Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Irakar leysa Bandaríkj amenn úr haldi Reuter WILLIAM Barloon (t.v.) og Davíd Daliberti við komuna til Jórdan- íu eftir að þeir voru leystir úr haldi í írak. Amman, Bagdad. Reuter. TVEIR Bandaríkjamenn, sem höfðu verið í fangelsi í írak í fjóra mánuði, komu til Amman í Jórdan- íu í gær eftir að Saddam Hussein íraksforseti hafði veitt þeim sakar- uppgjöf. Bandaríkjamennirnir, William Barloon, sem er þrítugur, og David Daliberti, 41 árs, voru handteknir í írak 13. mars og dæmdir í átta ára fangelsi fyrir að hafa komið til landsins með ólöglegum hætti. Þeir sögðust hafa farið til íraks til að heimsækja vini sína meðal eftir- litsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna á hlutlausu belti við landamærin. Mennirnir voru leystir úr haldi eftir að forseti og þing Bandaríkj- anna höfðu skrifað áskorun til stjómarinnar í írak. Þingmaðurinn Bill Richardson, demókrati frá Nýju Mexíkó, afhenti Saddam Hus- sein áskorunina og hann varð strax við henni. Áður hafði Richardson staðið í þriggja mánaða samninga- viðræðum við sendiherra íraks hjá Sameinuðu þjóðunum. Engin loforð „Enginn samningur, engin lof- orð, engar tryggingar," sagði Anthony Lake, þjóðaröryggisráð- gjafi Bandaríkjaforseta, aðspurður um hvort írökum hefðu verið gefin loforð um að viðskiptabanninu á þá yrði aflétt. Hussein flutti ávarp í gær í til- efni afmælis byltingarinnar sem kom flokki hans til valda í írak. Hann sagði að írakar gætu ekki haldið áfram að verða við kröfum um að heimila vopnaeftirlit í írak nema viðskiptabanninu yrði aflétt. írakar hefðu orðið við kröfum Sam- einuðu þjóðanna til þessa og nú væri tímabært að samtökin afléttu banninu. Reuter * Arásir á stjómar- erindreka STJÓRNVÖLD í Súdan kölluðu í gær fjölskyldur sendiráðsmanna í Kaíró heim eftir að 15 menn höfðu ráðist á þrjá súdanska stjórnarerindreka og gengið í skrokk á þeim með bareflum. Stjórnarerindrekarnir sögðu að óeinkennisklæddir lögreglumenn hefðu verið að verki. Stjórn Egyptalands vísaði þessu á bug og krafðist skýringa á svipuðum árásum á egypska stjórnarerind- reka í Khartoum. Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna að undanförnu vegna ásakana Egypta um að Súdanir hafi staðið fyrir tilraun til að myrða Hosni Mubarak Egyptalandsforseta í síðasta mánuði. Myndin er af ein- um af súdönsku stjórnarerindrek- unum sem ráðist var á. Er Jeltsín að undirbúa afsögn? Yrði þá fyrsti rússneski leiðtoginn til að láta sjálfviljugur af völdum Moskvu. The Daily Telegnraph. MARGT bendir til, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hyggist láta af embætti áður en kjörtímabilinu lýk- ur í júní á næsta ári. Hann er nú á sjúkrahúsi vegna hjartakvilla og vafalaust hefur hann haft tíma til að leiða hugann að forverum sínum í embætti. Rússneskir leiðtogar hafa aldrei látið af völdum sjálfvilj- ugir og mörg dæmi eru um, að Kremlarherramir hafi haldið í stól- inn löngu eftir að þeir voru þrotnir að líkamlegum og andlegum kröft- um. Þessi mynd af leiðtogunum er eins og brennd inn í vitund Rússa: Lenín í hjólastól, út úr heiminum eftir heilablóðfall; Brezhnev, sem undir það síðasta var hættur að gera sér grein fyrir þótt hann læsi sömu blaðsíðuna aftur og aftur, og Tsjernenko að kjósa á tilbúnum kjörstað á sjúkrahúsi til að sýna umheiminum, að hann væri enn með lífsmarki. Óttinn við leiðtoga- skipti er svo samgróinn Rússum, að þessir menn voru næstum smurðir í lifanda lífi til að slá breyt- ingum á frest. Jeltsín er ekki jafn illa á sig kominn og þessir menn voru og rússneska áróðursvélin getur ekki lengur búið til jafn stórkostlega blekkingu og áður. Samt er ljóst, að maður, sem er veill fyrir hjarta, getur ekki lengi tekið þátt í þeim harða leik, sem rússnesk stjórnmál eru. Þegar Jeltsín ákvað á sjúkra- húsinu, að þingkosningar yrðu 17. desémber nk. er líklegt, að hann hafí um leið verið að búa sig undir að hætta áður en kjörtímabilinu lýkur í júní á næsta ári. Getur brotið í blað í rússneskri sögu Jeltsín hefur raunar lengi stefnt að þessu eins og fram kemur í sjálfsævisögu hans: „Fyrr eða síðar mun ég hætta afskiptum af stjórn- málum og þá mun ég gera það reglum samkvæmt, eins og stjórnarskráin og lögin kveða á um. Ég vona að það verði framlag mitt til rússneskrar sögu að gefa for- dæmi um hvernig hætta skuli stjórnmálaafskiptum á eðlilegan og siðaðan hátt.