Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 10
n 8*íljOi.-.8!5rjDAamaiá« 10 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ PER Kettis, sendiherra Svíþjóðar á íslandi, með fallegan lax úr Brynjudalsá. 25 punda hængur úr Víðidalsá STÆRSTI laxinn sem á land hef- ur komið á þessu sumri veiddist í Víðidalsá á laugardaginn. Danskur veiðimaður að nafni Jess Lawes veiddi þá 25 punda nýrunn- inn hæng í Harðseyrarstreng á svarta Frances-túbuflugu. Áður var kominn 24 punda hængur og annar 22 punda, báðir af Iðunni. Dramatísk glíma við stórlax „Það var afar heppilegt að ég var nýbúinn að skipta um taum fyrir Danann og setti þá á 18 punda taum í staðinn fyrir 14 punda taum. í næsta hyl tók þessi mikli stórlax og viðureignin var mjög fjörug og tvísýn. Laxinn tók svarta Frances-túbuflugu, tommulanga, og viðureignin stóð yfír í 45 mínútur. Laxinn var bijálaður allan tíman, rásaði og stökk og æddi niður alla á. Við lönduðum honum 500 metrum neðar í ánni og þá var hjólið bilað og ég þurfti að standa fyrir fram- an og ná inn línu með höndunum til að Daninn næði línu inn á hjól- ið,“ sagði Jóhann Rafnsson, leið- sögumaður Danans Jess Lawes sem veiddi 25 punda hænginn í Víðidalsánni. Laxinn var 110 sentimetra langur og ekki mjög feitur. Var mál manna að ef laxinn hefði verið feitur þá hefði hann ekki verið langt frá 30 pundum. Annars er af Víðidalsá að fregna að reytingsveiði hefur ver- ið að undanfömu, oft um 10 laxar á dag að jafnaði og fískurinn blanda af smálaxi og stórlaxi. Göngur í Miðfjarðará Síðustu daga hafa göngur verið að koma í Miðfjarðará og veiðin lífleg á köflum. Helst þó að laxinn hafi ekki dreift sér almennilega og er mest á vissum svæðum í Miðfjarðará og svo í neðanverðri Vesturá. Einnig neðst í Austurá. Milli 200 og 210 laxar eru komn- ir á land og eru Böðvar á Barði og félagar ánægðir með gang mála enn sem komið er að minnsta kosti. Leiðinda veður hefur verið nyrðra síðustu daga. Kalt og and- styggilegt. Aðeins er veitt á flugu þessa dagana og hafa ýmsar flug- ur gefið afla. Sterkastar að und- anförnu hafa þó verið rækjurnar rauð Frances og Ally’s Shrimp. Hörkuveiði í Laxá í Leir Hópur sem hóf veiðar í Laxá í Leirársveit á laugardaginn hafði fengið 62 laxa á hádegi í gær. Eru það Bretar sem nota aðeins flugu. Voru þá komnir 282 laxar á land. Stóri straumurinn í lok síðustu viku skilaði miklum göngum í ána, en enn sem komið er gengur veiðin best frá Laxfossi og niður úr. Laxinn er að stærst- um hluta 4 til 6 pund, vel haldinn smálax, en 10 til 13 punda laxar slæðast með. Dalar í Norðurá Nokkuð hefur dregið úr veiði í Norðurá að undanförnu og kenna menn um óhagstæðu veðurfari og minnkandi vatni. Nóg er af fiski, en göngur eru ekki eins ákafar og um tíma fyrr í mánuðinum. Á sunnudaginn voru þó komnir 830 laxar á land og er áin eftir sem áður önnur af tveimur hæstu án- um í sumar. Hin, Þverá, er efst í bili með 40 til 50 löxum meira. Þar hefur veiði gengið betur en í Norðurá að undanförnu. 20 punda hængur veiddist nýverið í Þverá. Straumfjarðará lifnar Prýðilega hefur gengið í Straumíjarðará að undanfömu, sérstaklega ef að er gáð að skil- yrði hafa verið slæm, hvasst og bjart veður. Milli 60 og 70 laxar era komnir á land, að mestu leyti 5 til 7 punda fískar að undanfömu. Brotist inn Sprenging á kóramóti í Lettlandi á Blönduósi Islenskur kammerkór í námunda við sprenginguna BROTIST var inn í kaupfélagið á Blönduósi aðfaranótt mánudags. Farið var bæði inn í matvöra- og byggingavöraverslun inn um starfs- mannainngang. Litlu sem engu var stolið. Lögreglan