Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR * + Solveig Hjörvar fæddist 2. apríl 1921 í Reykjavík. Hún lést á Öldrun- ardeild Landspít- alans 4. júlí sl. For- eldrar hennar voru hjónin Helgi Hjör- var kennari, f. 20. ágúst 1888, d. 25. desember 1965, og k.h. Rósa Daðadótt- ir, f. 14. mars 1892, d. 5. janúar 1977. Systkini hennar eru Guðrún Kjarv- al, f. 19. janúar 1917, Gunnar, f. 17. desember 1919, Þormóður, f. 24. maí 1922, d. 31. desember 1970, Egill, f. 5. júlí 1923, d. 12. des- ember 1965, Daði, f. 5. nóvem- ber 1928, d. 26. nóvember 1954, Tryggvi, f. 6. febrúar 1932 og Úlfur, f. 22. apríl 1935. Solveig giftist Haraldi Samúelssyni, loftskeytamanni, 2. nóvember 1940, f. 2. janúar 1910, d. 4. ágúst 1992. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 17. nóvember 1940, m. Anne Lise Samuelsen, f. 15. maí 1939. Barn þeirra er Heidi, f. 18. febrúar 1966. Þau skildu. S.k. Helga var Annelese Hede- vig Jörgensen, f. 24. maí 1946. Barn þeirra er Maja, f. 23. sept- ember 1971. Þau skildu. 2) Sig- ríður, f. 26. apríl 1942, d. 12. júní 1942, 3) Rósa, f. 17. ágúst 1943, m. Björn Einar Þorláks- son, f. 29. júní 1939, d. 5. júlí 1994. Börn þeirra eru Agla KÆR vinkona mín, Solveig Hjör- var, hefur kvatt þennan heim. Það er erfítt að gera grein fyrir jafnsér- stakri konu og Solveig var. Hún hafði skáldlegt ímyndunarafl og var gædd þeirri gáfu að sjá lífíð sem litríkt yrkisefni og fann því farveg í skemmtilegri frásögn. Solveig unni íslenskri tungu og hafði sjálf gott vald á henni og nýtti þann hæfileika vel og gat reyndar á stundum svið- ið undan beinskeyttum tilsvörum hennar. Hún var rómantísk og hafði einstakt lag á því að horfa á menn og málefni með rómantískum aug- um ungu stúlkunnar og þegar hún var í essinu sínu var frásögnin gjaman með léttu dramatísku ívafi. Hún bjó yfír víðtækri þekkingu á íslenskum fróðleik og naut sín best í góðum félagsskap þar sem munn- leg frásögn hennar krydduð skáld- legu innsæi hélt áheyrandanum föngnum. Solveig var fædd í Reykjavík og bjó þar mestan hluta ævinnar. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Fjala- kettinum. Hún var ein af Reykjavík- urdætrum, hún þekkti sögu borgar- innar, hveija götu og sögu hvers húss í gamla bænum. Hún elskaði þessa borg og naut Kvosin, þar sem hún ólst upp, byijaði búskap og eyddi ævikvöldinu, sérstöðu í hennar huga. Þegar litið er yfir farinn veg streyma minningamar fram í hug- ann ein af annarri sem flestar tengj- ast skemmtilegum atvikum, en Sol- Sigríður, f. 11. des- ember 1965, Þor- lákur Sindri, f. 22. desember 1967, sambk. Birgitte Imfeld, f. 26. des- ember 1970, Sol- veig, f. 30. júlí 1971, Ingibjörg Rósa, f. 12. júlí 1976, Haraldur, f. 21. september 1982. 4) Guðrún, f. 23. september 1944, m. Vilhjálm- ur Heimir Baldurs- son, f. 21. júní 1939. Börn þeirra eru Baldur, f. 26. nóvember 1965, sambk. Hildur P. Friðriksdóttir, f. 2. desem- ber 1966, Laufey, f. 11. desem- ber 1968, sambm. Hreiðar Þór Valtýsson, f. 26. maí 1967, Þó- rey Þöll, f. 6. desember 1971, sambm. Guðni Hreinsson, f. 6. desember 1971, Arney Ösp f. 6. maí 1977. 