Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
IMORÐUR-VÍKINGUR
FYRSTA B-52 sprengjuflugvélin lendir á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Morgunbiaðið/Baidur Sveinsson
Sótt og varíst
ílágflugi
Heræfíngin Norður-Víkingur 95 stendur nú
yfír hér á landi. Baldur Sveinsson fylgdist
með æfíngunni á Keflavíkurflugvelli í gær.
*y fVERNIG lítur heræfing út
I | frá sjónarhóli þess sem á
horfír og getur ekki fylgst
með því sem fram fer nema tilsýnd-
ar?
Kl. 800 fara fyrstu flugvélarnar
í loftið. Þær eru frá rauðgula liðinu
eða árásarliðinu. Fyrst fer elds-
neytisvél, KC-135R, sem er tilbúin
til að gefa eldsneyti ef á þarf að
halda. Næst kemur truflunarsveit-
in. Fyrst EC-130 Hercules vélin til
að trufla fjarskipti vamarliðsins og
síðan Lear Jet þoturnar sem trufla
eiga ratsjár varnarliðsins. Þetta
gengur allt vel fyrir sig, en er samt
eitthvað á eftir áætlun.
Being E-3B Sentry ratsjárstöðin
fer næst á loft og þá er komið að
hinu raunverulega árásarliði.
Bresku Jaguar þoturnar sem reikn-
að var með komu ekki til landsins,
þannig að Tomado vélar Bretanna
voru næstar. Mjög er mismunandi
hve hátt vélarnar hafa í flugtaki
og fer það nokkuð eftir því hvort
þær nota svonefnda afturbrennara
eða ekki, en þeir auka aflið um
allt að helmingi en eyða einnig mun
meira eldsneyti. Tornado vélamar
hafa hátt og fljúga lágt meðan þær
em að hífa upp hjólin og auka hrað-
ann.
Þá er komið að tveim F-15C
þotum sem leika eiga hlutverk
verndarvéla fyrir B-52 sprengju-
þoturnar. Þessar eru frá 59. flug-
sveit og af árgerðinni 1980. Ekki
er heppilegt að nota afturbrennara
óspart með þessum eldri gerðum
af F-15 svo þær fara í loftið án
þeirra, enda nægt aflið, brautin
löng og góður vindur. Komnar í
loftið og hjólin upp eftir 3.500 fet.
Að lokum fara upp til varnar
fjórar F-15C frá 58 sveit sem kom
hingað sérstaklega fyrir æfmguna.
Þeirra vélar eru af 1985 árgerðinni
og hafa endurbætta hreyfla. Því
eru afturbrennararnir notaðir
óspart, enda liggur mikið á að kom-
ast í loftið þegar verja skal landið.
Ekki til setunnar boðið
Klukkan er nú orðin 910 og ekki
til setunnar boðið því kl. 915 hefst
blaðamannafundur hjá blaðafull-
trúa varnarliðsins. Þar em auk
hans mættir Bryant flotaforingi,
yfirmaður varnarliðsins, foringjar
íiðsins sem þátt tekur í æfíngunum
á jörðu niðri og Arnór Sigutjónsson
varnarmálasérfræðingur utanríkis-
ráðuneytisins.
Flotaforinginn lýsir tilgangi og
framkvæmd æfingarinnar. Hann
leggur áherslu á að hér sé um að
ræða raunhæfa prófun á því hvort
vamarliðið geti þjónað hlutverki
sínu gerist þess nokkurntíma þörf.
Margt í æfingunni kemur aldrei
fyrir sjónir almennings, eins og t.d.
svokölluð pappírsæfing, en hún
prófar m.a. yfírstjóm varnarliðsins,
Einnig sjá íslenskir borgarar ekki
þann hluta sem snýr að því að flytja
til bandaríska þegna í varnarstöð-
inni og skapa rými fyrir liðið sem
kemur aðflutt. Einnig verða menn
lítið varir við allan þann aragrúa
flutningaflugvéla sem flytur liðið
og tæki þess.
Bryant flotaforingi lagði einnig
áherslu á þátt landhersins og
norsku sérsveitarmannanna sem
taka nú þátt í æfingunni í fyrsta
sinn og auka á raunveruleika henn-
ar. Síðast en ekki síst minnist hann
á þátt stóm Boeing Vertol Chinook
þyrlanna sem hingað koma nú enn
einu sinni og sinna margvíslegum
- störfum fyrir Islendinga sem hluti
af verkefninu „Nágrannar í norðri“.
