Morgunblaðið - 18.07.1995, Síða 48

Morgunblaðið - 18.07.1995, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: 1ÍAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJURDAGUR 18. JÚLÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Embættismaður Bandaríkjastjórnar í Washington Kjamavopnum ekki kom- ið fyrir án samþykkis BANDARÍSK stjórnvöld myndu aldrei staðsetja kjamavopn í öðrum aðildarlöndum Norður-Atlants- hafsbandalagsins, án þess að hafa fyrir því samþykki viðkomandi ríkisstjórnar. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá embættis- manni Bandaríkjastjórnar í Wash- ington sem óskaði nafnleyndar. Embættismaðurinn var spurður hvort möguleiki væri á að kjarna- vopn hefðu verið staðsett í flug- stöðinni á Keflavíkurflugvelli á tímum kalda stríðsins, eins og nú hefur verið upplýst að gert var í flugstöðinni í Thule á Grænlandi, á árunum 1958 til 1965. „Mér er ekki kunnugt um nokk- ur tengsl á milli þess hvernig mál- um var háttað í Thule á sínum tíma og í flugstöðinni í Keflavík. Ég bendi einungis á að þær upplýs- ingar sem þú vitnar til frá Dan- mörku, em byggðar á frásögnum danskra stjórnvalda, en ekki bandarískra. Bandaríkjastjórn hef- ur þá ófrávíkjanlegu reglu að hvorki staðfesta né neita spurning- um um það hvar kjarnavopn á vegum Bandaríkjahers eru stað- sett. Við berum fullt traust til bandalagsþjóða okkar, þegar um málefni er að ræða, sem flokkast undir þjóðaröryggi," sagði banda- ríski embættismaðurinn. Ekki einhliða ákvörðun Embættismaðurinn sagði jafn- framt: „Sé litið á þessi mál í sögu- legu samhengi, þá verður að hafa það í huga, hvort sem tölulegar upplýsingar frá utanríkisráðherra Danmerkur eru réttar eða ekki, að staðsetning kjarnavopna í Thule var á sínum tíma ákveðin með samþykki forsætisráðherra Dan- merkur, H.C. Hansen. Þetta var ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar, enda myndu bandarísk stjómvöld aldrei ákveða slíkt, án samráðs og samþykkis ríkisstjórnar bandalagsþjóðar sinnar.“ Embættismaðurinn sagði Bandaríkjastjórn fyllilega reiðu- búna til þess að ræða ofangreinda spurningu við íslensk stjórnvöld, eins og hvað annað sem ríkisstjóm íslands kynni að vilja ræða og kvaðst búast við að með haustinu, eða næsta vetur færu fram viðræð- ur um vamarsamstarf ríkjanna, þar sem hægt yrði að ræða þessi mál einnig. Kvaðst hann búast við því, að það yrði undir íslenskum stjóm- völdum komið, um hvað íslenska þjóðin yrði upplýst í viðræðum á milli stjómvalda þjóðanna. Banda- rísk stjórnvöld myndu ekki hafa afskipti þar af. Morgunblaðið/Sigfús Guðmundsson FRAMANDI flugvélar flugu víða yfir Islandi í gær, en þá stóð loftvarnaæfing Norður-Víkings 95 sem hæst. A Kefla- víkurflugvelli voru æfðar árásir og loft- varnir með orrustuvélum og sprengju- flugvélum. í Vestmannaeyjum voru bandarískar herþyrlur í friðsamara verkefni, en þær sóttu gamlan og úrelt- an þyrlupall í Surtsey og fluttu í land. Þyrlurnar verða í Skaftafelli í dag, þar Framandi flugvélar sem þær flytja meðal annars 200 malar- sekki á fellið til að leggja úr göngu- stíga. Á meðfylgjandi myndum sjást Morgunblaðið/Baldur Sveinsson slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli kynna sér B-1 sprengjuflugvél. Slík vél hefur aldrei lent á vellinum áður og því skoðuðu slökkviliðsmennirnir hana hátt og lágt. Hin myndin var tekin um borð í Chinook-herþyrlu á leið út í Surtsey sem ber við framgluggann. Sótt og varist/6 Hugrnyndir um að rífa glerskálann við Iðnó eða skipta um gler Eríndi vegna hjartaað- gerða fyrir ríkisstjóm Dagsbrún vill að skál- inn standi FORMAÐUR Dagsbrúnar er and- vígur því að glerskálinn við Iðnó í Reykjavík verði rifinn niður, en Dagsbrún ásamt fleiri verkalýðsfé- lögum á 45% í húsinu. