Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 29 MAGNEA SÖRENSDÓTTIR + Magnea Hólm- fríður Sörens- dóttir var fædd í Grænuhlíð á Hellis- sandi 7. jan. 1921. Hún lést í Landspít- alanum 7. júli sl. Foreldrar hennar voru Kristín E. Jónsdóttir, Hellis- sandi, dóttir Jóns Guðmundssonar og Sigurlínar Jónsdótt- ur, sem bæði voru ættuð af utanverðu Snæfellsnesi, og Sören Valentínus- son skipstjóri og síðar segla- saumarí í Keflavík, sonur Va- lentínusar Oddssonar skipstjóra og Gróu Davíðsdóttur sauma- konu í Stykkishólmi. Sören gift- ist Vigdísi Guðbrandsdóttur í Keflavík sem áður átti soninn Karl Björnsson seglasaumara sem nú er látinn. Systkini Magneu samfeðra eru Sigurður, skipaleiðsögumaður í Stykkis- hólmi, Sigríður, skrifstofumað- ur og húsmóðir í Kópavogi, Jó- hann, matsveinn og hljóðfæra- leikari, búsettur í Bandaríkjun- um, Guðbrandur, starfsmaður Flugleiða, búsettur í Keflavík, Sævar, raffræðingur, búsettur í Keflavík, og Gróa, verslunar- maður og húsmóðir, búsett í Bandaríkjunum. Kristín, móðir LÍFSGÖNGU tengdamóður minnar er lokið. Hún fékk hægt andlát á krabbameinsdeild Landsp- ítalans eftir þungbær veikindi. Lengst af ævi sinnar var Magnea hraust og hafði mikið starfsþrek, en fyrir um sjö árum varð vart þess sjúkdóms sem nú hefur lagt Magneu, giftist Snæbirni Þorláks- syni á Hellissandi; hann var ekkju- maður og átti fyrir þrjú börn: Helgu, Kristófer og Þor- lák. Saman eignuð- ust Kristín og Snæ- björn Guðrúnu Maríu, sjúkraliða, og Auðun, vélfræð- ing. Arið 1953 giftist Magnea Einari Snæbjörnssyni frá Klettsbúð á Hellis- sandi, f. 21. nóv. 1921, sjó- manni og síðar verslunar- manni. Barn þeirra er Snæ- björn, f. 27. október 1953, M.A., kvæntur Jean Quick sem vinnur hjá tryggingafyrirtæki, búsettur i New York-fylki í Bandaríkjunum. Barn Magneu og Guðmundar Á. Böðvarsson- ar, verslunarmanns og sveitar- stjóra á Selfossi, er Gerður Guðmundsdóttir, M.A., ensku- kennari, f. 9. mars 1948, gift Helga Bernódussyni cand. mag. sem veitir forstöðu þing- málaskrifstofu Alþingis. Börn þeirra: Árni, f. 25. júlí 1981, og Kristinn, f. 27. júní 1988. Útför Magneu fer fram frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. hana að velli. Veikindi sín bar hún með æðruleysi og kjarki. í vetur sem leið tók henni þó að hraka svo að sýnt var að hveiju dró. Fárveik gat hún þó í vor tekið sig upp af sjúkrabeði og fagnað fermingu Árna, dóttursonar síns, og það var henni og honum mikils virði. Á JÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR + Jórunn Þórðardóttir fædd- ist í Reykjavík 18. nóvem- ber 1910. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 5. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í gær, mánu- daginn 17. júlí. VIÐ tengdabörn Jórunnar höfum þekkt hana í 30 til 40 ár. Hún hefur ætíð verið okkur sem önnur móðir, við höfum átt stað í hjarta hennar, hvert um sig, og þannig skipti ekki máli hvort tengdabörn- in voru tvö eða þrjú og barnabörn- in fjögur eða tólf. Jórunn tók okkur öllum opnum örmum og við nutum hlýju hennar og umhyggju. Hún var fyrst og fremst ástrík og umhyggjusöm húsmóðir og alla tíð stoð og stytta eiginmanns síns, sem hún unni heitt. Hún var alltaf til staðar þegar eiginmaðurinn kom heim og tók á móti honum með bros á vör. Þannig voru þau mjög sam- heldin og óaðskiljanleg hjónin Jórunn og Einar meðan hans naut við í rúm 46 ár. Gagnkvæm virð- ing og væntumþykja einkenndi þeirra sambúð og var okkur fyrir- mynd. Tengdamóðir okkar var ætíð jafnlynd og skapgóð. Hún var mjög prúð og hógvær og hall- mælti aldrei neinum. Hlutskipti