Morgunblaðið - 18.07.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 19
Reuter
Fólk hrynur niður
í hitabylgju
Chicago. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 130 manns
höfðu látið lífið af völdum
fimm daga hitabylgju í mið-
vestur- og austurhluta Banda-
ríkjanna á sunnudag og dánar-
talan gæti hækkað þar sem
eftir er að rannsaka 200 dauðs-
föll til viðbótar.
Methiti var í Chicago, 41
stig á Celsius, á fimmtudag og
öll líkhús fylltust, þannig að
nota varð flutningabíla með
kæla til að geyma lík sem biðu
krufningar. Richard Daley,
borgarstjóri Chicago, sagði að
dánartalan ætti örugglega eft-
ir að hækka þar sem vitað
væri um 339 dauðsföll, sem
ekki tengdust ofbeldi, frá því
á fimmtudag. „Það er skelfi-
legt þegar fólk hrynur svona
niður,“ sagði hann.
Edmund Donahue, emb-
ættismaður sem sér um rann-
sókn dauðsfallanna, sagði að
ástandið væri einsdæmi og að
þessir langvinnu hitar hefðu
valdið fleiri dauðsföllum en
mannskæð flugslys. „Ég hef
aldrei séð neitt þessu líkt,“
bætti hann við.
Þeir sem létust af völdum
hitabylgjunnar voru flestir
aldraðir, en einnig nokkur
börn, þeirra á meðal tveir
drengir sem barnfóstra skildi
eftir í læstum bíl í klukku-
stund.
Hitabylgjan var að mestu
gengin yfir á sunnudag og í
gær var hitinn um 32-37 gráð-
ur og jafnvel lægri í miðvestur-
hlutanum og á austurströnd-
inni.
Bændur urðu einnig fyrir
miklu tjóni vegna hitabylgj-
unnar. Aætlað er að 3-4.000
nautgripir hafi til að mynda
drepist í Iowa, 600.000 lyúkl-
ingar, 250.000 kalkúnar og
meira en 300 svín.
Deilur á heimsþingi jólasveina
Finnskijóla-
sveinninn útlægur?
Kaupmannahöfn. Reuter.
ÞRITUGASTA og annað heims-
þingjólasveina hófst í sumablíð-
unni í Kaupmannahöfn í gær.
Finnar, sem segja að Lappland
sé hið eina sanna heimaland
sveinsins, inæta ekki til ráð-
stefnunnar, og eiga nú á hættu
að verða gerðir útlægir úr sam-
félagi sveinanna.
Eitthundrað þijátíu og tveir
rauðklæddir jólasveinar frá
fimmtán löndum eru mættir til
þingsins.
Þeir koma meðal annars frá
Norðurlöndunum, Bandaríkjun-
um, Malasíu, Ástralíu og Tyrk-
landi, þar sem Heilagur Nikul-
ás, verndardýrlingur barna,
fæddist og bjó alla sína tíð á
þriðju öld.
ERLEIMT
Her Serba sækir
óhindrað að Zepa
Reuter
FLÓTTAMENN mótmæltu fyrir utan flugstöd SÞ á griðasvæðinu
í Tuzla í gær og kröfðust þess að haft yrði uppi á mönnum þeirra,
sem saknað er eftir að Serbar lögðu undir sig Srebrenica. Á einu
skiltinu eru friðargæslusveitirnar lagðar að jöfnu við fasista.
Ákvörðun um að-
gerðir bíður ráð-
herrafundar ESB
París, Sarajevo, Washingfton, London, Tuzla.
Reuter, Daily Telegraph.
ENGIN ákvörðun var tekin á fundi
yfirmanna heija Bandaríkjamanna,
Breta og Frakka í London í gær
um að grípa til aðgerða til að verja
griðasvæði Sameinuðu þjóðanna í
austurhluta Bosníu. Málið bíður ráð-
herrafunds Evrópusambandsins
(ESB) eftir helgi. Sókn Bosníu-
Serba að Zepa hélt áfram í gær og
var búist við að bærinn myndi falla
þá og þegar. Um 30 þúsund manna
er saknað frá bænum Srebrenica,
sem féll í hendur Serbum í síðustu
viku.
Bosníu-Serbar mættu lítilli and-
spyrnu er þeir sóttu að Zepa á
sunnudag og létu sér gagnrýni
heimsbyggðarinnar sem vind' um
eyru þjóta. Hermenn bosnískra
stjórnvalda höfðu gert vopn 79
úkraínskra friðargæsluliða í Zepa
upptæk, en þeim gekk þó erfiðlega
að hefta för Serbanna.
Zepa gefin upp á bátinn
„Við höfum gefið Zepa upp á
bátinn,“ sagði vestrænn stjórnarer-
indreki í samtali við dagblaðið The
New York Times í gær. „Eina spurn-
ingin nú er hvort ný mörk verða
dregin og þá hvar.“
Zepa er annað griðasvæðið af
þremur, sem Serbar gera sókn að í
austurhluta Bosníu. Serbar hafa lýst
yfir því að þriðja svæðið, Gorazde,
sé næst. Falli Gorazde, þar sem nú
eru um 60 þúsund manns, myndi
straumurinn standa til Sarajevo,
sem er ekki í nema um 70 km fjar-
lægð. Ibúar Sarajevo búa nú þegar
við matarskort og mikil þrengsl
vegna umsáturs Serba um borgina.
30 þúsund saknað
Serbar hafa viðurkennt að hafa
í haldi menn á aldri til að gegna
hermennsku, en útilokað er að það
séu 30 þúsund manns.
