Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 31 ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR + Ásta Ólafsdótt- ir fæddist á Holtahólum á Mýr- um í Hornafirði 30. maí 1921. Hún lést á Borgarspítalan- um 9. júlí síðastlið- inn og- fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju í gær, mánudaginn 17. júli. Á SJÖUNDA ára- tugnum voru alls kyns kenningar á kreiki um meðferð ungabarna sem heyrast sem betur fer ekki nefndar lengur. Ekki mátti gefa smábörnum nema á ákveðnum tím- um, svefntími átti að vera klipptur og skorinn og ekki var eins mikið lagt upp úr því og nú að hafa böm á bijósti. Það var erfitt að átta sig á hveiju skyldi trúa. Þá var gott að hafa sér við hlið eldri og reynd- ari konu sem lært hafði af kynslóð- unum á undan, treysti því sem hún hafði lært og kunni að miðla því til annarra. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Ástu Ólafsdótt- ur að sem umhyggjusama og el- skandi tengdamóður þegar ég eignaðist börnin mín. Ég hlustaði á hana og fór eftir ráðum hennar. „Ég var nú vön að gefa mínum börnum bara að drekka þegar þau voru svöng,“ sagði hún „og ekki vakti ég þau ef þau vildu sofa.“ Hún vissi vel að bijóstamjólkin var það besta sem ungabörn gátu fengið. Og ekki trúði hún á tilbúinn krukkumat með ýmsum efnum í sem við vissum nánast ekkert um á þeim tíma, nýmeti hlyti að vera betra ofan í litlu greyin. Henni leist heldur ekki á plastbuxur þeirra tíma sem urðu harðar og stífar við fyrstu bleytu. Betra væri að hafa börnin í ullarbrók sem andaði í gegnum og breiða ullarstykki und- ir þau og hún útbjó handa þeim brækur og undirlag. Hún hafði líka látið börnin sín sofa úti sem allra mest, það mátti finna skjól allan ársins hring og klæða af þeim kuldann. Þetta voru ekki prédikan- ir heldur góð ráð borin fram af mikilli hógværð og nærfærni. Ég trúði á það sem hún sagði og fór eftir því. Ég minnist mjúkra handahreyfinga þegar hún vafði litlu börnin örmum. Það kom ekki annað til greina en nefna dótturina í höfuðið á henni, Ásta skyldi hún heita eins og amma hennar. Við bjuggum í sama húsi á þessum árum og þegar ég fór að vinna hálfan daginn gætti hún barnanna, fyrst þess fyrsta og svo þess næsta. Þau sváfu í vagninum sínum fyrir utan gluggann hennar og ef þau sváfu enn þegar ég kom heim þótti henni verst að hafa misst af því að taka þau inn. Mín beið hún með heitt kaffi og góðu kleinurnar sín- ar eða heita jólaköku. Við ræktuð- um garðinn saman og fórum í ferðalög. Milli okkar skapaðist vin- átta sem ekki hefur borið skugga á þótt formleg fjölskyldutengsl rofnuðu. Börnunum mínum hefur hún verið góð amma, í húsi þeirra Ástu og Óla höfum við alltaf verið aufúsugestir og notið uinhyggju þeirra beggja og ástúðar, og litli langömmustrákurinn, sem ber nafn Ólafs langafa síns, gladdi langömmu sína þegar hann sofnaði í rúminu hjá henni fyrir stuttu. Ásta gaf mér líka hlutdeild í sveitinni sinni austur í Hornafirði. Fyrir mig, borgarbarnið, sem aldr- ei hafði verið send í sveit, var það ævintýri líkast að fá a_ð koma sem ung stúlka til móður Ástu og fjöl- skyldu hennar fyrir austan. Þar mætti manni þessi sama hlýja sem einkenndi Ástu, alltaf nægilegt rými fyrir gesti þótt húsakynnin væru ekki ýkja stór. Ég fékk að taka þátt í bústörfunum, fór með í heimsóknir á næstu bæi og Ásta hvatti til útreiðatúra inn til jökl- anna. Tengsl Ástu við Hornafjörðinn voru alla tíð sterk og hún sagði mér margt frá lífinu þar þegar hún var að alast upp, frá fjósbaðstofu til stein- steypts íbúðarhúss. Það hjálpaði mér að skilja betur líf fyrri kynslóða og það fjöl- breytilega líf sem lifað er og lifað hefur verið í landinu. Slík tengsl er dýrmætt að rækta. Eftir að böm hennar voru upp- komin starfaði Ásta um árabil á Kópavogshælinu. Ég veit að skjól- stæðinga sína þar annaðist hún af sömu natninni og umhyggju- seminni sem einkenndu umgengni hennar við alla sem í kringum hana voru. Heimili þeirra hjóna og garðurinn bára lfka umhyggjusem- inni vitni, allt hreint og strokið. Þau hjón gerðust ung landnemar í Kópavogi, byijuðu smátt þegar byggð var þar varla nein en komu sér fljótt vel fyrir og garðurinn þeirra í Grænutungu hefur oftar en einu sinni hlotið viðurkenningu sem fallegasti garðurinn í bænum. Ásta var ein af þessum konum sem lítið láta fara fyrir sér en skilja því meira eftir í minningu þeirra sem eftir lifa. Ég minnist með þakklæti vináttu í yfir 30 ár. Ég sendi Ólafí, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Gerður G. Óskarsdóttir. Nú þegar sumarið er komið í fullan skrúða og garðurinn hennar Ástu skartar sínu fegursta, kvaddi hún hljóðlega eins og hún gerði alltaf. Það var aldrei neinn hávaði eða asi kringum hana Ástu. En henni vannst vel og handbragðið hennar var auðþekkt, svo vandað og fallegt. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Allt bar merki um alúð og snyrtimennsku. Hún var líka vönduð kona í allri um- gengni og eins og Einar Ben. seg- ir: „Aðgát skal höfð í nærveru sál- ar.