Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFNAHAGSBATI OG EINKANEYSLA SAMKVÆMT úttekt Morgunblaðsins á efnahagsbata lið- ins árs og það sem af er þessu ári, sem birtist í hér í blaðinu á laugardag og sunnudag, fer ekki á milli mála, að ístenskt efnahagslíf, er að mjakast upp úr öldudalnum. A liðnu ári var það aukinn útflutningur vöru og þjónustu, sem jók hagvöxt hér á landi um 2,8%. Á sama tíma jókst einkaneysla aðeins um 1,7% og samneysla um 1,4%, -sem þýðir að efnahagsbatinn varð að töluverðu leyti eftir hjá fyrirtækjunum í landinu. Af ofangreindri samantekt má ráða, að fyrirtækin, sem nutu á liðnu ári talsverðs afkomubata, hafi einkum nýtt hann til þess að greiða niður skuldir sínar, en ekki í nýjar fjárfestingar. Það er vel, þegar fyrirtæki greiða niður skuld- ir sínar og ná þannig að bæta rekstrarumhverfi sitt til fram- búðar, en jafnframt verður að líta til þess, að ef ijárfesting fyrirtækjanna er á mjög lágu stigi, blasir fljótlega við stöðn- un. í ár, eru horfur aðrar, þar sem því er spáð að einka- neysla aukist um 3,9%, samneysla um 2,0%, en útflutningur vöru og þjónustu ekki nema um 2,9%, miðað við 10,2% aukn- ingu árið 1994. Þannig er því spáð að verg landsframleiðsla aukist í ár um 3,0%. Því hníga horfur fyrir árið 1995 í þá átt, að það verði einkaneysla landsmanna, sem haldi uppi auknum hagvexti. Slíkt hlýtur ávallt að vekja upp spurning- ar um, að hve miklu leyti hagvöxturinn er fjármagnaður með auknum ráðstöfunartekjum heimilanna, þ.e.a.s. kaup- máttaraukningu, og hve mikill hluti hans, er fjármagnaður með aukinni skuldasöfnun. Samkvæmt áætlunum Þjóðhagsstofnunar, má ætla að það sé aukinn kaupmáttur ráðstöfunartekna, sem heldur að megninu til uppi auknum hagvexti hér innanlands, þannig að áhrif af framleiðniaukningu liðins árs séu í ár að skila sér hér innanlands, í aukinni eftirspurn eftir innlendri og innfluttri vöru. Slíkt er þekkt fyrirbæri, þegar efnahagsleg uppsveifla er annars vegar, en samt sem áður, ætti þessi þróun einnig að verða til þess að menn staldri við og hugi að því hvort hætta sé á að aukin einkaneysla sé fjármögnuð með aukinni skuldasöfnun. Fyrirtæki hafa gengið á undan með góðu fordæmi, við að greiða niður skuldir sínar. Heimilin í landinu þurfa í sama mæli að minnka skuldir sínar og reyna það af veikum mætti. Brýnast er þó, eins og fram kemur í tilvitnaðri úttekt, að hið opinbera, ríki og sveitarfélög dragi stórlega úr útgjöldum sínum og greiði niður skuldir. Fyrr verður ekki um raunveru- legan bata íslensks efnahagslífs að ræða. GRIÐLAUS GRIÐA- SVÆÐI ÞEGAR tekin var ákvörðun um það fyrir tveimur árum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að afmarka sex griða- svæði múslima í Bosníu var það gert í þeirri von að draga myndi úr árásum á óbreytta borgara. Sveitir Serba hafa hins vegar frá upphafi sýnt griða- svæðunum takmarkaða virðingu. Harðar árásir hafa verið gerðar á Bihac og Gorazde. Sarajevo hefur um langt skeið verið einangruð frá umheiminum og leyniskyttur hafa af miskunnarleysi fellt saklausa borgara. Fyrir viku hertóku Serbar Srebreniea og einungis er spurn- ing um tíma hvenær Zepa fellur í hendur þeirra. Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafa flúið þessi svæði og ekki er vitað um afdrif þúsunda til viðbótar. Fregnir berast af fjöldanauðgunum og óttast er um örlög margra þeirra karlmanna er Serbar hafa handtekið undir því yfir- skyni að ætlunin sé að yfirheyra þá vegna stríðsglæpa. Lýs- ingar flóttafólksis á aðgerðum Serba eru hrikalegar. Ofbeldisverk eru ávallt framin í átökum en framferði Serba er fyrir Iöngu komið út fyrir þau mörk sem kalla má „eðlileg" í styrjöldum. Ótal sinnum hafa þeir brotið fjölmörg ákvæði Genfarsáttmálans. Virðing þeirra fyrir réttindum flótta- manna og óbreyttra borgara er engin. Jafn svívirðileg grimmdarverk hafa ekki verið framin í Evrópu síðan í síð- ari heimsstyrjöldinni. „Griðasvæði“ múslima hafa reynst gagnlaus. Serbar hafa virt þau að vettugi og friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hafa ekki burði til að vernda þau líkt og heitið var í upphafi. Þessi svæði hafa í reynd verið mestu hættusvæðin í Bosn- íu og þeir sem þar búa staðið berskjaldaðir gagnvart árásum Serba. Morgunblaðið/Þorkell I BLIÐVIÐRINU á dögunum rakst ljósmyndari á stangveiðimann sem mokveiddi fisk rétt við skólpút- rásirnar í Laugarnesi. Veiðimaðurinn er rússneskur og skildi lítið í áhyggjum ljósmyndarans af fengn- um. Þarna eru engar viðvaranir sem gefa til kynna að sjórinn sé mengaður. Hreinar strendur á21. öld Mengun í sjó er yfír viðmiðunarmörkun