Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ t A JARÐVATNSBARKAR Stœrðir 50,80 og 100 mm Lengd rúllu 50 mtr. Tilvalið þar sem rœsa þarf fram land. Vara sem vinnur með þér, auðveld í meðhöndlun. yk VATNSVIRKINN HF. ARMULA 21 SIMAR 533 2020 FAX 533 2022 VELORF F Y R I R, VANDLATA TANAKA 422 vélorf fyrir bæjarfélög- og verktaka 2,3 hö. kr. 41.610 stgr. TANAKA 355 vélorf fyrir sumarbústaði 2,0 hö. kr 39.710 stgr. TANAKA 4000 vélorf fyrir heimilí og sumar- bústaði 0,8 hö. kr. 17.955 stgr. TANAKA 2800 heimilisvélorf 0,9 hö. kr. 16.055 stgr. VETRARS0L Hamraborg 1-3, norðanmegin Kópavogi. 564 18 64 Kjarni málsins! URVERINU Morgunblaðið/Haukur Andrésson SUNNUBERG GK á veiðum í Síldarsmugunni í sumar. Áttunda bezta síldarárið? ÍSLENZK fiskiskip öfluðu alls rúmlega 170.000 tonna af norsk- íslenzku síldinni nú I vor. Leyfi- legur afli Suðurlandssíldar í haust hefur verið ákveðiðinn 125.000 tonn tonn. Þvi stefnir í það að heildarsíldaraflrá árinu verði allt að 300.000 tonnum. Auk þess hafa færeysk skip landað nokkru af síld hér í vor. Verði aflinn 300.000 tonn, verð- ur það áttundi mesti síldarafli okkar á einu ári frá upphafi þeirra veiða. Það var aðeins á ævintýraárunum svokölluðu að afli fór yfir 300.000 tonnum. 1961 varð síldaraflinn 325.911 tonn og fór þá í fyrsta sinn yfir 300.000 tonnun. Aflinn náði svo hámarki 1966 í 770.698 tonnum, er svo hrundu veiðarnar, sem þá byggðust á norsk-íslenzku síldinni. 1969 var síldaraflinn 56.689 tonn og næstu árin byggðust veiðarnar á Norð- ursjávarsíld, sem mest landað var í Danmörku. Þeim veiðum lauk með útfærslu landhelgi, en um þær mundir var byrjað að leyfa veiðar úr Suðurlandssíld- inni í smávaxandi stíl. Síðustu árin hafa verið veidd rúmlega 100.000 tonn af henni. í fyrra var sildaraflinn 151.229 tonn og voru um 20.0000 tonn af því norsk-íslenzka síldin. Misjafnt í Smugunni SVALBAKUR EA 302 frá Útgerð- arfélagi Akureyrar lét úr höfn fyrir átján dögum og hefur verið níu daga á vejðum í smugunni. „Á þeim tíma hefur hann haft um 40 tonn af þorski upp úr sjó, þannig að þetta hefur verið heldur misjafnt ,“ segir Magriús Magnússon útgerð- arstjóri hjá Ú.A. „Það er eitthvað að lifna yfir svæð- inu, þótt það gangi hægt. Á laugar- daginn bættist aðeins við aflann, en datt svo aftur niður í gær.“ Már og Hegranesið voru líka við veiðar í smugunni og auk þess voru Portúgalir og Færeyingar eða sam- tals um sjö til átta togarar. „Það er búinn að vera reytingsafli en ekki meir,“ segir Magnús. „Þetta er því heldur dapurt og ekki ástæða tii að senda fleiri skip ennþá.“ ♦ ♦ ♦--- Rússar auka vinnsluna FISKVINNSLAN i Rússlandi virð- ist vera að ná sér á strik. Á fyrstu fimm mánuðum ársins jókst hún um 17% miðað við síðasta ár sam- kvæmt upplýsingum frá rússnesku hagstofunni. Var einkum um að ræða aukningu í frosnum flökum og kavíar en nokkur samdráttur var í söltuðum og reyktum fiski og í tilbúnum réttum. Skyndilokanir á loðnumiðum vegna mikillar smáloðnu í afla UNDANFARNA viku var landað tæpum 11 þúsund tonnum af loðnu um land allt, en heildaraflinn hing- að til nemur rúmum 85 þúsund tonnum. Allir íslenskir