Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 2 um. Verið er að hanna dælu- og hreinsistöðvar og útrásir. Fráveitu- vatni verður veitt til viðtaka, þess staðar í náttúrunni sem tekur við frá- veituvatninu, um 2,5 km langa útrás. Til stóð að taka kerfið í notkun á næsta ári en líklegt er að það verði ekki fyrr en 1998-2000. Tafið hefur fyrir framkvæmdum að Hagvirki sem sá um verktökuna varð gjaldþrota. Gerður hefur verið samningur um kaup á dælum og hreinsitækjum. Áætlaður heildarkostnaður í fráveitu- málum fyrir Hafnaríjörð fullbyggðan er á milli 700 og 800 milljónir kr. Núna er fráveituvatni veitt út í tveim- ur útrásum stutta leið. Hafnfirsk frá- veita uppfyllir því ekki kröfur meng- unarvarnarreglugerðar enn sem kom- ið er fremur en fráveitur annarra sveitarfélaga. Tilskipun ESB íslendingar standa nokkuð að baki öðrum Evrópuþjóðum í fráveitumál- um. Því má þó ekki gleyma að hér- lendis eru aðstæður með öðrum hætti en hjá öðrum Evrópuþjóðum sem búa margar við innhöf og eru mun íjöl- býlli lönd. Auk þess er mengun frá iðnaði minna vandamál hérlendis. Samkvæmt tilskipun ESB um frá- veitumál sem íslendingar þurfa að uppfylla sem aðilar að EES-samn- ingnum er almenna reglan sú að beita þurfi fyrsta stigs og annars stigs hreinsun áður en skólpi er veitt í við- taka. Þó segir að fyrir þéttbýli af þeirri stærð sem höfuðborgarsvæðið er, þar sem viðtaki er sjór, dugi fyrsta stigs hreinsun ef viðtakinn er skil- greindur sem minna viðkvæmur. Þetta er afar mikilvægt ákvæði fyrir Islendinga því afar kostnaðarsamt er að taka upp annars stigs hreinsun. Með fyrsta stigs hreinsun eru ýms- ir fastir hlutir íjarlægðir með botnfell- ingu, síun eða tætingu en í annars stigs hreinsun er súrefnisþörf frá- veituvatnsins minnkuð á líffræðilegan hátt. Þriðja stigs hreinsun er alls ekki talin nauðsynleg hér við land en með henni er dregið úr næringarefn- um í fráveituvatni. Davíð Egilsson hjá Hollustuvernd ríkisins segir að almennt séð sé helsta vandamálið við skólp næringaefnaauðgun í viðtaka og fylgi þessu yfirleitt mikill vandi í innhöfum. „í Faxaflóa þar sem búast má við mestri næringaefnaauðgun frá íbúða- byggð hér við land er lægra næringar- efnamagn nærri ströndu en í flóanum sjálfum. Skýringin er væntanlega sú að íslenskar ár eru flestar næringar- efnasnauðari en sjórinn. Þess vegna skýtur skökku við að leggjá í mikinn kostnað við að draga úr streymi þess- ara efna til sjávar hér við land. Okk- ar vandamál er hins vegar saurgerla- mengun við strendur þar sem gerlar virðast lifa lengur hér við land en á heitari svæðum, sérstaklega á vet- urna þegar sólarljósið er rninnst," segir Davíð. Gatnamálastjóri segir að þess hafi verið gætt í hönnun fráveitukerfisins ----------- að unnt verði að bæta við dlS eru frekari hreinsun ef þörf æður krefur. Fylgst verður með .» viðtakanum (sjónum) í torum framtíðinni og verði meng- un meiri en ásættanlegt er verður hægt að bæta við öðru þrepi. Það verður því ekki fylli- lega ljóst fyrr en nokkru eftir að frá- veitukerfið hefur verið tekið í notkun hver heildarkostnaður við það verður. Sigurður segir jafnframt að kröfur um hreinsun fráveituvatns kunni að breytast og hugsanlegt er að fram komi strangari kröfur. Viðbótar- kostnaður vegna annars stigs hreins- • unar við hreinsistöðina í Ánanaustum eina verður á bilinu Vh til tveir millj- arðar kr. eða 4,5 til 6 milljarðar kr. verði stöðvarnar þrjár. Bandarísku kjarnavopnin í Thule-herstöðinni á Grænlandi B 52 SPRENGJUFLUGVÉL getur