5) Drengur f. 7. júlí 1945, d. 7. júlí 1945. Seinni maður Solveigar var Þorsteinn Eiríksson, kennari og skóla- stjóri, f. 13, apríl 1920, d. 1. október 1978. Kjörsonur þeirra er Jóhann, f. 20. janúar 1963, m. Elfa Elfarsdóttir, f. 20. júlí 1958. Börn þeirra eru Tanja Guðrún, f. 31. október 1988, og Eva María, f. 21. desember 1991. Barnabörn Solveigar eru 13 og langömmubörnin eru 6. Útför Solveigar fer fram frá Dómkirkjunni I dag og hefst athöfnin kl. 13.30. veig var glaðvær og bjó yfir ágætu skopskyni. Þegar ég hitti hana fyrst var ég þrettán ára unglingur en fundum móður minnar og Solveigar, sem höfðu verið vinkonur í æsku, bar saman aftur er við systkinin sett- umst í Vogaskóla en þar var Þor- steinn Eiríksson s.m. Solveigar skólastjóri í forföllum Helga Þor- lákssonar. Upp frá því mynduðust vináttubönd sem treystust með ár- unum, en samverustundimar urðu fleiri eftir að hún varð ekkja við lát Þorsteins. Solveig kom mér strax fyrir sjón- ir sem öðruvísi en aðrar konur. Eg tengdi hana aldrei við hið hefð- bundna hlutverk kvenna, en á þeim tíma voru konur flestar bundnar við heimilisstörf. Hún var þó með af- brigðum góð hannyrðakona, hafði verið í saumanámi hjá Guðrúnu Arngrímsdóttur og stundað nám í Statens kvinnelige industri og Hell- ens skole í Noregi og unnið sem handavinnukennari í heimavistar- skólanum Brautarholti á Skeiðum frá 1953 til 1960. Heimili hennar sem búið var fögr- um gömlum gripum sem hver fyrir sig átti sér sérstaka sögu bar vitni um smekkvísi húsfreyjunnar. Af- staða hennar til heimilsstarfa var með þeim hætti að hún leit ekki á þau sem skyldustörf, hún var stemmningsmanneskja og vann þegar andinn kom yfir hana og þá var sama hvort væri dagur eða nótt. Mínar ánægjulegustu minningar með Solveigu tengjast undirbúningi jóla, jólaföndri, en hún var listamað- ur á því sviði, laufabrauðsgerð, nið- ursuðu ávaxta og margvíslegri sultugerð. Hún kom þá gjaman klyfluð ættfræðibókum, lögfræð- inga-, lækna- og kennaratölum, handavinnu og sænginni sinni því þá var ekki tjaldað til einnar næt- ur. Við hverskyns heimilisiðnað kunni hún vel til verka, enda hafði hún séð um matreiðslukennslu í Brautarholti á Skeiðum. Þá voru norsku og sænsku matreiðslubæk- urnar teknar fram og fyrr en varði stöfluðust upp fullar sultukrukkur og ég varð margs vísari um matar- gerð jafnt sem líf, starf og ástir löngu horfinna ljóðskálda. Solveig var vel að sér í bók- bandi, hafði reyndar numið þá iðn hjá Önnu Flygenring veturinn 1936-37 og var hún afar stolt af góðu handbragði sínu. Ég minnist þess frá unglingsárum mínum þegar móðir mín og Soiveig höfðu sett upp bókbandsverkstæði í stofunni okkar með fornfálegum verkfæmm sem tilheyra iðninni og var þá oft glatt á hjalla og ekki hætt fyrr en lýsa tók af degi. Á nóttum sem þessum fór andinn á flug, augnaráð Solveig- ar varð fjarskygnt og draumar og veruleiki mnnu saman. Ég mun sakna lágvöxnu fjör- miklu vinkonu minnar sem sífellt var á iði og alltaf kom auga á skemmtilegu hliðar tilverunnar. Þegar hún einhverju sinni varð fyrir því óhappi að lenda í árekstri var það vegna þess að allt í einu kom á móti henni götulitaður bíll og öðru sinni