Morgunblaðið - 18.07.1995, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 15
Windows 95 kom-
ið íframleiðslu
Seattle. Reuter.
WINDOWS 95 stýrikerfi Microsofts
er komið í framleiðslu og fyrirtækið
gerir ráð fyrir að markaðssetning
hefjist 14. ágúst samkvæmt áætlun.
Að sögn fyrirtækisins geta verzl-
anir og dreifendur farið að taka við
pöntunum nú þegar.
Þróun arftaka DOS og Windows
hefur tekið mörg ár og tvívegis
hafa orðið tafir. Verð hlutabréfa í
fyrirtækinu hækkaði um 3,50 doll-
ara á föstudag í 103,625 dollara.
Enn kemur til greina að dóms-
málaráðuneytið í Washington rann-
saki þá ákvörðun Microsofts að
tengja stýrikerfið nýrri beinlínu-
þjónustu fyrirtækisins. Fýrirtækið
telur sig standa vel að vígi lagalega.
Microsoft hefur samið við fimm
framleiðendur þannig að hægt verð-
ur að framleiða meira en eina millj-
ón notendaskila á viku.
Sérfræðingar gera ráð fyrir að
fyrirtækið selji núverandi notendum
DOS og Windows 20 milljónir stýri-
kerfa á innan við 100 dollara hvert.
Samuel Goldwyn til sölu
Los Angeles. Reuter.
SAMUEL Goldwyn kvikmyndafyr- Fyrirtækið er þekktast fyrir kvik-
irtækið hefur hætt við tilraunir til myndir eins og The Madness of
að fínna meðeiganda í Evrópu og
er til sölu fyrir að minnsta kosti
120 milljónir dollara að sögn blaðs-
ins Variety í Hollywood.
Helzt er talið koma til greina að
Viacom eða Paramount kaupi fyrir-
tækið. Aðrir sem til greina koma
eru Turner Broadcasting System
Inc og Walt Disney Co samkvæmt
heimildum blaðsins.
Samuel Goldwyn skýrði í síðasta
mánuði frá tapi upp á 20.1 milljón
dollara á tólf mánuðum til marzloka
og kvaðst eiga í greiðsluerfiðleik-
um.
King George og Eat Drink Man
Woman. Það framleiðir einnig þátt-
araðir fyrir sjónvarp á við Amer-
ican Gladiators og hefur 125 kvik-
myndahús á sínum snærum. Mis-
heppnaðar kvikmyndir eins og The
Perez Family hafa verið dýrkeyptar.
Paramount hefur áhuga á deild
sígildra mynda og reyndi að kaupa,
Miramax áður en Disney keypti það
fyrirtæki 1993.
Disney hefur lítinn áhuga á kvik-
myndahúsum, en vill eignast kvik-
mynda- og sjónvarpsþáttasafn
Goldwyns.
WÚTCHELL
S íeto qraftt Vaststqn)
\ Nliunell 300 spirjn
! • / 1
Kr. 9.990,-
Venjulegt verð 18.700,-
4
sendum í póstkröfu um land allt.
SÍÐUMÚLA 11-108 REYKJAVÍK - SlMI 588 6500
Lægra verð
íheildsölu
vestanhafs
Washington. Reuter.
MINNKANDI orku- og matvæla-
kostnaður leiddi til þess að heild-
söluverð lækkaði í Bandaríkjunum
í júní í fyrsta skipti í átta mánuði
að sögn stjórnvalda, sem segja að
þar sem hægt hafi á hagvexti séu
minni líkur á verðbólgu.
Framleiðsluvísitala lækkaði
óvænt um 0,1% og það hefur ekki
gerzt síðan hún lækkaði um 0,4%
í október. Benzínverð lækkaði um
3,1%, sem er mesta lækkun síðan
í október. Orkuverð lækkaði um
1,0%.
Verð á ferskum ávöxtum og
melónum lækkaði um 13,5% eftir'
30% hækkun í maí og er það mesta
lækkun í tæplega 15 ár. Verð á
grænmeti lækkaði um 16.6%.
Lækkanirnar gera meira en að
vega upp á móti hærra verði á
bílum og lyfjum.
-----».--------
Blaðadauði
íNew York
New York. Reuter.
BLAÐIÐ New York Newsday, eitt
fjögurra dagblaða heimsborgar-
innar og það yngsta, er hætt að
koma út.
Tap á rekstri blaðins var farið
að íþyngja systurblaðinu Newsday
á Long Island og ákvörðunin kom
ekki á óvart. Tapið mun nema 100
milljónum dollara, en blaðið kom
út í um 216.000 eintökum saman-
borið við 275.000 1993.
Eigandi Newsday er Times
Mirror, útgefandi Los Angeles
Times. Keppinautar blaðsins voru
æsifréttablöðin Daily News og
New York Post og The New York
Times.
News og Post hafa verið hætt
komin fjárhagslega, en bætt stöðu
sína. Post er í eigu Ruperts
Murdochs.
New York Newsday hóf göngu
sína í víðtæku blaðaverkfalli 1985.
KAÍRÓ-PÝRAMÍDARNIR
Stórkostleg ævintýraíerð til
Egyptalands, vöggu heimsmenn-
ingarinnar þar sem þú kynnist
umhveríi og menningarverðmæt-
um Faraóanna, sem eiga sér
engan líka í mannkynssögunni.
Töfrar Kaíró í góðum aðbúnaði á
góðu 4 stjörnu hóteli og ævin-
týrasigling á ánni Níl með
íslenskum fararstjóra
Heimsferða allan
tímann.
Inniíaliö
í veröi:
Flug, lerðir til og írá
flugvelli erlendis, gisting
á 4 stjörnu hótelum,
sigling á Níl, morgun-
verður í Kaíró og fullt fæði í
siglingunni á Níl. Gist á góðu
hóteli í Benidorm á heimleið
með morgunmat, ekki fæði inni-
falið. Islenskur fararstjóri með
allan tímann.
Verö ferðar: Kr. 99.600
Verð pr. mann í tveggja manna
herbergi.
Flugvallaskattar og forfallagjöld
kr. 3.660.
Ska.tur í Egyptalandi kr. 800,
ekki innifalinn í verði ferðar.
» 7. september
Beint flug með flugi Heimsferða til Barcelona
frá Keflavík. Gist í Barcelona.
» 8. september
Brottför frá Barcelona til Kaíró í Egyptalandi.
Dvöl í Kaíró um nóttina.
----► 9. september
Að morgni lagt af stað til Aswan og farið um
borð í hótelbátinn Flash, sem hópurinn mun sigla
á eftir Níl næstu 4 daga.
-——►10.-13. september
Helstu áfangastaðir:
- Luxorhofið og Karnakhofið - Dalur konung-anna
og grafhýsi Ramsesar II og Seti I.
- Hof Hatshepsut drottningar
- Dalur drottninganna.
- Sigling um Esna, Edfu og Kom
Ombo.
- Hof Hórusar.
- Kitchener eyja.
- Grafhýsi Agha Khans.
- Stíflan mikla í Aswan.
- Abu Simbel.
-►13. og 14. september Dvöl í Kaíró.
----►15. september
Farið frá Kaíró til Benidorm á Spáni þar sem dval-
ið verður til 21. september.
' » 16.-21. september
Dvöl í Benidorm. Beint flug til
íslands frá Benidorm.
Völ á framlengingu dvalar c Spáni
og í Egyptalandi
HEIMSFERÐIR
AUSTURSTRÆT117
SÍMI 562 4600
7. september