Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 7 FRÉTTIR Starfsmaður NHK um tryggingamál þyrlna Landhelgisgæslunnar Svo stór viðskipti verður að bj óða út GISLI Maack, löggiltur vátrygg- ingamiðlari og starfsmaður breska vátryggingamiðlarans NHK Intern- ational Ltd. á íslandi, gerir athuga- semdir við ummæli Hafsteins Haf- steinssonar, forstjóra Landhelg- isgæslunnar, í Morgunblaðinu sl. laugardag. í fréttinni var fjallað um kæru NHK til fjármálaráðuneytis á útboði Ríkiskaupa á vátryggingum nýrrar björgunarþyrlu Landhelgis- gæslunnar, TF-LIF. Þar var einnig fjallað um vátryggingar hinnar þyrl- unnar, TF-SIFjar. Gísli segir að þegar Nicholson Leslie Aviation (NLA) hafi yfirtekið vátryggingar á TF-SIF í nóvember 1993 hafi iðgjöld Landhelgisgæsl- unnar af þeim tryggingum lækkað verulega. Ástæðan hafi verið sú að með því að færa vátryggingarnar yfir til Lloyd’s-miðlara (þ.e. NLA) þá hafi Landhelgisgæslan losnað við óþarfa millilið, sem var hið inn- lenda tryggingafélag, og hafi þann- ig fengið beinan aðgang að markað- inum. Forstjóri hefur ekki vald til að ákveða um svo stór viðskipti Gísli segir að í október sl. hafi farið fram útboð á vegum Ríkis- kaupa vegna þessara vátrygginga á TF-SIF, sem ekki var lokað hrað- útboð, og hafi NLA reynst vera með eina tilboðið og því jafnframt það lægsta. Hann segir því með öllu óskiljanlegt hvernig hægt sé að túlka aðgerð fjármálastjóra Land- helgisgæslunnar um færsiu vá- trygginga til NLA með þeim hætti sem forstjórinn geri, því svo virðist, að sögn Gísla, sem fjármálastjórinn hafi helst gert sig sekan um að hafa sparað íslenskum skattgreið- endum umtalsverða fjármuni. Engar efnislegar upplýsingar lágu fyrir „Forstjóri ríkisstofnunar hefur einfaldlega ekki völd til að ákveða hver eigi að hljóta viðskipti af þeirri stærðargráðu sem hér er um að ræða. Reglur ríkisins um opinber innkaup og ákvæði EES-samnings- ins kveða skýrt á um að bjóða beri þessi viðskipti út. Þegar haft er í huga að með bréfi sínu dags. 5. apríl sl. þá er forstjóri Landhelgis- gæslunnar að taka viðskipti af NLA sem NLA hafði áður unnið rétt til í útboði í október 1994 og þegar haft er í huga að þessi aðili hafði áður lækkað vátryggingarkostnað Landhelgisgæslunnar, þá er með öllu óskiljanlegt hvers vegna for- stjórinn leggur slíkt ofurkapp á að koma þessum viðskiptum aftur til Sjóvár-Almennra hf. og er það í fullkominni mótsögn við yfirlýsing- ar hans um að vilja reka Landhelg- isgæsluna á eins ódýran hátt og hægt er,“ segir Gísli. Gísli segir rétt hjá forstjóra Landhelgisgæsl- unnar að Halldór Sigurðsson, sam- starfsmaður sinn hjá NHK, og for- stjóri NHK International Ltd. hafi átt fund með honum á skrifstofu hans um miðjan mars sl. Gísli segir að af hálfu NHK hafi tilgangurinn með fundinum verið að kynna for- stjóranum starfsemi NHK og þá staðreynd að félagið hafði þá fengið útgefið íslenskt starfsleyfi til vá- tryggingamiðlunar. Gísli segir að forstjórinn hafi upplýst að bjóða ætti tryggingarnar út á vegum Rík- iskaupa fyrir lok apríl. Engar efnis- legar upplýsingar um mat á vá- tryggingunni hafi verið veittar á fundinum og séu fullyrðingar um annað rangar. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en við afhend- ingu útboðsgagna þann 6. júní gem fyrstu efnislegu upplýsingarnar um vátryggingarnar hafi borist NHK og þær síðustu hafi verið að berast allt til 13. júní eða þremur dögum fyrir skil á tilboðum. Gísli segir rétt hjá forstjóra Land- helgisgæslunnar að tiiboð NHK Int- ernational Ltd. hafi verið töluvert hærra en tilboð Sjóvár-Almennra hf. og megi rekja það til þeirrar staðreyndar að Landhelgisgæslan hafði tilkynnt vátryggjendum að Sjóvá-Almennum hf. hefðu verið veitt einkaumboð til að annast um allar núverandi og framtíðarvá- tryggingarþarfir stofnunarinnar í bréfi dags. 5. apríl sl. Þrír dagar dugðu ekki til að skila raunhæfu tilboði Þegar þessi staða hafi verið ljós hafi NHK átt um tvo kosti að velja, þ.e. að senda inn tilboð sem vitað var að var of hátt eða að gera ekki tilboð og missa þar með andmælis- rétt í málinu og því hafi fyrri kostur- inn verið valinn. Þrátt fyrir þessar hindranir hafi NHK tekist á síðustu dögum tilboðs- frestsins að finna vátryggjanda í öðru EES-landi, sem hafi .gefið í skyn að hann væri tilbúinn til að bjóða umtalsvert lægra iðgjald held- ur en hafi síðan reynst lægst við opnun tilboða. Til að útfæra það tilboð nánar hafi hins vegar þurft a.m.k. fimm virka daga, sem þá hafi ekki verið fyrir hendi vegna þess hve nauðsynlegar upplýsingar hafi borist seint frá Ríkiskaupum. „Því fór sem fór,“ segir Gísli. Fjármálaráðuneytinu hafa borist greinargerðir frá Landhelgisgæsiu og Ríkiskaupum um málið og hefur falið lögmanni að skila lögfræðiáliti um málið. Að sögn Þórhallar Ara- sonar, skrifstofustjóra í fjármála- ráðuneytinu, er stefnt að því að ljúka málinu innan tveggja til þriggja vikna. Mikilvægi upplýsinga til stjðrnunar í rekstri eykst með degi hverjum Takmarkast rekstur þinn vegna skorts á upplýsingum? Concorde XAL upplýsingakerfi og bókhald. Alhliða upplýsingakerfi án takmarkana. Hátækni til framfara M Tæknivai Skeifunni 17 • Sími 568-1665 Best búni smábíllinn! Qfto s?%'re>T GöOoo Clio RT, aukabúnaður á mynd álfelgur REYNSLUAKTU RENAULT, ÞAÐ ER VEL ÞESS VIRÐI • Vökvastýri • Öryggisbitar í hurðum • Öryggisbeltastrekkjari • Rafdrifnar rúður • Rafdrifnir speglar Fjarstýrðar samlæsingar Fjarstýrt útvarp Niðurfellanleg aftursæti Snúningshraðamælir Samlitir stuðarar Litað gler Velúr innrétting 1 Þurrka að aftan 1 Hliðarlistar ■ Olíuhæðarmælir V RENMJLT RENNUR UT! ÁRMÚLA 13 SÍMI 568 1200 BFtYNJAR HÖNNUN I / RÁÐGJÓF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.