Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ1995 13
LAIMDIÐ
Skemmtiferðaskip
í Grímsey
Grírasey. Morgunblaðið.
SKEMMTIFERÐASKIP kom til
Grímseyjar á fimmtudag, en fá-
títt er að þau komi hingað. Skip-
ið heitir Academic Ioffe og mun
vera rússneskt að uppruna en
með því eru bandarískir ferða-
menn. Ferðinni var heitið til
Grænlands en þangað var ekki
unnt að komast fyrir ís. Aætlun
var því breytt og á skipið að
vera komið til Reykjavíkur á ný
á morgun. Það er ekki injög stórt
af farþegaflutningaskipi en alls
munu 66 farþegar hafa stigið á
land í Grímsey og fóru þeir í
skoðunarferðir vítt og breitt um
eyjuna.
Mývatnssveit
Allt skólahald
í Reykjahlíð
S VEIT ARSTJ ORN Skútustaða-
hrepps samþykkti á fundi sínum
13. júlí með 3 atkvæðum gegn 2
að öll starfsemi Grunnskóla Skútu-
staðahrepps fari framvegis fram í
Reykj ahlíðarskóla.
I greinargerð með samþykktinni
segir meðal annars að sveitarstjórn
hafí leitað faglegrar ráðgjafar hjá
Fæðsluskrifstofu umdæmisins og
niðurstaða hennar í skýrslu frá því
í febrúar 1993 hafi verið ótvíræð:
„Ljóst er að nemendafjöldi í sveitar-
félaginu er ekki það mikill að for-
sendur séu til þess að skipta honum
og ekki fyrirsjáanlegar breytingar
á nemendafjölda skólahverfísins.
Því er æskilegast, skynsamlegast
og hagkvæmast að sameina skólann
á einum stað.“ Fræðsluskrifstofa
hafí ekki tekið afstöðu til þess hvorn
skólann skyldi velja, Skútustaða-
skóla eða Reykjahlíðarskóla.
Ágreiningur um
skólaskipanina
í greinargerðinni segir að þrátt
fyrir andstöðu hluta íbúanna hafi
sveitarstjórn ákveðið að flytja allt
skólahald í Reykjahlíðarskóla, sem
var nýbyggður og rúmaði allt skóla-
haldið, en ákveðið að halda skólasel
fyrir yngstu nemendurna í þrjú ár.
Agreiningur um skólaskipanina hafí
valdið óvissu og rótleysi í skóla-
starfi og óánægja hluta notenda
skólans með fyrirkomulagið dragi
úr möguleika hans til að skila ár-
angursríku starfi.
Leitað hafí verið lausnar með því
að skipa starfshóp með aðild ráðu-
neytis, Fræðsluskrifstofu og heima-
manna og hann hafi skilað greinar-
gerð í maí síðastliðnum. Sveitar-
stjóm hafí á grundvelli hennar end-
urskoðað afstöðu sína til flutnings
alls skólastarfs til Reykjahlíðar-
skóla og full samstaða verið um
tillögu að tilraun til skólahalds til
fjögurra ára. Fyrri tvö árin yrðu
6-12 ára börn í skólaseli í Skútu-
staðaskóla, seinni tvö árin yrðu all-
ir nemendur í Reykjahlíðarskóla og
að því loknu yrði reynslan metin
og ákveðið hvort áfram yrði skóla-
sel að Skútustöðum.
Tillögu um tilraun hafnað
Þessa tillögu hafi sveitarstjóm
lagt fyrir alla hlutaðeigandi gegn
því skilyrði að hún kæmi því aðeins
til framkvæmda að allir aðilar sam-
þykktu hana. Foreldrar barna við
Skútustaðaskóla hafi hafnað tillög-
unni. Itrekaðar tilraunir til að ná
fram skólaskipulagi sem friður ríki
um hafi reynst árangurslausar og
sveitarstjórn ákveði nú skólaskipu-
lag samkvæmt gmnnskólalögum.
Sáttaleiðir hafa
ekki fundist
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
sveitarstjóri í Skútustaðahreppi,
sagði frá því að hugmyndin um að
færa skólahald í hreppnum í
Reykjahlíðarskóla hafi verið mjög
hörð andstaða gegn því að leggja
skólasetrið á Skútustöðum af, svo
hörð að það hafi valdið erfíðleikum
í skólastarfinu og bitnað á börnun-
um. Því hafi verið leitast við með
öllum hætti að koma málum þannig
fyrir að menn gætu verið sáttir við
skólaskipulagið. Sveitarstjórn hafi
hvað eftir annað bakkað frá tillög-
um sínum án þess þó að láta af
hugmyndum um einn skóla sem
lokamark. í síðustu tilraunum sveit-
arstjórnar hafi verið sett upp fjög-
urra ára áætlun þar sem fyrri tvö
árin yrði skólahaldið eins og sunn-
anmenn vildu og seinni tvö árin
eins og sveitarstjórn teldi best og
báðar leiðir þannig reyndar og að
þeim tíma liðnum yrðu málin öll
metin og á grundvelli þess yrði
ákveðið um framhaldið.
Miðstöð fólks
í atvinnuleit
MIÐSTÖÐ fyrir fólk í atvinnuleit á
Akureyri hefur verið rekin undan-
farin ár í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju. Yfir sumarmánuðina
verður starfsemi miðstöðvarinnar í
handverks- og tómstundamiðstöð-
inni Punktinum.
