Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ V LISTIR GAMLA Þinghúsið, sem byggt var árið 1922, hefur tekið stakkaskiptum. Morgunbiaðið/Rúnar Þór Á SVALBARÐSSTRÖND stendur stórt og glæsilegt hús eins og ein- mana klettur í hafi. Þetta er gamla Þinghúsið svokallaða sem áður fyrr gegndi hlutverki sam- komuhúss, skóla, bókasafns o.fl. en er nú ibúðarhús í eigu hjón- anna Margrétar Jónsdóttur leir- listarkonu og Guðmundar Árna- sonar hótelsljóra. Síðastliðin þrjú ár hafa þau unnið að miklum breytingum á húsinu sem nú er u.þ.b. að verða fuilklárað. Húsið óþekkjanlegt „Við hófum lagfæringar og breytingar á húsinu árið 1992 og síðan er húsið orðið gjörsamlega óþekkjanlegt", segir Margrét. „Byggt hefur verið við húsið, skipt um þak á því og settir kvist- ir. Gert hefur verið við gólf og skipt um glugga, rafmagn o.fl.“ Margrét hefur stundað Iist sína í bilskúr ömmu sinnar á Akureyri síðan hún kom úr námi frá Dan- mörku fyrir tíu árum, en ætlunin er að koma upp verkstæði í íbúð- arhúsinu. Húsið ber þess raunar glögg merki að í því býr lista- kona. Víða prýða handunnar flís- ar Margrétar veggi og vasar og aðrir leirmunir borð. Reyndar er eitt borðanna einnig hannað og unnið af Margréti. Listin í höfði mér Margrét Jónsdóttir er norðlensk leirlistarkona sem starfað hefur í bíl- skúr í tíu ár en mun flytja starfsemi sína í þinghús áður en langt um líður. Þröstur Helgason ræddi stutt- lega við listakonuna um nýja húsnæðið og listina. Met næðið meira Margrét hefur aðallega fengist við gerð nytjáhluta síðastliðin ár og segir hún þá vinnu mjög fjöl- breytta enda er fólkið ólíkt sem hún vinnur fyrir. „Annars getur verið erfitt að draga mörkin á milli nytjalistar og annarrar list- ar,“ segir Margrét, „og i raun er VÍÐA í húsinu prýða handunnar flísar Margrétar veggi. Utskurður í gleri er sömuleiðis teiknaður af Margréti. ekki nauðsynlegt að gera það. eina sem skiptir máli.“ Fólk skynjar hlutinn annaðhvort Aðspurð hvort fámennið sem list eða ekki og það er það nyrðra aftri henni ekki, hvort hún sé ekki einmana í list sinni segist Margrét ekki hafa fundið mjög fyrir því. „Ég gæti sennilega grætt meiri peninga annars stað- ar en það er ekki aðalatriðið. Ég met næðið meira. Listin gerist líka öll í höfðinu á mér þannig að það er ekki nauðsynlegt að hafa mikið af fólki í kringum sig.“ Bullið um listina En hvert sækir leirlistarkona yrkisefni sín? „Umfjöllunarefni mín eru af öllu tagi“, segir Margrét. „Annars eru listamenn alltaf að koma með einhveija frasa um yrkisefni sín, segjast sækja innblástur í náttúr- una, hitann, kujdann og jafnvel himin og jörð. Ég er ekki mikið fyrir þessar endalausu skilgrein- ingar. Þetta verður oft svo mikið bull að það er hryllilegt að heyra það. Og þegar maður gægist á bak við orðaskrautið er kannski ekkert að sjá. Þá er eins og bullið um listina sé orðið mikilvægara en listin sjálf.