Að loknum erindum foringjanna
er skoðaður búnaður norsku sér-
sveitanna, en fallhlífarstökk þeirra
getur ekki farið fram vegna of
mikil vinds. Að sjálfsögðu mun slíkt
ekki há þeim ef til alvörunnar kem-
ur en ekki er ástæða til að leggja
menn í hættu sem sýningaratriði.
Árásir
Klukkan er nú farin að nálgast
1100 og von á árásum B-52 og
B-1 þotanna. Þær höfðu áður flog-
ið inn yfir land og æft lágflug á
æfingarsvæðinu í þolanlegu veðri
en ekki er víst hve margir íslend-
ingar sáu til þeirra vegna veðurs á
jörðu niðri, en 20 sm nýfallinn snjór
var í Kverkfjöllum í morgun.
Fréttamenn, ljósmyndarar og
aðrir gestir eru nú fluttir á besta
stað til að fylgjast með lágfluginu.
Svo fer þó sem mig grunaði. B-52
vélarnar fljúga ekki í stefnu braut-
arinnar, heldur koma beint yfír
áhorfendur. Fyrri vélinni fylgja
F-15 vélarnar tvær sem_ til þess
fóru fyrr um morguninn. Ahrifaríkt
er að sjá þær síðan stíga lóðrétt
til himins fyrir afli afturbrennara.
Einnig er mjög áhrifaríkt og ógn-
vekjandi að sjá beint upp um opna
sprengjuhlerana inn í tómt
sprengjurými B-52 vélarinnar.
Ekki var það tómt i Viet Nam og
írak. Síðan sveigja B-52 vélamar
og koma inn til lendingar nokkru
síðar. Þetta er söguleg lending, því
í rúmlega 40 ára sögu B-52 og
Keflavíkurstöðvarinnar hefur engin
slík vél lent hér, enda er flugvöllur-
inn ekki í raun búinn til að slíkar
vélar geti auðveldlega athafnað sig
þar.
Þegar síðari B-52 vélin er á leið
til lendingar sést til B-1 vélanna
tveggja. Samkvæmt því sem flug-
maður þeirrar sem lenti sagði síðar
var ætlunin að fara niður eftir
brautinni, en það var ekki hægt
því að B-52 vélin var fyrir í að-
flugi. Því eru þær nokkuð langt til
vesturs. Þær koma á miklum hraða
yfir völlinn og er ekki hægt að líkja
saman þeirri árás og B-52 árás-
inni. Önnur B-IB vélin lendir síðan.
Gaman er að sjá hve lipur hún er
í snúningum, og getur beygt mun
krappar en B-52. Sögulegur
klukkutími þegar B-52 og B-l
lenda báðar í fyrsta skipti á Is-
landi. Gefst gestum nú færi á að
spyrja flugmenn og áhafnir vélanna
og skoða þær náið. Einnig gafst
færi á að skoða innviði vélanna og
koma í flugmannsklefa þeirra.
B-52 vélunum er síðan snúið, á
þær sett eldsneyti og þær gerðar
tilbúnar í slaginn, en þær munu
leggja í árásarferðir frá Keflavík
næstu daga. Einnig er sett elds-
neyti á B-IB Lancer vélina og legg-
ur hún af stað til Azoreyja aftur
um kl. 1600.
Áður en það var eða um kl. 1400
höfðu tvær B-IB vélar til viðbótar,
ásamt bresku Tornado vélunum
gert nýjar lágflugárásir. F-15C
vélarnar eru á sífelldum þönum,
enda flugmenn þeirra í fastri við-
bragðsstöðu. Eldsneytisvélamar
fímm eru einnig á sífelldum þönum
að þjóna bæði varnarliði og árásar-
liði.
Meðan á öllu þessu stóð flugu
vélar Flugleiða eins og ekkert hefði
i skorist og maður getur ekki ann-
að en dáðst að rósemi og öryggi
flugumferðarstjóranna sem stjórn-
uðu allri þessari umferð ásamt
mikilli umferð farartækja á jörðu
niðri áh þess að neinn yrði fyrir
teljandi töfum. Ábyrgð þeirra er
mikil.
ÖNNUR breska Tornado-vélin fer á loft með hjálp afturbrennara.
NORSKU sérsveitarmennimir nýstignir út úr Hercules-flugvél-
inni sem flutti þá til landsins. Flugvélin heitir Baldur en þessar
vélar bera nöfn úr norrænu goðafræðinni.