A miðvikudögum verður kaffí og
brauð á borðum í Punktinum og
prestar verða til viðtals. Einu sinni
í mánuði verður samverustund í
Safnaðarheimilinu með auglýstri
dagskrá.
A morgun, miðvikudag, verður
samverustund í Punktinum klukkan
15.00. Þangað eru velkomnir allir
sem eru atvinnulausir og í atvinnu-
leit.
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir.
ERLENDIR ferðamenn fylgjast áhugasamir með söltuninni.
Erlendir
ferðamenn
skoða síldar-
minjasafnið
Siglufirði - Hingað til hefur
Siglufjörður ekki getað státað af
mörgum erlendum ferðamanna-
hópum á sumrin, en nú er að
verða breyting þar á, því Úr-
val/Útsýn í samvinnu við Síldar-
minjasafnið hefur undanfarnar
helgar komið með erlenda ferða-
mannahópa og mun þar verða
framhald á næstu helgar.
Er þessir erlendu ferðalangar
koma til Siglufjarðar hafa þeir
þegar ferðast víðsvegar um land-
ið og skoðað ýmislegt, s.s. gamla
bóndabæi og kynnt sér búskapar-
hætti fyrri tíma, en á Siglufirði
sjá þeir m.a. söltunarsýningar, fá
leiðsögn um Síldarmipjasafnið og
fræðslu um hvemig Iífíð gekk
fyrir sig í síldinni og um þá þjóð-
félagslegu þýðingu sem síldarút-
vegurinn hafði.
Að sögn Örlygs Kristfinnsson-
ar safnvarðar hafa fararsljórar
og ferðamenn virst mjög ánægðir
með heimsókn sína á safnið og
sjá þeir e.t.v. betur samhengið í
þvi hvað kom þjóðinni út úr mold-
arkofanum og til nútíma lifnaðar-
hátta, en það var einmitt síldin
og þorskurinn.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
SVEINN Ingi Þórarinsson með minkinn framan
við Gerðaveg 16 þar sem sást fyrst til dýrsins.
Minkur
í garðinum
í Garðinum
Garði - „Við vorum bara að horfa
út í garðinn hjá okkur um sólarlags-
bil á laugardagskvöldið þegar við
rákum augun í þetta kvikindi þar
sem hann var að sniglast í blóma-
beðinu.“
Það er Sveinn Ingi Þórarinsson
sem segir frá, en hann býr að Gerða-
vegi 16 ásamt foreldrum sínum.
„Ég snaraði mér út, greip einn
af uppáhalds steinunum hennar
mömmu, og réðist til atlögu. Mink-
urinn stökk undir bíl en eftir nokk-
urt þvarg náði ég að drepa hann.
Það kom í ljós að þetta var lítið
dýr, trúlega hvolpur, sem eitthvað
hefír villst af leið því við höfum aldr-
ei orðið vör við mink hér áður“ sagði
Sveinn Ingi.
Að sögn fulltrúa á bæjarskrifstof-
unum í Keflavík eru í dag greiddar
1.100 krónur fyrir minkaskottið.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
GUÐRUN Krisljánsdóttir héraðslæknir á Þórshöfn ásamt forrráðamönnum
félaganna fiinm, starfsfólki heilsugæslustöðvar og heilsugæslustjórn.
Hjartalínuritinn kominn
Þórshöfn - Eftir samvinnu fímm
félaga er markinu loksins náð og
hjartalínuriti kominn á Heilsugæslu-
stöðina hér á Þórshöfn. Það voru
Rauða kross deildin, slysavarnadeild
kvenna, Kvenfélagið Hvöt, Lions-
klúbburinn Fontur og Kvenfélag
Þistilfjarðar sem tóku saman hönd-
um og öfluðu íjár til kaupa á þessu
nauðsynlega tæki, sem hingað kom-
ið kostar tæpa hálfa milljón króna.
Tækið var afhent formlega á
Heilsugæslustöð Þórshafnar og
mættu þar forráðamenn félaganna
og starfsfólk heilsugæslustöðvar.
Guðrún Kristjánsdóttir heilsugæslu-
læknir útskýrði notkun tækisins og
sýndi myndband þess efnis. Félög-
unum fimm voru færðar bestu þ'akk-
ir, bæði munnlega og í skrautrituð-
um skjölum og höfðu menn á orði
hve miklu væri hægt að áorka ef
allir legðu saman.
Heilsugæslustöðvar um land allt
eru mikilvægar stofnanir og almenn-
ingur gerir kröfur um að þær séu
vel tækjum búnar. Töluvert vantar
upp á að þessar stofnanir eigi þau
tæki sem æskilegt er til þess að þjóna
dreifbýlinu. Sem dæmi má nefna
augnsmásjá en að sögn Guðrúnar
Kristjánsdóttur héraðslæknis þyrfti
slíkt tæki að vera til á svæðinu.
Það gæti verið verðugt verkefni
fyrir félagasamtök á Þórshöfn,
Raufarhöfn og Kópaskeri að safna
fyrir augnsmásjá en þessi svæði
hafa verið sameinuð undir einni
heilsugæslustjórn.
Að afhendingu lokinni var gestum
boðið í myndarlegar veitingar á
heilsugæslustöðinni og er ekki frá-
leitt að kræsingarnar hafi kynt und-
ir nýjum söfnunaráhuga hjá gestum.
L.S.