í Húnavatnssýslu kærði 40 ökumenn um helgina fyr- ir of hraðan akstur. Sá sem hrað- ast ók var á um 140 km hraða. Mjög mikil umferð var í sýslunni um helgina. Bíll fór út af þjóðveginum við Skinnastaði og valt skömmu eftir hádegi í gærdag. Ökumaður slasað- ist lítilsháttar og var fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi. Bíllinn er mjög mikið skemmdur eða ónýtur. KAMMERKÓR Langholtskirkju var meðal þátttakenda á kóramóti í Riga í Lettlandi þar sem sprengja sprakk á laugardag skömmu áður en lokatónleikar mótsins áttu að hefjast. Engan íslendinganna sak- aði en fjórir slösuðust í sprenging- unni sem varð í turnbyggingu til hliðar við aðalsviðið. Um 6.000 manns voru samankomnir á svæð- inu. Jón Stefánsson var kórstjóri á mótinu. „Við vorum í tveggja kíló- metra fjarlægð frá aðalsviðinu þeg- ar við heyrðum gríðarlegan hvell. Við héldum fyrst að verið væri að sprengja tívolíbombu eða eitthvað slíkt í tengslum við lokasýninguna, en þegar við komum til baka var allt orðið fullt af hermönnum og sjúkrabílum. Við sáum fólk, sem hafði lent I sprengingunni, inni í sjúkrabílum mikið skorið eftir gler- brot sem voru dreifð um allt,“ sagði Jón Stefánsson. Jón sagðist hafa heyrt það á inn- fæddum að þarna hefðu líklega verið að verki einhverir úr rúss- neska minnihlutanum í landinu. Hann sagði það mildi að fáir hafi verið á staðnum þegar atvikið gerð- ist enda voru flestir að skipta um föt fyrir tónleikana á þessum tíma. Tónleikarnir fóra síðan fram eins og ekkert hefði i skorist og sagðist Jón ekkert hafa heyrt meira af at- vikinu. Kóramir fóru úr landinu á sunnudag eftir velheppnaða ferð og sagði Jón þetta vera það eina sem hafi varpað skugga á ferðina. CCO 11 C(| CC0 1Q7(| LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, Frámkva.mdastjóri UUt IIUUUUL lU/U KRISTJÁN KRISTJANSSON, loggiliur fasieignasau Til sýnis og sölu m.a. eigna: Á góðu verði á útsýnisstað ANDLAT Endurnýjað einbýlishús með rúmgóðri 3ja herb. íb. á hæð. Nýtt eld- hús. Ný sólstofa. Nýtt parket. Kjallari: tvö herb., sturtubað, þvottahús og geym^a. Stór ræktuð lóð við Digranesveg. Heimar - nágrenni - eignaskipti Leitum að 3ja herb. íb. í skiptum fyrir góða 5 herb. neðri hæð í Heim- um með kjallaraherb. og öllu sér. KONRAÐ MAR EGGERTSSON Rétt við Rauðagerði - allt sér Rúmgóð sólrík 6 herb. 2. hæð á útsýnisstað. Sérþvhús á hæðinni. Inngangur og hiti sér. Innb. bílsk. Skipti möguleg. Góðar íbúðir - lækkað verð - við Barðavog: 2ja herb. rúmgóð kjallaraíb. Sérinng. Samþykkt. Eiríksgötu: 3ja herb. jarðhæð. Öll eins og ný. 40 ára húsnlán kr. 3,1 millj. Úrvalsíbúð - hagkvæm skipti 4ra herb. íbúð, tæpir 100 fm, í Seljahverfi. Öll eins og ný. Sérþvotta- hús. Góð bifreiðageymsla. Skipti möguleg á 2ja herb. góðri íb. Fyrir smið eða laghenta Sólrík rishæð 3ja herb. Eldhús og bað endurbætt. Litlar suðursvalir. Þarfnast nokkurra endurbóta. Langtímalán kr. 2,7 millj. Reisulegt stein- hús á vinsælum stað við Laugarnesveg. Tilboð óskast. wmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 3-4 herb. íbúð óskast í ALMENNA Heimum - nágrenni. Viðskiptunum fylgja ráðgjöf _______________________ og traustar upplýsingar LaUSflVES118 S. 552 1150-552 1370 FASTEIGNASALAN KONRÁÐ Már Egg- ertsson, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri að Haukagili í Vatnsdal, A-Húna- vatnssýslu, lézt að heimili sínu á Blöndu- ósi laugardaginn 15. júlí sl., 74 ára að aldri. Konráð var fæddur 17. nóvember 1911, sonur hjónanna Ág- ústínu G. Grímsdóttur og Eggerts Konráðs Konráðssonar, bónda og hreppstjóra að Haukagili. Konráð var næstelztur 7 systkina. Konráð tók við búi að Hauka- gili 1937 og var bóndi þar allt fram til 1978. Hann var skipaður hrepp- stjóri Áshrepps 1942 og gegndi því starfi til 1977. Hann sat jafn- framt í hreppsnefnd Áshrepps 1948-1968, var lengi í skattanefnd og síðar umboðsmað- ur skattstjóra Norður- lands vestra í nokkur ár. Konráð annaðist einnig ýmis önnur trúnaðarstörf fyrir sveitina. 