“ Margrét leiðir mig um hús sitt til að sýna mér hver yrkisefni hennar eru og ég kemst að því að það er ekki einmanaleiki sem einkennir þetta hús sem stendur eitt við þjóðveginn eins og klettur i hafi heldur lifandi listin. Galdur einfald- leikans KVIKMYNPIR Iláskólabíó F r ö n s k kvikmyndahátíö L’ATALANTE Leikstjóri Jean Vigo. Handritshöf- undar Jean Vigo, Jean Gulineé, Al- bert Riera. Kvikmyndatökustjóm Boris Kaufman, Louis Berger. Tón- list Maurice Jaubert. Aðalleikendur Michel Simon, Dita Parlo, Jean Dasté. Gaumont 1934. Aðgangseyrir 10 kr. ÁHORFENDUR í vel setnum sal Háskólabíós kunnu vel að meta það einstaka tækifæri að fá að sjá síunga en sextuga mynd Jeans Vigo, L’ Atalante, enda komin í hóp sígildra verka fyrir margt löngu. Engu að síður hefur hún verið harla fáséð allar götur frá því hún kom fyrst fyrir almannasjónir, 1934. Á undan sýningu L’ Atalante er rakin saga þessa öndvegisverks, en Gaumont fyrirtækið stytti það á sínum tíma, vitaskuld í óþökk leik- stjórans. Gaumont hefur nú bætt um betur og sú útgáfa sem hér stendur til boða er árangur fjölda fólks sem leitaði vítt og breitt að bútum úr myndinni sem nú á að vera nánast einsog éfni stóðu til í upphafi. Söguþráðurinn er ekki margbrot- inn. Sveitastúlkan Juliette (Dita Parlo), sem aldrei hefur komið út fyrir þorpið sitt og skipstjórinn Jean (Jean Dasté), halda á fljótapramm- anum hans niður Signu strax eftir brúðkaup þeirra. Einn fyrsti við- komustaður prammans er París og lætur stúlkan heillast af stórborg- inni, hverfur í land, Jean siglir dap- ur á braut. Stýrimaður hans,, le Peré Jules (Michel Simon), grípur þá til sinna ráða og leysir vandann. Hjarta myndarinnar er stýrimaður- inn, sem Michel Simon leikur þann- ig að útilokað er að ímynda sér nokkurn annan í hlutverki þessa hálfóða en vitra furðufugls. Hann er tekin að reskjast og hreykir sér gjarnan af gömlum frægðarverkum á litríkum sjómannsferli um heims- höfin sjö. Káetan hans hið undar- legasta samsafn af hlutum jafn skrýtnum og eigandinn. Vigo og kvikmyndatökumaðurinn Boris Kaufman segja þessa hversdags- legu sögu af snilli einfaldleikans, krydduðum örlitlum súrrealisma. Undirstrika gjarnan andstæðurnar, hina fölskvalausu fegurð stúlkunn- ar andspænis veðruðum fljótap- rammanum og rustalegu yfirbragði stýrimannsins. L' Ata.la.nte er sögð af sígildri frásagnarlist, staða henn- ar meðal bestu mynda kvikmynda- sögunnar ótvíræð. Orð verða fátæk- leg í umfjöllun um slík verk, litlu við að bæta. Ég vil aðeins hvetja alla kvikmyndaunnendur til að láta ekki fljótaprammann sigla framhjá heldur nýta þetta einstaka tækifæri til að slást í þessa ógleymanlegu bátsferð. Jean Vigo vannst ekki tími til að gera fleiri myndir en L’ Atal- ante í fullri lengd. Hann var berkla- sjúklingur og lést daginn sem þetta meistaraverk hans var frumsýnt, í blóma lífsins, 29 ára að aldri. Að- eins liggja þijár myndir eftir hann til viðbótar; A propose de Nice (’29), Taris, roi de 1’ eau (’ 30) og Zéro de Conduit (’ 33). Sæbjörn Valdimarsson Sagan öll BLÁA BETTY „BETTY BLUE: 37,2 LE MATIN“ Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi: Jean-Jacques Beineix. Aðalhlutverk: Jean Hugues Anglade og Beatrice Dalle. Gaumont 1986. ÞEGAR franski ofurrómansinn Bláa Betty var sýnd hér um árið fannst manni hún heldur endaslepp. Sagan var alltaf efnileg og athyglis- verð og sögð í mestu makindum en maður beið eftir því að hún tæki á sig rögg og yrði að einhveiju þegar hún endaði á skyndilegan, óvæntan og hrottalegan hátt og kom manni algerlega í opna skjöldu. Á kvik- myndahátíð Gaumont-fyrirtækisins í Háskólabíói sér maður hvers vegna; það vantaði klukkutíma