borið allt að 11 kjarnorkusprengjur sem eru eitt megatonn hver. Herflugvöllur Bandaríkjamanna á ísnum við Thulebæ var einn hinn stærsti í heimi á sjötta áratugnum. BANDARÍKJAMENN létu ekki nægja að fljúga yfir græn- lenskt land með kjarnavopn, þeir geymdu einnig slík vopn í Thule- herstöðinni um hríð. Dönsk stjórn- völd birtu skýrslu 29. júní þar sem fram kemur að þáverandi forsætis- ráðherra Danmerkur, H.C. Hansen, hafi árið 1957 veitt eins konar þög- ult samþykki sitt við því að vopnin yrðu varðveitt í stöðinni, í trássi við opinbera stefnu Dana. Hefur málið allt, ekki síst þáttur Hansens, valdið miklu uppnámi í Danmörku. Árið 1968 hrapaði B-52 sprengju- vél á Grænlandi og var varnarsamn- ingi Dana og Bandaríkjamann þá breytt í þá veru að Bandaríkin hétu því að ekki yrði flogið með kjarna- vopn yfir Grænland nema stjórnvöld í Kayupmannahöfn gæfu til þess samþykki sitt. Fyrstu dagana eftir óhappið sagði þáverandi forsætisráð- erra, Jens Otto Krag, að Bandaríkja- menn hefðu verið búnir að lofa að vera aldrei með kjarnavopn á dönsku landi. Fréttaritari Berlingske Tidende í Washington segir að bandarískir ráðamenn hafi minnt á fyrrnefnt þögult samþykki Hansens og hafi þá auðveldlega tekist samningar um að leysa deiluna með því að bæta ákvæði við varnarsamninginn frá 1951. Hans Moller Christensen er fræði- maður sem hefur dvalist í Washing- ton fyrir samtök danskra Grænfrið- unga í nokkur ár og unnið að rann- sóknum á bandarískum skjölum um stefnu Dana í kjarnorkuvopnamálum og samstarfinu við Bandaríkin. Hann fann fyrir nokkru gögn sem bentu til þess að Danir hefðu samþykkt að Bandaríkjamenn mættu fljúga með kjarnavopn yfir Grænland þótt það væri bannað samkvæmt opinberum samningum Dana og Bandaríkja- manna. Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, sneri sér til bandarískra stjórnvalda er upplýs- ingar Grænfriðunga birtust og bað um nánari upplýsingar, m.a. um kjarnavopn á Grænlandi. William Perry, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, taldi í fyrstu að ekki hefðu verið geymd nein kjarnavopn í Thule- stöðinni en lét undirmenn sína kanna málið betur. Kom í ljós að fjórar vetnissprengjur voru geymdar í Thule-herstöðinni um margra mán- aða skeið árið 1958 og árið síðar voru fluttar þangað 48 sprengjur sem að vísu voru ósamsettar. Fullyrt er að þær hafi verið fjarlægðar 1965. Þáttur Hansens Fyrir rúmum þrem vikum var stað- fest að jafnaðarmaðurinn H. C. Han- sen, sem var forsætis- og utanríkis- ráðherra Danmerkur um árabil á sjötta áratugnum, sendi árið 1957 Bandaríkjastjórn svar við bréfi um varnir Grænlands. Bandaríkjamenn höfðu spurt hvort hann vildi fá upplýs- ingar um kjarnavopn á Grænlandi ef svo færi að þeim yrði komið fyrir þar. Hansen lét í svarbréfinu hjá líða að tjá sig um málið, nú telja menn að í Washington hafi þessi þögn verið skilin sem samþykki við því að vopnin yrðu flutt til Grænlands. Afrit af bréfi Hansens hefur verið í skjalasafni embættis forsætisráðherra frá 1957 en þeir dönsku stjómmálamenn sem síðan hafa verið við völd keppast um að svetja af sér alla vitneskju um það. Ákveðið hefur verið að opinber stofnun í Danmörku kanni alla sögu málsins en ekki lengur en til 1968, um það eru stærstu stjórnmálaflokk- arnir sammála. Uffe Ellemann-Jen- YAR ÞOGN SAMAOG SAMÞYKKI? Margt bendir til þess að danskir ráðamenn hafi leyft Bandaríkjamönnum að geyma kjamavopn í Thule-herstöðinni á Grænlandi þótt opinberlega væri það stefna Dana að ekki skyldu vera slík vopn á dönsku landi. sen, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að það hafi herfræðilega verið skynsamlegt af Bandaríkjamönnum að hafa kjarnavopn á Grænlandi en þeir hefðu ekki átt að fara á bak við ráðamenn í Kaupmannahöfn, heldur segja þeim frá því. Ellemann-Jensen segist trúa Bandaríkjamönnum er þeir segi að ekki hafi verið nein kjamavopn á Grænlandi frá 1968. „Málið sýnir einmitt að Bandaríkja- menn fóru eftir dönskum regl- um... Og ein- hvers staðar verð- ur að setja punkt.