1976 fluttist Kon- ráð með konu sinni, Lilju Halldórsdóttur Steinsen, tií Blönduóss, þar sem hún býr enn. Þau eiga 6 uppkomin börn. Fólk Sig'urður Thorlacius tryggingayfir- læknir • BÚIÐ er að skipa Sigurð Thorlacius í stöðu tryggingayfír- læknis. Heilbrigðisráðherra skipaði Sigurð í embættið 14. júlí síðastlið- inn og er ákvörð- unin byggð á áliti stöðunefndar og tillögum trygging- aráðs og forstjóra Tryggingastofn- unar, sem eru um- sagnaraðilar. Stöðunefnd taldi alla umsækj- endur hæfa, samkvæmt frétt frá ^ heilbrigðisráðuneytinu, en tólf lækn- ar sóttu um. Einn dró umsókn sína tilbaka en aðrir umsækjendur voru: Gauti Arnþórsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Halldór Baldursson, Hrafn V. Friðriksson, Kristján Bald- vinsson, Ólafur H. Oddsson, Sigurð- ur Thorlacius, Vigfús Magnússon, Þorsteinn Njálsson og Þórarinn Öl- afsson. Sigurður Thorlacius fæddist 10. maí 1953. Hann lauk læknaprófi frá HÍ vorið 1979. Árið 1980 fékk hann íslenskt lækningaleyfi og norskt lækningaleyfi þremur árum síðar. Sigurður hlaut sérfræðiviðurkenn- ingu í taugasjúkdómafræði árið 1986 og lauk doktorsnámi frá Há- skólanum í Bergen árið 1989. Hann hefur meðal annars starfað sem sér- fræðingur í taugasjúkdómafræði og sem tryggingalæknir í hlutastarfi auk þess að gegna stöðu lektors og kennslustjóra framhaldsmenntunar- ráðs læknadeildar HÍ. ■ KNA l'TSPYRNUFÉLAG- IÐ Haukar boðar félagsmenn sína og stuðningsfólk til gróður- setningar á íþrótta- og útivistar- svæðinu á Ásvöllum, þriðjudag- inn, miðvikudaginn og fimmtu- daginn 18.-20. júlí. Tekið verð- ur til hendinni frá kl. 18-22 alla þijá dagana og er þess vænst að félagar og stuðnings- menn láti ekki sitt eftir liggja, enda mörg verkefni sem bíða við uppgræðslu á þessu stóra svæði, segir í fréttatilkynningu. Haukar njóta sérstaks stuðnings frá Skógrækt ríkisins og Skelj- ungi við uppbyggingu gróður- belta á íþróttasvæðinu á Ásvöll- um, en þegar hefur verið plantað tugþúsundum tijáa. ■ KAFFI Reykjnvík býður upp á upphitun fyrir þjóðhátíð- ina í Vestmannaeyjum dagana 18-22. júlí. Skemmtunin hefst í kvöld, þriðjudag, með því að Eyjalögin verða sungin undir stjórn Árna Johnsen. Hljóm- sveitirnar Sálin hans Jóns míns og Vinir vors og blóma spila. Einnig taka söngvararnir Eyjólf- ur Kristjánsson og Stefán Hilm- arsson lagið Annað kvöld verður brekkusöngurinn endurtekinn undir stjórn Árna Johnsen og hljómsveitirnar Karma og Twe- ety koma fram. Á fimmtudag, föstudags og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hálft 1 hvoru. Lundi verður fram borinn á tvenns konar máta og kostar máltíðin 790 krónur. ■ KVÖLDGANGA verður um Viðey í kvöld þar sem gengið verður um Vestureyna. Þar má m.a. sjá gamlar rústir gripa- húsa, steina með áletrunum frá fyrri hluta 19. aldar, ból lunda- veiðimanna og listaverk Richard Serra. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Farið verður úr Sundahöfn kl. 20.30 og komið í land aftur upp úr kl. 22.30. Ekkert gjald er tekið fyrir leiðsögn. Fólk þarf ein- göngu að greiða fargjald í feij- una sem er 400 kr. fyrir full- orðna og 200 kr. fyrir börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.