loðnubátar eru komnir í höfn, utan Sighvats Bjamasonar, sem var norðaustur af Langanesi um hádegisbilið í gær. Á föstudag tóku gilsi skyndi- lokanir á tveimur stómm loðnu- veiðisvæðum vegna þess hve hlut- fall smáloðnu var hátt af aflanum. Annað svæðið er á norðvestur- miðum, fyrir vestan 19 gráður vest- ur og sunnan við 68 gráður 10 mínútur norður, en þar mældust 62 prósent loðnunnar undir viðmið- unarmörkum. Hitt svæðið er á norðausturmið- um. Þá er fyrsti punktur 68 gráður 10 mínútur norður og 19 gráður vestur, annar punktur 68 gráður 10 mínútur norður og 18 gráður vestur, þriðji punktur 67 gráður 40 mínútur norður og 18 gráður vestur og þaðan í níutíu gráður austur að mörkum íslensku fiskveiðilögsög- unnar. í því tilviki var 86 prósent loðnunnar undir viðmiðunarmörk- um. Lokanir gilda í viku Skyndilokanirnar gilda í viku eða fram á næstkomandi föstudag. „Ég held að sjómenn séu almennt mjög sáttir við lokanimar því að loðnan er full af átu, vex og fitnar ört og verður því verðmætari vara þegar menn geta byijað að veiða aftur,“ segir Guðmundur Karlsson for- stöðumaður veiðieftirlits Fiskistofu. í dag verður fundað um lokanirn- ar hjá Hafrannsóknastofnun. „Ef við viljum að skyndilokanir verði framlengdar, þurfum við að leggja fram tillögu að reglugerð sem gild- ir til lengri tíma,“ segir Guðni Þor- steinsson hjá Hafrannsóknastofn- un. Hann segir að framlenging á lokununum sé næsta vís, því skil- yrðin séu ekki svo fljót að breytast. Veiðibann framlengt „Ef veiðibannið verður framlengt þarf að ákveða í hversu langan tíma og til hvaða fiskimiða það nær. Veiðilokanirnar ganga úr gildi á föstudag og ákvarðanir þurfa því að liggja fyrir í vikunni. Það má jafnvel búast við tillögu frá okkur á morgun, en þá á ráðuneytið eftir að fjalla um hana.“ Hafís setur strik í reikninginn „Ja, hvað á maður að segja,“seg- ir Þórhallur Jónasson, gæðastjóri hjá SR-mjöli á Siglufirði. „Þess hefði auðvitað verið óskandi að veiðarnar hefðu gengið betur. Mig rekur þó minni til þess að yfirleitt hefur stærri loðnan veiðst norðar um þetta leyti, en núna er ekki hægt að komast þangað vegna haf- íss. Þórhallur segir að aflinn sé mjög blandaður, mikið sé af smáloðnu. „Það eru allir sammála um það, sjómenn, fiskifræðingar og verk- smiðjufólk að rétt sé að bíða og sjá hvort ekki réttist úr kútnum. Við vonum að hafísinn reki lengra frá landi, vestur og norður, til þess að menn komist á þá staði sem loðnan hefur veiðst á undanfarin sumur um þetta leyti. Þórhallur segist von- ast til að menn geti aftur farið að þreifa fyrir sér eftir viku, ef veður leyfi, og veiðin fari þá að lifna aftur. HÆTTU AB RAKA Á ÞÉR PÓTLEGGINA! með ONE TOUCH háreyðingarkremunum losar þú þig við óæskileg hár á þægilegan og sársaukalausan hátt o kreminu er einfaldlega rúllað á hársvæðið og skolað af í sturtu eða baði eftir tiltekinn tíma (sjá leiðb.) o húðin verður mjúk - ekki hrjúf o ofnæmisprófað Regular fyrir venjulega húð. Bikini fyrir "bikini" svæði. ■ fyrir viðkvæma húð. Útsölustaðir: Hagkaup, apótek ogflestar snyrti- vöruverslanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.