Morgunblaðið - 18.07.1995, Side 17

Morgunblaðið - 18.07.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA Ríkjaráðstefna ESB Svíar undirbúa málflutning sinn SÆNSKA ríkisstjórnin hefur mótað þá stefnu, sem hún hyggst beijast fyrir á ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins, er hefst á næsta ári. Með- al helstu atriðanna, sem Svíar vilja ná fram, eru að gera ESB-samstarf- ið „lýðræðislegra" og auka jarðsam- bandið við almenning. Þá viija Svíar opnara og skilvirk- ara samstarf. Þeir munu þó leggjast gegn tillögum sem settar eru fram í nafni skilvirkni en miða í raun að því að draga úr áhrifum smærri aðildarríkja. Sænska stjórnin telur jafnframt að sambandið eigi. að verða yfirþjóðlegra en ekki þróast út í „sambandsríki". Loks eigi að leggja áherslu á samstarf varðandi hagvöxt, fjölgun atvinnutækifæra og bætt umhverfi. Ingvar Carlsson forsætisráðherra og Mats Hellström Evrópuráðherra kynntu þessa stefnu á dögunum og sögðu að eitt aðalmarkmiðið hlyti að vera að undirbúa frekari fjölgun aðildarríkja. Þá yrði meðal annars að endurskipuleggja ákvarðanatöku- ferlið innan sambandsins. Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið sterklega í skyn að ef Svíar uppfylli öll skilyrði þegar kemur að þriðja og síðasta stigi hins efnahags- lega og peningalega samruna geti Svíar ekki ákveðið að taka ekki þátt í hinum sameiginlega gjaldmiðli. Segir Carlsson ljóst að sænska þing- ið muni taka lokaákvörðun í þeim efnum. „Með fullri virðingu fyrir framkvæmdastjórninni þá gerir hún ekki út um þetta mál,“ sagði sænski forsætisráðherrann. „í aðildarvið- ræðum okkar settum við inn fyrir- vara varðandi þriðja stig EMU, rétt eins og Þjóðveijar hafa gert.“ Viðskiptasamningur innsiglaður Brussel. Reuter. VÍETNAM tókst í gær, mánudag, að stíga enn eitt mikilvægt skref út úr þeirri einangrun, sem land- ið hefur búið við frá lokum Víet- namstríðsins, þegar Nguyen Manh Cam, utanríkisráðherra Ví- etnam, og Javier Solana, utanrík- isráðherra Spánar og fulltrúi Evrópusambandsins, undirrituðu samkomulag um viðskiptasam- vinnu. Nú, þegar 20 ár eru liðin frá eiginlegum lokum stríðsins, sem lék Víetnam grátt og lagðist þungt á þjóðarsál Bandarikja- manna, er hið suðausturasíska land að brjótast út úr viðjum ára- langrar einangrunar og koma lagi á tengsl sín við nágrannaríkin sem og Vesturlönd. í síðustu viku batt Bill Clinton Bandaríkjaforseti formlegan endapunkt á Víetnamstríðið með því að bjóða Víetnömum upp á friðarsamninga og að taka upp fullt stjórnmálasamband á ný. Samkomulagið við Evrópusam- bandið, sem hafði verið í undir- búningi í tvö ár, nær yfir efna- hagssamvinnu, fjárfestingar, markaðsopnun, mannréttindi og flóttamannaákvæði. Evrópusambandið - með Frakkland, Bretland og Holland fremst í flokki - hefur undanfar- in misseri verið að þreifa fyrir sér á viðskiptasviðinu í Víetnam, til að nýta sér þá möguleika sem opnun markaðarins þar hefur í för með sér. Evrópubúar hafa átt í mun minni vandræðum en Bandaríkjamenn með að taka upp eðlileg samskipti við Víetnam á ný, þrátt fyrir að Frakkar hafi líkt og Bandaríkjamenn orðið fyr- ir hernaðarlegum óförum með umtalsverðu mannfalli á sömu slóðum í nýlenduveldistíð sinni. Sænska áfengis- einkasalan kærð SÆNSKA áfengiseinkasalan, Sy- stembolaget, hefur verið kærð fyrir að neita að taka breska eplavínið „TNT Liquid Dynamite" til sölu í verslunum sínum. Vill Systembolaget hvorki bjóða upp á þessu vöru á aðallista, reynslu- lista eða í sérpantanakerfi sínu vegna umbúða vörunnar. Eplavín þetta, sem er þurrt og 8,4% að styrk- leika, er selt í flöskum sem líkjast dýnamítstautum og eru þær skreytt- ar með kveikjuþræði og neistaflugi. „Það er okkar mat að þetta er að- eins of mikið fyrir sænska markað- inn,“ segir Andreas Malmberg, sem er innkaupastjóri bjórs og eplavína hjá einkasölunni og benti á áfengis- pólitískar skyldur einkasölunnar. „Við teljum vöruna senda röng skila- boð til neytenda. Mönnum gæti dott- ið í hug að þetta sé vara sem þeir verða dúndrandi fullir af að drekka, að þessi drykkur virki með hvelli." Innflutningsaðilinn, Global Foods, hefur kært þessa ákvörðun til fram- kvæmdastjórnar ESB. Segir fyrir- tækið þessa vöru eiga sér langa hefð á Evrópusambandsmarkaðnum og að ekki sé hægt að banna slíka vöru á grundvelli nafns hennar eða hönnunar umbúða. Um síðustu áramót bannaði Sy- stembolaget sænskum brugghúsum að markaðssetja bjór sem bera nöfn- in „Norrlands Dynamit“ og „Bulldozer". Global Foods segja þetta ekki vera alveg sambærileg dæmi þar sem að þar hafi verið um nýjar vörur að ræða. TNT Liquid Dynamite eigi sér hins vegar langa hefð á Evrópumarkaði. veitir góðan afslátt og þú safnar inneign að auki Reglur unt Viöskiptakort BYKO 1. Allir viðskiptavinir BYKO geta fengiö Viðskiptakort. 2. Til að viðskiptin safnist upp á viðskiptareikning þarf að framvlsa Viðskiptakortinu. 3. I árslok færist inneign vegna stigvaxandi afslátta á viðskiptareikning. 4. Korthafi fær sent viðskiptayfirlit ársfjórðungslega. V 5. Viðskiptakort BYKO er skráð á nafn. Hægt er að gefa út fleiri en eitt Viðskiptakort á sama viöskiptareikning. \ 6. Glatist kort skal tilkynna það til BYKO strax. 7. Verði breytingar á reglum um Viðskiptakort verða þær sendar út til viðskiptavina á næstu yfirlitum. Já, ég vil fá sent Viðskiptakort BYKO Kfipptu út og sendu okkur þennan skráningarmiða f umslagi merktu: Skrifstofur BYKO, Breiddinni, 200 k Einnig getur þú sent okkur eyðublaðiö með myndsendi 515-4199. mm ~ .... .. Viðskiptakort BYKO er sparnaðarkort sem tryggir þér 5% staðgreiðsluafslátt þegar þú verslar við BYKO verslanirnar og Byggt & Búið. Að auki veitir kortið stigvaxandi afslátt sem færist sem inneign á viðskiptareikning þinn í árslok. BYKO byggir með þér Grunnafsláttur Allt að 200.000 kr. 200.000-500.000 kr. 500.000 kr. og yfir 5% stgr.afsláttur 2% viðbótarafsl. 4% viðbótarafsl. 6% viðbótarafsl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.