þegar kom til ágreinings um það hvort tiltekinn maður hér í borg væri orðinn sköllóttur, en hún hafði haldið því fram að svo væri ekki, kom jólakort á næstu jólum með mynd af umræddum manni, en Sol- veig hafði þá límt bómull á hvirfíl mannsins og undir stóð: „Víst er hnoðri á hausnum á honurn." Solveig hélt reisn sinni til ævi- loka. Þegar ég hitti hana örfáum dögum fyrir andlátið, en þá var hún langt leidd af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða, áttum við saman notalega stund. Þá fór andinn enn á flug og rifjuð voru upp skáldverk og ævi skálda. Við systkinin og foreldrar okkar sendum bömum Solveigar okkar innilegustu samúðarkveðjur svo og öðrum ættingjum og vinum um leið og við kveðjum Solveigu og þökkum henni fyrir samfylgdina. Katrín Theodórsdóttir. Erfiðu stríði er lokið. Vinkona okkar, Solveig Hjörvar, fékk hægt andlát eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún vissi að hverju dró og tók því með sama æðruleysi og svo mörgu öðru í lífinu. Solveig var dóttir hjónanna Rósu Daðadóttur og Helga Hjörvar, hins kunna útvarpsmanns og rithöfund- ar. Hún ólst upp í stórum systkina- hópi, þar sem einnig var í heimili móðurafi hennar, Daði - „falleg- asti afí í heimi“ - að áliti Þórunn- ar, konu minnar, enda vakti hann athygli, þessi fríði, gamli maður, með sitt snjóhvíta hár og skegg. Helgi og Rósa höfðu kynnzt á æskuheimili Katrínar, tengdamóð- ur minnar. Var mikill vinskapur milli fjölskyldnanna alla tíð og enda oft stutt milli heimilanna. Hafði Helgi verið kennari hennar í Mið- bæjarskólanum og hélt þeim sið að koma fyrstur gesta í afmæli hennar. Solveig var bráðgreind og minn- ug, eins og hún átti ættir til. Hún hafði mikið yndi af góðum bókum og batt þær líka listilega inn, enda var hún bæði hög og vandvirk. Solveig var mikill Reykvíkingur og elskaði Kvosina alla tíð, og ekki var hún alltaf sátt við niðurrif húsa þar. Við kölluðum hana Lobbu, enda var það gælunafn hennar alla tíð frá því hún fæddist og faðir hennar mætti Sigurði Nordal á förnum vegi og sagðist hafa eignast litla dóttur. Þá sagði Sigurður: „Lobba kom með loðna skó úr Lundúna veldi.“ Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. II S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677 SOLVEIG HJÖRVAR Síðar varð þetta líka ein setning- in, sem faðir hennar hafði í ritæf- ingabók, sem gefin var út eftir hann. Lobba giftist Þorsteini Eiríks- syni, yfirkennara, þann 11. apríl 1953. Það reyndist mikill happa- dagur beggja. Þorsteinn var frændi konu minnar, og það jók á kynni okkar. Þeim varð ekki barna auðið, en Solveig átti myndarleg böm fyrir, sem hann gekk í föðurstað. Það varð mikið áfall, þegar Þor- steinn varð bráðkvaddur á heimili sínu. Síðustu tvo mánuðina fyrir and- látið var Solveig óslitið á sjúkrahús- um, fyrst á Landspítalanum, en lengst af í Hátúni 10B. Þó fór hún með syni sínum heim til sín um helgi, þar sem hann var hjá henni, og öðru sinni um helgi komu dætur hennar tvær utan af landi. Gladdi það hana mjög að geta verið heima hjá sér með sameinaðri fjölskyldu sinni. Við hjónin höfðum rúman tíma til að heimsækja Solveigu á virkum