Jórunnar var oft erf- itt framan af við þröngan aðbúnað við uppeldi og uppvöxt barna sinna. En henni tókst ávallt að gera það besta úr hlutunum; hún saumaði á börnin og tókst það annað á hendur sem til þurftí svo börnin skorti ekkert. Af vistföng- um gat hún gert gott úr öllu, hún bakaði til heimilisins og hélt af myndarskap heimili fyrir bónda sinn og börn. En þrátt fyrir þrengslin var alltaf nóg pláss fyrir okkur tengda- og barnabörnin á heimil- inu. Húsnæðið stækkaði bara utan um okkur vegna þess að umhyggjan og hjartahlýjan var ótakmörkuð. Þannig leið okkur öllum vel í návist Jórunnar og Einars á Bergstaðastrætinu og síðar í Stóragerðinu eftir að þau fluttu þangað árið 1976. Við minnumst sérstaklega ógleymanlegu jólaboðanna, sem þau hjónin héldu börnum sínum og barnabörnum á jóladag ár hvert. Þótt hópurinn stækkaði stöðugt var alltaf nóg pláss og gleði og hamingja skein af öllum. Ekkert skyggði á ánægjuna og tilhlökkun allra var mikil fyrir hver jól, að fara til ömmu í jóla- boðið. Hélt hún þessu fram svo lengi sem heilsan leyfði og raunar lengur. Við munum Jórunni sem ötula og sívinnandi húsmóðir, sem ávallt hugsaði fyrst um maka sinn og börn og síðan tengdabörn og ömmubörnin og lét þau ganga fyrir eigin þörfum. Þannig var Jórunn, sívakandi yfir hagsmun- um og velferð sinna nánustu. Hún var mjög handlagin og laghent til margra verka, hannyrða og ýmiss konar handverks. Má þar helst nefna olíumálun og síðar postulínsmálun, en hún hóf að mála fyrir tæpum 30 árum. Þann- ig prýða ótal fagrar myndir sem Jórunn málaði heimili barna og barnabarna hennar, auk fjölda postulínsmuna, sem hún málaði. Margt eru þetta mestu gersemar og afkomendum hennar kærar eigur, sem hugljúfar minningar MINNINGAR Landspítalanum naut hún hlýrrar og góðrar umönnunar starfsfólks krabbameinsdeildar og áður frá- bærrar þjónustu heimahlynningar Krabbameinsfélagsins meðan hún gat verið heima. Sjálf gerði Magnea sér grein fyrir að hveiju stefndi og gat kvatt sína nánustu á andlátsstund. Það varð hlutskipti Magneu, eins og flestra annarra á þeim tíma, að alast upp við lítil efni. Foreldrar hennar giftust ekki og fyrstu árin var hún í heimili með móður sinni, Sigurlín ömmu sinni og Guðmundi móðurbróður. Kristín vann mikið við sauma en Guðmundur átti bát og reri. Hann var mikið fýrir vélar og tækni • og var með fyrstu Söndurum sem keypti útvarpsvið- tæki. Magneu var í barnsminni þegar nágrannar komu til að fá að hlusta á útvarpið. Hagur þeirra vænkaðist þegar Kristín giftist Snæbimi Þorlákssyni, en þó svarf kreppan að. Þau hófu búskap í Vinaminni á Hellissandi en byggðu síðar Túnberg. Þar bjuggu þau þar til þau fluttust 1954 til Reykjavík- ur. Kristín lést 1963 og Snæbjöm 1974. Um tíma rak Snæbjörn vél- smiðju á Hellissandi, og eins og þá tíðkaðist stunduðu þau búskap til þess að hafa helstu nauðsynjar fyrir heimilið. Magnea gekk í barna- og ungl- ingaskóla á Hellissandi og í hús- mæðraskólann að Staðarfelli. Seinna stundaði hún nám í kvöld- skóla á Hellissandi. Þar lærði hún bæði bóklegar greinar og hannyrð- ir og hafði raunar alla tíð mikið yndi af hannyrðum. Eftir hana liggur fagurt handverk, útsaumað- ir púðar, heklaðir og útsaumaðir dúkar, pijónaðar peysur og fleira. Aðeins 17 ára gömul hóf hún vinnu sem talsímakona á Sandi, árið 1938, og það varð hennar ævistarf, í meira en hálfa öld, því að hún vann, með stuttum hléum, hjá Pósti og síma til sjötugsaldurs, til ársloka 1991. Hún var um tíma tengjast. Við olíumálun voru Jór- unni fuglar himinsins og liljur vallarins afar hugleikið myndefni. Ýmsir þeir