Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 33 + Valgerður Skarphéðins- dóttir fæddist 5. nóv. 1899 á Tann- stöðum, Hrútafirði, en ólst upp í Guð- laugsvík, Bæja- hreppi, Stranda- sýslu. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 11. júlí 1995. Valgerður var dóttir hjónanna Skarphéðins Jó- hannssonar og Guð- rúnar Sæmunds- dóttur, hún var 5. í röð sjö systkina. Hinn 24. september 1921 giftist Valgerður Magnúsi Gíslasyni bónda á Kirkjufelli í Eyrasveit. Hann lést 22. nóv. 1977. Börn Valgerðar og Magnúsar eru: 1) Gunnar Skarphéðinn, f. 11. sept. 1922, d. 4. des. 1937. 2) Gísli, f. 7. júní 1925, bifreiðastjóri á Grundarfirði. Maki Gróa Guð- jónsdóttir, d. 15. nóv. 1985. Börn þeirra eru sjö. 3) Haraldur, f. 19. maí 1927, rafvirki í Reykja- vík. Maki Þóra M. Hreiðarsdótt- ir. Börn þeirra eru þrjú.'4) Elsa, MINNINGARNAR um ömmu eru einungis góðar. Það var alltaf gott og friðsælt að koma til hennar. Hún var svo hlý og hafði nóg hjartarúm fyrir öll barnabörnin. Eflaust hefur stundum rignt þegar ég kom í heim- sókn en það hefur gleymst, því í minningunni eru bara sólardagar. Amma var fróð kona og kunni vel að segja frá. Það var einstaklega gaman að heyra hana segja frá ýmsu sem hafði hent hana í lífinu. Jafn- framt lagði hún áherslu á að allir ættu að vera sannir og heiðarlegir og eftir því lifði hún sjálf. Söknuðurinn er sár en minning- arnar ylja. Ég er þakklát fyrir allt sem amma gaf mér til að hafa áfram f. 20. nóv. 1928, húsmóðir í Reykja- vík, d. 20. okt. 1983. Maki Björn Jón Lárusson. Börn þeirra eru fjögur. 5) Alfreð, f. 7. júní 1930, stýrimaður á Grundarfirði. Maki Kristín Friðfinns- dóttir. Börn þeirra eru fimm. 6) Aðal- heiður, f. 29. jan. 1932, starfsstúlka á Grundarfirði. Maki Magnús Alfsson. Börn þeirra eru tvö. 7) Stella, f. 9. jan. 1936, starfsstúlka í Reykja- vík. Maki Þórir Þórðarson. Börn þeirra eru fjögur. 8) Gunnar Skarphéðinn, f. 23. mars 1942, sjómaður á Grundarfirði. Maki Friðsemd I. Ólafsdóttir. Börn þeirra eru þrjú. Einnig ólu Val- gerður og Magnús upp syst- urson Valgerðar, Lýð Valgeir Lárusson, f. 18. sept. 1939, d. 25.Jan. 1964. Utför Valgerðar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. á lífsleiðinni. Guð blessi minningu hennar. Ásta. í fáum orðum langar okkur systk- inin að skrifa nokkur þakkar- og kveðjuorð til hennar Valgerðar ömmu, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 11. júlí 1995, þá 95 ára að aldri. Þrátt fyrir háan aldur bar amma aldur sinn vel og var alltaf vel til höfð. í heimsóknum til ömmu var okkur alltaf tekið með opnum örmum og var þá mikið skrafað og rætt saman. Aldrei fórum við með tóman maga frá henni ömmu því nóg átti hún af kræsingum. Amma átti það til að yrkja ljóð og orti hún fal- legt ljóð um Hörð Grétar sem honum þykir mjög vænt um og heldur mikið upp á. Eftir að við fluttumst frá Grund- arfirði fækkaði heimsóknum til ömmu, en þegar farið var vestur var tækifærið notað og amma heimsótt. Amma bar hlýju til allra og leið- beindi okkur inn á réttu brautir lífs- ins og var ætíð að gefa okkur góð ráð. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði en vitum að þú ert komin í góðra manna hendur og að það verð- ur vel tekið á móti þér eins og þú hefur alltaf tekið á móti okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún, Hörður Grétar og Ólafur. Elsku amma, það kom að því að við misstum þig. Oft hefur sú hugsun flogið í gegnum huga okkar undan- farin ár þegar veikindi hafa heijað á þig að nú mundum við missa þig en alltaf barðist þú á móti og náðir að sigra. Núna hafði Hann betur og eftir situr fjölskyldan þín stóra og lætur hugann reika um liðna tíð. Okkur systkinunum er efst í huga þegar við lítum til baka hve gott og gaman það var að heimsækja ykkur afa í Kirkjufell. Til þeirra ferða var lengi hlakkað enda voru þær há- punktur sumarsins. Alltaf beiðst þú niðri við hlið og tókst fagnandi á móti gestunum og þegar inn í bæ var komið beið okkar uppdekkað borð með ijúkandi kaffi og heima- bökuðu meðlæti. Heimili ykkar afa á Kirkjufelli var ætíð öllum opið og á sumrin var þar mikið líf og fjör. Barnabörnin sóttu mjög í að koma til ykkar og þeim var alltaf vel tek- ið. Frá Kirkjufelli eigum við systkin- in okkar kærustu æskuminningar. Ekki var síður gott að koma til ykkar eftir að þið fluttuð inn í Grund- arfjörð. Þar bjugguð þið ykkur fal- legt heimili þar sem hannyrðir og bækur voru í hávegum höfð. Sein- ustu árin áttir þú heimili á dval- arheimilinu Fellaskjóli á Grundar- firði. En þó að aðstæður þínar breytt- ust í tímans rás og heilsunni hrakaði kom alltaf sama spurningin upp í huga okkar á hveiju vori: „Hvenær eigum við að fara vestur og heim- sækja ömmu?