Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Bið á leyfi til að flytja inn kjöt samkvæmt GATT-samkomulaginu
Reglugerðin
ekki tilbúin
LITLAR líkur eru taldar á því að
kjöt sem Jóhannes Jónsson kaup-
maður í Bónus er að flytja til
landsins verði tollafgreitt fyrr en
fyrir liggi reglugerð sem kveði á
um hvaða kvaðir kjötið þurfi að
uppfylla svo að það fái að komast
hingað til lands.
Guðmundur Sigþórsson, skrif-
stofustjóri í Landbúnaðarráðu-
neytinu, segir að reglugerðin verði
tilbúin ekki síðar en í lok ágúst og
í henni verða heilbrigðisákvæði
sem og útlutun kvóta.
Jóhannes bíður nú eftir að ofns-
teikt kalkúnalæri frá Hollandi ver-
ið tollafgreidd en hann veit ekki
hvar málið er statt nú. í vikunni
á hann svo von á sendingu af
frosnum, ósoðnum kjúklingum frá
Svíþjóð. „Ég tel mig vera í fullum
rétti til að fá þetta út,“ segir hann.
„Það er bara verið að setja á þetta
tæknilegar hindranir. Ég er að
flytja inn samkvæmt íslenskum
lögum og ég ætla að láta reyna á
þetta aftur. Hvað varði þessa kalk-
únaleggi, þá virðist ég ekki fá þá
út fyrr en reglugerðin er tilbúin.
Ég setti kalkúnaleggina í tollinn
með fullgildum pappírum og hef
ekkert heyrt ennþá.“
Brynjólfur Sandholt yfirdýra-
læknir segir að Jóhannes hafi skil-
að inn öllum tilskildum pappírum
með vörunum. Búið sé að athuga
hvaða reglur standi að baki vott-
orðunum í Svíþjóð og verið sé að
athuga hvernig vottorðaveitingum
sé háttað í Hollandi.
Brynjólfur segist ekki búast við
því að leyfður verði innflutningur
á kjöti fyrr en eftir um IVi mán-
uð, þegar reglugerðir verði komn-
ar um heilbrigðisþátt innflutnings-
ins og um kvóta.
Reglur ekki tilbúnar
Guðmundur segir að soðið kjöt
hafi verið flutt hingað til lands
áður og ef Jóhannes sé með' öll
tilskilin leyfi hvað varði vöruna
þá ætti það að ganga. Hvað varði
hráa kjötið þá sé ekki búið að birta
þær reglur sem kjötið þarf að
uppfylla til það verða afgreitt inn
í landið, og hafi löggjafinn gert
ráð fyrir því að málið þyrfti ’þenn-
an aðdraganda.
Býst hann við ráðuneytið aug-
lýsi eftir umsóknum um tollkvóta
ekki síðar en 1. ágúst, og segir
Guðmundar að þar þurfi umsækj-
endur að segja til um hversu mik-
ið þeir vilja flytja inn, en ekki sé
enn búið að ganga frá hvaða önn-
ur skilyrði vörurnar þurfi að upp-
fylla. I bráðabirgðaákvæðum sem
fylgdu lögunum er gert ráð fyrir
að gengið verði frá úthlutun þeirra
fyrir 15. september.
Eftirlit með innflutningi
Guðmundur segir að ef innflytj-
endur vilji flytja inn kjöt utan toll-
kvóta þá þurfi viðkomandi að
tryggja að öll nauðsynleg gögn
fylgi umsókninni og að varan
standist skilyrði landbúnaðarráðu-
neytisins.
í fréttatilkynningu frá Land-
búnaðarráðuneytinu segir að í
reglugerðinni sem er í vinnslu
verði kveðið á um hvernig eftirliti
með innflutningi verði háttað,
sýnatöku og rannsóknum. Munu
reglurnar ná meðal annars til vara
sem ekki hefur verið leyfður inn-
flutningur á hingað til, eins og
hrás kjöts. Hins vegar sé þegar
búið að auglýsa vörur sem vanti
á markaðinn eins og ýmislegt
grænmeti.
Hjóní !
gæslu-
varðhald
KARLMAÐUR og kona voru úr- |
skurðuð í gæsluvarðhald á laugar- |
daginn vegna gruns um aðild að .
innbrotum á höfuðborgarsvæðinu. I
Maðurinn var handtekinn aðfara-
nótt laugardags. Hann var á Toyota-
bíl sem stolið var í innbroti í Bíla-
markaðinn 28. júní sl. þar sem einn-
ig var stolið tölvubúnaði. Búið var
að skipta um númeraplötur á bílnum
og setja á hann plötur sem voru í
eigu Vélamiðstöðvar Reykjavíkur-
borgar. Gerð var húsleit heima hjá |
manninum og í öðru húsnæði sem k
tengist honum. Á þessum tveimur *
stöðum fannst ýmis varningur úr p
innbrotum sem kærð hafa verið á
höfuðborgarsvæðinu undanfarið,
þ.á m. tölvubúnaðurinn úr Bílamark-
aðnum. Eiginkona mannsins var
handtekin í kjölfarið. Maðurinn var
úrskurðaður í 14 daga gæsluvarð-
hald og konan í 9 daga.