fuglar, sem dvöldu í garðinum við heimili þeirra hjóna á Bergstaðastrætinu, hafa verið málaðir á léreft. Fyrir um það bil 10 árum veikt- ist Jórunn af þeim sjúkdómi, sem ekkert mannlegt vald ræður yfir lækningu á, Alzheimersjúkdómn- um. Það leggst þungt á aðstand- endur að sjá ástvin sinn verða heltekinn af svo hörmulegum sjúkdómi. Það er okkur mikil huggun að vita það, að nú hefur Jórunn verið leyst undan þjáning- um sínum og við vitum að hún hefur hlotið hlýjar móttökur í heimi eilífs lífs. Fyrir hönd okkar barna og tengdabarna Jórunnar færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Skjóls kærar þakkir fyrir þá frá- bæru umönnun og miklu alúð, sem það veitti henni í veikindum hennar í þau tæp fimm ár, sem hún dvaldi í þeirra skjóli. Umvafið sorginni brýst nú fram þakklæti, gleði og stolt yfir því að hafa átt þessa elskulegu og hjartahlýju konu fyrir tengda- móður og góðan vin. Kærleikur umvafði allt viðmót Jórunnar og atferli. Samskiptin við hana hafa gert okkur að gæfusömum ein- staklingum. Fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð gefi okkur styrk til að lifa með sorginni í fullvissu þess að þjáningunum hefur nú linnt. Blessuð sé minning okkar ást- kæru tengdamóður, Jórunnar Þórðardóttur. Tengdabörn. í Keflavík og á Selfossi en var lengst af í Reykjavík, á langlín- umiðstöðinni og síðar í upplýsing- um. Hún undi sér vel við þetta starf og kynntist fjölda kvenna á starfsferli sínum sem hún batt vin- skap við. Símvarsla þótti gott starf og eftirsóknarvert, og svo er kannski enn. Það var erilsamt og skemmtilegt því að öll símtöl fóru um skiptiborð. Og þetta mikla skiptiborð tengdi ekki aðeins sam- an langlínur heldur þjónaði það landslýð sem upplýsingamiðstöð og ráðgjöf um ótrúlegustu hluti, jafnvel sálusorgun. Þagnarheit sitt hélt Magnea vel en það var auð- heyrilegt á henni að hún eins og aðrar starfssystur hennar urðu óhjákvæmilega vitni að mörgu skrýtnu samtalinu. Það var margt skemmtilegt sem skeði. Stundum, síðla á aðfangadag, hringdi til þeirra örvæntingarfullt fólk sem kunni ekki að steikja jólaijúpuna, og fékk örugga handleiðslu, eða heimilisfeður sem kunnu ekki að skipta á ungabarni. Úr öllu þessu leystu þær „á símanum“ ljúflega og höfðu gaman af. Kunningja eignuðust þær líka um allar sveitir. Árið 1953 giftist Magnea jafn- aldra sínum og skólabróður, Einari Snæbjörnssyni. Hann var þá sjó- maður, lengi bátsmaður á Fossum Eimskipafélagsins, var lengst í áhöfn Jónasar Böðvarssonar skip- stjóra. Einar slasaðist alvarlega árið 1967 og var frá vinnu all- lengi, en starfaði síðar í SKF-versl- un þeirra feðga Jóns og Árna Fannbergs meðan kraftar entust. Magnea og Einar bjuggu fyrst á Hallveigarstíg í Reykjavík, en lengst á Seltjarnarnesi. Þau voru nýflutt í íbúð fyrir aldraða við Hrafnistu í Reykjavík þegar Magnea lést. Nú er liðinn nær aldarú'órðung- ur síðan ég kom fyrst á heimili Maggýjar, tengdamóður minnar. Frá fyrstu kynnum var mér vel tekið. Heimilið, sem hún hafði skapað, var snyrtilegt og notalegt. Sparlega var á öllu haldið, hvergi bruðlað og farið vel með alla hluti. Hvergi var þó sparað að gera manni gott í mat og munu athuga- semdir hennar um matseldina eða 41 þegar hún hvatti okkur til að gera matnum betri skil, lengi lifa í fjöl- skyldunni: „Það er nú gott fyrir þig að fá þér svolítinn sveskju- graut til að fylla upp í holumar!