“ Niels Helveg Petersen fullyrti á blaðamannafundi að ríkisstjórn H.C. Hansens hefði aldrei samþykkt að vopnin yrðu geymd á Grænlandi. Síðustu kjarna- vopnin hefðu verið flutt ábrott 1965. „Um þær mundir töldu Bandaríkja- menn að ekki væri hernaðarleg nauð- syn að hafa vopnin á Grænlandi. Það hlýtur að vera skýringin," sagði ráð- herrann. Hann telur enga ástæðu til að gruna Bandaríkjamenn um að hafa brotið samningsákvæði frá 1968 um að allt danskt landsvæði, þ. á m. Grænland, skyldi vera kjarnorku- vopnalaust. Bent hefur verið á að Bandaríkja- menn hafí ávallt varðveitt öll kjarn- orkuvopn sín í sérstaklega traustum geymslum og gætt fyllstu varúðar. Viðbúnaðurinn sé umfangsmikill, afar ósennilegt sé að danskir liðsfor- ingjar, sem gegndu hlutverki tengslaforingja í Thulestöðinni, hafi ekki gert sér grein fyrir því að slík vopn væru á staðnum. Líklegt er að H.C. Hansen hafi leikið tveim skjöldum í vopnamálinu, látið sem ekki væru kjarnavopn neins staðar á danskri jörð en leyft það með leynd. Hann kann einnig vísvit- andi að hafa forðast að fá upplýs- ingar um vopnin og staðsetningu þeirra til að þurfa ekki beinlínis að skrökva að þjóð sinni. Bandaríkja- menn gátu auk þess vitnað í samn- inginn frá 1951 sem veitti þeim mik- ið athafnafrelsi á Grænlandi en einn hængur er þar á. Samþykkt NATO Atlantshafsbandalagið, NATO, samþykkti nefnilega á fundi sínum í París 1957 að ekki mætti koma fyrir kjarnavopnum á landi aðildarríkis nema fullt og ótvírætt samþykki umrædds ríkis lægi fyrir. Áðurnefnd- ur Hans Moller Kristensen segir að samþykktin frá 1957 bendi eindregið til þess að einhvers staðar í skjala- skápum danskra ráðuneyta sé að finna plagg um formlegt samþykki við því að vopnin megi vera á Græn- landi, ella hafi um hreint samnings- brot verið að ræða. Bent er á að það hafi lengi verið stefna Banda- ríkjamanna að neita að tjá sig um staðsetningu kjarnavopna sinna og hafa þeir borið fyrir sig öryggis- hagsmuni. Þeir hafa m.a. neitað að upplýsa í hvaða herskipum slík vopn séu. Upplýs- ingagleði Perrys bendi hins vegar til þess að þessi stefna sé nú á undan- haldi og rétt sé að biðja þá um að skýra frá því sem þeir hafi verið að gera eftir 1968 á Grænlandi, að sögn eins af þingleiðtogum vinstrisinna á danska þinginu, Kjelds Albrechtsens. Dönsku ráðuneytin liggja nú undir þungum ásökunum þess efnis að þau séu treg að leyfa fræðimönnum að- gang að skjalasöfnum sínum er þeir reyni að varpa ljósi á stefnu Dana í samskiptunum við Bandaríkin. Skipti í því sambandi litlu þótt samþykkt hafi verið ný lög 1992 um frjálsari aðgang að opinberum skjölum. Ríkis- skjalavörður Dana, Johan Peter No- ack, gagnrýnir utanríkisráðuneytið sérstaklega í skýrslu sem Jytte Hild- en menningarmálaráðherra lét birta fyrir helgi. Grænlendingar mótmæla Lars Emil Johansen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, segir það „skelfilegt“ að kjarnavopnin hafi verið á Grænlandi án vitundar íbú- anna. Hans Pavia Rosing, sem er einn fulltrúa