meng- unarvamarreglugerðar í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, eins og fram kemur í grein Guðjóns Guðmundssonar. Nýtt frá- veitukerfi skal vera komið í notkun árið 2000 samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum sem Islendingar hafa gengist undir og á næsta ári verður hægt að baða sig í Nauthólsvík. HREINSUN strandlengjunn- ar á höfuðborgarsvæðinu er umfangsmesta verk sem ráðist hefur verið í hérlendis í umhverfismálum. Kostnað- ur miðað við núverandi áætlanir er á bilinu 7-8 milljarðar króna. í Reykja- vík verður heildarkostnaður nálægt 6 milljörðum kr. en gæti orðið um 12 milljarðar kr. ef nauðsynlegt þykir að beita svokallaðri annars stigs hreinsun á fráveituvatninu sem þykir fremur ólíklegt á þessari stundu. í árslok 1994 hafði verið framkvæmt fyrir tæpa 2 milljarða kr. í Reykjavík og þá er ráðgert að hálfur milljarður kr. fari til framkvæmda á þessu ári. Samstarf er með fjórum sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu um frá- veituframkvæmdir, þ.e. Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Seltjarn- arnesi. Fráveituvatn frá Garðabæ verður leitt í rás undir Kópavog í Kársnesveitu þar sem það sameinast fráveituvatni Kópavogsbúa. Þaðan verður það leitt í rás undir Fossvog- inn þar sem það tengist Fossvogs- ræsi, sem einnig flytur skólp frá Breiðholti, Árbæ, Selási, Fossvogi og hluta Vesturbæjar. Þaðan verður skólpinu dælt ásamt fráveituvatni frá Seltjarnarnesi að /yrstu dælu- og hreinsistöðinni á íslandi við Ána- naust, sem byijað er að reisa og verð- ur tilbúin á næsta ári. Reiknað er með að kostnaður við gerð stöðv- arinnar í Ánanaustum ásamt útrás verði 740-750 milljónir kr. auk kostn- aðar við útrás sem nemur um 400 milljónum kr. Skásta fjaran á Seltjarnarnesi I Kópavogi er búið að leggja ræsi milli tveggja væntanlegra dælustöðva. Norðanmegin á Kársnesi eru nokkrar útrásir þar sem skólp rennur stutta leið til sjávar og menga Skerjafjörð- inn. Að sögn Þórarins Hjaltasonar framkvæmdastjóra tæknisviðs Kópa- vogsbæjar er ráðgert að byrjað verði að dæla skólpi yfir í Foss- vogsræsi í ársbyrjun 1998. Eftir er að framkvæma fyr- ir um 200 milljónir kr. en nánast engar framkvæmdir verða á þessu ári. Heildar- kostnaður við Kársnesveitu er 320 milljónir kr. og hlutur Kópa- vogs er 242 milljónir kr., hlutur Garðbæinga er um 70 milljónir kr. og hlutur Reykvíkinga um 7,3 milljón- ir kr. Garðbæingar eru á enda þessarar veitu. Nú fer allt fráveituvatn Garðbæinga út í Arnarnesvog um 200 metra frá landi. Eiríkur Bjarnason bæjarverkfræðingur segir að Arnar- nesvogurinn sé mengaður mjög. Hann segir að tengt verði við fráveitukerfi Kópavogs 1997. Áætlaður kostnaður við fráveituframkvæmdir Garðbæ- inga er um 280 milljónir kr. Á hveiju ári sl. þijú ár hafa verið gerðar mælingar á mengun vegna fráveituvatns á Seltjarnarnesi og, að sögn Halldórs Runólfssonar hjá heil- brigðiseftirliti Kjósarsýslu, er þar minni mengun en út af norðurströnd Reykjavíkur. Mengunin er engu að síður yfir mörkum mengunarvarnarreglugerð- ar. Seltjarnarnesið tengist inn á dælustöðina í Ána- naustum 1996. Fráveitu- vatnið fer nú út um nokkrar stuttar útrásir norðanmegin á nesinu og á einum stað sunnanmegin. Ein skásta fjaran er þó við Seltjörn þar sem kóligerlamagn er undir viðmiðun- armörkum mengunarvarnareglugerð- ar, eða undir 100 gerlar í hveijum 100 ml, og þar er nánast eina fjaran sem er hæf til útivistar á höfuðborg- arsvæðinu. Áður en fráveituvatninu er veitt út frá Ánanauststöðinni verður það grófhreinsað, sem jafngildir svokali- aðri fyrsta stigs hreinsun samkvæmt tilskipun ESB, og dælt um 4 km leið út á 20-25 metra dýpi í sjó. • Aðrar aðalútrásir í fráveitukerfinu verða í Laugarnesi og hugsanlega einnig í Geldinganesi. Sigurður I. Skarphéðinsson gatnamálastjóri segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hreinsistöðin í Geldinganesi verði byggð. Það séu bæði __________ rök með og móti byggingu ||érlen hennar en áætlanir séu » . komnar það skammt á veg aoj* að ekki sé hægt að sjá hvort nfieo C af því hljótist peningalegur . hæ sparnaður. —— í Mosfellsbæ fer allt frárennsli í rotþrær og tiltölulega skaðlítið af- rennsli fer út í Leirvog. Verði hreinsi- stöðin í Geldinganesi reist einhvern tíma á næstu öld er hugsanlegt að Mosfellsbær komi þá inn í samstarf sveitarfélaganna og fráveituvatni frá bænum verði dælt út frá Geldinganesi. Miklar framkvæmdir í Hafnarfirði í Hafnarfirði standa fyrir dyrum miklar framkvæmdir í fráveitumál- Hugsanlegt að fram komi strangari kröfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.