í hana. Sagan öll er á hátíðinni og hún er frábær í sinni þriggja klukkutíma lengd, sérstaklega fyndin en líka sorgleg og hryssings- leg og maður sér af hveiju hún er ein af þýðingarmestu myndum Frakka síðasta áratuginn. Bláa Betty er um kærustuparið Betty og Zorg. Hann er stefnulaus vingull, hún býr yfir andlegum og líkamlegum krafti sem nægir þeim báðum. Hann elskar hana út af líf- inu, hún leitar að því í fari hans sem verðskuldað getur algera ást hennar og finnur það í snert af rit- höfundarhæfileikum hans. Trölla- trú-hennar á eftir að vekja hann til lífsins en bara aðeins of seint fyrir Betty. Beatrice Dalle er stórkostleg í titilhlutverkinu. Hún er stelpa sem eina stundina getur hrifíst eins og krakki en þá næstu lagst í ofsafeng- ið þunglyndi. Persónan verður ljós- lifandi í meðförum Dalle og er jafn óþægileg og hún getur verið heill- andi. Jean-Hugues Anglade er líka ágætur í hlutverki Zorgs, sem fylg- ir henni ástsjúkur á vit örlaganna. í lengri útgáfunni kemur allt heim og saman, hnignun Bettyar fær eðlilega skýringu og persónurn- ar eru heilsteyptari. Hin þriggja tíma lengd er ekki til trafala. Bei- neix (,,Diva“) er húmanisti mikill og lágstemmd og stundum kald- hæðnisleg gamansemi hans er ósvikin, mannleg og sprottin eins og af sjálfri sér í gegnum sam- skipti persónanna. Hún vermir mynd eins og Bláu Betty og gerir ómótstæðilega. Arnaldur Indriðason Flagar- inn mikli DON GIOVANNI Leikstjóm: Joseph Losey. Aðalhlut- verk: Ruggerio Raimondi, Kiri Te Kanawa og José van Dam. Gaumont. 1979. EITT af flaggskipum franska kvikmyndafyrirtækisins Gaumont er kvikmyndagerð bandaríska leik- stjórans Josephs Losey á óperu Mozarts, Don Giovanni, en hún var hér á frönsku kvikmyndahátíðinni í Háskólabíói í allri sinni rúmu þriggja tíma dýrð. Losey setti óper- una á filmu árið 1979 með Parísar- óperunni og Ruggerio Raimondi og Kiri Te Kanawa í helstu hlutverk- um, en litið er á myndina sem eitt af stórvirkjum leikstjórans. Hún var sannarlega hvalreki fyrir alla óperuunnendur. Losey var hrakinn frá Bandaríkj- unum í kommúnistaveiðum sjötta áratugarins og kom sér fyrir í Evr- ópu þar sem samstarf hans og Harolds Pinters varð annálað. Hann lést árið 1984 og átti aðeins tvær myndir ógerðar eftir að hann lauk við Don Giovanni. Óvíst er hvort MTV-kynslóðinni hugnist hún. Hér er ekki klippt á fimm sekúndna fresti með látum heldur miklu frek- ar á fimm til tíu mínútna fresti, því tökurnar eru óhemju langar og Losey lætur myndavélina fylgja söngvurunum makindalega um sviðið. Líkt og Franco Zeffirelli gerði síðar þegar hann filmaði Oþelló færir Losey óperuna af svið- inu og út í náttúruna og kvikmynd- ar mikið undir berum himni og opn- ar hana á þann hátt. Uppfærsla hans er látlaus að mestu en tilþrifa- mikil og stundum æði mögnuð. Söngvararnir eiga ekki lítinn þátt í því. Sérstaklega stormar af Ruggerio Raimondi í hlutverki kvennaflagarans mikla, en upp í hugann kemur John Malkovich í hlutverki annars flagara í myndinni „Dangerous Liaisons". Og Kiri Te Kanawa er frábær í hlutverki Elv- íru. Sá aldni meistari Alexander Trauner sá um listrænt útlit mynd- arinnar svo hér er sannarlega valinn maður- í hveiju rúmi og útkoman eftir því. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.