákvæða í reglu-
gerð um sjósetningar- og losunar-
búnað gúmmíbjörgunarbáta, sem
skylda skipaeigendur til að hafa
slíkan búnað um borð, yrði fram-
lengdur, en að óbreyttu rennur
fresturinn út þann 1. janúar 1996.
Frekari prófana ekki þörf
„Ég skil það vel að menn skuli
ekki vilja setja vanþróaðan, dýran
búnað í skip sín sem aðeins veitir
falskt öryggi," sagði Sævar að-
spurður hvort ástæða væri til að
bíða eftir því að fleiri gerðir um-
rædds búnaðar fengju viðurkenn-
ingu áður en skylduákvæði gengu
í gildi. „En ég met það svo að
ekki þurfi að gera neinar frekari
prófanir á þessum búnaði sem búið
er að viðurkenna af Siglingamála-
stofnun. Við höfum enga ástæðu
til annars en að taka niðurstöðu
hennar gilda, og enga ástæðu til
að bíðta frekar með að fá búnaðinn
í öll skip; annað betra höfum við
ekki. Það er ekki lengur eftir neinu
að bíða, töfin á þessu máli er búin
að vera allt of löng nú þegar,“
sagði Sævar.
Áfallu
tungli
ÝMSIR trúa því að varúlfar og
aðrar óvættir fari á kreik þeg-
ar tungl er fullt. Enginn var-
úlfur var þó á ferðinni í Norð-
urmýrinni á dögunum þegar
tunglið skartaði sínu fegursta
yfir Norræna húsinu, heldur
einungis saklaus dalalæða.
♦ ♦ ♦---
Miklu stolið
í mannlaus-
um húsum
INNBROT í mannlaust hús í
Garðabæ uppgötvaðist á föstudag
og í mannlaust hús í Kópavogi á
sunnudag. Á báðum stöðum var
miklu stolið.
Húsráðendur í Garðabæ hafa
verið í burtu í nokkurn tíma og
ekki er vitað hvenær innbrotið var
framið. Úr húsinu var stolið sjón-
varpi, myndbandsupptökuvél,
myndbandstæki, hljómflutnings-
tækjum og fleiru. Einnig var stol-
ið bifreið sem stóð við húsið en
hún fannst aftur í fyrrinótt.
Húsráðendur hússins, sem brot-
ist var inn í í Kópavogi, höfðu
brugðið sér úr bænum um helg-
ina. Þegar þeir komu aftur var
búið að bijótast inn. Þeir söknuðu
sjónvarps, myndbandstækis, tölvu,
prentara, símtækis, hljómflutn-
ingstækja, bankabóka, matfanga,
áfengis og 30-40 handskorinna
kristalsglasa.
...og
höndum.
ÍSLENSK FJALLAGRÖS H F.
FÆST [ HEILSUBÚDUM OG AI’ÓTEKUM.
RÆKTAÐU ÞAÐ SEM GEFUR ÞÉR MEST
og láttu okkur tryggja þér stöðugar greiðslur - allt að 10% á ári
Viltu tryggja ... þér stöðugar greiðslur af sparifé þínu?
Viltu nýta ... bestu tækifæri sem gefast til fjárfestinga
hverju sinni?
Viltu auka ... fjárhagslegt öryggi þinna nánustu
með fjárfestingarábyrgð?
Viltu vita ... af sparifé þínu hjá traustum aðila
sem veitir þér ítarlegar upplýsingar
um eign þína á þriggja mánaða fresti?
GRUNNVAL með fjárfestingarábyrgð
er ný og einstök þjónusta fyrir sparifjáreigendur
sem enginn annar býður.
GRUNNVAL - til að njóta lífsins betur.
Komdu eða hringdu.
LANDSBREF HF.
tn. -
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík,
sími 588 9200, bréfasími 588 8598.
Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi (slands.
HÉ8 4 NÚ AUGlÝSINGASTOf A / SÍ