Sameinuðu þjóðirnar höfðu 47
þúsund manns á skrá í Srebrenica,
en aðeins 16 þúsund flóttamenn
þaðan eru komnir til griðasvæðis
SÞ í Tuzla. Bosníu-Serbar höfðu
meinað Sameinuðu þjóðunum að-
gang að Potocari og Bratunac, þar
sem talið er að fólk frá Srebrenica
sé í haldi, en Carl Bildt, sáttasemj-
ari Evrópusambandsins, sagði í
sjónvarpsviðtali á sunnudag að þeir
hefðu heitið því að Rauði krossinn
fengi að fara um svæðið og skrá
þá, sem í haldi eru.
Frakkar sögðu í gær að stuðning-
ur væri að aukast við þá hugmynd
að nauðsynlegt væri að stöðva sókn
Bosníu-Serba. Þá greindu bæði
tímaritið Newsweek og dagblaðið
Daily Telegraph frá því að Banda-
ríkjamenn væru komnir á fremsta
hlunn meðað senda þyrlur til að
flytja hið svokallaða hraðlið Breta
og Frakka til griðasvæðanna.
Ákvörðun um þyrlur fyrir
föstudag
Newsweek sagði að verið væri
að íhuga að senda allt að 200 þyrl-
ur og herflugvélar, en Mike
McCurry, talsmaður Bills Clintons
Bandaríkjaforseta, kvaðst hvorki
játa, né neita. Hann sagði þó að
ákvörðun yrði tekin fyrir föstudag.
Malcolm Rifkind, utanríkisráð-
herra Breta, sagði í gær að aðstoð
Bandaríkjamanna myndi skipta
sköpum: „Hvorki Frakkar né Bretar
hafa þyrlur í Bosníu, sem mætti
nota til að efla Gorazde."
Dagblaðið The Washington Post
hafði í gær eftir bandarískum emb-
ættismanni að hvernig, sem brugð-
ist yrði við í Bosníu, yrðu Banda-
ríkjamenn flæktir í málið.
„Annað hvort skerumst við í leik-
inn til að hjálpa Evrópumönnum að
vera áfram, eða við skerumst í leik-
inn til að hjálpa þeim að komast
burt,“ sagði embættismaðurinn.
Sérfræðingar bæði innan og utan
Bandaríkjastjórnar segja að þann
lærdóm megi draga af atburðum
síðustu viku að sú stefna Bills Clint-
ons Bandaríkjaforseta að láta Evr-
ópu axla ábyrgðina af ástandinu í
Bosníu og tryggja að bandarískir
hermenn taki ekki upp vopn þar
hafi beðið skipbrot.
Þrjú griðasvæði efld
John Shalikashvili, forseti banda-
ríska herráðsins,Jacques Lanxade,
aðmiráll í franska hernum, og Peter
Inge, marskálkur úr breska hernum,
ræddu stöðuna í Bosníu í gær. Will-
iam Perry, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði að tilgangur
fundarins, sem hófst á sunnudag,
væri „hvað við getum gert til þess
að styrkja þessi þijú svæði -
Gorazde, Sarajevo og Bihac“ og gaf
þar með í skyn að ekki yrði reynt
að ná Srebrenica eða Zepa aftur
úr höndum Serba. Þess er vænst
að Shalikashvili, Lanxade og Inge
skili skýrslu, sem verði rædd á fundi
utanríkisráðherra Evrópusam-
bandsins í Brussel nk. mánudag.
Ráðleysi Vesturlanda var ofar-
lega á baugi í fréttaskýringum evr-
ópskra og bandarískra dagblaða og
tímarita um helgina. Vikublaðið The
European sagði í leiðara að Sre-
brenica væri „aðeins nýjasti þáttur-
inn í hörmulegum kafla fyrir samfé-
lag þjóðanna í heild sinni“.
Tímaritið The Economist sagði
að nú væri kominn tími til að bregð-
ast við eða draga sig í hlé.
Það er myrkur tónn í fréttaskýr-
ingu, sem birtist í dagblaðinu Inter-
national Herald Tribune í gær: „Sú
stórveldaskipan, sem komið var á í
Evrópu eftir heimsstyijöldina síðari,
leið ekki undir lok við hrun kom-
múnismans áriðo 1989, heldur við
fall Srebrenica árið 1995, fyrir hendi
þjóðernishyggju, haturs þjóðarbrota
og fjarstæðukenndrar pólitíkur.
Fyrirstríðsárin eru hafin,“ skrifaði
William Pfaff og bætti við: „Samein-
uðu þjóðirnar afvopnuðu bosníska
varnarliðið í Srebrenica fyrir 30
mánuðum og lofuðu í staðinn að
griðasvæði þeirra yrði verndað. í lok
síðustu viku vörðust friðargæslu-
sveitir SÞ í Gorazde tilraunum
bosnískra varnarliða til að endur-
heimta þungvopnin, sem Sameinuðu
þjóðirnar tóku af þeim.“
T
ALOE VERA-gelið er ómissandi
í sólarlandaferðina (fyrír og eftir sól).
ALOE-VERA 98% gelið frá JASON
er kristaltært eins og ómengað
lindarvatnið úr lireinni náttúrunni.
APÓTEK
Áríðandi er að hafa í liuga að aðeins
ALOE VERA-gel án litar- og ilmefna
gefur áþreifanlegan árangur.
98% ALOE VERA gel frá Jason á
hvert heimili scm fyrsta hjálp
(First Aid).
98% ALOE VERA-gel frá JASON
fæst í apótekinu.
I
Verð aðeins kr.
L| 47.700
Fyrirferðarlítill
og handhægur.
Auðveldur í
allri notkun.
I Fjöldi inn-
I byggðra
m möguleika.
ÞOR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - Sfmi 461-1070