stjórnarflokksins Sium- ut á grænlenska þinginu, segir enn- fremur að Grænlendingar muni fram- vegis krefjast þess að hafa meiri áhrif á öryggismál Grænlands sem eru ásamt utanríkismálunum í hönd- um Dana. í Thulebæ, sem herstöðin er kennd við, eru íbúarnir um 900. Þeir eru eðlilega slegnir yfir þeim upplýsing- um sem fram hafa komið og krefjast þess að öll spilin verði nú lögð á borðið. Bæjarstjórinn, August Eipe, H.C. Hansen Niels Helveg Petersen vill að stjórnvöld í Kaupmannahöfn og Nuuk, sem beri ábyrgðina, biðji Thulebúa afsökunar. Eipe heimtar að lokið verði við að hreinsa svæðið í grennd við stöðina þar sem B-52 sprengjuvélin hrapaði árið 1968. „Danska stjórnin verður að segja okkur hvort enn sé brak úr vélinni eða sprengjunum á hafsbotninum," segir Eipe. Hann segir að staðfest hafi verið að ekki hafi öll brot úr einni sprengjunni náðst, mikilvægi sé að það verði gert vegna hagsmuna núverandi íbúa og afkomenda þeirra. Útvörður Norður-Ameríku Landfræðilega er Grænland aust- asti hluti Norður-Ameríku og fengu Bandaríkjamenn fljótt áhuga á að ná þar fótfestu í síðari heimsstyijöld. Þjóðvetjar hemámu Danmörku vorið 1940 en 1941 veitti sendimaður Dana í Washington, Henrik Kauffmann, Bandaríkjamönnum leyfí til að koma sér upp bækistöðvum í Syðri-Straum- firði og Narsassuaq á Grænlandi og styrkja þannig stöðu sína í baráttunni um Norður-Atlantshaf. Einnig var mikilvægt fyrir Bandaríkjamenn að fá kryolít-námur á Grænlandi til um- ráða en efnið er notað við álvinnslu. Samningur Kaufmanns var gerður með vitund og vilja Kristjáns konungs. Árið 1947 fundu Bandaríkjamenn heppilegan stað fyrir flugbækistöð við Thule þar sem ís var sléttur á stóru svæði. Er kalda stríðið magn- aðist vildu Bandaríkjamenn halda stöðvum síðan og 1951 gerðu þeir samning við stjórnvöld í Kaupmanna- höfn um varnir Grænlands, byggt var á samningnum frá 1941. Banda- ríkjamenn notuðu þessa aðstöðu sína fyrst og fremst til að fylgjast með hreyfingum flota og flughers Sovét- ríkjanna. Framkvæmdir hófust í Thule 1951 og lauk ári síðar, völlurinn var einn sá stærsti á Vesturlöndum. Öflugar ratsjárstöðvar og fjórar eldflauga- stöðvar voru til varnar ásamt loft- varnabyssum og orrustuvélum. Her- menn nutu þjálfunar í styijaldar- rekstri í heimsskautasvæðum og Bandaríkin prófuðu þar ýmsan dýran búnað. B-47 og síðar B-52 sprengjuvélam- ar gátu nú með viðkomu í stöðinni flogið með kjarnasprengjufarm sinn langt inn á landsvæði Sovétmanna en hafa ber í huga að eldflaugar sem hægt var að skjóta heimsálfanna á milli komu í reynd ekki til sögunnar fyrr en síðar, á sjöunda áratugnum. Thulestöðin á Grænlandi var því mikilvægur hlekkur í þeirri stefnu Bandaríkjamanna að umkringja Sov- étríkin með herbækistöðvum og tryggja að hægt yrði að svara sér- hverri árás kommúnista tafarlaust með gereyðingarstríði. Mikilvæg aðstaða í bandarískum skjölum kemur fram að ráðamenn í Washington voru oft óánægðir með framlag Dana í varnarmálum á sjötta áratugnum en mikilvæg lega Danmerkur í hern- aðarlegu tilliti og ekki síður aðstaðan á Grænlandi var hvorttveggja talið svo mikilvægt að sýna yrði þolin- mæði. „Danska stjórnin hefur fram til þessa verið afar samvinnufús varð- andi fyrirspurnir okkar um Græn- land,“ segir í skýrslu bandaríska sendiherrans í Kaupmannahöfn, Ro- berts Coe, 4. júní 1956 þar sem hann varar við því að fjárhagsaðstoð við Danmörku verði skert. (Helstu heimildir: Berlingskt Tidende, Politiken) I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.