dögum og gerðum það oft þessar síðustu vikur. Lengst af sat hún þá frammi. Var hún þá í hjólastól, las og hélt venjum sínum óbreytt- um. Hún var ákveðin í því að lifa lífinu, meðan það entist. Mein hennar var þess eðlis, að ekki varð við það ráðið, eins og komið var. í heimsóknum okkar var margt spjallað, ekki sízt um bækur og önnur sameiginleg áhugamál. Beindist tal þeirra Þórunnar ósjald- an að Kvosinni og gömlum dögum þar. Upp úr því bað Þórunn Lobbu að segja sér sögur af Helga, föður hennar, sögur, sem voru á fárra vitorði. Lobba sýndi þessu máli mikinn áhuga, og náði Þórunn sér í sérstaka kompu til að skrifa í eftir henni. En þetta var orðið nokkuð seint, sagan varð ekki nema ein. Föstudaginn 30. júní heimsótt- um við Lobbu í síðasta sinn. Þann dag hafði hún verið flutt á einbýli annars staðar í byggingunni, og var rétt búið að koma henni fyrir. Hún hafði þó fylgzt með því, að fjölskyldumyndir og nokkrir per- sónulegir munir yrðu settir þar, sem hún ætlaði þeim stað. Helgin var fram undan til hvíldar. Þegar við svo komum á þriðjudaginn á eftir, var bróðir hennar og hjúkrun- arkona að koma út úr stofu Lobbu. Hafði hún þá látizt fyrir stundu. Lobba hafði haft orð á því, að hana langaði í bíltúr með okkur. Höfðum við því þennan tíma alltaf teppi í bílnum, ef hún treysti sér í bílferð þann daginn. Þetta reyndist einnig of seint eins og skráningin á sögum af föður hennar. Sú ferð var aldrei farin. í stað hennar hefur Lobba okkar lagt upp í aðra ferð og áhugaverðari. Verði henni allt til gæfu á hinum nýju brautum. Börn- um og öðrum vinum og vanda- mönnum vottum við Þórunn samúð okkar. Hjúkrunarfólki, sem annaðist Solveigu Hjörvar á báðum sjúkra- húsunum, ber að þakka umönnun og nærgætni. Ólafur E. Stefánsson. Þegar Helgi Hjörvar fann upp nýja forskriftabók með einfaldri stafagerð fyrir alþýðufólk, kennslu- bók sem ætlað var að leysa af höfð- inglega dráttlist Jóns Þórarinssonar fræðslustjóra og Mortens Hansens á þriðja tug aldarinnar, vakti frum- kvæði barnakennarans mikla at- hygli. Fögnuðu margir stílhreinum einfaldleikanum, en hinir voru ekki færri sem töldu eftirsjá að flúrletr- inu og sökuðu Helga Hjörvar um skemmdarverk. Einn var þó sá hóp- ur óskriftlærðra sem þóttist nú hafa eignast kennslubók við sitt hæfi, - það voru krakkamir í Bröttugötu og Bíókrakkarnir í Fjalakettinum og leikfélagar þeirra í Gijótaþorpi. Gripu þessi landsins börn fegins- hendi almúgaletur Helga og æfðu sig stíft á forskriftinni, einkum á blaðsíðunni með efstu línu á þessa leið: Lobba kom með loðna skó úr Lundúnaveldi. - Lobba var nefni- lega leiksystir og uppáhalds vinkona þeirra sem útskrifast höfðu úr tíma- kennslu, og hafið æðra nám í Mið- bæjarbarnaskólanum við Tjörnina. Þar að auki var Lobba dóttir höfund- ar forsskriftanna, - Solveig Hjörvar sem kvödd er í dag. Solveig var þriðja bam Hjörvars- hjónanna Rósu og Helga, - Guðrún - Úna var elst, þá Gunnar, og síðan Solveig, - og á eftir henni stráka- hópurinn allur, vatni ausinn á sögu- öld: Þormóður, Egill o.s.frv. - einu nafni Bíókrakkarnir. Þeir áttu heima á Aðalstræti 8, og þar var einnig til húsa Gamla