Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚIÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR ég skrifaði grein í Morg-
unblaðið um einkarekstur og opin-
beran rekstur óraði mig ekki fyrir
þeim hörðu viðbrögðum sem urðu
hjá leiðarahöfundi blaðsins. Það fer
þó ekki hjá því að undir niðri örlar
á dálítilli sjálfsánægju yfir að stærsta
blað landsins skuli nota sunnudags-
leiðarann til að svara. Grein mín var
skrifuð í framhaldi af því að Morgun-
blaðið hvatti til umræðu um þessi
mál og tók ég þeirri áskorun, en til
þess að umræðan verði einhvers virði
er nauðsynlegt að hún sé málefna-
leg. Sú þjónusta sem ég fékk hjá
Morgunblaðinu varðandi birtingu
greinarinnar var til fyrirmyndar og
fyrir pláss í laugardagsblaði á góðum
stað, þrátt fyrir að seint hafi verið
skilað handriti ber að þakka. Vegna
ummæla í leiðaranum tel ég nauð-
synlegt að fram komi að þessar
greinar túlka mínar eigin skoðanir
en eru ekki sendar út í nafni Pósts
og síma.
í hinum nýja leiðara blaðsins kem-
ur fram að mér tókst ekki að koma
öllum atriðum til skila eins og ég
hefði viljað. Leiðarahöfundur spyr í
forundran hvað í ósköpunum ég eigi
við þegar ég sagði hagsmuni neyt-
enda oft fyrir borð borna með kröfu
um að ríkið hætti afskiptum af
ákveðnum þjónustuþáttum og að það
standi alls ekki í samkeppni við
einkaaðila. Blaðið telur varla til dæmi
um að þjónusta versni, ef opinber
afskipti af henni hætta.
Dæmi um þetta var þó nefnt í
grein minni þar sem lýst var hvemig
gefist hefði að hafa sölu farsíma án
þátttöku ríkisins en einmitt sú sam-
keppni hefur verið gagnrýnd af Mbl.
þrátt fyrir að verð hafi lækkað veru-
lega þegar Póstur og sími kom inn
í myndina. Síðar í leiðaranum reynir
höfundur að finna skýringar á því
hvers vegna samkeppni einkafyrir-
tækjanna skilaði ekki lægsta mögu-
lega verði til neytenda og nefnir í
því sambandi einokunaraðstöðu eða
sterka vígstöðu í skjóli fákeppni.
Þessar skýringar eru út í hött þar
sem tíu fýrirtæki tóku þátt í sam-
keppninni og því tryggt að ekki var
um einokun eða fákeppni að ræða.
í leiðaranum er sagt að ég hafi
gefið í skyn að söluaðilar farsíma
hafi haft samráð sín á milli og skil
ég ekki hvernig hægt er að draga
þá ályktun af því sem ég skrifaði.
Þvert á móti er ég sannfærður um
að enginn þessara tíu aðila var of
vel haldinn af þessum viðskiptum
meðal annars vegna þess að hver
fyrir sig þurfti að tryggja viðgerðar-
þjónustu fyrir sína tegund og salan
var einungis um 150
símar á ári hjá hveijum
aðila að meðaltali.
Hér erum við komin
að hinni raunverulegu
ástæðu fyrir því að ekki
gafst betur að láta
einkafyrirtækin alger-
lega sjá um farsímasöl-
una. Markaðurinn var
einfaldlega of lítill og
fyrirtækin of mörg til
að markaðslögmálin
virkuðu sem skildi.og
hvert fyrirtæki seldi svo
lítið að þau voru ekki í
neinni aðstöðu til að
semja um betri kjör hjá
framleiðendum. Þegar
verðlækkanir fóru að
líta dagsins ljós erlendis
skiluðu þær sér ekki hingað á sama
hátt sennilega vegna þess að fram-
leiðendur sáu sér ekki hag í mark-
aðsátaki á þessum litla markaði.
