Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
- Hverjum klukkan glymur
Það ef ekki í tísku að
T&MuaJÖ
Af hverju getur þú ekki bara sagt gúgg-gú eins og aðrar gauksklukkur, hryllingurinn þinn???
Ólafur Ragnar Grímsson varaformaður utanríkismálanefndar
Nefnd rannsaki hvort
kjarnavopn hafi verið hér
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, al-
þingismaður, vill í framhaldi af
upplýsingum um kjamorkuvopn
Bandaríkjahers í Thule-herstöð-
inni að skipuð verði nefnd er-
lendra og innlendra sérfræðinga
sem fái það verkefni að leita eftir
gögnum frá Danmörku og Banda-
ríkjunum til að ganga úr skugga
um hvort brotið hafi verið gegn
yfirlýsingum íslenskra og bandarí-
skra stjórnvalda um að kjarnorku-
vopn væri ekki að finna í herstöð-
inni á Keflavíkurflugvelli.
Hann hyggst bera málið upp á
næsta fundi utanríkismálanefndar
Alþingis og leggja til að nefndin
verði skipuð í samvinnu utanríkis-
málanefndar og utanríkisráðuneyt-
is.
Ólafur Ragnar sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að hann
teldi að þessi sérfræðinganefnd
ætti í fyrsta lagi að leita eftir gögn-
um frá Danmörku um þær upplýs-
ingar sem þar hafí komið fram og
afhjúpað rangfærslur stjórnvalda
áratugum saman varðandi kjarn-
orkuvopn og í öðru lagi að leitað
verði eftir gögnum í bandaríska
stjórnkerfinu í samvinnu við þar-
lend stjórnvöld og óháða sérfræð-
inga og fræðistofnanir.
Einnig verði könnuð rækilega
þau gögn sem er að fínna í skjala-
safni utanríkisráðuneytisins og
rætt við menn sem störfuðu á
Keflavíkurflugvelli á' liðnum ára-
tugum.
Verk óháðra fræðimanna
Ólafur Ragnar sagði að yfirlýs-
ingar sem bandarísk og dönsk
stjórnvöld hefðu endurtekið áratug-
um saman hefðu nú reynst rangar
og í ljós væri komið að bandarísk
sqórnvöld hafi vísvitandi farið með
ósannindi í áratugi og flutt og
geymt kjarnavopn í Thule-stöðinni,
þrátt fyrir að Danmörk hafi verið
yfirlýst kjarnorkuvopnalaust svæði
og Grænland hafi á þessum tíma
haft stöðu amts í danska ríkinu og
verið án heimastjómar.
„Það er vert að hafa í huga að
það voru störf óháðra fræðimanna
sem gerðu að verkum að nú hefur
sannleikurinn í þessu máli komið
fram og þótt ég ætli ekki að gefa
mér niðurstöðu í þessum efnum
fyrirfram er óhjákvæmilegt að fara
í málið því að nákvæmlega hlið-
stæðar yfirlýsingar voru gefnar af
íslenskum utanríkisráherrum og
stjórnvöldum í áratugi," sagði Ólaf-
ur. Þær yfirlýsingar hefðu ávallt
verið lokapunktur umræðna um
þessi mál hér á landi.
Hann sagði einnig að á þessum
tíma hefði íslenska stjórnkerfið ver-
ið vanbúið hvað sérfræðikunnáttu
snerti að meta af eigin rammleik
umfang og eðli starfsemi varnar-
liðsins og umferð um landið á þess
vegum. Fjölmörg dæmi væru um
að hernaðaryfirvöld hafi hagnýtt
sér fákunáttu heimamanna á þeim
sviðum.
Morgunblaðið/Sig. Jóns .
FÓLKI vísað frá Sjúkrahúsi Suðurlands eftir
að sprengjuhótun barst.
*
Sprengju-
hótun á
Selfossi
Selfossi. Morgunblaðið.