“ Það sýndi hún ætíð gagnvart samferðamönnum. Ásta hafði góða kímnigáfu og var fljót að koma auga á það spaugilega í tilveranni. Hún vann um árabil í eldhúsi Kópavogshælis og ég held að á engan sé hallað þó ég segi að hún var með bestu starfskröftum sem þar unnu. Ásta hélt alla tíð stórt heimili með mikilli rausn. Þeir eru ófáir, bæði skyldir og vandalausir sem þáðu mat og húsaskjól hjá þeim hjónum. Aldrei var svo þröngt að ekki mætti bæta einum við. Ásta var ein af þessum ósérhlífnu konum sem var vakin og sofin yfir velferð annarra, enda vora þau hjón Ásta og Ólafur Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og forstjóri Strætis- vagna Kópavogs, samhent í því sem öðru. Ég vil fyrir hönd okkar starfs- systranna úr eldhúsi Kópavogshæl- is þakka Ástu góð kynni og vin- semd. Eiginmanni og afkomendum votta ég dýpstu samúð. Guðlaug Pétursdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við mcðallínubil og hæfilega llnulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR Vinkona mín Ásta Ólafsdóttir er látin. Hún var vinkona mín, þó um 20 ára aldursmunur væri á rnilli okkar, og hún var vinkona móður minnar og var mamma mín um 20 árum eldri en hún. Þetta lýsir Ástu best. Ég er búin að þekkja Ástu frá sjö ára aldri, er við fluttum í Kópavog. Ásta var einstök kona. Mín fyrstu minningabrot um til- vist hennar var þegar pabbi minn kom heim að Hofi úr vinnuferð úr Kópavogi þar sem hann var að innrétta Hlíðarveg 20 sem seinna varð 30A. Hann byggði líka hænsnahús og fjós. Svona voru tímar í Kópavogi fyrir rúm- um 40 áram, og þakka ég oft fyrir þá tíma. Hann sagði okkur fréttir frá nýja heimilinu okkar. Þessar tvær konur biðu eftir frétt- um, önnur kvíðin en hin spennt, og fréttirnar voru af indælu kon- unni sem átti heima beint á móti og bauð honum í kaffi og hún átti strák sem oft var að hjálpa honum og myndi áreiðanlega leika við mig þegar við flyttum. Og sú varð raunin. Mamma mín og Ásta voru mjög góðar vinkonur. Þær voru að mörgu leyti líkar, hlédrægar kon- ur og samviskusamar og unnu sínu heimili og það gekk fyrir öllu. Ásta var einstaklega natin og vandvirk og bar heimili hennar ogjgarður vitni um það. Eg man eftir atvikum, þegar Ásta var að fara fljúgandi aust- ur, og kveið hún fyrir að fljúga. Hún kom til mömmu til að kveðja og mamma taldi í hana kjarkinn en hafði aldrei flogið sjálf. Það sýnir styrk og hlýju sem þessar konur gáfu hvor annarri. Eftir að mamma féll frá, fann ég fyrir trygglyndi Ástu. Hún vildi halda sambandinu og var það gagnkvæmt, og hefði orðið meira ef við hefðum búið nær hvor ann- arri, og töluðum við um það. Ásta fylgdist vel með mínu fólki og ég með hennar fólki. Mitt fyrsta verk í sumarfríinu átti að vera að fara til Ástu, en ég var því miður of sein, Ástu hafði versnað og hún var komin á spítala. Örlögin tóku í taumana. Vinátta Ástu var eins og hún sjálf, traust og trú og á ég ekki nema góðar minningar um_ hana. Ég sendi Ólafi og börnunum þeirra Bjarna, Önnu og Hafdísi og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi; AXEL REINHOLD KRISTJÁNSSON, Flókagötu 7, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 2. júlí. • Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til vina og ættinga sem aðstoðuðu í veikindum hans. Ennfremur þakkir til starfsfólks deildar B-4 á Borgarspítalan- um fyrir hlýja og góða aðstoð við hinn látna. Ágústa Sigurðardóttir, Guðrún Axelsdóttir, Ágústa Guðmunda Sigurðardóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, SNORRI TÓMASSON, Hjarðarhaga 32, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum laugardag- inn 15. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigurlaug Jónasdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, séra SIGURJÓN GUÐJÓNSSON fyrrv. prófastur, Eskihlið 20, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum 17. júlí. Guðrún Þórarinsdóttir, Hrafnkell Sigurjónsson, Unnur Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SÍMON Þ. SÍMONARSON vélstjóri, Gautlandi 9, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10B, sunnudaginn 16. júlí. Elísabet Ó. Sigurðardóttir og synir. Es,$éjlkkl Safnaðarheimili pJJ Háteigskirkju t S'Ím: jL-J Sff 551 IJW j| JJ\ *| t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BOGI Þ. FINNBOGASON skipstjóri, Höfðavegi 17, Vestmannaeyjum, sem andaðist í Borgarspítalanum þann 13. júlí sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 22. júlí kl. 11.00. Dagný Þorsteinsdóttir, Guðný Bogadóttir, Erlendur Bogason, Dagný Hauksdóttir, Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir. Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLElliiK t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR frá Háagarði, Vestmannaeyjum, Eyjaholti 9, Garði, lést laugardaginn 15. júlí. Kveðjuathöfn fer fram frá Útskálakirkju í Garði fimmtudaginn 20. júlí kl. 13.30. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, föstudaginn 21. júlí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.