“ Augljóst er, að Jeltsín vill, að Víktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra verði eftirmaður sinn á for- setastóli. Harin var einn af iðnaðar- forstjórunum á sovéttímanum en stjórnmálaafskipti hans hafa ein- kennst af öryggi og festu. Á fundi í Jakútsk í Síberíu fyrir fáum dög- um sagði hann, að framtíðin væri þeirra, sem kynnu að taka ákvarð- Reuter JELTSÍN að störfum á sjúkrahúsinu í Moskvu. anir, en ekki þvaðrar'anna og stjórnmálaskúmanna í Moskvu. Á Vesturlöndum myndi mörgum líka það vel að sjá Tsjernomyrdín á forsetastóli en það eru þó þrjú ljón í veginum fyrir átakalausum valdaskiptum. í fyrsta lagi er ekk- ert fordæmi fyrir slíku í Rússlandi. í öðru lagi yrði Jeltsín að forðast örlög Míkhaíls Gorbatsjovs, síðasta sovétleiðtogans, sem hann ýtti til hliðar 1991. Jeltsín féll í þá gömlu gryfju að svipta hann öilum sérrétt- indum, bíl og skrifstofuhúsnæði og fleira, en nú verður stjórnin að búa svo um hnútana, að Jeltsín og fyrr- verandi leiðtogar almennt geti dregið sig í hlé með reisn og lifað nokkum veginn óttalausir við eftir- menn sína. Þriðji þröskuldurinn er erfiðast- ur, þær þúsundir manna og kvenna, sem eiga allt sitt undir Jeltsin. Moskva er engin Washington og það er ekki til nóg af öðrum störf- um fyrir allt þetta fólk. Í Rússlandi skiptir það enn öllu að vera inn undir hjá stjórnvöldum. Valdabaráttan á fullu Valdabaráttan á bak við tjöldin er komin á fullt og hvergi birtist hún betur en friðarviðræðunum við Tsjetsjena. Tsjernomyrdín vill um- fram allt ná samningum svo fremi Tsjetsjenar sætti sig við að vera áfram innan rússneska ríkjasam- bandsins en „haukarnir“ eru á öðru máli. Þeir em sífellt að vara rúss- nesku samningamennina við því að gefa eftir fyrir tsjetsjensku „glæpa- mönnunum" og það er enginn skortur á mönnum, sem vilja bregða fæti fyrir Tsjernomyrdín. Hann hefur lagt virðingu sína að veði fyrir auknum stöðugleika í efnahagslífinu og raunar virðist vera farið að rætast nokkuð úr í þeim efnum. Andstæðingar hans bíða hins vegar færis og komi sú staða upp, að hann virðist ólíklegur til að sigra í forsetakosningunum á næsta ári, getur svo farið, að kallað verði á Jeltsín aftur. Sýrland sakað um brotá sammngi YITZHAK Rabin, forsætisráð- herra ísraels, sagði í gær að Sýrlendingar hefðu gerst sekir um brot á samningi við Banda- ríkjamenn með því að senda ekki hernaðarsérfræðinga til viðræðna við ísraela í síðustu viku. Israelskir embættismenn segja að Sýrlendingar hindri frekari friðarviðræður með kröfu sinni um að deila um varðstöðvar á Gólan-hæðum verði leyst fyrst. Vipræður sér- fræðinganefnda ísraels og Sýriands áttu að fylgja í kjöl- far viðræðna yfirmanna heija ísraels og Sýrlands í Washing- ton í síðasta mánuði. Varað við stríði í Burundi BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði í gær hinar stríðandi fylkingar í Afríkurík- inu Burundi við því að borg- arastyrjöld kynni að blossa þar upp ef þær gengju ekki að samningaborði. Boutros-Ghali ávarpaði þing landsins eftir viðræður við þingmenn tútsa, sem eru í minnihluta, og hútúa um leiðir til að koma í veg fyrir blóðsúthellingar eins og í nágrannaríkinu Rúanda. 150 fallaí sprengju- tilræði OPINBER sjónvarpsstöð á Sri Lanka sagði í gær að 150 óbreyttir borgarar hefðu fallið í sprengjútilræði í norðurhluta Sri Lanka, sem er undir stjórn tamílskra uppreisnarmanna. Þá kvaðst skæruliðahreyfing þeirra hafa misst 80 skæru- liða, þeirra á meðal konur og liðsmenn sjálfsmorðssveita, í bardögum um höfuðvígi þeirra í Jaffna frá því á föstudag. 410 lík fundin í Seoul 410 lík hafa fundist í rústum stórverslunarinnar í Seoul, sem hrundi 29. júní, og 200 manns er enn saknað. Nítján ára gömul stúlka fannst snemma á laugardagsmorgun á lífi í rústum verslunarinnar, sextán dögum eftir að' húsið hrundi. Læknar sögðu stúlk- una vera við sæmilega heilsu. „Hún tjáði mér að hún hefði hvorki haft fæðu né vatn allan tímann, ekki einu sinni regn- vatn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði yfirlæknir spítalans, sem hún ■var flutt á. Eigna sér risaeðluegg DAGBLAÐ í Kína skýrði frá því í gær að embættismenn í borginni Quzhou í austurhluta Zhejiang-héraði hefðu í sinni vörslu um 100 steinrunnin risaeðluegg. Hins vegar væri ómögulegt að vita hversu mörg egg hefðu glatast vegna þess að bændum væri leyft að grafa þau upp og taka í burtu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.