Það er staðreynd að verðið byijaði
fyrst að lækka þegar Póstur og sími
kom inn í samkeppnina og ekki er
hægt að halda því fram að sömu
lækkanir hefðu skilað sér hvort sem
væri, því ef svo hefði verið hefðu
ekki komið til allar þær kærur og
kvartanir sem fylgdu í kjölfar verð-
lækkana. Sumarið 1994 kærði Versl-
unarráð Póst og síma fyrir Sam-
keppnisstofnun í kjölfar verðlækkun-
ar og sakaði fyrirtækið um að greiða
niður tækjaverð með hærra verði á
annarri þjónustu. Samkeppnisstofn-
un komst að þeirri niðurstöðu að
athuguðu máli að ekkert væri at-
hugavert við verðlagninguna og
álagning stæði fyllilega undir kostn-
aði.
Leiðarahöfundur tekur fram að
hann sé ekki að saka Póst og síma
um að greiða tækjaverð niður með
þjónustugjöldum en blaðið hefur þó
oft áður bent á að um slíkt gæti
verið að ræða. í ljósi þess er illskiljan-
legt hvernig hann kemst að því að
samanburður á verði fyrir GSM-þjón-
ustu hér og í Þýskalandi sé ófull-
nægjandi, þár sem tækjaverð vanti.
Ef tækjaverð hefði verið niðurgreitt
með verði þjónustunnar hér væri
þjónustan væntanlega óeðlilega há
en ekki lægri en hjá öðrum aðilum.
Verð á tækjum á ekkert erindi inn
í þennan samanburð þar sem notend-
ur geta keypt sér tæki hvar sem
þeir óska innanlands eða utan og
m.a.s. geta kaupendur ákveðinnar
bílategundar fengið GSM-síma á
undir 10.000 kr.
Ég hef á tilfinningunni að það hve
mikið ódýrari þjónustan er hjá ís-
lenska ríkisfyrirtækinu
heldur en einkafyrir-
tæki í Þýskalandi fari
ofurlítið í taugarnar á
leiðarahöfundi og þess
vegna afgreiði hann
samanburðinn sem
ófullnægjandi. Setjamá
verðsamanburðinn upp
á örlítið annan veg og
skoða hvað notandi sem
notar símann 5 mínútur
á dag alla virka daga
eða í 250 daga á ári
þyrfti að greiða árlega.
Fyrir þessa notkun
myndi notandi í Þýska-
landi greiða um 40.000
kr. í afnotagjöld og
tæplega 80.000 kr. fyr-
ir notkunina eða sam-
tals um 120.000 kr. Notandi hjá
Pósti og síma þyrfti að greiða 7.600
kr. í afnotagjöld og tæp 32.000 kr.
fyrir notkunina eða samtals um
40.000 kr. Mismunurinn á einu ári
er um 80.000 kr. og fyrir það má
kaupa nánast hvaða GSM-síma sem
er.
í leiðaranum segir einnig að það
sé staðreynd að verð á GSM-símum
hafi lækkað á íslandi vegna sam-
keppni einkafyrirtækja við Póst og
síma. Þama erum við algerlega sam-
mála og skulum því vona að þessir
aðilar eigi eftir að keppa sem lengst
á markaðinum til áframhaldandi
hagsbóta fyrir neytendur.
Við erum hins vegar ekki sam-
mála um mikilvægi þess að erlend
fyrirtæki komi inn í rekstur íslenskra
fjarskipta. Á undanförnum árum
hefur það gerst í nokkrum löndum
þriðja heimsins að fjarskiptaþjónusta
hefur verið afhent erlendum aðilum
vegna vanmáttar heimamanna, en
flestir eru sammála um að á öld
upplýsinganna séu fjarskipti nánast
lífæðar þjóðfélaganna, og því algert
neyðarúrræði að láta þau í hendur
erlendra aðila.
Þó í upphafi verði sagt að hér eigi
einungis að vera um samkeppnisaðila
að ræða þá segir reynslan að ef illa
gengur krefjast skoðanasystkin leið-
arahöfundar þess að Póstur og sími
hætti rekstrinum, þar sem ríkið eigi
ekki að keppa við einkaaðila eða
skipta sér af hlutum sem aðrir geti
séð um.