“ Hún var hjálpsöm og raungóð, um það veit ég svo mörg dæmi. Sjálf hafði hún fá orð um það. Vinnu- semi var henni í blóð borin og sam- viskusemi. Aldrei urðu kynni okkar þó mjög náin enda var Maggý spör á tilfinningar sínar, dul, stundum dálítíð ijarlæg og ekki allra. Hún var stjórnsöm á heimili sínu, stund- um óþolinmóð og þijósk, stór í sniðum. Þó var alltaf gott að vera í návist hennar. Dillandi hlátur hennar á góðum stundum gleymist okkur seint. í framkomu allri var hún smekkvís og hæversk. Eins og nærri má geta lét hún sér annt um drengina okkar Gerðar og þeir sakna nú samvista við ömmu sína og umhyggju hennar. Einkum var Árni henni náinn enda tíður gestur hjá þeim hjónum daga og nætur, horfði með þeim á sjónvarp eða spilaði við þau. Við leiðarlok vil ég þakka sam- fylgdina og margvíslega fyrirhöfn sem tengdamóðir mín lagði á sig „ fyrir mig og fjölskyldu mína og ekki verður tíunduð hér. Við vonuðum að nokkur tími gæfist þeim Einari til að koma sér fyrir í íbúðinni við Jökulgrunn og eiga þar saman góða daga. Eigi má sköpum renna. Einar hefur nú misst lífsförunaut sinn og mun fara einn ævikvöldið. Marga fé- laga á hann þó á Hrafnistu frá sjómannsárum sínum fyrrum, systur og nær tíræðan föðurbróð- ur. Við kveðjum Magneu Sörens- dóttur með virðingu og þökk. Helgi Bernódusson. SIGURPALL GARÐARSSON + Sigurpáll Garðarsson var fæddur á Akureyri 26. nóv- ember 1934. Hann lést í Reykja- vík 6. júlí sl. Foreldrar hans eru Guðrún Sigurbjörnsdóttir, sem býr í Reykjavík, og Garðar Pálsson. Sigurpáll átti hálfsyst- ur og tvo albræður, Grétar og Hafstein. Eiginkona Sigurpáls var María Haukdal. Frá fyrra hjónabandi átti Sigurpáll dótt- ur, Margréti, en hún er búsett í Svíþjóð. Útför Sigurpáls verð- ur gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin kl. 15. STUNDUM var sagt um dauðann: Mættu honum af æðruleysi! Dauð- inn verður ekki umflúinn, hann er hlutskipti okkar allra, örlög sem fara ekki í manngreinarálit. Þrátt fyrir það kemur hann ávallt eins og þjófur. Oftast erum við ósátt við hann og krefjumst skýringa. Sigurpál hef ég þekkt í nokkur ár. Þegar ég kynntist honum bar hann þess merki að glíma hans við sjúkdóminn alkóhólisma hafði tor- veldað líf hans. Sigurpáll bar sig hins vegar ávallt vel í þeirri glímu og trúði því að einn góðan veðurdag tækist honum að leggja andstæðing sinn. í sextugsafmæli Sigurpáls, í nóvember síðastliðnum, fagnaði hann sigri og þakkaði Guði fyrir árangurinn. Hann hafði tileinkað sér nýjan lífsstíl og lífsstefnu ásamt konu sinni, Maríu Haukdal. Þau áttu samleið með Samhjálparfólki undanfarið ár og litu bjartari daga en oft áður. Gleði og sátt settu nú mark sitt á þessi ágætu hjón. Sigur- páll gat verið léttlyndur og glaðvær og þótti vænt um ábendingar, væru þær kryddaðar svolitlum húmor. Hann var hlýr maður,_ það var gott að umgangast hann. Á hinn bóginn stóð hann oft fastur á sínu og lét í ljós að hann væri annarrar skoðun- ar en viðmælandi hans með þögn- inni. I júní tóku þau hjónin ákvörð- un um að yfirgefa athvarf sitt og í byijun júlí lést Sigurpáll. Það er söknuður að Sigurpáli. Það er svolítið tómarúm í hjörtum okkar allra, sem áttum samleið með honum. Þakklæti gerir vart við sig, þakklæti fyrir góðan dreng. Við grátum ekki dauðans vegna því hann er jafnmikill hluti lífsins og fæðingin. Sorg okkar er einfaldari og daprari. Hún er í hversdagslegri hlutum, smáatriðum sem skipta nú máli, minning sem yljar, minning sem lifir. Sælir eru sorgmæddir, sagði Kristur, því að þeir munu huggaðir verða. Það er gott að geta lagt Sigurpál í hendur Drottins. Kristinn Ólason. Blömastofa Friöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöid til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við ðll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.