SJÚKRAHÚSI Suðurlands var
lokað í rúman hálftíma í gær
vegna sprengjuhótunar sem
barst inn á símaskiptiborð
sjúkrahússins klukkan 14.48.
Karlmannsrödd í símanum
sagði að sprengja væri í húsinu.
Lögreglu var strax gert við-
vart. Hún lokaði fyrir umferð
við húsið og inn í það á meðan
lögreglumenn fóru um húsið og
leituðu af sér allan grun.
„Ég verð að biðja ykkur að
fara út úr húsinu, við fengum
leiðinlega tilkynningu um að
það væri sprengja hér inni,“
sagði Bjarni B. Árthúrsson
framkvæmdastjóri sjúkrahúss-
ins þegar hann bað fólk sem
beið eftir lækni að fara út úr
húsinu á meðan leitað var í því.
Fólk brást mjög vel við og allt
fór fram í mestu rólegheitum
og ekki að sjá á starfsfólki að
tilkynningin ylli neinni óþægi-
legri spennu. Um klukkan hálf
fjögur var húsið opnað aftur.
IMotkun veiðikorta við lundaveiðar
Ur tengslum við
íslenskan
raunveruleika
Árni Johnsen
NOTKUN veiðikorta,
sem tóku gildi skv.
lögum í júlí 1994,
hefur verið gagnrýnd að und-
anförnu og hafa Vestmann-
eyingar farið þar fremst í
flokki og lýst því yfir að
kort þessi eigi ekki samleið
með hefðbundnum lunda-
veiðum. Sá Vestmanneying-
ur sem hvað mest hefur haft
sig í frammi vegna þessa er
án efa Arni Johnsen þing-
maður Sunnlendinga og
lundaveiðimaður með meiru.
- Hvernig er hljóðið í
bjargveiðimönnum í eyjum
þessa dagana?
„Það er slæmt, það er
óhætt að segja það. Það er
svo margt vitlaust í þessum
veiðikortalögum og enn vit-
lausari er framkvæmdin. Það
er nokkum veginn ógerlegt að
fylgja þessu banni eftir nema
koma á allsherjar eftirlitskerfi og
miðstýringu um allt landið. Menn
sem veiða með byssum borga fyrir
sín leyfi og þeir fjármunir ættu
að ganga beint til rannsókna á
villtum dýrastofnum eins og veiði-
kortapeningunum er ætlað að
gera. Veiðikorttil handa öllum sem
veiða sér til matar, hvort sem um
er að ræða eina gæs eða tíu lunda,
er út í hött. Veiðikortin eru alger
andstæða þeirrar náttúrulegu
veiðimennsku sem viðgengst í
landinu."
- Hvað áttu við með náttúru-
legri veiðimennsku?
„Við getum tekið dæmi af konu
í Mýrdalnum sem grípur fýl í tún-
inu hjá sér, sem hún síðar verkar
og saltar. Þess konar veiði-
mennska hefur viðgengist um ald-
ir víðs vegar á Suðurlandi. Konan
þyrfti í rauninni að verða sér út
um veiðikort. Hafi hún notað kúst-
skaft til verknaðarins er hægt að
dæma það veiðivopn."
- Eru veiðikortin réttlætanieg
fyrir einhvern sérstakan hóp veiði-
manna?
„Nei, mér fínnst þau í öllum til-
fellum algerlega út í hött og röng
aðferð til að ná samstarfi við veiði-
menn. Með veiðikortum næst ekki
samstaða um tilgang og markmið
veiðanna, enda mikil andstaða við
þau meðal allra veiðimanna. Til-
gangurinn mun jú vera sá að fá
sýn yfir heildarmagn veiðanna og
hvar þær fara fram. Veiðikortin
eru ekkert annað en tilraun til
miðstýrmgar sem hlýtur að valda
því að íslendingar hundsa lögin.