bíó, - Smíða- verkstæði Skafta, og gotteríisbúðin á neðstu hæð og fleiri fyrirtæki - einu nafni Fjalakötturinn. Þessi gamli timburhjallur í mið- bænum var einhver ævintýralegasti leikvöllur í samanlögðum bamabók- um, með allskonar útskotum, dimm- um leynigöngum, og skuggalegum draugaloftum, en afturgöngur á reiki í krókum og kimum, og yfir öllu portinu glerþak gegn regni, snjó og vetrarveðrum. Þegar Gamla bíó fluttist upp í Ingólfsstræti var kvikmyndasalurinn brúkaður til fundahalda, - þar æfðu kommún- istar sig í að ganga í takt, og bám þá rauða fána á litlum sætum stöngum sem fóru vel í hendi, eins og axarsköft. Svo voru kommúnist- arnir líka í hnefaleikum, en vildu aldrei leyfa manni að vera með, grefils beinin. Við íhaldsbörnin hefndum okkar í kórsöng á göngum og gluggum með útúrsnúningi úr baráttusöngnum Rauða fánanum: Fram allir fjósamenn með skóflu- blaðið, því hrossataðið vort merki er. Lobba söng sópran í kórnum í einkar áhrifamiklum sólóum upp í opið geðið á óvininum. Hún var djörfust allra í leik og hrekk ef svo bar undir, - en stúlkna hugljúfust á barnalesstofunni í stóra kvisthús- inu við gamla kirkjugarðinn undir gafli Landsímahússins, - og gaf engum eftir í skautahlaupi á Tjarn- arsvellinu. Ekki mun faðir hennar hafa hrifist mjög af öllum uppá- tækjum Lobbu sinnar, - hann var strangur og siðavandur, og krafðist hlýðni af börnum sínum og ann- arra. Urðu smágúngur oft dálítið hræddar, - en ekki Lobba, - hún var af hinni sortinni. Ég held að karlinum föður hennar hafi með árunum þótt æ vænna um hana fyrir bragðið. Grjótaþorps-krakkaskarinn í Bröttugötu og Fjalakettinum hélt hópinn fram á miðjan fjórða ára- tug, en fór úr því að riðlast, enda Reykjavík þá tekin að þenjast út í allar áttir, sem og borgarbúar flest- ir með aldrinum. En Lobba gamla úr forskriftabókinni var þó aldrei langt undan, uppfull af skringileg- um sögum og smellnum athuga- semdum þegar maður rakst á hana á förnum vegi L og brennandi í andanum í alvörumálum. Þar bar hæst á síðustu áratugum varðveisla Fjalakattarins, og átti hún ekki orð yfir þá sem ekki skynjuðu menning- arsögulega tign stórhýsisins, ósk- aði þeim út í hafsauga með meiru, og sagðist hafa búist við öðru af mér. Eg hopaði á hæl með órök- studdum hrakspám um framtíð lífs- hættulegra eldspýtnastokka og hrófatildurs í miðbænum, en Lobba rak flóttann með krassandi yfirlýs- ingum að ég skyldi nokk fá gúm- morinn, bætti ég ekki ráð mitt. En þrátt fyrir baráttuþrek Lobbu og annarra unnenda Fjalakattarins fór svo að hann var rifinn, - og Lobba þar með búin að tapa mál- inu. - Og þó, - á rústum gamla timburhjallsins reis nýtísku gler- og steinsteypuhöll í Aðalstræti 8, - og ekki fyrr búið að fínpússa en Solveig Hjörvar flutti þar inn. Þar bjó Lobba síðan á loðnum skóm til æviloka á sínum gamla stað, í nota- legri þjóðarsátt við byggingasam- þykkt borgarinnar, varðveisluráð fornminja og almættið. Ég þykist mega þakka Lobbu og kveðja hana í leiðinni fyrir hönd okkar krakk- anna í Bröttugötunni og Grjóta- þorpinu forðum tíð. Við samhryggj- umst hennar fólki. Jón Múli Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.