“ Móttökurnar voru alltaf jafneinlægar, hlýjan og ástin til ættingjanna var einstök. Amma, þú varst falleg kona og vaktir athygli fyrir gáfur og glæsi- leika hvar sem þú komst. Þú varst góður hagyrðingur og eru ófáar vís- urnar sem þú ortir um afkomendur þína. Það var aðdáunarvert hvað þú fylgdist vel með og hvað það var þér *» mikilvægt að allt þitt fólk hefði það sem best. Að lokum viljum við þakka þér fyrir hlýju og góðvild sem þú auð- sýndir okkur og fjölskyldum okkar allt fram á síðasta dag. Mitt kærasta yndi, við kveðjum þig nú með klökkvandi saknaðar tir með þökk fyrir allt, sem okkur varst þú, og enn þá skal okkur varða þótt líkaminn ljúfi sé nár. (H.H.) Guð blessi minningu elskulegrar ömmu okkar. Þórdís, Vala, Magriús og Gunnar Þór. ERFIDRYKKJUR . Krossar áleiði I vÍQarlit oq máloSir. Mismunondi mynsiur, vönduo vinna. Simi 91-35929 og 35735 H Styrktarfélag krabbamelnBBjúkra barna Minningarkort Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna fást hjá félaginu í síma 676020. Ennfremur í Garðsapóteki og Reykjavíkurapóteki. + TORFI BRYIMGEIRSSON frá Búastöðum, Vestmannaeyjum; til heimílis í Akurgerði 62, Reykjavik, sem lést 16. júlí, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 26. júlí kl. 13.30. Erla Þorvarðardóttir, Njáll Torfason, Kristin Arsælsdóttir, Bryndís Torfadóttir, Hólmgrímur Þorsteinsson, Bryngeir Torfason, Sigrún S. Hreiðarsdóttir, Guðmundur H. Torfason, Björg Jakobina Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. VALGERÐUR SKARP- HÉÐINSDÓTTIR ATVINNUA UGL YSINGA R „Au pair“ - London „Au pair“ óskast sem fyrst til íslenskrar fjöl- skyldu í London til að gæta 4ra ára drengs sem byrjar í skóla í haust. Upplýsingar gefur Gunnar í símum 552-4911 og 554-3907. Sölufólk - dagvinna Dugmikið sölufólk óskast í dagvinnu við sölu á skráningum í bókina íslensk fyrirtæki 1996. Viðkomandi verður að hafa bíl til umráða. Vinna hefst í byrjun ágúst og stendur í 2-3 mánuði. Góðir tekjumöguleikar. Nánari upplýsingar gefur Hildur Kjartans- dóttir í síma 515 5631. IRGDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Seljavegur 2, 101 Reykjavík. Grunnskólinn Þingeyri auglýsir Kennarar Getum enn bætt við okkur tveimur hressum kennurum. Ýmis hlunnindi í boði. Nánari upplýsingar veitir Garðar Vignisson, skóla- stjóri, í heimasíma 456 8311. Umsóknarfrestur er til 30. júlí. Afgreiðsla -erlendar bækur Óskum að ráða starfskraft til framtíðarstarfa í verslun okkar, sem býður upp á eitt landsins mesta úrval erlendra bóka. Starfið krefst þekkingar og áhuga á erlendum bókum. Skriflegar umsóknir sendist okkur fyrir föstudaginn 21. júlí nk. bók/kla, /túdervta, v/Hringbraut- 101 Reykjavík Leikskólakennarar athugið Starf leikskólastjóra við Leikskólann Hraun- brún, Bifröst, er laust til umsóknar. Einnig starf leikskólakennara og þroskaþjálfa við leikskólann Klettaborg, Borgarnesi. Upplýsingar um fyrra starfið gefur Gróa Ragnvaldsdóttir, sími 435 0037, en hin síð- ari Ásdís Baldvinsdóttir, sími 437 1425. Umsóknir berist undirritaðri bæjarskrifstofu Borgarbyggðar fyrir 28. júlí nk. Félagsmálastjórinn í Borgarbyggð. RADAéGí YSINGAR TIL SÖLU Motorola GSM Nýr Micro t.a.c. 5000 selst á 3.800 n.kr. Sími 00 47 77093785 er til sölu, ef viðunandi boð fæst. Elsta starf- andi bílasala landsins, 40 ára, á besta stað í borginni, fyrir neðan Perluna. Sími 551 5014. SUMARHÚS/-L ÓÐIR Sléttuhlíð, Hafnarfirði Óskum eftir sumarhúsi við Sléttuhlíð, Hafnar- firði, til kaups. Lysthafendur skili inn nöfnum og nánari upp- lýsingum á afgreiðslu Mbl., merktum: „KE - 071995“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.