í grein minni 15. júlí hvatti ég til
þess að menn íhuguðu hveijar afleið-
ingar samkeppninnar yrðu ef hafinn
yrði rekstur annars GSM-kerfis og
segir Mbl. að engin rök séu fyrir því
að hafna beiðni um rekstrarleyfi og
að erlendir aðilar muni greiða tapið
ef um það yrði að ræða! Ég tel þó
mun áhugaverðara að menn velti
fyrir sér hveijar afleiðingarnar verða
ef ekki verður tap á rekstrinum og
tvö GSM-kerfí verða rekin hér hlið
við hlið. Islenskir notendur myndu
þá með sínum gjöldum standa undir
rekstri tveggja kerfa í stað eins, sem
fyllilega gæti þjónað öllum notendun-
um. Það er mér gjörsamlega hulið
hvemig hægt er að leiða rök að því
að gjöldin muni lækka við þetta.
Það er ljóst að þjónustugreinar
þær sem Póstur og sími sinnir eru
misjafnlega arðbærar og að megin-
hluti þeirra tæplega þúsund milljóna
sem fyrirtækið greiðir í ríkissjóð
koma frá almennu talsímaþjón-
ustunni og farsímaþjónustunni. Þess-
ar greinar standa einnig undir tapi
á öðrum þjónustugreinum, en til
Viðskipti Pósts og síma
og Morgunblaðsins eru
ekki einungis í aðra átt-
ina heldur er Póstur og
sími stór kaupandi að
auglýsingum í blaðinu.
Bergþór Halldórsson
dregur því þá ályktun
af leiðaranum að ekki
hvarflaði að nokkrum
starfsmanni einkafyrir-
tækisins að vera með
„skæting“ í garð svo
stórs viðskiptavinar.
skamms tíma þurfti símaþjónustan
að greiða háar upphæðir með póstin-
um sem heild, en úr því hefur dregið
verulega.
Greinar sem eru reknar með halla
eru t.d. skeytaþjónusta og póstþjón-
usta í dreifbýli eins og kom fram í
fyrri grein minni. Leiðarahöfundur
tók það mjög óstinnt upp að ég skyldi
tala um félagslega aðstoð og telur
að einkafyrirtæki myndi bjóða við-
skiptavinum afslátt af mikilli notkun
en ekki vera með „skæting" við við-
skiptavini. Ég get fallist á að fínna
hefði mátt heppilegra orð en „félags-
leg“ en aðalatriði málsins er hins
vegar það að póstþjónusta í dreifbýli
er rekin með tapi og þeir sem nota
þá þjónustu greiða ekki kostnaðar-
verð fyrir hana og verður kostnaður
því að greiðast af öðrum tekjum.
Um afsláttinn er það að segja að í
gjaldskrá og reglum um póstþjónustu
eru boðin mun lægri gjöld fyrir út-
burð á blöðum en fyrir almennan
póst og að auki er heimild til að
veita m.a. blöðum sem fjalla um
stjómmál viðbótarafslátt. - Morg-
unblaðið eins og öll önnur dagblöð
fá allan þann afslátt sem heimilt er
að veita, en mín skoðun er sú að
opinberu þjónustufyrirtæki ætti að
vera óheimilt að veita afslátt af þjón-
ustu sem fyrirsjáanlega verður rekin
með tapi.
Viðskipti Pósts og síma og Morg-
unblaðsins eru ekki einungis í aðra
áttina heldur er Póstur og sími stór
kaupandi að auglýsingum í blaðinu
og því mætti draga þá ályktun af
leiðaranum að ekki hvarflaði að
nokkrum starfsmanni einkafyrirtæk-
isins að vera með „skæting" í garð
svo stórs viðskiptavinar. Ef þetta
óheppilega orðaval mitt flokkast und-
ir skæting væri gaman að heyra
hvað höfundur kallar skrif eins og
ítrekað birtast t.d. hjá Víkveija þar
sem reynt er að gera þjónustu góðs
viðskiptavinar tortryggilega. (Síðast
Víkveiji 11. júlí sl.). Gerir ekíri höf-
undur einfaldlega mun meiri kröfur
til háttvísi opinberra starfsmanna en
sinna eigin.
I lok greinarinnar upplýsir höfund-
ur að þjónusta Pósts og síma á sviði
Internetsins sé ófullnægjandi og seg-
ir að menntamálaráðherra hafi líkt
tengingunni við útlönd við kerru-
stíga.