Andlát
Krabbameinsdeild Landspítalans
TORFI
BRYNGEIRSSON
TORFI Bryngeirsson,
fyrrverandi verktaki og
Evrópumeistari í lang-
stökki, varð bráð-
kvaddur í sumarbústað
sínum aðfaranótt
sunnudagsins 16. júlí
sh, 68 ára að aldri.
Torfí var fæddur 11.
nóvember 1926 í Vest-
mannaeyjum, sonur
hjónanna Lovísu Gísla-
dóttur og Bryngeirs
Torfasonar skipstjóra.
Torfi var í hópi
þeirra íslenzku íþrótta-
manna, sem skipuðu
sér í fremstu röð í heiminum á árun-
um eftir seinni heimsstyijöldina.
Torfí var margfaldur íslands-
meistari í langstökki og stangar-
stökki, Norðurlandameistari í lang-
stökki 1949, sigraði á Brezku
heimsveldisleikunum í stangar-
stökki 1951, en hápunkti ferils síns
sem íþróttamanns náði hann á Evr-
ópumeistaramótinu í Brussel 1950,
þar sem þrír jslendingar stóðu á
verðlaunapalli, hann sem Evrópu-
meistari í langstökki,
Gunnar Huseby sem
Evrópumeistari í kúlu-
varpi og Örn Clausen,
sem leitt hafði tug-
þrautarkeppnina fram
að síðustu þraut. Þeim
var öllum fagnað sem
þjóðhetjum við heim-
komuna.
Torfí var lögreglu-
maður í Reykjavík
1948-1956, hann
stundaði útgerð á eigin
vegum í Vestmanna-
eyjum 1957-1962 og
var verkstjóri hjá Ein-
ari Sigurðssyni útgerðarmanni í
Vestmannaeyjum 1957-1970. Frá
árinu 1970 var Torfi verktaki í
byggingariðnaði í Reykjavík.
Kona Torfa var Jóhanna Péturs-
dóttir, en hún lézt 1983. Böm þeirra
eru Njáll, aflraunamaður og verk-
taki, Bryndis, verzlunarstjóri í
Reykjavík, Bryngeir, tölvutæknir
og Guðmundur, knattspyrnumaður
og starfsmaður Fylkis.
SR. SIGURJÓN
GUÐJÓNSSON
SIGURJÓN GUÐ-
JÓNSSON fv. prófastur
lést 17. júlí sl., 93 ára
að aldri.
Siguijón fæddist 16.
september árið 1901 í
Hlíðarendakoti í Fljóts-
hlíð. Hann var sonur
hjónanna Guðjóns
Jónssonar og Guðrúnar
Magnúsdóttur. Sigur-
jón lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1925 og
námi í guðfræði frá
Háskóla íslands árið
1929. Hann var við
framhaldsnám í guðfræði í Vínar-
borgog Uppsölum veturinn 1929-30
0g tók kennarapróf árið 1932.
Hann starfaði við blaðamennsku
og kennslustörf 1930-31. Árið 1931
var hann skipaður prestur í Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd, en því starfi
gegndi hann tii ársins 1966. Hann
var prófastur í Borgarfjarðarpróf-
astsdæmi 1946-66 og gegndi einnig
aukaþjónustu í Garðaprestakalli á
Akranesi á árinu 1934
og í Hvanneyrar- og
Fitjasóknum 1944-45
og 1964-65.
Siguijón hafði ein-
lægan áhuga á Norður-
löndunum og þýddi
mikið af ljóðum úr
Norðurlandamálum.
Mörg þeirra ljóða sem
hann þýddi birtust
fyrst í Lesbók Morgun-
blaðsins. Siguijón var
handhafi Fálkaorðunn-
ar og var sæmdur
fínnsku orðunni Finn-
lands hvíta rós fyrir
nokkrum ámm. Hann hlaut nýlega
viðurkenningu og styrk úr Menning-
ar- og minningarsjóði norska prests-
ins Alfred Anderssons-Ryst fyrir
þýðingar á sálmum og ljóðum úr
norsku á íslensku.
Eftirlifandi eiginkona Siguijóns
er Guðrún Þórarinsdóttir. Hún
fæddist 22. febrúar 1906. Kjörsonur
þeirra er Hrafnkell, fæddur 5. des-
ember 1939.