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um ör- lög skálans. „í upphafi var nú þessi glerskáli ekkert hugsjónamál," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. „Hins- vegar var rifín niður viðbygging úr steini sunnanvert við húsið, þar sem var fatageymsla og miðasala og það var býsna mikið pláss. Ef húsið verður minnkað frekar þá er þetta orðið allt annað en sam- komustaður fyrir verkalýðsfélög. Ég samþykki alls ekki að skálinn verði rifinn ef engir stækkunar- möguleikar eru fyrir hendi.“ Aðspurður hvort til greina kæmi að skipta um gler í skálanum svar- aði Guðmundur að hann væri tilbú- inn að skoða málið. „Þessa við- byggingu og þetta gler var búið að samþykkja í bygginganefnd og skipulagsnefnd. Svo koma ein- hveijir borgarfulltrúar með löggilt- an smekk og segja að þetta sé ljótt og vilji nú breyta til uppá nokkrar milljónir. Ég elti nú ekki mjög þennan löggilta smekk borgarfull- trúa en ef hægt er að ná einhveiju samkomulagi þá má ræða það.“ HEILBRIGÐISRÁÐHERRA ætlar að leggja fram erindi vegna bið- lista í hjartaaðgerðir á næsta ríkis- stjórnarfundi. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, staðfesti að ætl- unin væri að bera fram erindi vegna hjartaaðgerðanna í gær. Hins vegar vildi hún ekki gefa upp hversu háa aukafjárveitingu hún myndi fara fram á til að stytta biðlistana. Sem stendur eru 82 á biðlista vegna hjartaaðgerða. Læknar hafa talið eðlilegt að um 35 manns væru að jafnaði á bið- lista eftir hjartaaðgerð. Komið hefur fram að hver aðgerð kostar um 800 þúsund krónur. Nefnd um fjár- magnstekjuskatt Niðurstaða í september NEFND um fjármagnstekjuskatt sem fjármálaráðherra skipaði skömmu fyrir síðustu kosningar mun ljúka störfum fyrir miðjan september. „Málið er mjög viðkvæmt og umdeilt. í nefndinni sitja fulltrúar ólíkra pólitískra sjónarmiða og það þarf að ná samstöðu milli þeirra,“ sagði Ásmundur Stefánsson for- maður nefndarinnar. „Við höfum farið yfír þau nefnd- arálit sem fyrir liggja um þetta mál og höfum verið að afla okkur ýmissa gagna. Við eigum tiltölu- lega lítið eftir til að ganga frá þessu, en ég er ekki í aðstöðu til að skýra frá neinum línum í mál- inu fyrr en við ljúkum störfum okkar.“ Fyrrverandi heilbrigðisráðherra óskaði eftir að Tryggingastofnun greiddi kostnað vegna 30 til 40 hjartaaðgerða. Tryggingastofnun ríkisins taldi hins vegar eðlilegt að viðkomandi sjúkrahús fengi aukafjárveitingu vegna verkefnisins. TVEIR ökumenn voru teknir nyög ölvaðir við akstur um helgina, annar aðfaranótt sunnudags og hinn aðfaranótt mánudags. Mennirnir voru látnir blása í blöðrur og bentu mælingarn- ar til þess að þeir væru með 2,7 og 3,0 prómill af áfengi í blóðinu. Samkvæmt upplýs- ingum læknis er fólk með svo hátt hlutfall áfengis í líkama Ofurölvi undir stýri sínum geysilega ölvað. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns, gefur niðurstaða öndunarprófs vísbendingu um áfengismagn í blóði mann- auna, en blóðsýni voru send til Rannsóknastofu í lyfjafræði til athugunar. Það sé í hærri mörkum að mælast með 1,2 firómill, en leyfilegt hámark á slandi er 0,50. Þá segir hann að menn sem teknir séu við akstur svo öl- vaðir sem þessir hafi oft ekki hugmynd um að þeir séu und- ir stýri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.