Menn neyðast til að fá sér kortin
í einhvetjum mæli en um leið verð-
ur reynt að komast hjá því, sé
þess nokkur kostur. Það er vitað
mál og engin ástæða til
þess að þegja yflr því.“
- Hvernig stendur á
því að misheppnuð lög
fóru í gegnum Alþingi?
„Ég barðist harka-
lega gegn þeim á þingi
en ég verð að segja að mér finnst
gæta nokkurrar vanþekkingar á
íslensku veiðisamfélagi meðal fé-
laga minna á þingi. Menn gera sér
ekki grein fyrir þeim eltingarleik
sem lögin hafa í för með sér.“
- Nú hefur þessum kortum ver-
ið líkt við ökuskírteini, hvað finnst
þér um þá samlíkingu?"
„Hún er alveg út í hött. í fyrsta
lagi endast kortin aðeins í eitt ár
og í öðru lagi hefur veiðimaðurinn
aðeins leyfi til að veiða á einum
stað á landinu. Þó er byssuleyfið
í gildi á öllu landinu. Þeir sem
ekki vilja vera bundnir við einn
►Árni Johnsen fæddist 1. mars
1944 í Vestmanneyjum. Hann
lauk kennaraprófi árið 1966 og
starfaði sem kennari 1964-1965
í Vestmannaeyjum og í Reykja-
vík 1966-1967. Hann gerðist
blaðamaður við Morgunblaðið
1967 en árið 1983 var hann
kjörinn þingmaður Sunnlend-
inga og sat til 1987. Hann var
síðan kosinn aftur árið 1992 og
hefur setið á þingi síðan. Árni
er kunnur tónlistarmaður og
hefur gefið út hljómplötur.
Hann er kvæntur Halldóru
Filippusdóttur og á þijú börn
og einn stjúpson.
tiltekinn stað þurfa því að eiga
syrpu af veiðikortum og borga
uppsett gjald fyrir hvert kort. Eg
tel nú reyndar að þetta muni breyt-
ast, en svona fer þetta kerfi af
stað.“
- En er ástæða til að hleypa
hverjum sem er til veiða, - hvað
með hæfnispróf?
„Hæfnispróf fyrir byssuveiði-
menn er raunhæfur möguleiki,
enda um lífshættuleg vopn að
ræða, sé ekki farið rétt með þau.
Hæfni manna mætti prófa í sam-
vinnu við skotveiðifélög, sem oft
á tíðum eru mjög virk. Annað gild-
ir um bjargveiðar. Menn byija
ungir að fara í bjarg og læra af
eldri mönnum. Það eru mjög ríkar
hefðir í bjargveiðum og -sigi.
Bjargmenn eru miklir náttúru-
vemdarmenn og gæta þess í hví-
vetna að ganga ekki á stofninn.
Það mætti því alveg eins krefjast
réttinda- og hæfnisprófs á árabát.
Þessi aðferð er gjörsamlega á
skjön við það sem er að gerast í
íslensku samfélagi."
- Eitthvað jákvætt
hlýtur að vera við þessi
lög?
„Auðvitað er margt
brúklegt við lögin. Hins
vegar er farið af stað
með þessa lagasmíð af
vanþekkingu og kann ég dæmi
þess að tilteknir þingmenn liafi
sýnt mikið þekkingarleysi. Til-
gangurinn með veiðikortunum er
að afla tekna fyrir rannsóknir og
reiknað er með um 5-7 milljónum
króna á ári í því skyni. Rannsókn-
ir eru að sjálfsögðu af hinu góða
en peninganna ætti að afla úr sam-
eiginlegum sjóðum landsmanna,
ekki með nefskatti á veiðimenn.
Stærsti hluti þeirra sem grípa í
fuglaveiðar hafa engar tekjur af
veiðunum. Kostnaðurinn vegur oft
þyngra, alla vega hjá okkur bjarg-
veiðimönnum."
Kostnaðurinn
við veiðarnar
oft meiri en
tekjurnar