Póstur og sími er ekki með neina
þjónustu ennþá á sviði Intemetsins,
hún er algerlega í höndum einkaað-
ila, sem bera alla ábyrgð á kerrustíg-
unum. Hver sem er getur fengið
leigða upplýsingahraðbraut. til út-
landa. Leigulínur milli Ianda með
nánast hvaða bandbreidd sem er
standa öllum til boða og því stendur
á þjónustuaðilum að breikka kerru-
stígana þó Póstur og sími hafi boðið
verulegan afslátt af sínum hluta leig-
unnar, en um helmingur hennar fer
til hins viðskiptalandsins.
Síðastliðinn vetur lagði Fjarskipta-
svið Pósts og síma fram tillögu að
lausn sem fólst í því að fyrirtækið
sæi um hraðbraut til útlanda og seldi
þjónustuaðilum innanlands aðgang
að Internetinu hérlendis í stað þess
að leigja þeim línu til útlanda. Þess-
ari tillögu var hafnað, þannig að
fyrirtækið ber ekki ábyrgð á kerru-
stígum Internetsins.
Höfundur er yfirverkfræðingur
hjá Pósti og síma.
________________AÐSEIMPAR GREIMAR_
Ríkisrekstur o g samkeppni
Bergþór
Halldórsson
Endurheimt Brimnesskóga
FRÁSÖGN Ara Þorgilssonar í ís-
lendingabók um að Island hafi verið
viði vaxið á milli fjalls og fjöru er
kunnari en frá þuríí að segja. Önnur
frásögn úr sömu bók er ekki jafn-
fleyg en fjallar þó óbeint um hið
sama, nefnilega landkosti á íslandi
til foma. Þar segir Ari frá landnámi
Þóris dúfunefs, leysingja Yxna-Þóris
sem kom á skipi sínu í Gönguskarðsá-
rós við Sauðárkrók. Enn fremur seg-
ir: „í þann tíma kom út skip í Kol-
beinsárósi, hlaðið kvikfé, en þeim
hvarf í Brimnesskógum unghryssi
eitt, en Þórir dúfunef keypti vonina
og fann síðan. Það var allra hrossa
skjótast og var kölluð Fluga “.
Má svo að orði komast að í Brim-
nesskógum sé upphaf glæstrar
hrossaeignar Skagfirðinga svo og
upphaf skógaeyðingar á Islandi.
Eins og allir vita hefur samspil
búsetu manna og náttúru stuðlað að
hnignun upprunalegs skóglendis í
gegnum tíðina allt til þessa dags og
er mál að linni. Þjóðin hefur barist
fyrir lífi sínu í landinu með kjafti og
klóm og lái henni hver sem vill. Varla
er mannsaldur síðan farið var að
spyma við fótum, með því að girða
af og friða skógarleifar. Hugsjón
ungmennafélagsmanna í upphafi ald-
arinnar um að klæða landið skógi
að nýju fór um eins og
eldur í sinu. Frá lokum
síðustu heimsstyijaldar
hafa framfarir í ís-
lenskri skógrækt orðið
gríðarmiklar og liggur
að baki óbilandi trú, elja
og þrautseigja frum-
kvöðlanna. A síðustu
árum hafa æ markviss-
ari tilraunir og rann-
sóknir verið gerðar ís-
lenskri skógrækt til
framdráttar og verður
svo vonandi um ókomna
tíð. Menn hafa lært af
reynslunni og mistök-
unum. Stundum hefur
reynslan verið dýr-
keypt, en á heildina séð
er árangurinn frábær; nytjaskógrækt
á íslandi er staðreynd og viðarfram-
leiðslan stenst fyllilega erlendan sam-
anburð. Við höfum gengið götuna,
til góðs væntanlega, sveiflað haka
og ræktað nýjan skóg! Hvernig skóg?
Við höfum ræktað skóg innfluttra
trjátegunda, miklu kostameiri en þær
innlendu. En við höfum ekki endur-
heimt íslenska Brimnesskóga í
þrengstu merkingu þess orðs.