Línuhraðall kemur
í stað kóbalttækis
Morgunblaðið/Golli
GARÐAR Mýrdal, eðlisfræðingur og forstöðumaður Geislaeðlis-
fræðideildar, Páll Sæmundsson, múrarameistari, Haukur Hafl-
iðason og Þórarinn Sveinsson, yfirlæknir, í herberginu þar sem
nýja línuhraðlinum verður komið fyrir.
VONIR standa til að nýr línuhraðall
leysi af hólmi gamalt kóbalttæki á
krabbameinsdeild Landspítalans í
október. Þórarinn Sveinsson, yfir-
læknir, segir að kóbalttækið hafi
verið lagt til hliðar og verið sé að
undirbúa uppsetningu nýja línuhrað-
alsins. Eldri og kröftugri línuhraðall
annar starfseminni í júlímánuði.
Hins vegar sagði Þórarinn að taf-
ir gætu orðið þegar starfsemin ykist
0g áður en línuhraðallinn yrði tilbú-
inn, eða frá því síðast í ágúst þang-
að til í október. Því yrði reynt að
mæta með sveigjanlegri vinnutíma
á deildinni.
Kostnaður 80 milljónir
Línuhraðallinn sendir frá sér
geisla til að eyða krabbameinsfrum-
um og er eðli geislunarinnar þannig
að auðvelt er að hlífa aðliggjandi
heilbrigðum vef.
Tvö geislameðferðartæki voru á
krabbameinsdeildinni. Stór línuhrað-
all frá árinu 1989 og kóbalttæki frá
árinu 1969 og höfðu borist þau skila-
boð frá framleiðanda kóbalttækisins
að ekki væri lengur hægt að taka
ábyrgð á því.
Því voru fest kaup á nýjum línu-
hraðli og verður hafín uppsetning á
„ÞETTA er svolítið erfitt en ég
er fljót að læra,“ segir Berglind
Sigmundsdóttir, á ellefta aldurs-
ári, um námsárangur sinn í
bandarískum barnaskóla en hún
fékk á dögunum sent viðurkenn-
ingarskjal undirritað af Banda-
ríkjaforseta, yfirmanni skóla-
mála í Bandaríkjunum og skóla-
meistara skólans í Stillwater í
Oklahomafylki þar sem hún hef-
ur stundað nám undanfarna tvo
vetur.
Berglind hefur búið í Banda-
ríkjunum í fimm og hálft ár
ásamt foreldrum sínum, Hafr-
únu Jónsdóttur og Sigmundi
Eyþórssyni, ogtveimur yngri
systkinum, Eyþóri og Ragnheiði
Söru. Faðir hennar er að læra
bruna- og öryggistækni í Okla-
honum í fyrstu viku ágústmánaðar.
Línuhraðallinn kostar 50 milljónir,
en 80 milljónir, með virðisauka-
skatti, ef með er talinn kostnaður
við stýribúnað og öryggistæki.
Þórarinn segir að tækið sé til
mikilla bóta enda hafí kóbalttækið
verið komið á síðasta snúning og
kröftuglega hefði verið barist fyrir
fjárveitingu fyrir nýja línuhraðlin-
homaháskóla í StiIIwater en
áður bjuggu þau í San Diego í
Kalifomíu.
Hafrún segir að Berglindi hafi
gengið mjög vel að læra allt frá
því hún hóf skólagöngu í Kali-
forníu fimm ára gömul. Hún
hafi fengið fjölda viðurkenn-
ingarskjala en ekkert þeirra sé
eins veglegt og þetta sem hún
fær nú en það er með upp-
hleyptri gyllingu. Auk viður-
kenningarskjalsins fékk Berg-
lind sendar prófseinkunnirnar
sínar sem eru ýmist 98 eða 99
stig af 100 mögulegum.
Berglind lætur vel af því að
búa í Bandaríkjunum. „Það er
alltaf heitt í Kaliforníu en það
er kalt á veturna þar sem við
búum núna. Það er ágætt því þá
um. Eftir að fengist hefði heimild
til kaupanna snemma í vor hefði
hins vegar allt gengið eftir áætlun.
Tækið yrði mikil lyftistöng fyrir
geislameðferðina og þar með
krabbameinsmeðferð hér á landi.
Gamla kóbalttækið verður m.a. not-
að áfram til að staðla ýmis geisla-
mælitæki deildarinnar.
venst ég kuldanum áður en við
flytjum heim,“ segir hún og
bætir við að í Sillwater séu
stundum hvirfilbylir.
Fjölskyldan er stödd hér á landi
í sumar en fer aftur utan í ág-
úst þar sem Sigmundur á eitt
ár eftir af námi sínu.
Fékk viðurkenning
arskjal frá Clinton
I
I
r
b
»
i
b
F.
b
b
b
t,
b
b
{
b