Nánast hvert sem litið er eru „ís-
lensku Brimnesskógarnir" útlensku-
skotnir, þar vaxa erlend-
ar tegundir í bland.
Á Þingvöllum, í Þórs-
mörk og Þjórsárdal eru
útlendir barrviðir. I Bæj-
arstaðaskógi er lúpína
og í Ásbyrgi og Dimmu-
borgum getur að líta
föngulegt lerki og sí-
græn barrtré.
Ekkert var eðlilegra
en að frumkvöðlarnir
gerðu tilraunir með inn-
fluttar tijátegundir inn-
an girðinga og í skjóli
íslenska birkisins við
þær aðstæður sem þá
ríktu.
Síðan þetta var hafa
viðhorf til umhverfísins
og allar aðstæður breyst. Búskapar-
hættir hafa breyst, velmegun hefur
aukist með þjóðinni og umhverfisvit-
und okkar Islendinga hefur vaknað
af þúsund ára þymirósarsvefni. Við
lítum á landið allt sem sameiginlegan
þjóðgarð sem þarf nýta skynsamlega
um alla framtíð.
Ný og gróðavænleg sjónarmið eru
farin að ríkja við uppgræðslu lands
og endurheimt landgæða. Þetta eru
sjónarmið velmegandi fyrirtækja í
landinu sem vilja bæta ímynd sína
í augum viðskiptavina sinna. Þetta
er listin að græða með því að græða
upp land. Gott og vel.
Tæknin, þekkingin og reynslan
er fyrir hendi og nú þegar markar
fyrir fyrsta sporinu, því meðal ann-
ars hafa verið valin fegurstu trén í
Bæjarstaðaskógi til undaneldis.
Þeim er fjölgað með svokallaðri klón-
un, en klónun er sérhæfð ræktunar-
aðferð sem líkja má við græðlinga-
töku. Með klónun má fá óendanlega
í nýjum Brimnesskóff-
um verður, að mati
Steins Kárasonar, ís-
lenzk flóra allsráðandi.
marga einstaklinga undan „móðurp-
löntunum" og „afkvæmin" verða
nákvæmlega eins og „foreldrið".
Þessi aðferð er aðeins á færi sér-
fræðinga og við fullkomnustu að-
stæður. Fjölgun birkis með fræi í
þessu samhengi er síðri að því leyti
til að breytileiki þess er mikill og
einungis annað foreldrið er þekkt.
Því eru mestar líkur á að útkoman
verði í bland, miður góð. Því þarf
að velja úr bestu plönturnar og
henda þeim lakari. Sáning er því
miklu tímafrekari aðferð en klónun
en sambland klónunar og sáningar
væri viturlegasta aðferðin.
Birkifræ og birkiplöntur ætti ekki
að óþörfu að flytja á milli lands-
hluta. Rökin fyrir þessu eru meðal
annars þau að birki sem vaxið hefur
frá örófi alda til dæmis í Bæjarstaða-
skógi hefur í tímans rás aðlagað sig
staðbundnu loftslagi og birtuskilyrð-
um og hentar þar af leiðandi best
til ræktunar sunnanlands. Með sömu
rökum ættu Skagfirðingar að sækja
sinn efnivið í nýjan Brimnesskóg í
Fögruhlíð, Merkigil eða í Hrolleifs-
dal. Eyfirðingar í Vaglaskóg og
Borgfirðingar í Húsafellsskóg.
Óþarft er að fara yfir lækinn til að
sækja vatnið en hafa þó það sem
viturlegast þykir.
í „nýjum Brimnesskógum" verður
íslensk flóra allsráðandi og þar mun
ekki einvörðungu vaxa íslensk ilm-
björk, heldur fjöldi víðiblendinga,
ilmreynir á stangli svo og einir, lyng
og blæösp ásamt fjölda blómplantna.
Til að þessi sýn verði að veruleika
þurfa fjársterk, leiðandi fyrirtæki
og einstaklingar í hverju héraði að
taka frumkvæðið. Þá mun þess
skammt að bíða að Skagfirðingar
muni á ný leita hrossa sinna í endur-
heimtum Brimnesskógum.
Höfundur er skrúðgnrðyrkju-
meistari og fyrrv. landvörður.
Steinar
Kárason